Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 ELDRI BORGARA FERÐIR um fornar byggðir á Suður-Grænlandi. Fimm daga ferðir í júlí og ágúst. Allt innifalið. Allar upplýsingar veitir Emil Guðmundsson í síma 898 9776. Einnig hægt að senda tölvupóst á emil@flugfelag.is REYKJAVÍK Grænland Narsarsuaq ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 45 01 1 02 .2 00 9 flugfelag.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is „VIÐ erum búin að mæla gönguna hér vestur af Ingólfshöfða tvisvar og niðurstöðurnar gefa ekki tilefni til þess að mæla með kvóta að svo komnu máli,“ segir Sveinn Svein- björnsson, fiskifræðingur hjá Hafró og leiðangursstjóri á Árna Friðriks- syni. Þrátt fyrir umfangsmikla leit rannsóknarskipa sem og veiðiskipa hefur enn ekki tekist að mæla nægj- anlegt magn loðnu til að unnt sé að hefja veiðar á þessari vertíð. Alls hafa nú mælst um 385 þúsund tonn en samkvæmt aflareglu er miðað við að skilja eftir a.m.k. 400 þúsund tonn af loðnu til hrygningar ár hvert. Steingrímur J. Sigfússon landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra gaf í gær út 15 þúsund tonna loðnukvóta til að efla leit og rannsóknir á loðnu. Út- hlutunin gildir á tímabilinu 10. febr- úar til 30. apríl 2009 og skal stjórn veiðanna og skipulag þeirra unnið í samráði við Hafró. Að sögn Sveins eru fjögur veiðiskip á leið í leitina með Hafró. Segir hann nauðsynlegt að fá aðstoð við leitina þar sem leitarsvæðið sé gríðarlega stórt. „Við vonumst til að finna með þessu móti meiri loðnu.“ Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir að óljóst sé eins og sakir standa hvort nægjanlega mikið af loðnu finnist. Ekki þurfi hins vegar að fjölyrða um þá miklu hagsmuni sem í húfi séu fyrir þjóðarbúið í heild, út- gerðirnar og sveitarfélögin, og þá miklu atvinnusköpun sem veiðar og vinnsla loðnu skapi til sjós og lands. Því verði að gera allt sem í mannlegu valdi standi til þess að ganga úr skugga um hvort nú sé fyrir hendi loðna á Íslandsmiðum í veiðanlegu magni. silja@mbl.is Leita loðnunnar ákaft  Sjávarútvegsráðherra gaf út 15 þúsund tonna leitarkvóta svo efla mætti leitina  Útgerðarmenn og skipstjórar eru vongóðir um að nægilegt magn loðnu finnist Enn hafa aðeins mælst 385.000 tonn af loðnu Skilja verður a.m.k. 400 þús. tonn eftir árlega Fjögur veiðiskip bætast í leitarhópinn í dag Gefinn hefur verið út 15 þús. tonna leitarkvóti Úthlutunin gildir frá 10. febrúar til 30. apríl MÓTMÆLENDURNIR sem ætluðu að varna bankastjórum Seðlabankans inngöngu þar í gær- morgun höfðu ekki erindi sem erfiði. Mótmælendur héldu því leiðar sinnar eftir nokkrar klukkustundir en boðað hefur verið til mótmæla við Seðlabankann á ný í dag. Hörður Torfason hvatti til mótmæla við Seðla- bankann á mótmælafundi Radda fólksins síðast- liðinn laugardag. Nokkrir tugir svöruðu kallinu. Árangurslaus bið eftir bankastjórunum Morgunblaðið/RAX SIGURÐUR Helga- son, fyrrverandi for- stjóri og stjórnarfor- maður Flugleiða, er látinn, 87 ára að aldri. Sigurður lést að kvöldi sunnudagsins 8. febr- úar sl. á eynni Musti- que í St. Vincent og Grenadines í Karíba- hafinu. Sigurður fæddist 20. júlí 1921 í Reykjavík, sonur hjónanna Helga Hallgrímssonar full- trúa og Ólafar Sigur- jónsdóttur kennara. Sigurður lauk námi í viðskipta- fræðum frá Columbia-háskóla í New York árið 1947. Hann var framkvæmdastjóri Orku og Steypu- stöðvarinnar 1948-61, varaformaður stjórnar Loftleiða hf. 1953-74, fram- kvæmdastjóri Loftleiða í New York 1961-74, framkvæmdastjóri Flug- leiða hf. 1974-79 og forstjóri Flug- leiða hf. 1979-84. Hann var síðan stjórnarfor- maður Flugleiða til ársins 1991. Hann sat í stjórn Cargolux í Lúx- emborg 1977-86, þar af sem varaformaður árin 1980-86. Sigurður var virkur í félagsstarfi og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um. Hann sat í stjórn International House í New York frá 1986, var meðlimur Wings Club í New York frá 1962 og sat í stjórn 1972-75. Hann var formaður Ís- lensk-ameríska félagsins 1975-87, í Rotaryklúbbi Reykjavíkur frá 1978, í fulltrúaráði Landakotsspítala 1979-90, í stjórn American Scand- inavian Foundation í New York 1970-75 og frá 1982, stjórnarfor- maður Álafoss hf. 1986-91, stjórn- armaður í Verslunarráði Íslands 1982-91, í framkvæmdastjórn VSÍ 1978-87, í landsnefnd Alþjóðaversl- unarráðsins 1984-91, í stjórnar- nefnd Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) 1988-90 og Samtaka Evr- ópuflugfélaga 1979-90. Sigurður sat í stjórn The Mustique Company og var formaður fjárhagsnefndar þess félags 1994-98. Hann sat einnig í stjórn Stangveiðifélagsins Hofsár ehf. frá árinu 1999. Sigurður hlaut ýmsa viðurkenn- ingu um ævina. Hann varð heið- ursborgari Winnipeg 1965, hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu 1972, Grand Officier af Chène- orðuna í Lúxemborg 1986 og gull- merki Flugmálafélags Íslands 1986. Vorið 2007 hlaut hann Harry Ed- monds-viðurkenningu International House. Eiginkona Sigurðar var Unnur Hafdís Einarsdóttir, en hún lést ár- ið 2005. Þau eignuðust fjögur börn: Ólöfu, Eddu Línu, Helga og Sigurð Einar. Sigurður Helgason Andlát HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði því í gær að fresta máli, sem höfðað var gegn Glitni, á með- an greiðslu- stöðvun bankans stendur. Í úr- skurði dómarans segir að lög um fjármálafyr- irtæki, sem breytt var í nóv- ember á síðasta ári, gangi gegn ákvæðum stjórn- arskrár og að réttindum, sem stjórnarskránni sé ætlað að tryggja, verði ekki breytt eða þau felld úr gildi með almennri laga- setningu. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir að blasað hafi við að stjórnarskrárbrot fælist í lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi sam- þykkti í lok síðasta árs. Hann seg- ist hafa varað Sturlu Böðvarsson, þáverandi forseta Alþingis, við því að stjórnarskrárbrot væri í uppsigl- ingu, en Sturla hafi hunsað aðvar- anirnar. „Þetta er fyrir neðan virð- ingu Alþingis. Það var hægt að gera lögin þannig úr garði að þau stæðust,“ segir Atli og telur málið allt víti til varnaðar. „Mér skilst að þetta mál sé nú í vinnslu í viðskiptaráðuneytinu. Mér skilst að farið hafi verið í það fljót- lega eftir lagasetningu,“ segir Atli. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra í gærkvöldi til þess að fá það staðfest. Brot á stjórnar- skránni Atli Gíslason Segir aðvaranir sínar hafa verið hunsaðar MYNDAÐUR var nýr meirihluti í bæjarstjórn Blönduóss í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri, Jóna Fanney Friðriksdóttir, af E-lista, er ein komin í minnihluta en meirihlut- inn er skipaður sex bæjarfulltrúum; þremur frá E-lista, tveimur frá D- lista og einum frá Á-lista; allt saman karlmenn. Jóna Fanney sprengdi meirihluta E-lista á dögunum vegna fyrirspurn- ar um launakjör núverandi bæjar- stjóra, Arnars Þórs Sævarssonar. Ein á móti sex á Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.