Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 22

Morgunblaðið - 10.02.2009, Page 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 2009 ✝ Dagbjartur Jóns-son fæddist á Sól- bakka á Stokkseyri 24. ágúst 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. febrúar sl. Foreldrar hans voru Viktoría Hall- dórsdóttir, f. í Stokks- eyrarseli 7.8. 1889, húsfrú, Sólbakka á Stokkseyri og Jón Þórir Ingimundarson trésmíðameistari, f. 12.10. 1888, frá Stokkseyri. Dagbjartur var yngstur níu systkina, sem öll eru látin, nem eitt, en þau voru: 1) Jóna Margrét, f. 5.9. 1910, 2) Sigríður Fanney, f. 17.9. 1912, 3) Inga Rakel, f. 19.12. 1914, 4) Þóra, f. 25.1. 1917, 5) Al- bert, f. 4.11. 1919, 6) Sigríður Dóra, f. 26.9. 1921, 7/8) tvíburarnir Dag- Hallsson, f. 1.10. 1946. (Þrjú börn og þrjú barnabörn). 4) Þóra Jóna, f. 13.3. 1964, maki Hlynur Hjörleifs- son, f. 14.10. 1966. (Tvö börn og eitt látið). 5) Dagbjartur Vigfús, f. 1.11. 1970. Fyrir átti Dagbjartur eina dóttur með Margréti Olsen (látin). Hún heitir Ellen Arný Bar- nes, f. 26.8. 1951, gift Jaffrey Bar- nes, búsett í Bandaríkjunum. (Þrjú börn). Á árunum 1952 til 1960 stundaði Dagbjartur sjómennsku. Fyrst á Heiðrúnu frá Bolungavík á árunum 1952 til 1956 og síðan á Guðmundi Þórðarsyni á árunum 1956 til 1960. Á Guðmundi voru kraftblakkir í fyrsta skipti teknar til notkunar í tilraunaskyni og var Dagbjartur einn þeirra sjómanna sem tóku þátt í þeirri tilraun. Á ár- unum 1960 keypti Dagbjartur eignarhlut í Stál húsgagnagerðinni og vann þar fram til 1989, en þá eignaðist hann fyrirtækið Stálkó og starfaði við það til ársins 1992. Dagbjartur verður jarðsettur frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl.13. rún og Njóla f, 24.8. 1922, Dagrún d. 16.12. sama ár. Hinn 24. maí 1958 giftist Dagbjartur eftirlif- andi konu sinni, Ingi- björgu Auði Ingva- dóttur, f. 2.12. 1934. Foreldrar hennar voru: Ingvi Hann- esson, f. 12.9. 1911 að Hörðubóli í Dalasýslu, d. 6.12. 1978 og Lilja Karlotta Jónsdóttir, f. 8.9. 1899 á Akureyri, d. 19.11. 1971 Börn Dagbjarts og Ingibjargar Auðar eru: 1) Dagrún, f. 13.7. 1955, maki Halldór Jónsson, f. 27.9. 1959. (Fimm börn og sex barnabörn). 2) Viktoría, f. 14.8. 1957, maki Júlíus Þór Júlíusson, f. 18.10. 1956. (Tvö börn og eitt barnabarn). 3) Inga Hanna, f. 26.5. 1959, maki Jónas J. Það er sárt til þess að hugsa að pabbi sé ekki lengur hér með okkur. Hann var ætíð svo ljúfur og hlýr í umgengni, fámáll, en með ákveðnar skoðanir á þeim hlutum sem skiptu hann og okkur máli. Ég man þá tíð þegar við systkinin vorum lítil og pabbi var búinn að gera morgunmat- inn tilbúinn handa okkur áður en hann sjálfur fór til vinnu. Þá eru ógleymanlegar ferðirnar á Stokks- eyri og fjöruferðirnar með mömmu og pabba. Þannig var pabbi, ávallt að hugsa um að okkur liði sem best, þeg- ar hann átti stund, sem voru þó alltof fáar, þar sem pabbi vann mikið og var að vinna oft um helgar í þá daga. Hann hafði sérstaka ánægju af veiði í ám og vötnum, nema seinni ár- in eftir að hann veiktist. Ég áttaði mig ekki á því hversu veikur hann var orðinn, þar sem hann hafði það fyrir sig og gerði lítið út veikindun- um. Það var ávallt gott að koma í Álakvíslina og fá vöfflur með kaffinu á laugardögum eftir bæjarferð og skiptast á skoðunum. Það verður haft til minningar um pabba að koma saman í vöfflukaffi, þegar færi gefst, á laugardögum, Pabba þótti afar gaman að rifja upp þau ár sem hann var til sjós, en á þeim árum lenti hann í sjávarháska, bæði við björgun mannslífa og ekki síst þegar upp kom eldur um borð í skipinu sem hann var á. Þá lýsti hann fyrir okkur ýmsum atburðum og upplifði þá sjálfur í frá- sögnum sínum. Aldrei man ég eftir því að hann tal- aði illa um nokkurn mann og ekki minnist ég þess að hann hafi skamm- að okkur systkinin, þó svo við höfum eflaust átt það skilið. Það má segja að pabbi hafi ræktað garðinn sinn og sáð fræjum í þann akur sem laut að uppeldi okkar. Við systkinin áttum góða barnæsku hjá mömmu og pabba, og búum að því í dag, Ég bið algóðan Guð að varðveita þig og veita mömmu styrk til að tak- ast á við sorgina með okkur og kveð þig með þessu fallega ljóði: Grátið mig ekki, því ég er frjáls, ég fylgdi veginum sem Guð lagði fyrir mig. Ég tók Hans hönd, þegar kallið kom, sneri við og yfirgaf allt. Ég gat ekki dvalið lengur, til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast. Ókláruð verk mín verða eftir hér, ég fann þennan stað minn síðasta dag. Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm, fyllið það með góðum minningum. Vináttu og gleðistunda, ó já ég á eftir að sakna líka. Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar. Ég óska ykkur bjartra daga. Líf mitt var fyllt af gleðistundum, í samför ástvina og annarra. Kannski virtist dvöl mín hér allt of stutt. En lengið hana ekki með djúpri sorg. Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist mér, Guð vildi mig núna og tók móti mér. (Irvin R. Karon.) Inga Hanna og fjölskylda. Þegar að kveðjustund er komið rennur lífið í gegnum hugann og minningarnar streyma fram. Hann var alinn upp á Stokkseyri, yngstur í stjórum systkinahópi. Mér er það til efs að margir sem fæddir voru á fyrri hluta síðustu aldar hafi hlotið slíkt jafnréttisuppeldi sem hann fékk. Hann þurfti að sinna húsverkunum og það kom sér vel síðar meir. Þar réð ferðinni móðir hans, félagsmálatröllið og jafnréttiskonan Viktoría Halldórs- dóttir. Hann hélt síðan á sjóinn og líkaði það vel. Dvaldi því ansi mikið fjarri okkur börnunum en bætti það ríku- lega upp í inniverum. Það var oft kátt á hjalla þegar haldið var í bæinn á þeim árum. Þegar hann hætti til sjós og gerðist stálsmiður komu kostir uppeldisins frá Stokkseyri í ljós. Fyrr en varði var hann, þrátt fyrir langan vinnu- dag, farinn að taka þátt í heimilis- störfunum. Hann bjó til hafragraut fyrir okkur börnin áður en hann hélt til vinnu og matseldin á sunnudögum var hans. Ekki vafðist nú baksturinn fyrir honum heldur. Þrátt fyrir hæglátt og hógvært fas var hann aldeilis ekki skoðanalaus maður. Pólitískur með afbrigðum og réttlætiskenndin ósvikin. Hitnaði stundum verulega í kolunum þegar mikið gekk á í þjóðfélaginu og þá vildi nú stundum orðbragðið harðna. Hann var umfram allt jafnaðar- maður. Saklausir fréttatímar gátu breyst í hressilega orðræðu hans ef því var að skipta. Hann bar þó virð- ingu fyrir skoðunum annarra sem kom best í ljós þegar dóttirin birtist með bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Eflaust var hann seintekinn og virkaði án efa hrjúfur í fyrstu. Trú- lega réð þar hógværðin nokkru eða feimnin. Innra sló hjarta manns sem allt vildi fyrir alla gera. Slíkt fékk ég að reyna um nokkurt skeið þegar ég sótti höfuðborgina heim að vestan í leit að læknisþjónustu. Maðurinn sem aldrei missti úr vinnu gerðist þá einkabílstjóri dótturinnar og skipti þá tíminn eða fyrirhöfnin engu máli. Umhyggjusemin ofar öllu. Undir yfirborðinu leyndist svo list- unnandi. Sá áhugi kom nú best í ljós ef glingrað var við stút. Þá breyttist hægláti heimilisfaðirinn í tenór- söngvara með sjálfstraustið í lagi. Það voru mikil ánægjuár sem hann átti eftir að sumarhúsið á Stokkseyri reis úr jörðu. Þar var hann á heima- velli. Kenndi barnabörnunum um- gengni við náttúruna og það sem hún gefur af sér. Það verður seint sagt að maðurinn hafi verið ferðagarpur, í það minnsta þegar ferðir innanlands áttu í hlut. Því var hann sjaldséður gestur á heimilum þeirra í fjölskyld- unni er úti á landi bjuggu. Því var hver fundur verðmætur og nauðsyn- legt að nýta hverja stund. Heima var best í hans huga. Síðustu árin var heilsan farin að bila. Ekki var nú verið að ónáða læknastéttina að óþörfu og því varð sjúkrahúslegan stutt og andlátið óvæntara en við mátti búast þrátt fyrir allt. Því var það afar ánægjulegt að flestir hans afkomendur skyldu hafa í sameiningu sótt hann heim um síðustu jól. Þar naut hann sín vel inn- an um sína nánustu. Guð geymi minningu föður míns. Dagrún. Dagbjartur Jónsson  Fleiri minningargreinar um Dag- bjart Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.         ✝ Elskuleg mágkona okkar og frænka, ÓLAFÍA G. ÁSGEIRSDÓTTIR frá Krossnesi, Kjarrhólma 30, Kópavogi, sem lést föstudaginn 30. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13.00. Gróa Sigurjónsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Valgerður Ásgeirsdóttir, Björgvin Gylfi Snorrason, Áslaug Dís Ásgeirsdóttir, Ásgeir Valur Snorrason, Ásgeir Már Ásgeirsson og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, THEÓDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bakkavegi 13, Hnífsdal, lést á blóðlækningadeild Landspítalans við Hring- braut föstudaginn 6. febrúar. Halldóra Elíasdóttir, Guðmundur Kr. Thoroddsen, Sigríður Inga Elíasdóttir, Svavar Geir Ævarsson, Finnbjörn Elíasson, Gyða Björg Jónsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Friðrik Óttar Friðriksson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEFÁN GUNNLAUGUR EÐVALDSSON skipasmiður, Sóltúni 18, sem lést þriðjudaginn 3. febrúar, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 12. febrúar kl. 13.00. Guðrún V. Ragnarsdóttir, Þuríður Ragna Stefánsdóttir, Brynjólfur Sigurjónsson, Sigrún Björk Stefánsdóttir, Eðvald Einar Stefánsson, Hildur Guðrún Hauksdóttir, Katrín Rósa Stefánsdóttir, Stephen D. Smith, Stefán Stefánsson, Magnús Halldórsson, Laufey Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN MÝRDAL, Bogahlíð 26, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 1. febrúar, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- og styrktarsjóð hjartasjúklinga, sími 552 5744 eða minningarsjóð Sóltúns, sími 590 6000. Sigurveig G. Mýrdal, Sigurjón Mýrdal, María Sophusdóttir, Garðar Mýrdal, Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir, Jón Agnar Mýrdal, Vivian Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS EGGERTSSON kafari og björgunarfræðingur, Hlíðargerði 26, Reykjavík, lést föstudaginn 6. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Einara Þyri Einarsdóttir, Eggert Lárusson, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Einar Þór Lárusson, Hrönn Kristjánsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR SIGFÚSDÓTTIR frá Vogum í Mývatnssveit, Sólbrekku 26, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, föstudaginn 6. febrúar. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 14. febrúar kl. 14.00. Stefán Haraldsson, Friðrika Baldvinsdóttir, Guðmundur Óskar Haraldsson, Gísli Haraldsson, Sigfús Haraldsson, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Jón Kristinn Haraldsson, Klara Matthíasdóttir, Haraldur Haraldsson, Guðrún Anna Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, amma, langamma og langalangamma, JÓNA ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 29. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Erla Jósefsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.