Morgunblaðið - 10.02.2009, Síða 11

Morgunblaðið - 10.02.2009, Síða 11
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FISKFRAMLEIÐENDUR hafa glímt við verðlækkun og nokkra birgðasöfnun í vetur. Þeir hafa reynt að aðlaga sig að sveiflum á markaði með því að beina skipum og fram- leiðslu í seljanlegri tegundir. Einnig hefur vinnsla verið flutt á milli land- vinnslu og sjóvinnslu eftir því sem þörf krefur. Vonir standa til að markaðir er- lendis taki betur við sér þegar fastan hefst í næsta mánuði með aukinni fiskneyslu. Ekki jafn slæmt og af er látið Eggert Bendikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir að staðan sé ekki jafn slæm og af er látið og þokkalega hafi gengið að selja afurð- ir það sem af er ári. HB Grandi selur sínar afurðir sjálfur og segir Eggert að fyrirtækið sé í miklu og stöðugu sambandi við kaupendur erlendis sem þurfi að fá sína vöru með reglu- bundnum hætti. Það sé ekkert nýtt að birgðir safnist upp á ákveðnum tímum innan árs og milli ára og sam- kvæmt venju sé birgðasöfnunin mest í kringum áramót. „Bæði eru kaup- endur erlendis tregir til að taka miklar birgðir rétt fyrir áramót og frystistogararnir koma allir inn á svipuðum tíma rétt fyrir áramót,“ segir Eggert. „Allt sem þeir koma með liggur í birgðum yfir áramótin. Svo mjatlast þetta út þegar kemur fram í janúar. Í lok síðasta árs var helst tregða í sölu á dýrari tegundum eins og þorski. Við veiðum hins vegar mikið af ufsa og karfa sem eru í ódýrari kantinum og hefur gengið vel að selja.“ Verð á sjófrystum flökum eins og það var fyrir 4-5 árum Gústaf Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufyrirtækis Samherja hf., segir að frá síðastliðnu hausti hafi sala al- mennt verið treg og verð hafi lækk- að. Lægra verð á afurðum sé meira vandamál en birgðasöfnun og nú sé verðið til að mynda á sjófrystum flökum sambærilegt við það sem var fyrir 4-5 árum. Mikið samband við viðskiptavini sé nauðsynlegt og aldr- ei eins og þegar tregða er á markaði. Erfiðara hafi verið að selja dýrari afurðir eins og þorsk undanfarið og sjófrystar afurðir séu þyngri í sölu heldur en landfrystar. Reyna að laga sig að sveiflum  Sjófrystar afurðir erfiðari í sölu en landfrystar og verðið hefur lækkað mikið  Töluverð birgðasöfnun en að venju er hún langmest á þessum árstíma Í HNOTSKURN »Samherji gerir út sjö skipfrá Akureyri og Dalvík. »HBGrandi gerir út fimmfrystitogara, þrjú ísfisk- skip og fjögur uppsjávarskip. Morgunblaðið/Kristján Sjófryst Sölutregðu hefur einkum gætt í dýru tegundunum. Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞARNA kemur fram tillaga um að loftrýmiseftirlit á Íslandi verði í höndum Norðurlandanna. Það er mjög merkilegt, því að þau eru ekki öll í Atlantshafabandalaginu, NATO. Þannig að ef af yrði þá kæmu Norð- urlöndin með reglulegu millibili hingað til Íslands og hefðu þar sínar flugvélar og sæju um þetta loft- rýmiseftirlit, í stað þess fyrirkomu- lags sem er núna þar sem ýmsar NATO-þjóðir skiptast á um það,“ segir Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra um tillögu Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, um loftrýmiseftirlit á Íslandi. Stoltenberg, fyrrverandi utan- ríkis- og varnarmálaráðherra Nor- egs, lagði fram tillöguna í skýrslu um leiðir til aukins samstarfs Norð- urlandaþjóðanna í varnar- og örygg- ismálum á næstu tíu til fimmtán ár- um á sérstökum fundi norrænu utanríkisráðherranna í Ósló í gær. Umrædd tillaga Stoltenbergs fel- ur í sér að Norðurlandaþjóðirnar sendi herlið til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og taki þátt í Norðurvíkings-heræfingunum, áður en þær taki svo yfir loftrýmis- gæsluna sem NATO fer fyrir nú. Athyglisverð tillaga Össur telur tillöguna áhugaverða. „Þetta er merkilegt út frá því að tvær Norðurlandaþjóðirnar eru ekki í NATO, það er að segja Finnar og Svíar, og mér þótti þetta því mjög eftirtektarverð tillaga. Hún er auð- vitað algjörlega órædd heima og engin afstaða til hennar tekin en ég gekk sérstaklega eftir því á fund- inum hvaða afstöðu þessar tvær þjóðir sem ekki eru í NATO, Svíar og Finnar, hefðu til málsins. Mér þótti ákaflega merkilegt að finnski utanríkisráðherrann, Alex- ander Stubb, tók mjög undir þetta og sagði Finna einkar áhugasama um málið. Carl Bildt, utanríkis- ráðherra Svía, tók miklu hóflegar í þetta, sagði að þetta væri athyglis- verð tillaga sem yrði skoðuð.“ Sparað í sendiráðunum Spurður um aðrar tillögur segir Össur eina þeirra varða stóraukið samstarf á sviði utanríkisþjónustu. „Í því gæti falist, til dæmis, aukið samstarf við rekstur sendiráða. Það er mjög góð reynsla af því að hafa öll norrænu sendiráðin saman í Berlín. Ég lagði mikla áherslu á að þetta yrði skoðað í þaula og dró enga dul á það að fyrir litla þjóð eins og Ísland, sem þyrfti að draga saman seglin í kreppu, yrði þetta mjög öflug lausn við að halda úti víðfeðmu neti sem kostaði lítið.“ Þá segir Össur eina af tillögunum hafa gengið út á að sett yrði upp samræmt eftirlits- og vöktunarkerfi í Norðurhöfum, þar sem strand- og landhelgisgæslur allra þjóða kæmu að því að vakta umferð og skipu- leggja sameiginlega sjóbjörgun, hvort tveggja vegna opnunar Norð- austurleiðarinnar. Komið inn á öryggistefnu ESB Af öðrum tillögum í skýrslunni má nefna að framfarir í upplýsinga- tækni geri kleift að auka samrekstur öryggiskerfa, og er meðal annars vísað til þess að Evrópusambandið hafi markað þá stefnu að Evrópuríki taka þátt í svæðisbundnu samstarfi um hafeftirlit sem síðan geti orðið hluti af sameiginlegu evrópsku kerfi. Ennfremur standi til að bjóða Ís- lendingum þátttöku í verkefninu um rekstur BarentsWatch, eftirlitskerfi á Barentshafi, þar sem Norður- löndin skiptast á upplýsingum með Kanadamönnum, Rússum og Bandaríkjunum. Er ætlunin að setja kerfið upp í áföngum árin 2009-2016, en jafnframt stendur til að setja upp norrænt gervihnattakerfi yfir norð- urheimskautinu fyrir 2020. Með líku lagi þurfi Norðurlöndin að skoða leiðir til sameiginlegs reksturs ísbrjóta á norðurskautinu, þar sem ráðgert sé að umferð skipa muni aukast vegna hlýnunar. Ljósmynd/Per Thrana Í Ósló Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmekur, hinn finnski kollegi hans Alexander Stubb, Thorvald Stolten- berg, fyrrverandi utanríkis- og varnarmálaráðherra Noregs, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands. Samvinnan verði aukin  Tillaga um að Norðurlöndin taki að sér loftrýmisgæslu yfir Íslandi í framtíðinni  Álitin ein af mörgum leiðum til aukinnar norrænnar samvinnu á Norðurslóðum Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI THORVALD Stoltenberg gengur út frá eftirtöldum meginatriðum. Á Norðurlöndunum sé vilji til að efla samvinnu ríkjanna í utanríkis- og öryggismálum. Hagsmunirnir á þessum slóðum séu enda sameig- inlegir, óháð ólíku sambandi land- anna við Evrópusambandið, ESB, og Atlantshafsbandalagið, NATO. Einnig sé samstaða um að vægi heimshlutans sé að aukast í hern- aðarlegu og stjórnmálalegu tilliti, meðal annars vegna olíu- og gas- vinnslu í heimshlutanum. Þá sé einhugur um það í ESB og NATO að auka beri svæðisbundna samvinnu aðildarríkja og þeirra ríkja sem standi utan þessara samtaka, sjónarmið sem rifja upp þau orð Pertti Torstila, ráðuneytis- stjóra í finnska utanríkis- ráðuneytinu, að Finnar vilji sjá Norðmenn og Íslendinga taka þátt í auknu svæðisbundnu samstarfi Norðurlandanna á vettvangi ESB. Þá bendir Stoltenberg á að vax- andi kostnaður vegna hergagna og annars búnaðar til landvarna gefi tilefni til frekara samstarfs í varnarmálum, auk þess sem opn- un siglingaleiða kalli á aukið sam- starf um hafeftirlit í norðri. Vægi heimshlutans að aukast VALGERÐI Sverrisdóttur, þingmanni Fram- sóknarflokksins, líst vel á tillög- una um að loft- rýmiseftirlit á Ís- landi verði í höndum Norður- landanna. „En það þýðir ekki að ég sé á móti Natólöndunum almennt. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þessi tillaga nýtur meira fylgis á Ís- landi en hugmyndin um að það séu almennt Natólönd sem sinni þessu eftirliti.“ Valgerði finnst jafnframt að skoða eigi til hlítar hugmyndina um samræmt eftirlits- og vöktunarkerfi í norðurhöfum sem strand- og land- helgisgæslur allra þjóða kæmu að. „Mér finnst þetta allt athygl- isvert,“ segir hún. ingibjorg@mbl.is Hugmyndir sem skoða á til hlítar Valgerður Sverrisdóttir „HUGMYNDIN um að Norð- urlönd færist til nánara samstarfs við Nató á N- Atlantshafi í gegnum loftrým- iseftirlit á Íslandi finnst mér skyn- samleg,“ segir Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Um samræmt eftirlits- og vökt- unarkerfi allra þjóða í norður- höfum segir hann: „Ég er eindregið hlynntur því að þetta samstarf verði þróað og tekið mið af ein- stökum svæðisbundnum verk- efnum. Ákvarðanir um nýtt varð- skip og nýja eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafa byggst á því að Íslendingar geti verið virk- ir þátttakendur borgaralegra ör- yggisráðstafana á N-Atlantshafi. Ég tel að nú eigi að taka af skarið og fela Landhelgisgæslunni fyr- irsvar þessara mála af Íslands hálfu og leggja Varnarmálastofnun nið- ur.“ ingibjorg@mbl.is Nánara samstarf er skynsamlegt Björn Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.