Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.02.2009, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ThorvaldStoltenberg,fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, skilaði í gær utanrík- isráðherrum Norð- urlandanna afar athyglisverðum tillögum um aukið samstarf Norðurlanda í öryggis- og utanríkismálum. Sú tillaga Stoltenbergs sem mesta athygli hefur vakið, jafnt hér á landi sem annars staðar á Norðurlöndum, er að norrænu ríkin taki í sameiningu að sér loftrýmisgæzlu á Íslandi. Hún tengist beint tveimur öðrum til- lögum; um að Norðurlönd taki upp sameiginlegt, borgaralegt eftirlit með umhverfi, mengun og skipaumferð í norðurhöfum og að þau komi sér í sameiningu upp eftirlitsgervihnöttum. Fyrir rúmum sex áratugum voru hugmyndir um norrænt varnarbandalag slegnar af og norrænu ríkin völdu ólíkar leið- ir í varnarmálum. Áratugum saman var bannað að ræða þau mál á fundum Norðurlandaráðs og norrænu ráðherranefnd- arinnar. Aukinn áhugi hefur hins vegar verið á norrænu varnarsamstarfi undanfarin misseri. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er samvinna Finnlands og Svíþjóðar við Atl- antshafsbandalagið, NATO, orðin náin og ríkin taka virkari þátt í ýmsu samstarfi en sum aðildarríkin. Í öðru lagi hefur hern- aðarlegt mikilvægi norðurhafa vaxið á ný, meðal annars vegna hlýnunar loftslags, möguleika á að nýjar siglingaleiðir opnist og að unnt verði að vinna olíu og gas í auknum mæli á norðurslóðum. Í þriðja lagi standa lítil og meðalstór ríki eins og þau norrænu frammi fyrir þeirri staðreynd að þau verða að vinna saman til að hafa efni á hinni dýru tækni, sem nútímavarnir byggjast á. Í fjórða lagi hafa öll ríkin áhyggjur af auknum hernaðar- umsvifum Rússa á norð- urslóðum. Þau hafa því góða ástæðu til að vilja auka samstarf sitt, burt- séð frá aðild að NATO eða ekki. Þegar umferð um norðurslóðir eykst, hvort sem hún er borg- araleg eða hernaðarleg, eykst jafnframt þörfin fyrir eftirlit. Stoltenberg orðar það svo að lofthelgiseftirlit sé svið þar sem það séu eiginhagsmunir allra ríkjanna að starfa saman. Frá íslenzkum sjónarhóli hlýtur aukið norrænt varn- arsamstarf að vera æskilegt og eftirsóknarvert. Eftir að varn- arlið Bandaríkjamanna fór frá Íslandi, hafa íslenzk stjórnvöld stóraukið samstarf sitt við Nor- eg og Danmörku. Finnland og Svíþjóð hafa einnig sýnt áhuga á nánara samstarfi. Í skýrslu Stoltenbergs er rætt um að norrænt samstarf geti orðið til þess að spara mikla peninga, til dæmis á sviði rat- sjáreftirlits. Norrænt samstarf um lofthelgiseftirlit getur verið einn lykillinn að lausn á því verkefni íslenzkra stjórnvalda að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi með sem lægstum til- kostnaði fyrir skattborgarana. Frá íslenzkum sjónarhóli er aukið varnarsamstarf Norðurlanda eftirsóknarvert} Norrænar varnir? Strengjakvar-tettinn Paci- fica hlaut Grammy- verðlaun fyrir plötu sína með verkum eftir bandaríska tón- skáldið Elliott Carter. Kvart- ettinn hefur fengið mikið hrós fyrir flutning sinn á tónverkum hins aldargamla tónskálds, sem enn er að semja. Einn félaga Pacifica er Ís- lendingurinn Sigurbjörn Bern- harðsson fiðluleikari. Kvart- ettinn hefur náð langt á alþjóðlegum vettvangi tónlist- arinnar og Grammy-verðlaunin eru ekki fyrsta og áreiðanlega ekki síðasta viðurkenningin sem fellur þessu frábæra tón- listarfólki í skaut. Síðastliðið haust var Pacifica útnefndur tónlistarhópur árs- ins 2009 af stærsta tónlistar- tímariti Bandaríkjanna, Musi- cal America. Þar var Pacifica í góðum hópi, því sellóleikarinn heimskunni Yo-Yo Ma var út- nefndur tónlistarmaður ársins, mezzósópraninn Stephanie Blythe söngvari ársins, Marin Alsop hljómsveit- arstjóri ársins og enn einn verðlauna- hafinn þetta árið var tónskáldið Christopher Rouse. Sigurbjörn Bernharðsson og félagar hans í Pacifica eru enn ungir tónlistarmenn, en gagn- rýnendur eru sammála um að kvartettinn sé óvenju þrosk- aður. Reyndar eiga gagnrýn- endur oft í erfiðleikum með að lýsa kvartettinum svo vel sé, vísa í hugsjónir og draumóra, heillandi og andríkan leik. Sigurbjörn Bernharðsson spaugaði með það í viðtali við Morgunblaðið í haust að nú væri Pacifica orðinn fullorðinn kvartett – verðlaun og viður- kenningar til þess dags hefðu fyrst og fremst verið fyrir það að vera ungur og efnilegur kammerhópur. Grammy-verðlaunin eru enn ein staðfesting frábærs árang- urs strengjakvartettsins. Sig- urbjörn og félagar hans verð- skulda þessa miklu viður- kenningu. Nú er kvartettinn orðinn fullorðinn}Til hamingju, Pacifica! A ldrei var sjálfgefið að Ísland héldist í byggð. Þess vegna var fögnuður þjóðarinnar ósvikinn í upphafi lýð- veldis 1944. Þjóðskáldið Hannes Pétursson, sem þá var lítill gutti, lýsir þeirri tilfinningu í afmælisritinu Gloria Kristmundi. „Og manni heyrðist að þá yrði myrkur og böl margra alda á Íslandi að baki þegar í stað, gunn- fánar strangrar sjálfstæðisbaráttu myndu blakta við hún, framundan blikuðu grænar grundir nýs þjóðlífs jafnlangt og augað eygði. Vorhugur, þetta skáldskaparorð, tók nú aftur að glitra.“ En maður skyldi aldrei ganga að neinu sem vísu á farsældar Fróni. Samkoman lýðveldisdag- inn 17. júní á Þingvöllum króaðist af í heiftarlegu slagviðri og „þingstaðurinn forni varð ösku- grár“. Litli guttinn mætti vanbúinn, varð holdvotur, skalf um síðir af hrolli „eins og hundur af sundi dreginn“ og varð að leita skjóls í mígleku tjaldi. Nú eru meiri óvissutímar en oft áður. Og ábyrgð Samfylk- ingarinnar mikil að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu, þegar tæpir þrír mánuðir eru í kosningar, til að mynda minni- hlutastjórn. Víst þarf að endurnýja traust. En það gerist í kosningum. Jóhanna Sigurðardóttir átti sjálf sæti í fráfar- andi ríkisstjórn – bara í öðru ráðuneyti. Nú er hún orðin heilög. Og fólki er ýtt til hliðar um allt stjórnkerfið. Er flýt- irinn kannski meiri en fyrirhyggjan? Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur gagn- rýnt harðlega ný lög um Seðlabankann, þar sem svonefnt peningastefnuráð yrði selt undir ofurvald eins manns, nýs seðlabankastjóra. Jafnframt er starfslýsingin svo þröng, að einn okkar farsæl- asti seðlabankastjóri, Jóhannes Nordal, hefði ekki talist hæfur til starfans. Það er á þessum grunni sem reisa á nýtt Ís- land. Og verkaskiptingin er ekki skýrari en svo, að fjármálaráðherrann er jafnframt ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs. Ætli standi á fyrirgreiðslu þar? Þá er heilbrigðisráðherrann Ögmundur Jónasson jafnframt formaður BSRB, þó að hann sé að vísu í „leyfi“ fram yfir þingkosningar í apríl. Er það við hæfi á „nýja Íslandi“ að heil- brigðisráðherra sé einnig á mála hjá ríkisstarfs- mönnum í heilbrigðiskerfinu? Er það þá trú- verðugt þegar hann segist vilja beita sér af hörku gegn einkarekstri í heilbrigðiskerfinu? Verkaskiptingin er hinsvegar skýr þegar kemur að Öss- uri. Hann fær utanríkisráðuneytið til hliðar við iðnaðarráðu- neytið. Samlegðaráhrifin blasa við í sameinuðu „stóriðju- ráðuneyti“. Og byltingarkenndar hugmyndir umhverfisráðherrans um fjallagrös hverfa fyrir lítið. Íslendingar þurfa að berjast fyrir sjálfstæði sínu og lýð- veldi. Aldrei verður sjálfgefið að landið haldist í byggð. Það snart lítinn gutta djúpt að skynja þjóðernislegan samhug Ís- lendinga í atkvæðagreiðslunni miklu vorið 1944. Og Hannes rifjar það upp árið 2009: „Sá hugur – sá arnsúgur þjóðar- andans eins og skáld fyrr á öldinni hefðu máski komizt að orði – held ég að verði óskiljanlegur komandi kynslóðum.“ pebl@mbl.is Eftir Pétur Blöndal Pistill Arnsúgur þjóðarandans FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is J óhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra deilir nú harðlega við Davíð Odds- son, formann banka- stjórnar Seðlabanka Ís- lands, vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um Seðlabankann. Jóhanna óskaði eftir því að seðlabankastjór- arnir þrír, Ingimundur Friðriksson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, hættu störfum. Ingimundur ætlar að hætta en hinir ætla ekki að verða við beiðni Jóhönnu. Ingimundur segir í bréfi sem hann sendi Jóhönnu að hann telji vegið að starfsheiðri sínum. Í bréfi sem Jóhanna sendi stjórn- armönnum Seðlabankans sagði hún beiðni sína um að þeir vikju úr stjórn- inni byggjast á því að nauðsynlegt væri að byggja upp trúverðugleika á Seðlabankanum og íslensku efna- hagslífi. Fara með nýjum lögum Líklegt verður að teljast að lyktir þessarar deilu verði þær að stjórn Seðlabankans hætti störfum og nýr bankastjóri verði skipaður á grunni nýrra laga sem bíða þess að verða samþykkt á Alþingi. Frumvarpið sem viðskiptanefnd á eftir að fjalla um gerir ráð fyrir að einn seðla- bankastjóri verði skipaður til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Sá sem gegnir stöðu seðlabanka- stjóra verður að vera með meistara- próf í hagfræði samkvæmt frumvarp- inu. Erna Guðmundsdóttir, lögfræð- ingur hjá Bandalagi háskólamanna, segir embættismenn, eins og þá sem eru í stjórn Seðlabankans, hafa rík réttindi sem stjórnvöldum beri að virða. Hins vegar geti lagabreytingar breytt miklu. „Ef störfin eru lögð nið- ur þá eiga embættismenn biðlauna- rétt, samkvæmt lögum frá 1996. Við höfum fundið töluvert fyrir því að undanförnu að ríkisstarfsmenn eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart því ef störf þeirra eru lögð niður,“ segir Erna. Biðlaun embættismanna geta verið til allt að tólf mánaða eftir að störfin eru lögð niður, að sögn Ernu. „Það er heldur ekki óeðlilegt að ríkisstarfsmenn skoði stöðu sína í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í þjóðfélaginu, sem fylgir mikill nið- urskurður hjá hinu opinbera. Þá eyk- ur óróinn í stjórnmálalífi landsins ef- laust óöryggi hjá mörgum opinberum starfsmönnum.“ Álitamál getur verið á hvaða for- sendum lagabreytingarnar eru gerð- ar og þá hvort réttlætanlegt sé að skipta út embættismönnum á grund- velli þeirra. Ljóst er þó að réttur stjórnvalda til þess að skipta út starfsfólki hjá æðstu stofnunum rík- isins er ótvíræður ef skilyrði lögum samkvæmt eru uppfyllt. Tilgang- urinn með aðgerðum ríkisstjórn- arinnar, að tillögu forsætisráðherra nú, er sagður sá að efla traust á bank- anum og aðgerðum hans og ekki síð- ur á íslensku efnahagslífi í heild. Á þeim forsendum hvílir mikilvægi lagabreytinganna að mati ríkisstjórn- arinnar sem þegar hefur afgreitt frumvarpið. Bréfin gana enn á milli Jóhanna sendi Ingimundi Friðriks- syni og Eiríki Guðnasyni bréf í gær, þar sem hún ítrekaði að þeir hefðu ekkert sér til saka unnið og væru hæfir til þess að sinna sínum störfum. Engar fréttir bárust af frekari bréfa- sendingum til Davíðs. Morgunblaðið/Kristinn Seðlabanki Íslands Hörð deila er nú komin upp milli forsætisráðherra og formanns stjórnar Seðlabanka Íslands. Seðlabankastjórar telja að sér vegið Samþykkti Jóhanna breyt- ingar á lögunum 2001? Jóhanna Sigurðardóttir kom að breytingum á lögum um Seðla- banka Íslands árið 2001 og sam- þykkti þær breytingar sem þá voru gerðar. Þær áttu fyrst og fremst að miða að því að auka sjálfstæði Seðlabankans. Gagnrýndi fyrri lög Jóhanna gagnrýndi hvernig lögin voru áður en þeim var breytt og sagði ráðherra þá vera í stöðu til að ráðskast með Seðlabankann. Meðal annars á grundvelli þess að hægt var að ráða þá í stuttan tíma. Hún sagði á vefsíðu sínni af þessu tilefni: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu að því sem forsætis- ráðherra segir þá eigi hann það á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórnsýsluhættir væri að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþóttaákvörðun ráðherra á hverjum tíma.“ S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.