Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Á endanum ráða aðildarríkin för Evrópusambandið hefur margvísleg völd en það er samt ekki svo að sambandið geti sett reglur um hvað sem embættismönnum dettur í hug. Vald sambandsins er bundið við þær heimildir sem er að finna í sáttmálum sambandsins. Og þó að heill herskari vinni hjá stærstu stofnun sambandsins, framkvæmdastjórninni, er fjöldinn ekki ýkja mikill sé hann til dæmis borinn saman við venjulegt ráðuneyti í aðildarríki. Íslendingar fengju ekki mörg atkvæði, gengju þeir í sambandið, og formleg völd þeirra yrðu lítil. Á hinn bóginn verður að líta til þess að innan sambandsins er rík hefð fyrir því að semja sig að sameiginlegri niðurstöðu. Í valdamestu stofnuninni, ráðherraráðinu, er sjaldnast kosið um mál þó að heimild fyrir kosningum sé til staðar. Í umfjöllun Rúnars Pálmasonar kemur fram að á endanum séu það aðildarríki sambandsins sem ráða þróun þess, völdum og stefnumálum. Hvað er ESB? Við þessari spurningu er ekki einfalt svar. Stofnanakerfi ESB er einstakt. Sambandið hefur yfirþjóðlegt vald í tilteknum málaflokkum. Í öðrum málaflokkum er um hefðbundið milliríkjasamstarf að ræða og í sumum tilvikum er um að ræða blöndu af þessu tvennu. Aðildarríki sambandsins eru fullvalda, þótt þau hafi látið hluta af sjálfsákvörðunarrétti sínum til stofnana sambandsins. Fáir halda því t.d. fram að Þýskaland sé ekki fullvalda ríki. Eða Bretland. Og svo framvegis. Hvernig virkar ESB? Evrópuþingið Framkvæmdastjórnin Framkvæmdastjórn ESB (Commission) fer með framkvæmdavald í sambandinu. Hún á að gæta að hagsmunum heildarinnar og fylgjast með að lögum sambandsins sé fylgt. Aðeins framkvæmdastjórnin hefur rétt á að leggja fram tillögur að lagasetningu sem varða innri markaðinn. Framkvæmdastjórnin kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna í samningaviðræðum við ríki utan sambandsins og fjölþjóðleg samtök. Í framkvæmdastjórninni sitja 27 framkvæmdastjórar, einn fyrir hvert ríki sambandsins, tilnefndir til fimm ára í senn. Samkvæmt núgildandi sáttmála átti að fækka þeim og var einnig gert ráð fyrir því í Lissabon-sáttmálanum. Írar hafa hins vegar fengið því framgengt að hvert ríki fær áfram að tilnefna framkvæmdastjóra. Þeir eru tilnefndir af aðildarríkjunum til fimm ára í senn. Ráðherraráðið Ráðherraráðið hefur löggjafarvald ásamt þinginu en völd ráðsins á því sviði eru víðtækari en þingsins. Í ráðinu gæta aðildarríkin hagsmuna sinna. Aðildarríkin skiptast á um að fara með forsæti ráðsins í sex mánuði í senn (nú er það í höndum Tékka en Svíar taka við í nóvember). Ráðherrar úr þriggja ríkja hópi munu stýra starfinu í einstökum málaflokkum. Einn ráðherra frá hverju aðildarríki sækir fundi ráðsins en það fer eftir því hvaða mál er á dagskrá hvaða ráðherra mætir (menntamála- eða dómsmálaráðherra o.s.frv.) Þótt hvert ríki eigi einn ráðherra er atkvæðavægi þeirra mismunandi. Flestar ákvarðanir í ráðinu má nú taka með auknum meirihluta en í fæstum tilvikum fer kosning fram. Í sumum málum þarf samhljóma samþykki, s.s. ef hleypa á nýju ríki inn í sambandið, í utanríkismálum, skattamálum og fleiru. Ákvarðanir ráðsins eru undirbúnar af fjölmennum fastanefndum sem í sitja sérfræðingar frá aðildarríkjunum. Alls starfa um 250 nefndir og vinnuhópar á vegum ráðsins. Flestar ákvarðanir eru teknar af fastanefndunum og tiltölulega fá mál þarf að bera undir ráðherrana. Leiðtogaráðið er vettvangur leiðtoga ríkjanna. Vægi leiðtogaráðsins hefur aukist mjög á undanförnum árum. Þar er stefna sambandsins mörkuð og þar er ráðið fram úr erfiðustu deilumálum. Ef Lissabon-sáttmálinn verður samþykktur munu ríkin hætta að skiptast á forsætinu í leiðtogaráðinu og í staðinn verður kjörinn forseti ráðsins. Kjörtímabil hans verður 2½ ár. Hans hlutverk verður að stýra starfinu (áður var það hlutverk forsætisráðherra þess ríkis sem var í forsæti) en hann fer ekki með eiginleg völd. Það er í raun ekki heldur einfalt að útskýra það. Ákvarðanatakan er nokkuð flókin og mismunandi reglur gilda um málaflokka. Það flækir málið síðan enn frekar að í Lissabon-sáttmálanum felast ákveðnar breytingar en hann hefur ekki verið staðfestur. Til einföldunar má útskýra ákvörðunarferlið með því að líkja því við löggjafarþríhyrning sem er myndaður af þremur helstu stofnunum sambandsins. Ákvörðunartökuferlið er að hluta útskýrt á öðrum stað í umfjölluninni. Fram- kvæmda- stjórnin Ráðherra- ráðið Evrópu- þingið Mikilvægasta hlutverk Evrópuþingsins er að taka þátt í lagasetningu ásamt ráðherraráðinu. Þá þarf samþykki þingsins fyrir fjárlögum. Þingið hefur einnig eftirlits- og aðhaldshlutverk. Völd Evrópuþingsins hafa stóraukist á undanförnum árum eftir að reglur um sameiginlega ákvarðanatöku ráðsins og þingsins tóku gildi. Þar með varð þingið jafningi ráðherraráðsins í fjölmörgum málaflokkum, s.s. þegar lagatillögur snúast um frjálst flæði vinnuafls, innri markaðinn, menntun, rannsóknir og neytendavernd. Evrópuþingmenn eru kosnir beinni kosningu í aðildarríkjum eftir mismunandi reglum sem þar gilda. Af þessum sökum líta margir svo á að með því að auka völd þingsins aukist lýðræði í störfum ESB. Það er þó ekki endilega svo. Þátttaka í Evrópukosningum er lítil, 45% að meðaltali árið 2004. Þar að auki er almenningur yfirleitt áhugalítill um störf þingsins en hvort tveggja dregur úr lögmæti þess. Spillingarmál þingmanna og Strassborgarsirkusinn hafa sömuleiðis rýrt stöðu þingsins. Í Evrópuþinginu skipa þingmenn sér eftir flokkum en ekki eftir þjóðerni. Íslendingar fengju væntanlega fimm þingmenn en heildarfjöldi þeirra nú er 785. Ef Lissabon-sáttmálinn verður samþykktur yrði heildarfjöldi þeirra 751 og Íslendingar fengju sex þingmenn (lágmarkið). Á vefnum mbl.is/esb er að finna allar greinar sem hafa birst í hafa í þessum greinaflokki frá því hann hóf göngu sína og fleira til. Á vefnum eru birt sjónvarps- viðtöl og oft má þar finna ít- arlegri útgáfur af viðtölum en komust fyrir í blaðinu. Þar má einnig finna fróðlegar greinar um ESB, athugasemdir og skoð- anir lesenda. Meira um ESB á mbl.is/esb Evrópusambandið | Stjórnkerfi og stofnanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.