Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.01.2009, Blaðsíða 47
Menning 47 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2009 Það er margt stórfurðulegt ímenningarlegri vitund okk-ar Íslendinga. Auðvitað er hér sem annars staðar marglitt menningarlíf en sé heildin skoðuð úr fjarlægð virðumst við nokkuð grunnhyggin. Langvinsælasta kvik- mynd síðasta árs hér á landi var Abba-söngleikurinn Mamma Mia! Bæði í kvikmyndahúsum og í sölu mynddiska. Það er gjörsamlega ómögulegt að fá þjóðina alla til þess að standa saman þegar kemur að því að mót- mæla hvers kyns pólitísku klúðri en ekkert mál að fá fjöldann til þess að safnast saman yfir áramóta- skaupinu, Eurovision eða Gay pride.    Ef við skoðum þetta nánar þá eraugljós rauður þráður sem tengir alla þessa hluti. Flestir myndu skrifa undir að það sem er talið upp hér að ofan geti flokkast undir að vera „hálffáránlegt“ eða „skemmtilega úrelt“. Það er að segja; allir vita að ekkert af þessu er neitt sérstaklega svalt, en við sætt- um okkur við að hafa gaman af því samt. Aðrir myndu jafnvel þora að vera svo djarfir að segja að hægt væri að setja alla þessa hluti undir þá skilgreiningu að vera ann- aðhvort stíll eða tíska (sem gætu hæglega verið önnur orð yfir hefð- ir) „svo úrelt, tilgerðarleg eða óvið- eigandi að hægt sé að hafa gaman af því að taka hana upp“. Þessi skilgreining er beint upp úr ensk-íslenskri orðabók Máls og menningar yfir lýsingarorðið „camp“. Þar er ekki verið að vitna í neitt sumarbúðaævintýri heldur er þetta orðastimpill Breta yfir þær lit- ríku lífsglöðu persónur (hugsanlega samkynhneigðar) sem ekki er hægt að taka alvarlega vegna kjánalegs háttalags. Þetta eru persónurnar er sætta sig við að detta annað slagið í trúðslegt hlutverk sitt aðeins til þess að framkalla bros á vörum ann- arra. Í allra sorglegustu tilvikunum er þetta fólk grátandi inn á við en brosandi út á við. Og við, sem þjóð, elskum svona fólk! Ísland er á toppi ísjakans, mjög camp þjóð!    En hverjir geta þá fallið undirþessa skilgreiningu? Flestir þeir sem hafa eða eiga eftir að taka þátt í Eurovision-keppninni eru gott dæmi. Hvort sem það er Geirmund- ur Valtýsson, Sigga Beinteins, Eiki „rauða ljónið“ Hauks, Jónsi, Helga Möller eða yngra klón hennar Birg- itta Haukdal. Við erum Eurovision-sjúk þjóð. Á meðan aðrar stórþjóðir hafa löngu afskrifað keppnina og skipta um stöð um leið og á hana er minnst byrja menn hér að leggja drög að stríðsplaninu fyrir næsta ár í byrjun júní, viku eftir að aðalkeppninni lýkur. Við erum litli risinn úti í Atl- antshafi, reiðubúin til þess að gera nánast hvað sem er til að eiga loks- ins séns á að vinna stórþjóðirnar í einhverju … eiginlega sama hverju, eins lengi og það eru ekki listar yfir spilltustu eða púkalegustu þjóðir heims. Í Eurovision finnst okkur við eiga möguleika, kannski vegna þess að helstu sigrar landsins út á við hafa jú verið á tónlistarsviðinu! Þess vegna eigum við eftir að eyða næstu mánuðum í að pumpa okkur upp í sigurgírinn. Eyða næstu vikum í að ræða hvernig hitt og þetta lag hafi verið og hvern sé best að senda út til að massa þetta. Lausnin er auðvitað afar einföld: Finnum fjóra nýbúa hér á landi, hvern frá sínu landinu í Austur-Evrópu, klæðum þá í níð- þrönga búninga að hætti ABBA og látum þá flytja lag sem er nauðalíkt stærstu poppslögurum Páls Óskars! Getur ekki klikkað.    Það verður nú ekki eins mikiðhúllumhæ hjá RÚV í kringum forkeppni Eurovision og í fyrra, sem er kannski bara hið besta mál, enda var landinn gegnsósa af Euro- rugli í fyrra í allt of langan tíma áð- ur en keppnin sjálf fór fram. Nú hefst forkeppnin aftur á laugardag og áður en við vitum af verðum við komin í auga Eurovision-stormsins á ný. Hægt og rólega mun söng- gleðin deyfa reiði okkar yfir banka- hruninu og mótmælendum fer þá ef- laust fækkandi á Austurvelli. Þess í stað getur fólk hist á kaffihúsum og rætt um hvort kjóllinn hennar Ragnhildar Steinunnar hafi verið nægilega glæsilegur eður ei. Á með- an kreppan hirðir svo af okkur þau litlu fríðindi sem eftir eru getum við a.m.k. ávallt glaðst yfir því að rík- issjónvarpið skuli færa okkur eitt- hvað nægilega skemmtilega hallær- islegt og „camp“ til þess að gleyma sorgum okkar í. Og við elskum það mest af öllu! biggi@mbl.is Af hverju löðumst við að Eurovision? AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson Morgunblaðið/Einar Falur Siguvegarar „Í Eurovision finnst okkur við eiga möguleika, kannski vegna þess að helstu sigrar landsins út á við hafa jú verið á tónlistarsviðinu!“ » Það er gjörsamlegaómögulegt að fá þjóð- ina alla til þess að standa saman þegar kemur að því að mótmæla hvers kyns pólitísku klúðri en ekkert mál að fá fjöldann til þess að safnast saman yfir áramótaskaupinu, Eurovision eða Gay pride. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „TRANSIT er ástand manns þegar hann er kominn á stað sem er ekki ákvörðunarstaður hans, þó þannig að hann hefur þegar yfirgefið brottfar- arstað sinn, og oft fyrir þó nokkru, og er enn að bíða þess að komast áfram á leið til ákvörðunarstaðar síns.“ Þannig hljóðar upphafið að texta Hlyns Helgasonar í sýningarskrá sýningar hans sem opnuð verður í Suðsuðvestur í Keflavík á morgun, laugardag, kl. 16. Sýningin heitir Transit. Hlynur hefur undanfarin ár unnið með ljósmyndir og kvikmyndir þar sem hann vinnur markvisst með stað- hætti og menningu þess umhverfis sem sýningin er í. Í Suðsuðvestri heldur hann uppteknum hætti og þungamiðja sýningarinnar er unnin í Reykjanesbæ og á Keflavík- urflugvelli. Hann velur að nýta bæinn og stöðu hans til marks um mögu- leika Íslendinga í samtímanum, skoð- ar sjónarsviðið í kringum fólkið á ít- arlegan hátt og varpar myndinni til baka inn í samfélagið. Út um frostrósótta glugga „Þetta er eitt kvikmyndaverk, tek- ið af landslagi á Keflavíkurflugvelli þar sem farið er í kringum þyrpingu af tómum húsum. Auk þess er ég með fjögur ljósmyndaverk. Eitt þeirra er stórt og sýnir sjóndeildarhringinn frá Keflavíkurbæ upp á flugvöll. Verkið Transit er tekið út um gluggana á flugstöðinni, af flugvellinum sjálfum í frosti. Fjórða verkið er tekið vestur í Dölum í huggulegri snjóstemningu og heitir Borderspace. Það sýnir hvernig snjórinn útmáir landamerki, þar sem snjór þekur læk og grind- verk fer á kaf. Þetta eru fremur róm- antískar myndir. Það fimmta er svo tekið út um gluggana á Tate Modern- safninu í London og sýnir umhverfið þar. Þungamiðja verkanna er í Kefla- vík og sýn fólks út, jafnvel með þrá í eitthvað annað, og hvernig það reynir að útmá mörk milli staða.“ Við gætum gleymt okkur Sjónarröndin, þráin eftir öðru – biðin, það sem er hinum megin, þetta er kjarninn í sýningu Hlyns og ég bið hann að útskýra hugmyndina nánar. „Kreppan kom inn í miðjan und- irbúning minn fyrir sýninguna. Þess vegna langaði mig að skoða veröldina út frá þjóðfélagsástandinu í dag. Við erum á vissan hátt í transit-ástandi, að bíða á ákveðnum stað, komin frá brottfararstað, en ekki komin í far- artækið sem ber okkur á áfangastað. Ef þú horfir á aðra manneskju í flug- stöð veistu hvorki hvaðan hún er að koma eða hvert hún er að fara. Allir möguleikar eru opnir. Sjálf vitum við hvaðan við komum og hvert við ætl- um. Við erum bara í tilgangslausri bið. En ef við horfum á það jákvæða gætum við gleymt okkur og hætt að hugsa um biðina. Í því ástandi gæti eitthvað gerst og möguleikarnir opn- ast þótt svo gæti virst að þeir væru lokaðir. Með hugarfari og hugsun er hægt að útmá landamæri.“ Vildi taka á ástandinu Hlynur hefur unnið að sýningunni í 18 mánuði en yngstu verkin eru frá því í nóvember. „Transit-verkið var komið á borðið hjá mér þegar krepp- an reið yfir. Í því ástandi vildi ég vinna önnur verk sem styrktu þá hugmynd. Ég fann hjá mér þörf til að taka á ástandinu en ég vildi ekki gera það beint, heldur á andlega jákvæðan hátt. Þótt sýningin beinist að vissu leyti að tóminu og gæti virst þung- lyndisleg er hugmyndin engu að síður sú að í gegnum það opnist möguleik- arnir að jákvæðri hugsun.“ Sýningin er opin á laugardögum og sunnudögum frá 14-17 til 15. febrúar. Transit Verkið er tekið út um glugga á flugstöðinni, af flugvellinum í frosti. Í tóminu opnast möguleikar Hlynur Helgason opnar sýninguna Transit í Suðsuð- vestur Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ 7.-10. janúar 2009 Vínartónleikar í kvöld Stjórnandi: Markus Poschner Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir Í kvöld 9. janúar kl. 19.30 - Örfá sæti laus Á morgun 10. janúar kl. 17.00 - Örfá sæti laus Nýtt ár hefst með hátíðarbrag á Vínartónleikum þar sem hljóma sígrænar perlur eftir Strauss, Lehár og fleiri meistara óperettunar. Vínartónleikarnir hafa um árabil verið vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar og vissara að tryggja sér miða í tíma. Húsið opnað klukkutíma fyrir tónleika. Strengjatríó leikur Vínarvalsa í anddyri. „Maðurinn hefur numið staðar, á einskonar ferðamótum þaðan sem margar leiðir eru færar, og bíður þess að komast í þá ferð sem hann ætlaði sér. Margar leiðir eru færar þaðan sem hann er staddur, en hann er ekki óráðinn í því hvert hann ætlar; þegar maðurinn er í transit-ástandi er ferðin þegar ákveðin frá upphafi til enda; það er bara spurning um bið eftir réttu farartæki.[…] Þegar maður er í transit velt- ur það því á manni sjálfum hvort maður lætur ástandið taka yfir, horfir einbeittur fram á við, lætur sig ekki varða um annað en leiðina sem farin var og býr við þennan eina heim sem er mögulegur því aðrir eru ekki lengur sammögulegir; eða hvort maður lætur hugann reika um sjóndeildarhringinn og leyfir öllum sammögulegu heimunum að fylla hugann. Hvenær sem er, hvar sem er, þá getur maður kannski losnað úr transit-ástandinu.“ Hlynur segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.