Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ✝ Freyja Sigurð-ardóttir fæddist á Sauðárkróki 31. maí 1948. Hún lést af slys- förum 27. desember síðastliðinn. Faðir hennar var Sigurður Magnússon frá Bíldu- dal, f. 26. október 1918, d. 26. apríl 1979. Móðir hennar er Birna Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Hrólfstöðum í Skaga- firði, f. 13. desember 1920, hún dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Bróðir Freyju er Magnús, f. 25. apríl 1957, kvæntur Sigurrósu Rut Karlsdóttur, f. 8. ágúst 1961, sonur þeirra er Sigurður Karl, f. 28. sept- ember 1978. Hálfsystur Freyju, samfeðra eru: 1) Gunnfríður, f. 15. nóvember 1938, gift Braga Valdi- marssyni og 2) Þorgerður Arndal, f. 19. janúar 1942, gift Gunnari Guðlaugssyni. Freyja giftist 1972, Ragnari Karlssyni, f. 24. maí 1953, d. 19. desember 2000. Þau skildu 1978. Unnusti Freyju er Einar Ólafur Sigurjónsson, f. 25. október 1944, búsettur í Danmörku. Dætur Freyju eru: 1) Birna Sólveig Ragnarsdóttir, f. 18. júní 1972, gift Sæ- mundi Árnasyni, f. 28. júlí 1971, börn þeirra eru Sandra, f. 24. mars 1996 og Árni, f. 12. júlí 2003. 2) Hulda Rut Ragnarsdóttir, f. 13. maí 1973, unnusti Zbigniewn Waldimar Prochera, f. 7. febr- úar 1969. Dóttir Huldu frá fyrra sam- bandi er Sara Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 19. febrúar 2002. Freyja útskrifast frá Hjúkr- unarskóla Íslands 1972, hún starf- aði sem héraðshjúkrunarkona á Breiðdalsvík 1972-1974 og síðan sem hjúkrunarfræðingur á Sjúkra- húsinu á Egilsstöðum 1974-1980. Flutti hún síðan til Hafnarfjarðar 1980 og hóf þá störf á St. Jós- efsspítala og hefur starfað þar síð- an, eða 29 ár á handlækningadeild- inni. Útför Freyju verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Það var mikið áfall fyrir okkur samstarfsfélaga Freyju þegar okkur bárust þær fréttir að hún hefði látist í umferðarslysi að kvöldi 3. dags jóla. Biðin hefur verið löng hjá fjölskyldu Freyju þetta kvöld þegar hún ætlaði rétt að skreppa frá en átti ekki aft- urkvæmt. Já lífið er hverfult, enginn ræður sínum næturstað og þannig varð nú raunin með vinkonu okkar hana Freyju. Freyja starfaði sem hjúkrunarfræðingur á handlækn- ingadeild St. Jósefsspítala í nær 30 ár og erum við enn nokkrar á deild- inni sem höfum unnið saman allan þann tíma. Freyja starfaði alla tíð í fullri vinnu og var ávallt tilbúin að koma aukalega ef á þurfti að halda. Hún var einstaklega sterkur per- sónuleiki, ósérhlífin, fylgin sér og áræðin. Liðagigtin fór ekki mildum hönd- um um Freyju og þurfti hún að ganga í gegnum margar aðgerðir og gerði það af miklu æðruleysi. Hún kvartaði aldrei en við sáum oft að líð- an hennar var ekki góð. Á síðustu ár- um kom lyf á markað sem virkaði vel á liðagigtina og jók lífsgæði hennar mikið og var hún farin að sjá fram á bjartari tíma þar sem hún gæti hugs- anlega farið að minnka við sig vinnu og skoðað heiminn. Freyja kom okk- ur oft á óvart eins og þegar hún keypti sér góða gönguskó og við spurðum hvert ferðinni væri heitið. Hún svaraði um hæl: „Á Esjuna“ og lét verða af því eins og svo mörgu öðru. Það var fátt sem hindraði Freyju í að takast á við það sem hana langaði til að gera og var stundum eins og hún vildi sanna fyrir sjálfri sér að hún léti liðagigtina ekki hamla sér. Freyja var gædd þeim hæfileika að geta hlakkað til og deilt því með öðrum. Við vissum allar þegar hún var búin að gera einhverja skemmti- lega áætlun því þá sveif hún um deildina svo sposk á svip og með blik í auga eins og prinsessa. Helsta áhugamál Freyju var dans og var hún virkur meðlimur í félagsskapn- um Komið og dansið. Hún var þar ýmist sem kennari og/eða dansfélagi þrátt fyrir sinn erfiða sjúkdóm, hann var bara lagður til hliðar meðan dansinn dunaði. Eftir svo langt samstarf eins og við höfum margar átt á handlækn- ingadeildinni með Freyju er margs að minnast. Við gerðum ýmislegt skemmtilegt saman og koma fyrst upp í hugann ferðir sem við á deild- inni fórum saman í til Vestmanna- eyja, Ísafjarðar og Danmerkur. Freyja var hress og kát í þessum ferðum en hún hafði gaman af því að ferðast og sá nú fram á skemmti- legan tíma þar sem hún og unnusti hennar ætluðu til Tenerife nú í febr- úar. Lengst af hélt Freyja heimili með móður sinni og dætrum, en þær voru augasteinarnir í lífi hennar ásamt barnabörnum. Söknuður þeirra er mikill og biðjum við góðan Guð að styrkja og blessa alla ástvini Freyju. Skaparinn einn ræður för og þegar kallið kemur er ekki aftur snúið. Við þökkum Freyju samfylgdina öll þessi ár en með fráfalli hennar misstum við ekki bara frábæran hjúkrunarfræðing heldur einnig góða vinkonu. Við söknum hennar sárt en minningin lifir í hjörtum okk- ar allra. F.h. vinkvenna á handlækninga- deild St. Jósefsspítala, Sólvangs, Dóróthea Sigurjónsdóttir. Í marsmánuði árið 1969 hófum við hópur stúlkna nám við Hjúkrunar- skóla Íslands. Við þekktumst fæstar, komum víða að, hún austan af landi. Hópurinn var í nánum samskiptum við leik og störf næstu þrjú árin á meðan á námi stóð. Þetta var tími mikilla umskipta; unglingsárin voru lögð að baki og fullorðinsárin tóku við. Freyja virtist strax þroskaðri en við hinar flestar, kannski nokkuð al- vörugefin og samviskusöm við þau verkefni sem hún tókst á hendur. Gömlu dansarnir voru hennar yndi þá og hafði hún mikla ánægju af þeim á árunum fram undan. Við vitum að lífið var Freyju ekki alltaf dans á rósum en hún mætti því af æðruleysi og var sínum nánustu stoð og stytta. Það var ekki oft sem leiðir okkar lágu saman síðustu árin en alltaf voru fagnaðarfundir þegar við hittumst og Freyja sagði við eina okkar núna fyrir stuttu að hún vissi alltaf af okkur. Nú að lokum þökkum við fyrir góða samfylgd, sameigin- legar minningar og biðjum þess að almættið veiti hennar nánustu hugg- un. Megi minning um góða vinkonu lifa. Fyrir hönd skólasystra úr E-holli Hjúkrunarskóla Íslands, Elín Lovísa Egilson. Hún lagði góðum málum lið og gott til allra mála. Einstaklega já- kvæð og hvetjandi til góðra verka. Fyrir jólin var endurútgefin bókin um Pollýönnu. Margt var líkt með henni og Freyju Sigurðardóttur sem lést svo ótímabært í bílslysi og kvödd er í dag. Það var einstök upplifun að starfa með Freyju sem gerði gott úr öllu og var alltaf full af bjartsýni og trúuð á hið góða í fólki og framgangi verkefna. Freyja kom í upphafi að starfi „Komið og dansið“ sem fulltrúi dansfélagsins Fimir fætur sem hún hafði þá verið í forsvari fyrir í nokk- ur ár. Freyja varð fljótlega ein af leiðbeinendum í starfsemi Komið og dansið og tók strax að sér stjórnar- störf fyrir samtökin og einnig var henni falið að uppfræða nýja leið- beinendur, enda vandvirkni hennar, nákvæmni og þolinmæði kostir sem þar komu að góðu gagni. Freyja sótti framhaldsnámskeið í sveiflunni til Danmerkur, þar sem dansað var frá morgni til miðnættis í 2-3 vikur í senn. Vinur Freyju í marga áratugi, félagi okkar Friðrik Guðbrandsson, minnist oft fararstjórnar Freyju á leið til Ærö með miklu þakklæti og taldi Freyju einstakan og þægilegan ferðafélaga. Freyja smitaði fjöl- skyldu sína með dansáhuganum. Í nokkur ár hafði hún á hendi allar skráningar á dansnámskeið samtak- anna en móðir hennar og dætur lögðu lið. Fyrir hönd samtakanna Komið og dansið vil ég þakka öll hennar góðu störf. Freyja ætlaði ásamt unnusta sínum að vera með okkur á nýárs- fagnaði samtakanna, en ekki varð af því. Ég trúi að hún hafi eigi að síður verið með okkur í anda. Ég hitti hana stuttu fyrir jól. Hún sagði mér þá að sér hefði aldrei liðið betur, væri góð til heilsunnar, vel líkamlega dansfær og hamingjusöm með góðum manni. Við fáum ekki lengur að njóta hinna góðu eiginleika Freyju í starfsemi okkar, en minningin um samveru og samstarf er huggun harmi gegn. Ég flyt fjölskyldu hennar, móður, unn- usta, dætrum, tengdasonum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Gunnar Þorláksson. Meira: mbl.is/minningar Þögul stóðstu af þér alla kúgun, allar píslir – þannig bjóstu í haginn. Því skal morgunn lífsins hreinn og heiður hlæja við þér einhvern næsta daginn. Meðan aðrir eyddu og rændu heiminn, aðra og betri jörð þú hefur skapað, sigur þinn hinn sami í hverju stríði: sá, sem vinnur, getur ekki tapað. Þessar ljóðlínur um þann sem vinnur eftir Jóhannes úr Kötlum komu upp í huga minn þegar mér ný- verið barst sú harmafregn að Freyja vinkona mín og náinn samstarfsmað- ur í sautján ár hefði látist í bílslysi á þriðja dag jóla. Freyja var einstök persóna. Hún hafði góða nærveru og var samvisku- og vinnusöm svo eftir var tekið. Hún var hjúkrunarfæðingur af guðs náð sem átti langan og farsælan starfs- feril að baki á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði. Hún bjó yfir mikilli reynslu og þekkingu og hafði mjög næmt auga fyrir vandamálum þeirra sem hún annaðist. Það var lengst af hennar hlutskipti að sjá um og hafa eftirlit með sjúklingum eftir aðgerð- ir. Allir eru sammála um að það hlut- verk hafi hún leyst með stakri prýði. Hún var dugleg að taka næturvaktir. Þau skipta hundruðum símtölin sem ég átti við hana um miðnætursbil til að kanna líðan og ástand sjúklinga minna áður en ég lagðist til hvílu. Tókum við þá oft upp skemmtilegt spjall um lífið og tilveruna, en Freyja var margfróð um lífsins órannsakan- legu vegi. Ekki þótti mér síður skemmtilegt að koma úthvíldur upp á spítala snemma að morgni næsta dags og hitta hana fyrir brosmilda með kímnigáfuna í góðu lagi, þótt vakað hefði alla nóttina. Stundum gantaðist ég við hana og spurði hvort hún væri ódrepandi enda alltaf til taks í vinnunni! En nú er þessu dygga hlutverki hennar hér á jörð lokið. Þótt Freyja sýndi alla þessa atorku við hjúkrunarstörfin átti hún sjálf við erfið veikindi liðagigtar að stríða. Hún kvartaði aldrei í mín eyru þótt oft virtist hún sjálf sárlas- in. Freyja var einn af hornsteinum okkar starfsemi. Skarð hennar er vandfyllt og ég kem til með að sakna hennar mikið. Sama veit ég að gildir um alla þá er áttu samleið með henni á St. Jósefsspítalanum. Ég og sam- starfsfólk mitt á skurðdeildinni sendum ástvinum hennar einlægar samúðarkveðjur. Far í friði góða vin- kona. Guð varðveiti minningu þína. Benedikt Ó. Sveinsson, læknir. Í miðju annríki jólahátíðarinnar lést Freyja Sigurðardóttir hjúkrun- arfræðingur. Freyja starfaði á hand- læknisdeild St. Jósefsspítala Sól- vangi í Hafnarfirði. Við höfðum kvatt hana fyrir jólafrí, fullviss um að hitta hana aftur eftir áramót. Fljótt skip- ast veður í lofti og nú hefur hún kvatt okkur. Eftir sitjum við hnípin og full saknaðar. Freyja hóf störf við spítalann í júnímánuði árið 1980. Það eru því orðin hartnær 29 ár sem hún hefur lagt fram starfskrafta sína, fjöl- mörgum sjúklingum og spítalanum til hagsbóta. Mannauður er orð sem oft er notað þegar lýsa á verðgildi stofnana. Mannauður er í raun auð- lind hverrar stofnunar. Sá sem þekk- ir til starfsemi St. Jósefsspítala Sól- vangs veit að þar er mikill mannauður. Hún Freyja var gott dæmi um það. Tryggð hennar, fag- mennska, ósérhlífni og öll sú reynsla sem hún bjó yfir bættist í þann sjóð sem er dýrmæt eign stofnunarinnar. Hún sinnti sjúklingum handlæknis- deildarinnar eins og best varð á kos- ið, tók þátt í þeirri starfsemi sem fram fer á deildinni af dugnaði og áhuga, eins og sá sem ánægju hefur af starfi sínu og það er ekki lítils virði. Þrátt fyrir að Freyja berðist við liðagigt gaf hún ekkert eftir. Hún sagði mér reyndar fyrir stuttu að henni liði nú betur en oft áður og í samtali sem við áttum í sumar tjáði hún mér að nú þegar hún væri orðin sextug ætlaði hún að fara að haga lífi sínu eftir eigin höfði, gera það sem hana langaði til að gera. Ég vona að henni hafi auðnast það þessa mánuði sem liðu frá sextugsafmælinu. Það er sorglegt til þessStórt skarð var höggvið í raðir starfsmanna St. Jós- efsspítala þegar Freyja Sigurðar- dóttir lést í bílslysi hinn 27. desem- ber sl. Freyja var með reyndustu og bestu hjúkrunarfræðingum hand- lækningadeildar eftir áratuga far- sælt starf. Hún þótti sýna fágætt næmi og nærfærni við hjúkrun sjúk- linga, en sjálf barðist hún við erfiðan gigtarsjúkdóm. Hún kvartaði samt aldrei og fór í sínar liðskiptaaðgerðir og kom svo aftur til starfa með bros á vör. Í frístundum sínum iðkaði Freyja sitt áhugamál, sem var dans, og margir hafa lært fyrstu danssporin hjá henni. Meðfram sínu erilsama starfi sem hjúkrunarfræðingur sá hún um skráningu og eftirlit með sýkingum og sinnti því af alúð og nákvæmni í á annan áratug. Á heiðskírum nóttum virðist hljóðlega fetað af stjörnu á stjörnu – okkur heyrðist einhver stikla himingeiminn eins og læk. (H.P.) Ég þakka fyrir langa og góða sam- vinnu sem endaði allt of fljótt. Aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur. Hvíl í friði. Gunnar Herbertsson, yfirlæknir. að hugsa að hún fékk ekki lengri tíma til þess. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjórnar St. Jósefsspítala Sólvangs þakka henni fyrir vel unnin störf og þá tryggð sem hún sýndi spítalanum alla tíð. Aldraðri móður hennar, dætrum hennar og öðrum aðstand- endum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Engir dagar koma aftur en fegurð þeirra lifir hjá þér eins og ljós í rökkri. eins og blóm á fjalli. (Þórarinn Guðm.) Guð blessi minningu Freyju Sig- urðardóttur. Birna Guðrún Flygenring, framkvæmdastjóri hjúkrunar St. Jósefsspítala Sólvangi. Freyja Sigurðardóttir ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður og afa, BJÖRGVINS JÓSTEINSSONAR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar L-4, Landspítala, Landakoti. Guðrún Steingrímsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Ingi Steinn Björgvinsson, Vera Buus-Nilsen, Dagný Björgvinsdóttir, Jóhann S. Bogason, Bryndís Björgvinsdóttir, Brjánn Ingason og barnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MUNDA KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Sunnuvegi 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 13. janúar kl. 13.00. Helgi Ólafsson, Guðmundur Óli Helgason, Guðrún Lára Helgadóttir, Christer Allanson, Þórólfur Örn Helgason, Hulda Hrönn M. Helgadóttir, Kjartan Orri Helgason, Guðlaug Erla Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hurðarbaki, Ártúni 17, Selfossi. Guðmundur K. Þórmundsson, Katla Kristinsdóttir, Þuríður Þórmundsdóttir, Bjarnfinnur Ragnar Jónsson, Gunnar Þórir Þórmundsson, Sólrún Ragnarsdóttir, Anna Kolbrún Þórmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.