Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 23
Fréttir 23ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Útihurð banað með keðjusög ROBERT Kane, 34 ára gamall Bandaríkjamaður í borginni Scran- ton í Pennsylvaníu, á nú yfir höfði sér allt að 37 ára fangelsi. Kane reiddist mjög granna sínum, Jamie Zaleski, eftir að gestur hins síð- arnefnda lagði bíl beint fyrir fram- an hús Kanes. Kane barði að dyrum, hellti sví- virðingum yfir grannann og skipaði honum að opna, annars myndi hann tæta hurðina í sundur. Zaleski og félagar hans flúðu skelfdir út um bakdyrnar og beitti Kane þá að sögn sjónarvotta keðjusög til að búta hurðina í sundur. Kviðdómur hefur dæmt Kane sekan um innbrotstilraun, hryðju- verkahótun og fleiri brot en dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp. kjon@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BANDARÍSKIR leyniþjón- ustumenn hafa lengi varið miklu af tíma sínum í að berjast innbyrðis en öflun upplýsinga til að tryggja ör- yggi ríkisins er á hendi margra stofnana sem halda fast utan um eig- in hagsmuni. Þekktust er CIA. Skugginn af fangabúðunum ill- ræmdu í Guantanamo hefur hvílt ár- um saman yfir öllu starfi stofnunar- innar, margir öflugustu fagmennirnir á sviði leyniþjónustu hafa með einum eða öðrum hætti komið þar við sögu. Barack Obama hefur heitið því að loka búðunum. En málið er flókið, hvað á að gera við fangana? Ef öllum er sleppt lausum og einhver þeirra fremur mann- skætt hryðjuverk er ljóst að Obama fær mikinn skell, honum verður kennt um. „Búðirnar voru ein af alvarlegustu mistökum Bush-stjórnarinnar,“ sagði utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski, nýlega og er hann þó dyggur vinur Bandaríkjamanna. Hann sagðist ekki ákafur í að Pól- verjar tækju við föngunum. Obama hefur nú valið Leon Pa- netta, sjötugan demókrata sem gegndi starfi skrifstofustjóra í Hvíta húsinu í tíð Bills Clintons, til að verða yfirmaður CIA. Panetta hefur vissulega þann kost að hann er ein- dreginn andstæðingur pyntinga en það voru sumir liðsmenn CIA sem hefðu vafalaust valdið starfinu ágæt- lega. Reynsla Panetta af leyniþjón- ustumálum er engin. Skýring manna Obamas á valinu var að Panetta hefði reynslu af því að „fá upplýs- ingar“. En eins og dálkahöfundurinn Richard Dreyfuss segir í Guardian er það varla sannfærandi ástæða. „Ég reikna með að hann endist þarna í ár. Hann hefur ekkert að gera í njósna-harðhausana sem ráða þarna ríkjum og hann hefur ekkert að gera í hershöfðingjana sem eru að hamast við að tryggja sér betri tök á því hve miklu fé skuli varið í leyni- þjónustuna og hver forgangsröðin skuli vera.“ Panetta spáð stuttri dvöl Væntanlegur yfirmaður hefur enga reynslu af leyniþjónustustörfum Reuters Hjólbörutækni Bandarískir herlögreglumenn í fangabúðunum í Guant- anamo á Kúbu flytja einn fanganna til yfirheyrslu. FORSÆTISRÁÐHERRA Líbanons, Fuad Saniora, hefur fordæmt eld- flaugaárásir sem gerðar voru frá Líbanon á norðurhluta Ísraels í gær auk þess sem hann fordæmdi hefndaraðgerðir Ísraela sem fylgdu í kjölfarið. Enginn særðist alvarlega í árásunum. Hamas-samtökin hafa neitað því að standa að baki árásunum í gær og að sögn líbanskra yfirvalda hafa Hezbollah, samtök herskárra sjíta sem Ísraelar beittu sér gegn árið 2006, einnig neitað aðild. Óttast er að eldflaugaárásirnar geti haft í för með sér að árásir Ísraela teygi sig víðar en árásir ísraelska hersins á Gaza-svæðið hafa þegar orðið um 700 manns að bana. Eldflaugaárásirnar frá Líbanon í gær komu að mati fréttaskýrenda ekki á óvart því þar blossa iðulega upp átök þegar upp úr sýður á milli Ísraela og Palestínumanna. Rauði krossinn sakaði Ísra- elsmenn í gær um óviðunandi tafir við að hleypa björgunarfólki að þremur heimilum í Gaza-borg sem sprengd höfðu verið í loft upp. Þegar björgunarmenn komust að húsunum fundu þeir 15 látna og 18 særða í húsunum. Rauði krossinn segir að Ísraelsher hafi ekki hleypt björgunarfólki inn í Zaytun- hverfið í fjóra daga og að sjúkra- bílar hafi ekki komist leiðar sinnar vegna vegatálma. Ísraelar hættu skotárásum í þrjár klukkustundir annan daginn í röð í gær til að hleypa mat- vælasendingum og hjálpargögnum inn á Gaza-svæðið. Chris Gunness, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að sá tími sé of stuttur og dugi engan veginn til að sinna vatns- og matarþörf íbúanna. jmv@mbl.is AP Rústir Ísraelar hafa haldið uppi linnulausum árásum á Gaza-svæðið. Breiðast átökin út? FRANSKI dóms- málaráðherrann, Rachida Dati, mætti galvösk til vinnu sinnar á miðviku- dag, fimm dögum eftir að hún eign- aðist fyrsta barn sitt með keisaraskurði. „Barnsburður er ekki sjúkdómur,“ sagði Dati, sem tilkynnti frá sænginni að hún hefði öll mál í hendi sér. Mikið er rætt um faðerni barnsins í Frakklandi og var forvitni almenn- ings vakin er Dati sagðist lifa „flóknu einkalífi“. Francois Sar- kozy, yngri bróðir Frakklands- forseta, er talinn líklegur faðir. Þá hafa José-Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, og franski milljarðamæringurinn Dominique Desseigne barón, verið nefndir. Faðerni vek- ur forvitni Rachida Dati KÍNVERSKI bóndinn og sjálfmenntaði uppfinn- ingamaðurinn Wu Yulu lætur heimatilbúið vél- menni draga sig um heimahagana í nágrenni Peking. Vélmennið er nýjasta og viðamesta upp- finning Yulu sem hefur haft brennandi áhuga á slíkri smíði allt frá æsku. Yulu hóf að hanna og smíða vélmenni árið 1982 þegar vélmennið Wu Laoda (fyrsti sonur Wu) leit dagsins ljós. Wu hefur smíðað vélmenni sem geta klifið veggi, borið fram vatn, kveikt í sígarettum, leik- ið á hljóðfæri og skrifað skrautskrift. Yulu verður að teljast nægjusamur og vist- vænn uppfinningamaður þar sem vír, málmur, skrúfur, naglar og annað sem til fellur af rusla- haugum eru aðalefniviður hans. jmv@mbl.is Reuters Ástríðufullur uppfinningamaður Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli Rússa og Úkraínumanna um gas- deilu þeirra fóru út um þúfur í gær. Embættismenn, sem höfðu milli- göngu um viðræðurnar fyrir hönd Evrópusambandsins, kenndu rúss- neska gasfyrirtækinu Gazprom um það að þær báru ekki árangur. Iðnaðarráðherra Tékklands, landsins sem fer fyrir ESB þetta misserið, sagði að Gazprom hefði hafnað tillögu um að óháðir eftirlits- menn yrðu fengnir til að fylgjast með gasflutningum til ESB-landa um leiðslur í Úkraínu. Andris Pie- balgs, sem fer með orkumál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði að Rússar hefðu ekki viljað undirrita sam- komulag um eftirlitið, m.a. vegna þess að þeir vildu senda eigin eft- irlitsmenn til Úkraínu. Forstjóri Gazprom, Alexej Miller, kenndi hins vegar Úkraínumönnum um það að að ekki náðist samkomu- lag. Gasflutningar til um tólf ESB- landa höfðu stöðvast eða minnkað verulega vegna deilunnar. Um fjórð- ungur af öllu jarðgasi, sem notað er í ESB-löndunum, kemur frá Rúss- landi. Deilt um eftirlit með gasleiðslum í Úkraínu Samningaviðræður um gasdeiluna fóru út um þúfur Í HNOTSKURN » Stjórnvöld í Búlgaríu hafaþurft að grípa til þess ráðs að skammta gas til fyrirtækja og 75 skólum hefur verið lok- að vegna skorts á gasi til kyndingar. » Ekki var hægt að kyndamörg hús í Búlgaríu og níu borgum og bæjum í Serbíu vegna gasskortsins. Mikill vetrarkuldi er á þessum slóð- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.