Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 14
SÝNINGIN Ferðalög og frístundir
verður haldin í Íþrótta- og sýning-
arhöllinni í Laugardal dagana 8.-
10. maí nk. Þar mun sameinast á
einum stað allt sem viðkemur
ferðalögum, frístundum og afþrey-
ingu, innanlands og utan. Kjarninn
á ferðasýningunni verður ferða-
torgið þar sem ferðamálasamtök
landsins kynna hver sinn lands-
hluta og ferðaþjónustu á sínu
svæði. Sýningin Golf 2009 verður
einnig haldin samhliða ferðasýn-
ingunni.
Frístundasýning
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009
STJÓRN Kvennahreyfingar Sam-
fylkingarinnar fordæmir innrás
Ísraelshers á Gaza. Loftárásir og
innrás hersins bitnar helst á íbúum
svæðisins sem þegar búa við kröpp
kjör. Ekkert réttlætir ofbeldi gegn
saklausum borgurum; konum,
börnum og öldruðum. Viðvarandi
skortur á mat, vatni, rafmagni, lyfj-
um og öðrum nauðsynjum hefur
verið á svæðinu svo mánuðum
skiptir. Stöðugar árásir Ísraelshers
og bardagar við palestínska skæru-
liða gera hjálparsamtökum það
nánast ómögulegt að koma hjálp-
argögnum til íbúa á Gaza.
„Stjórn Kvennahreyfingar Sam-
fylkingarinnar tekur undir með
Friðarráði ísraelska og palest-
ínskra kvenna og krefst þess að
árásum ísraelshers á Gaza verði
hætt án tafar.“
Fordæma árásir
Ísraelshers á Gaza
SÉRA Þórhallur Heimisson hefur í
samstarfi við Kjalarnesprófasts-
dæmi ákveðið að bjóða upp á nám-
skeið í öllum sóknum prófastsdæm-
isins á næstu vikum undir
yfirskriftinni „10 leiðir til lífsham-
ingju“. Námskeiðin eru ókeypis og
öllum opin. Þau verða auglýst nán-
ar síðar.
Leiðir til hamingju
SKESSUHORN stóð fyrir vali á
Vestlendingi ársins og var það Erla
Björk Örnólfsdóttir, forstöðumaður
Varar – sjávarrannsóknaseturs við
Breiðafjörð, sem hlaut þann titil.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
að Erla hafi unnið frábært braut-
ryðjandastarf og miðlað vísinda-
starfi inn í skóla til ungs fólks.
Vestlendingur ársins
MEÐ fullri sanngirni má halda því
fram að greiðslur landsmanna
vegna Icesave-málsins muni nema
andvirði a.m.k. 40 framhaldsskóla á
ári – næsta áratuginn. „Allir
raunsæir menn sjá að það er með
öllu óraunhæft að leggja slíkar
drápsklyfjar á fámenna þjóð,“ segir
í tilkynningum frá Röddum fólks-
ins. Raddir fólksins fordæma
„máttlítil og ómarkviss“ viðbrögð
ríkisstjórnarinnar við árásum
Breta. „Nýta á einn kost af þremur
í lögsókn á hendur breskum stjórn-
völdum og gefa ádrátt um mögu-
lega kæru til Mannréttinda-
dómstólsins.“
„Drápsklyfjar“
STUTT
Heimildamynd eftir Friðrik Þór Friðriksson
www.solskinsdrengurinn.is
SÓLSKINSDRENGURINN
Verkefnið er styrkt af
Kom einhverfur hugur manninum til tunglsins? HV
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
MUNNLEGUR málflutningur fór fram í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær þar sem tekist var á um þá
kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að rannsókn á
skattahluta Baugsmálsins yrði dæmd ólögmæt. Til
vara er þess krafist að Helgi Magnús Gunnarsson,
saksóknari efnahagsbrota, víki sæti sökum van-
hæfis. Ákæruvaldið fer hins vegar fram á að mál-
inu verði vísað frá og til vara að það beri að hafna
öllum kröfum verjanda um niðurfellingu málsins.
Arngrímur Ísberg héraðsdómari tók málið til
dómsmeðferðar að málflutningi loknum.
Gísli Hall hélt uppi vörnum fyrir Jón Ásgeir í
umboði Gests Jónssonar, sem var fjarverandi sök-
um veikinda. Að sögn Gísla er óviðeigandi að það
sé verið að gefa út ákæru í þriðja sinn í sama máli á
hendur Jóni Ásgeiri auk þess sem það sé ólíðandi
hve lengi málið hafi dregist. Ljóst væri að rétt-
urinn til réttlátrar málsmeðferðar væri brotinn.
Þriðja ákæran á hendur Jóni Ásgeiri var gefin út
hinn 18. desember sl.
„Það er búið að verjast mörgum ákærum í þessu
eina og sama Baugsmáli, sem hófst í ágúst 2002.
Það kemur að því að það þurfi að fá dómsúrslausn
um það hversu langan tíma rannsóknarar fái til að
ljúka rannsókn mála,“ segir Gísli.
Aðspurður segir hann að það sé eðlilegt að þetta
sé gert með þessum hætti, þ.e. að höfðað sé sér-
stakt dómsmál. „Það er gert ráð fyrir því að það sé
hægt að fá dómsúrlausn um lögmæti rannsóknar
með þessum hætti Annars geti menn beðið fram í
það endalausa.“
Gísli benti jafnframt á að báðir aðilar, þ.e.
ákæruvaldið og verjendur, væru sammála um það
að drátturinn á meðferð málsins væri óhæfilegur.
Hann segir að ríkissaksóknari hafi sett fordæmi
um að mál, sem hafi dregist óhæfilega lengi að
rannsaka, skuli vera fellt niður.
Hvað varðar hæfi Helga Magnúsar segir Gísli:
„Við teljum að hann hafi farið yfir strikið í sam-
skiptum við fjölmiðla. Einnig er það sérkennilegt
að saksóknari sé vitni í sama málinu. Hann tengist
málinu með þeim hætti að það er ekki trúverðugt
að hann sé hlutlaus á sama tíma. Ásýndin er þann-
ig.“
Það kom t.d. fram í máli Gísla að það væri óvið-
unandi að saksóknari hefði birt fjölmiðlum ákær-
una á hendur Jóni Ásgeiri rúmri klukkustund eftir
að verjendur fengu hana í hendur. Hann segir að
þetta sé brot á reglum um meðferð opinberra mála.
Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, sem
var einnig birt ákæra 18. desember sl. vegna
meintra skattalagabrota, hefur sömuleiðis höfðað
mál þar sem þess er krafist að rannsóknin verði
dæmd ólögmæt. Munnlegur málflutningur í máli
hennar og ákæruvaldsins fer fram mánudaginn 12.
janúar nk.
Tekist á um lögmæti
„Búið að verjast mörgum
ákærum í þessu eina og
sama Baugsmáli“
Morgunblaðið/Ómar
Jón Ásgeir Jóhannesson Krefst þess að rannsókn á meintum skattalagabrotum verði dæmd ólögmæt.
„Þessari rannsókn er lokið og svo tekur við
dómsmeðferð með ákæru. Þar er hægt að hafa
uppi allar þessar sömu kröfur,“ segir Helgi
Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota,
og vísar til rannsóknar ákæruvaldsins á meint-
um skattalagabrotum Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar. Þá segir hann að það sé óeðlilegt að
tveir héraðsdómarar við sama dómstólinn fjalli
um kröfu innan sama máls. Slíkt standist ekki
eðli laganna. Þrátt fyrir að ekki sé skýrt kveðið á
um þetta í lögunum sé þetta „svo langt frá eðli-
legum skilningi á lögunum að það sé hægt að
halda svona máli til streitu.“
Hann tekur það hins vegar fram að það sé
ekki vilji ákæruvaldsins að sakborningar verði
fyrir réttarspjöllum. „Teljist sækjandi vanhæfur
af þessum sjónarmiðum, sem þó er hægt að
hafa uppi í ákærumálinu, þá verður hann vænt-
anlega að víkja við meðferð þess máls. Og ef
eitthvert ólögmæti er við útgáfu ákæru eða
rannsókn málsins verður málinu væntanlega
bara vísað frá.“
Óeðlilegt að tveir dómarar fjalli um kröfu innan sama máls
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
UM 70 umsóknir hafa borist um
aðstöðu á Torginu við Austurvöll,
viðskiptasetri Nýsköpunarmið-
stöðvar Íslands, frá því að það var
opnað fyrir um það bil mánuði. Að-
staðan er fyrir einstaklinga sem
eru að skapa sér atvinnutækifæri
með aðstoð Nýsköpunarmið-
stöðvar, Landsbankans og Sam-
taka starfsmanna fjármálafyr-
irtækja, að sögn Berglindar
Hallgrímsdóttur, framkvæmda-
stjóra Impru, deildar innan Ný-
sköpunarmiðstöðvar Íslands.
Nú þegar hafa verið settar á
laggirnar 11 starfsstöðvar á Torg-
inu sem er í húsnæði sem Lands-
bankinn hafði á leigu. Ákveðið var
að nýta það fyrir starfsemi sprota-
fyrirtækjanna sem er af marg-
víslegum toga. Þar eru meðal ann-
ars hreyfimyndagerð, vinnsla við
táknmálsvef, iðn- og vöruhönnun,
fjármálaráðgjöf og hugbún-
aðarþróun svo eitthvað sé nefnt.
„Við hjálpum þeim að koma sér
af stað og veitum þeim ráðgjöf og
handleiðslu og greiðum úr þeim
málum sem kunna að koma upp,“
segir Berglind.
Alls er gert ráð fyrir því að um
20 sprotafyrirtæki geti verið með
aðstöðu á Torginu, að sögn Elvars
Knúts Valssonar verkefnisstjóra en
hann er einn þeirra sem veita
sprotafyrirtækjunum ráðgjöf. „Það
munu hins vegar verða um 30
starfsstöðvar fyrir sprotafyrirtæki
í húsnæði Nýja Glitnis í Lækj-
argötu. Við erum að vinna að því
að geta aðstoðað fleiri sprotafyr-
irtæki því að við höfum því miður
þurft að vísa frá áhugaverðum
hugmyndum. Vonandi getum við
veitt fleiri frumkvöðlum og sprota-
fyrirtækjum svipaða aðstoð í ná-
inni framtíð.“
70 umsóknir um aðstöðu fyrir ný
sprotafyrirtæki í kjölfar kreppu
Morgunblaðið/Valdís
Frumkvöðlar Hópur sem vinnur að stofnun fyrirtækja með aðstoð Nýsköp-
unarmiðstöðvar, Landsbanka og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.