Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 9

Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Ásta Möller alþing- ismaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík sem haldið verður 14. mars nk. Ásta var fyrst kjörin á Alþingi í alþingiskosn- ingum 1999. Í störfum sínum hefur Ásta lagt sérstaka áherslu á heilbrigðismál, málefni aldraðra og önnur velferð- armál fjölskyldunnar, auk lífeyr- ismála og málefna launamanna. Hún situr í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins og er ritari þingflokks sjálfstæðismanna. Ásta Möller í þriðja sætið Ásta Möller Samfylking og Vinstri hreyfing- in grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjör- um, kosningafundum o.fl. Kosningar 2009 Sturla Jónsson vörubílstjóri er genginn til liðs við Frjálslynda flokk- inn. „Frjálslyndi flokkurinn hefur nú í nokkurn tíma barist fyrir þjóð- areign á nátt- úruauðlindum og er sennilega eini flokkurinn sem hefur staðið þar hreinn og beinn,“ segir Sturla í til- kynningu. Ætlar hann að beita sér fyrir „hina vinnandi stétt, eldri borgarana og mótorsportið“. Sturla til liðs við Frjálslynda Sturla Jónsson Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi og nemandi við Há- skólann á Ak- ureyri, gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í forvali flokksins í Norð- austurkjördæmi. Hann segir sjávarútveg, landbúnað og ferðaþjónustu grunninn að betri framtíð þjóðarinnar. Guðbergur í 2.-3. sæti forvals VG Guðbergur Eyjólfsson Ólafur Hannesson, formaður Jafnrétt- indafélags Íslands og sjónvarpsmaður á ÍNN, gefur kost á sér í þriðja sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins í Suður- kjördæmi. Ólafur segir kall- að eftir endurnýjun í stjórnmálum og hann sé tilbúinn að stíga fram og taka þátt í þeirri uppbyggingu í samfélaginu sem nú sé á döfinni. Ólafur býður sig fram í þriðja sætið Ólafur Hannesson JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir ekki óeðlilegt að ný ríkisstjórn skoði mannabreytingar í bankaráðum viðskiptabankanna. Þetta kom fram í svari hennar við fyr- irspurn Geirs H. Haarde, fyrrv. for- sætisráðherra, við upphaf þingfundar í gær. Geir spurði forsætisráðherra hvort til stæði að bola mönnum út úr bankaráðum viðskiptabankanna þriggja líkt og gert hefði verið við tvo ráðuneytisstjóra, stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og reynt væri að gera við bankastjórn Seðlabanka Ís- lands. Sátt hefði náðst milli allra flokka í haust um skipan í bankaráðin. Þannig hefði t.d. VG fengið fleiri fulltrúa en flokkurinn hafði þingstyrk til. Yfirlýs- ingar forsætis- og fjármálaráðherra varðandi bankaráð Landsbankans og tímabundna ráðningu Ásmundar Stefánssonar sem bankastjóra hefðu valdið vonbrigðum. Jóhann mótmælti því að um hreinsanir væri að ræða og sagði ekki óeðlilegt að skoða breytt valdahlutföll í bankaráðum. Ekki ætti að koma á óvart að stöður bankastjóra yrðu auglýstar. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Golli Vel fagnað Það fór vel á með þeim Steingrími J. Sigfússyni og Geir H. Haarde er Geir kom til þings í fyrsta sinn eftir læknisaðgerð. Skoða breytingar í bankaráðum JÓN Magnússon alþingismaður kvaddi sér hljóðs við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær og greindi frá því að hann hefði í gær til- kynnt þingflokki Frjálslynda flokksins, að hann segði sig úr þingflokknum. Tilkynnti Jón jafnframt að hann hefði sagt sig úr Frjálslynda flokknum. Sagðist Jón starfa áfram á Al- þingi sem þingmaður utan flokka. Jón Magnússon var formaður þing- flokks Frjálslynda flokksins. Úr Frjálslynda flokknum Jón Magnússon. SKATTAR verða ekki hækkaðir á þessu ári. Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, Sjálfstæð- isflokki. „Það má vera að í þeim áætlunum sem við þurfum að gera til næstu fjögurra ára, þurf- um við kannski að fara í hvort tveggja, bæði niðurskurð og skattahækkanir.“ Skattar ekki hækkaðir í ár Bráðabirgðamat Í Morgunblaðinu á laugardag kom fram að fjármálaráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hefði unnið bráða- birgðamat á eignum og skuldum Kaupþings. Oliver Wyman vann ekki bráðabirgðamatið heldur Price- WaterhouseCoopers. Nú er Deloitte í Bretlandi að vinna að endanlegu verðmati á eignum Nýja Kaupþings og Oliver Wyman samræmir verð- matsferlið milli bankanna. Músíktilraunir Í umfjöllun um Músíktilraunir á laugardaginn var missagt að úr- slitakvöld keppninnar færi fram í Listasafni Íslands. Úrslitakvöldið fer hins vegar fram í Listasafni Reykjavíkur laugardaginn 4. apríl. Sýning Alfreðs Flóka Á baksíðu Morgunblaðsins á laug- ardag sagði að sýning Alfreðs Flóka standi yfir á Kjarvalsstöðum. Hið rétta er að hún er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. LEIÐRÉTT FRUMVARPI ríkisstjórnarinnar um breytingar á Seðlabankanum var í gær vísað til viðskiptanefndar eftir 1. umræðu. Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra hafði lagt til að frumvarpinu yrði vísað til efnahags- og skattanefndar en hún kvaddi sér hljóðs fyrir atkvæða- greiðslu á þinginu í gær þar sem komin var fram önnur tillaga um að vísa frumvarpinu til viðskipta- nefndar. Jóhanna sagði rök fyrir báðum tillögunum. „Ég tel að það skipti engu meginmáli í hvora nefndina þetta mál fer, svo fremi að það fái skjóta og góða afgreiðslu í þeirri nefnd sem fær þetta mál til umfjöllunar,“ sagði hún og dró til- lögu sína til baka. Var frumvarpinu því vísað til við- skiptanefndar. Þingmenn rík- isstjórnarflokkanna eru í meiri- hluta í efnahags- og skattanefnd en í minnihluta í viðskiptanefnd þings- ins. Seðlabankafrumvarpið og skipulag yfirstjórnar hans er á dag- skrá fundar viðskiptanefndar sem hefst kl 8:30 í dag. Tillaga dregin til baka og mál- inu vísað til viðskiptanefndar • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 60-80% afsl. af öllum vörum ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Á ÚTSÖLU Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga frá 10-18 Hinir frábæru Care þægindabrjóstahaldarar, Frábært tilboð í Sjúkravörum ehf. í bláu húsi v. Faxafen, sími 553 6511 Opið 11-18 virka daga Mb l. 10 86 43 7 20% afsláttur (af gamla verðinu) Stök skópör 25% afsláttur 20% afsláttur Allir stuðningssokkar og sokkabuxur 70 d og 140 d www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Útsalan Str. 36-56 enn í fullum gangi Orðsending til skilanefnda og lögmanna. Önnumst fjármálaþýðingar · Afar snör handtök. Tilboð í öll verkefni · bafþýðingaþjónusta.is. LAGERSALA 50-70% afsláttur • Góð tilboð Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÚ LJÚKUM VIÐ ÚTSÖLUNNI 50-70% AFSLÁTTUR Á FRÁBÆRUM VETRARFATNAÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.