Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 ✝ Páll Þórðarsonfæddist á Löngu- mýri á Skeiðum, Ár- nessýslu 9. desember 1913. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Pálsson bóndi frá Löngu- mýri, f. 2.10. 1884, d. 3.1. 1915, og Stef- anía Stefánsdóttir húsfreyja f. 7.12. 1877, d. 21.4. 1970. Fósturforeldrar Páls voru Sigríð- ur Gísladóttir húsfreyja, f. 9.9. 1873, og Ásgeir Ingi Ásmundsson bóndi, f. 11.1. 1863. Systkini Páls voru Guðrún Þórðardóttir og Mar- grét Þórðardóttir. Páll kvæntist 12. desember 1942 Rakel Björnsdóttur, f. 20.6. 1919, d. 28.9. 1996. Foreldrar hennar voru Björn Sumarliði Jónsson og Guðrún Brynjólfsdóttir. Börn Páls og Rakelar eru: Þórður Kristján Pálsson, f. 22.10. 1943, kvæntur Kolbrúnu A. Karlsdóttur, þeirra börn eru: Páll, f. 10.2. 1964, Krist- ín, f. 21.12. 1966, og Edda, f. 18.3. 1969. Birna Svala Pálsdóttir, gift- ist Garðari G.S. Andréssyni, f. 28.4. 1934, d. 24.2. 1980. Börn þeirra eru: Rakel, f. 26.6. 1963, Stefán, f. 4.7. 1964, og Ólöf, f. 13.12. 1966. Birna giftist Sigurmundi Haralds- syni, barn þeirra er Guðrún Ösp, f. 4.7. 1982. Barnabörn og barnabarnabörn Páls eru 18 talsins. Páll var menntað- ur bifvélavirki. Hann starfaði mestan hluta starfs- ævinnar hjá Landssímanum, síðar Pósti og síma, eða frá 2. júní 1945 til ársins 1998, en áður starfaði hann við störf tengd bíliðn. Páll og Rakel hófu búskap í Reykjavík 1942, þau byggðu síðar myndarlegt húsnæði í Hlégerði í vesturbæ Kópavogs sem varð heimili fjölskyldunnar um árarað- ir. Leiðin lá síðar í Skipholt 53 í Reykjavík en síðast áttu þau heimili á Sléttuvegi 11 í Reykjavík og þar bjó Páll eftir andlát Rakel- ar. Páll verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag kl. 13. Elskulegi faðir minn, mínar dýpstu þakkir fyrir að vera mér dásamlegur pabbi í heil 65 ár. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn einlægur sonur og tengda- dóttir Þórður Kristján Pálsson og Kolbrún Anna Karlsdóttir. Í okkar litlu fjölskyldu er nú höggvið stórt skarð, skarð sem ekki verður fyllt og þótt sorgin muni dvína með tímanum þá verð- ur um ævilangan söknuð að ræða. Allt frá því ég man eftir mér hef- ur afi minn verið stór hluti af mínu lífi enda var hann gjarnan virkur þátttakandi í mínu daglega lífi og ég í hans. Ég var svo hepp- inn að fyrstu árin mín sjö bjugg- um við á efri hæðinni hjá afa og ömmu í Hlégerðinu og þannig bundumst við órjúfanlegum bönd- um sem aldrei verða rofin. Samverustundirnar og samtölin okkar afa eiga eftir að verða mér styrkur í sorginni enda kom mað- ur ekki að tómum kofunum þegar maður leitaði aðstoðar og ráða hjá þér elsku afi. Það var sama hvað maður tók sér fyrir hendur, alltaf varst þú tilbúinn að setja þig inn í málin og veita ráðgjöf hvort sem það voru húsbyggingar, atvinnu- mál eða bílakaup. Þegar ég kynntist henni Hörpu var henni að sjálfsögðu tekið opnum örmum af ykkur ömmu. Og þegar við eignuðumst Söndru þá áttaði maður sig betur og betur á því hversu kærleiksrík þið amma voruð því hún sótti það fast að heimsækja ykkur eins og við systkinin gerðum á okkar upp- vaxtarárum. Elsku afi, kallið er komið og nú liggur leiðin heim til Drottins, fullvissa okkar er sú að fagn- aðarfundir verði nú þegar þú og amma Rakel sameinist á ný, það er huggun okkar. Afi, ég þakka þér kærlega fyrir samfylgdina og að hafa gert mig að betri manni með því að sýna mér kærleikann í verki. Minningin um þig mun ávallt vera með okkur. Stefán, Harpa og stelpurnar. Elsku afi minn, nú ertu farinn til hennar ömmu og ég veit að hún tekur vel á móti þér. Mín fyrsta minning er frá því ég var lítil stúlka og þú byggðir grind- verk kringum húsið þitt og ömmu í Hlégerði í Kópavogi og ég sagði öllum að „afi er að byggja grind- verk fyrir Rakel“. Mín fyrstu níu ár bjuggum við uppi á lofti hjá ykkur ömmu og þá var stutt nið- ur til ykkar ef eitthvað bjátaði á eða bara til að koma í heimsókn. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig þegar við fluttum upp í Breiðholt og ég sá þig sjaldnar. Þú hugs- aðir allaf vel um okkur barna- börnin og þær eru ófáar ferðirnar sem við höfum farið með ykkur ömmu. Öllum krökkunum hrúgað upp í bílinn og keyrt af stað eitt- hvað út á land. Ég á margar góð- ar minningar frá þessum ferðum. Við áttum skemmtilegar ferðir í sumarbústaði og tjaldútilegur þar sem allir voru samankomnir og skemmtu sér vel. Ég man sér- staklega eftir einni ferðinni í Ölf- usborgir þar sem við héldum upp á afmæli ömmu. Ekki má gleyma öllum stórfjölskylduferðunum og jólaböllunum, þar voruð þið amma aðaldriffjaðrirnar. Afi minn, þú varst alltaf tilbú- inn að hjálpa til, hvort sem það var að keyra okkur eða eitthvað annað. Að koma til ykkar ömmu var alltaf gott og tryggt og á sunnudögum var það fastur liður að heimsækja ykkur og fá pönnu- kökur eða vöfflur með rjóma, það breyttist ekkert þó að ég eign- aðist mína eigin fjölskyldu. Ykkar heimili var staður þar sem stór- fjölskyldan kom saman og allir voru velkomnir. Ég þekki marga af stórfjölskyldunni vegna þess að ég hitti þá heima hjá ykkur eða fékk fréttir þegar ég heim- sótti ykkur. Þú hefur alltaf metið að við höfum komið og heimsótt þig og þegar ég sagði þér að ég ætlaði að flytja til Noregs varðst þú ekki hrifinn, vildir hafa okkur nálægt þér. Þegar við komum að kveðja þig grést þú og sagðir að þú myndir aldrei sjá mig aftur en það reyndist ekki rétt, í hvert skipti sem ég kom til Íslands var mitt fyrsta verk að heimsækja þig. Nú kem ég og ætla að fylgja þér síðasta spölinn á þessari jörð. Ég veit að þú ert hvíldinni feginn og líður vel þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Rakel Garðarsdóttir. Nú hefur lokið ævigöngu sinni aldraður vinur minn Páll Þórð- arson, hann lést laugardaginn 27. desember á Elliheimilinu Grund. Páli kynnist ég fyrst árið 1966 en þá lágu leiðir okkar saman á Bíla- verkstæði Pósts og Síma en þar starfaði Páll í 44 ár. Páll var bón- góður, skemmtilegur og góður maður, hann gat verið svolítið sér- vitur og þess vegna gátu oft orðið til skemmtileg tilsvör sem gaman þótti að. 1973 þegar ég sem ungur maður var að stofna heimili og eignast fyrstu íbúðina, með gamlan bíl sem þurfti oft viðhald, þá var Páll boðinn og búinn að aðstoða og gefa ráð, það kom sér því vel á þessum fyrstu búskaparárum að eiga þennan góða vin að sem ber að þakka. Páll var virtur og vel metinn af sínum samstarfsmönn- um og var tekið eftir því að hann vantaði ekki til vinnu og veit ég að veikindadagar hans á 44 ára starfsferli voru sárafáir. Páll hafði sérstaklega gaman af því að ferðast og fórum við marg- ar ferðir á fjöll og t.d. er eft- irminnileg ferð sem við fórum nokkrir saman inn í Gljúfurleit en það er afréttarsvæðið sem Páll var við smalamennsku sem ungur maður og þekkti hann þar hvern krók og kima og hafði gaman af því að lýsa ferðum fyrri ára á af- réttinum. Eins er eftirminnileg ferð sem við fórum nokkrir saman yfir Sprengisand og vestur há- lendið niður í Skagafjarðardali þar sem við tjölduðum við fallegan fjallalæk í sérstaklega fallegu sumarveðri, og um kvöldið fengum við okkur gott kaffi og koníak og sagðar voru mjög skemmtilegar sögur fram eftir kvöldinu við lækj- arniðinn, svona stundir eru ógleymanlegar. Góður samgangur var milli fjöl- skyldna okkar Páls og var okkur hjónum iðulega boðið í merkisaf- mæli hans og Rakelar og nú síðast í 95 ára afmælið hans. Það er mikið lán fyrir okkur fjölskylduna að hafa kynnst þess- um góða og skemmtilega manni og fengið tilsögn sem nýtist okkur vel á lífsleiðinni. Afkomendum Páls vottum við samúð okkar og megi minningin um góðan mann lifa með okkur. Gunnar Þórólfsson og Jóhanna Friðgeirsdóttir. Páll Þórðarson Elsku hjartans afi. Þú ert floginn á ljóshraða eins og þér er einum lagið. Að tala opinskátt og af hrein- skilni er eitt af fjölmörgu sem þú kenndir okkur systkinunum og munum við bera menningar- arfinn til komandi kynslóðar. Innilegar þakkir fyrir alla þá dásemd sem þú hefur gefið okkur. Elskum þig alltaf. Páll, Kristín og Edda Þórðarbörn. Yndislegi langafi. Nú ert þú kominn á stjörn- una, til stjörnunnar þinnar. Ég trúi því að dúllan hún langamma Rakel sé að færa þér volgar kleinur og ískalda mjólk. Þannig eru mínar dýrmætu minningar um ykkur, turtildúf- urnar. Bið englana að vaka með ykkur. Kær kveðja Snæbjörn Kristjánsson. HINSTA KVEÐJA mundar og Hervarar Hansen, d. 1965, er Finn Olaf Guð- mundsson, búsettur í Færeyjum. Barna- börnin eru fimm og langafabörnin tvö. Guðmundur fór ungur til sjós með móðurbróður sínum Karli Guðmundssyni og stundaði sjó- mennsku í áratugi, fyrst sem háseti, síð- an bátsmaður og loks stýrimaður á togaranum Karlsefni. Seinni hluta ævinnar var hann atvinnu- bifreiðastjóri á Sendibílastöðinni þar til hann hætti störfum 67 ára gamall. Útför Guðmundar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lokið er lífsgöngu bróður míns eftir erfið veikindi. Þrátt fyrir að ljóst væri að hverju stefndi kemur dauðinn að óvörum. Á hugann leita ósjálfrátt minningar um liðin ár og allt í einu virðist tíminn hafa liðið óvenjuhratt. Upp úr standa jákvæðar myndir um heilsteyptan, duglegan og trygglyndan bróður. Gummi, bróðir minn, ólst upp í Ólafsvík til 10 ára aldurs og flutti þá með foreldrum okkar til Reykjavíkur. Fyrst í Selásinn og síðar niður á Suðurlandsbraut. Við systkinin vorum fimm á þessum tíma og ég þeirra langyngst. Það voru erfiðir tímar og vinnusemi var dyggð. Gummi naut venju- bundinnar skólagöngu en hugur hans stóð ekki til langskólanáms. Fór hann óharðnaður unglingur til sjós m.a. á síðutogaranum Þorkeli mána. Naut hann þar leiðsagnar og verndar móðurbróður síns til að byrja með. Lítið var um vinnu fyrir unga menn á þessum árum, svo það taldist mikil heppni að komast á sjóinn. Gummi var oft fjarverandi vikum saman, einkum þegar siglt var með aflann til Hull og Grimsby í Bretlandi og eða til Cuxhaven í Þýskalandi. Var oft spenningur í mér og okkur systk- inum þegar hans var aftur von heim eftir útiveruna. Alltaf kom hann færandi hendi með framandi hluti sem ekki voru á hvers manns borðum og engum í fjölskyldunni gleymdi hann. Gummi var frá fyrstu tíð ábyrgðarfullur gagnvart velferð minni og naut ég oft góðs af því að vera litla systir hans. Hann fylgd- ist alla tíð vel með því sem var að gerast meðal yngri fjölskyldumeð- lima. Reyndist hann börnum mín- um ávallt góður frændi. Eftir að hann hætti á sjónum hóf hann sambúð með Sólveigu Bót- ólfsdóttur og Sævari, syni hennar. Gummi starfaði í mörg ár sem bif- reiðastjóri hjá Sendibílastöðinni. Hann var áreiðanlegur og röskur til allra verka. Að leiðarlokum er mér og fjöl- skyldu minni þakklæti efst í huga fyrir samfylgdina. Um leið og ég bið Gumma, bróður mínum, bless- unar langar mig til þess að vitna í ljóðið Leiðarlok eftir Stein Stein- arr: Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín öll. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. Og þú munt minnast þess, að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu lagðir þú upp frá þessum sama stað. Hvíl í Guðs friði. Birna systir. Ég er búin að þekkja Gumma frænda allt mitt líf. Nú þegar hann er dáinn kemur upp ákveðinn tómleiki. Fyrir um það bil einu og hálfu ári greindist hann með nokkur æxli í höfði. Ekki var hægt að fjarlægja þau öll. Ég bjóst ekki við að hann myndi fá að lifa þetta marga mánuði eftir greiningu, en ég er þakklát fyrir þá. Minningarnar eru margar enda sat hann oft uppi með mig þegar ég var lítil. Mér fannst það ekki leiðinlegt þar sem hann var skemmtilegur og frekar stríðinn. Á mínum unglings- árum var það orðinn fastur liður að hitta Gumma frænda í eldhúsinu hjá ömmu og var þá mikið spjallað. Svo dó amma og við hættum að hittast svona oft. Ég saknaði þess og fór því í heimsókn til hans og Sólveigar. Sjálf- ur átti Gummi það til að mæta til mín í búðina með gjafir fyrir ýmis tæki- færi og kom hann þá alltaf í mýflugu- mynd. Fyrir jólin gaf hann sér hins vegar tíma og kom í heimsókn til þess að spjalla. Tengslin milli okkar voru mjög góð og sterk. Hann var þessi frændi sem ekki fór mikið fyrir, en ég þekkti hann aðeins sem frænda með gott hjarta. Eins og flestir sem eldast verðum við alvörugefnari og það varð Gummi líka. Í veikindum Gumma komu tímar þar sem hann var mættur eins og hann var þegar ég var lítil. Hann reytti af sér brandarana og brosti stríðnislega. Þannig mun ég minnast hans. Takk fyrir samfylgdina og megi Guð fylgja þér í ný og skemmtileg ævin- týri. Þín Hanna Berglind og fjölskylda. Guðmundur Helgason HINSTA KVEÐJA ✝ GuðmundurHelgason fæddist í Ólafsvík 23. mars 1939. Hann lést á deild 11E á Landspít- alanum við Hring- braut 3. janúar síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Helga Kristins Helgasonar, f. 1911, d. 2004, og Fannýjar Guðmundsdóttur, f. 1913, d. 2000. Systk- ini Guðmundar eru: Óskírð Helgadóttir, d. 1935, Sveinbjörn, f. 1937; Helga Kristín, d. 1944; Helga, f. 1942; Sólveig Sjöfn, f. 1946, og Birna Sumarrós, f. 1950. Hálfsystir Guð- mundar, samfeðra, var Ester Kristín, d. 1995. Sambýliskona Guðmundar er Sólveig Bótólfsdóttir. Sonur Guð- Ég flutti í Álftahóla 6. Hann Gummi flutti mig fyrir fertugs- afmælið mitt. Þá tók hann lítið fyrir það. Ég vona að Veiga verði dug- leg áfram. Mér fannst vænt um Gumma. Guð blessi ykkur öll. Þín Kristrún. ✝ Dóttir mín, ÞÓRUNN KRISTÍN ÁSGEIRSDÓTTIR, Skúlagötu 64, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Oddfríður Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.