Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 18

Morgunblaðið - 23.03.2009, Side 18
Þ egar konurnar í Ráðhúsinu mætast á stigaganginum, þá segja þær stundum hvor við aðra: „Nei sko, ert þú með Arnar um hálsinn? Ég líka!“ Þá eru þær sem sagt báðar með um hálsinn hálsfestar sem ég hef búið til. Þær hafa allar verið mjög duglegar að kaupa af mér skart,“ segir Arnar Snæbjörnsson, ánægð- ur með samstarfskonur sínar, en hann byrjaði fyrir tæpum tveimur árum að búa til skartgripi, einfaldlega vegna þess að hann hefur gaman af því. Hann segir þessa iðju sína sem hann stund- ar meðfram fullri vinnu, vera eins og hvert ann- að áhugamál. „Ég byrjaði á þessu þegar ég kynntist henni Fríðu Tómas, en hún kenndi mér að búa til skartgripi. Ég lærði mikið af því. Ég fór líka til Perú og keypti mikið af efniviði þar til skart- gripagerðar. Í Perú fékk ég til dæmis blóðsteina sem finnast þar í fjöllunum og eru æðislegir. Lilja Ólafsdóttir, fyrrverandi samstarfskona mín, fór til Kína og keypti þar efniðvið fyrir mig. Ég get því haft hlutina fjölbreytta sem ég bý til.“ Reddaði jólagjöfum fyrir konur samstarfsmannanna Arnar hefur unnið hjá Reykjavíkurborg und- anfarin ellefu ár og hann var lengi í Ráðhúsinu við Reykjavíkurtjörn. „Um jólin fyrir rúmu ári voru margir samstarfsmenn mínir þar fallnir á tíma með jólagjafir handa konunum sínum. Þeir lögðu inn pantarnir hjá mér um skartgripi og ég fór í brjálaða akkorðsvinnu á Þorláksmessu og aðfangadag við að búa til jólagjafir fyrir frúrnar þeirra. Allt tókst það að lokum og allir voru ánægðir, en þetta var algjört brjálæði,“ segir Arnar og hlær. Við skartgripagerðina notar hann ekta steina, hvort sem það er hraun, perlur, kórall eða raf, svo eitthvað sé nefnt, en hann notar líka gler. „Fyrst fæ ég hugmyndina, svo bý ég hlut- inn til. En fólk kemur líka til mín og ég geri skart eftir óskum þess. Sumir vilja eitthvað lit- ríkt og stórt, aðrir vilja einfalt og fínlegt. Ég hef líka verið að breyta skartgripum fyrir fólk, til dæmis stytta festar eða bæta við litum. Fólk ætti alls ekki að henda skartgripum sem það verður leitt á, því það er hægt að breyta þeim á svo margan hátt og þá verða þeir eins og nýtt skart.“ Lék sér með leggi í bernsku Arnar á ekki langt að sækja listhneigðina, hún rennur í blóði fjölskyldunnar. Systir hans, Jóna Kristbjörg Sigurðardóttir, útskrifaðist úr Listaháskólanum í fyrra og heimilið ber þess merki, þar eru mörg málverk eftir hana á veggj- unum. Sigríður föðursystir hans málar myndir og líka á steina. „Margir spyrja mig af hverju ég Morgunblaðið/Ómar Stoltur Arnar með læðuna Ösp, nýkrýndu verðlaunakisuna sína. Arnar Snæbjörnsson, starfs- maður Reykjavíkurborgar, hefur áhugamál sem farið er að taka mikinn tíma frá hon- um. Kristín Heiða Krist- insdóttir ræddi við hann. Áhugasamir geta haft samband við Arnar á: arnarsn@torg.is skelli mér ekki í eitthvert nám tengt þessari skart- gripagerð, en ég hef ekki þóst hafa tíma til þess hingað til. En hver veit hvað fram- tíðin ber í skauti sér,“ seg- ir Arnar dularfullur en hann er fæddur á Akra- nesi en ólst upp á Norður- Reykjum í Hálsasveit. „Pabbi minn heitinn var bóndi og ég lék mér með leggi þegar ég var lítill,“ segir hann og sýn- ir blaðamanni leggi og horn sem hanga uppi á vegg hjá honum. „Mér finnst gott að hafa í krign- um mig gamla hluti sem tilheyra for- tíðinni og fólkinu mínu. Ég á til dæmis 200 ára eldhúskistu sem amma mín notaði undir rúsínur og þurrkaða ávexti.“ Kisur vilja hjálpa til við skartið Arnar er mikill dýravinur og hann á tvær all sérstakar kisur af tegund sem heitir Cornish Rex. Þær eru snögghærðar, eingöngu með und- irhár og fara nánast ekkert úr hárum. Hann segir það koma sér vel, því þá geti þær sofið uppi í hjá honum. „Ég sá þessar læður fyrst í Garðheimum þar sem fyrri eigandi þeirra var að sýna þær. Þá voru þær pínulitlar og ég ætlaði ekki að trúa að svona kisur væru yfirleitt til. Enda eru ekki nema 27 svona kettir til hér á landi. Ég var mjög lengi að ákveða hvort ég ætti að kaupa þær en sé ekki eftir að hafa gert það. Þær eru alveg yndislegar. Þær taka svo vel á móti mér þegar ég kem heim úr vinnunni.“ Brúna læðan, sú félagslynda, heitir Ösp og er verðlaunalæða. Um síðustu helgi á Kynjakattasýningu vann hún báða dagana sinn flokk (categoria 3) og einnig fékk hún verðlaun fyrir bestu feld- hirðuna. Svarta læðan heitir Aska og er mikill nautnaseggur, hún vill láta greiða sér með hár- bursta. Kisurnar vilja gjarnan taka þátt í skart- gripagerðinni hjá Arnari, sem getur verið svo- lítið erfitt stundum, segir hann en fyrirgefur þeim greinilega jafnharðan þegar þær gera usla í perlunum. Ert þú með Arnar um hálsinn? 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Suðurnes | „Eitt af markmiðum þessa félags er að styðja við bakið á innflytjendum. Þessi hópur ligg- ur vel við höggi, að ég tali nú ekki um á tímum eins og núna,“ sagði Erna M. Sveinbjarnardóttir, skóla-, menningar- og jafnréttisfulltrúi í Sveitarfélaginu Garði. Hún átti frumkvæði að stofnun félags áhugafólks um menningarfjöl- breytni í kjölfar þjóðahátíðar og málþings um málefni innflytjenda í sveitarfélaginu undir lok síðasta árs. Félag áhugafólks um menning- arfjölbreytni á Suðurnesjum var formlega stofnað 17. janúar síðast- liðinn og eru stofnfélagar 33 íbúar svæðisins, erlendir og innlendir, sem hafa áhuga á því að auka skilning og gagnkvæma virðingu milli fólks af ólíkum uppruna á Suðurnesjum og auðvelda tengsla- myndun aðkomufólks. Erna M. Sveinbjarnardóttir sagði í samtali við blaðamann að hún hafði kynnt sér starfsemi samskonar félags á Ísafirði, Róta, og boðið stjórn- arformanni þess á málþingið og þjóðahátíðina. Þá var jafnframt kallað til fundar vegna hugmyndar um stofnun slíks félags. „Ég fór þess á leit við Dröfn Rafnsdóttur, kennsluráðgjafa hjá Fræðsluskrif- stofu Reykjanesbæjar, að hún stýrði félaginu vegna þess hversu reynslumikil hún er í málefnum innflytjenda. Hún samþykkti að verða formaður og þá vissi ég að mér væri óhætt að sleppa af þessu hendinni. Núna fylgist ég bara með enda ber ég hag þessa félags fyrir brjósti,“ sagði Erna. Dröfn sagði að hugmyndin væri sú að stjórnin yrði þannig sam- ansett að hún hefði með tengingu inn í öll sveitarfélögin á Suður- nesjum. Aðeins ætti eftir að finna tengilið við eitt sveitarfélag og að því væri unnið, ásamt því að móta starfsemina. „Þetta félag er gras- rótarfélag og hefur engin tengsl við stjórnsýslu sveitarfélaganna, þó að við Erna störfum innan hennar. Þetta er fyrst og fremst áhugafélag fólks sem vill vinna gegn fordómum og stuðla að vel- vild og umburðarlyndi á milli manna. Það eru margar hliðar á málefnum innflytjenda og félagið er hugsað sem vettvangur til að styrkja fólkið til að verða virkara í samfélaginu.“ Dröfn nefndi að dagskráin væri í mótun en stjórnin hefur áhuga á að vera með reglulegar uppá- komur, fræðslufundi og kynningar á ólíkum menningarheimum. Unn- ið væri að styrkumsókn svo hægt væri að stofna vef fyrir félagið. Menningarfjölbreytni auðgar mannlífið Morgunblaðið/Svanhildur Auðugra mannlíf Dröfn Rafnsdóttir og Erna M. Sveinbjarnardóttir vilja hlúa vel að þeim fjölbreytta hópi fólks sem býr á Suðurnesjum. ÞEIR sem framleiða páskaegg reikna með að í ár kaupi fólk minni páskaegg en undanfarin ár. Það er þó ekki þannig að ekkert nýtt sé að ger- ast í þessari fram- leiðslu því að í ár hef- ur Nói-Síríus hafið framleiðslu á páskaeggjum úr dökku súkkulaði. Að sögn forsvars- manna Nóa Siríus er þetta í fyrstu sinn sem páskaegg eru framleidd úr öðru en mjólk- ursúkkulaði. Eggið er úr því sem kalla má þjóðlegt gæðahráefni, suðu- súkkulaðinu gamla. Það er því ekki síst ætlað fullorðnum sælkerum. Eggið ber hið klassíska nafn Konsum sem prýtt hefur suðusúkkulaði í ára- tugi. Þetta súkkulaði nýtur hylli með- al ferðamanna, en suðusúkkulaði er svo dæmi sé tekið eina súkkulaðið sem selt er í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fullorðins- páskaegg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.