Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is 89.660kr.FRÁ Marmaris TYRKLAND – Forum Residence á mann miðað við 2 með 2 börn í eina viku. Brottför 5. júní Verðdæmi miðað við 2 fullorðna: 97.611 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn og gisting. Verðmiðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Úrval-Útsýn – Lágmúla 4 – Sími 585 4000 – www.urvalutsyn.is REYKJAVÍKURBORG hlaut verð- laun alþjóðasamtaka miðborgar- stjórna „The Association of Town Centre Management“ (ATCM) fyrir frábæran árangur við hreinsun og endurreisn miðborgar Reykjavíkur á síðastliðnu ári. Þetta var tilkynnt á ársfundi samtakanna í London hinn 26. mars. Hátt í 700 alþjóðlegar borgir og að- ilar tengdir miðborgarrekstri víðs vegar um heim eru aðilar að samtök- unum. „Þessi verðlaun eru mikilvæg fyrir Reykjavík og ánægjuleg stað- festing þeirra mörgu verka sem borg- aryfirvöld hafa á undanförnum árum hrint í framkvæmd í þágu miðborg- arinnar. Við munum halda áfram að vinna í þessum anda og gera miðborg- ina okkar að enn betri stað fyrir íbúa, ferðamenn og hagsmunaaðila,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir borgar- stjóri. haa@mbl.is Miðborg- arátakið verðlaunað „Vinnum áfram í þessum anda“ Morgunblaðið/G.Rúnar FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KONAN sem slasaðist á Skessu- horni á laugardag er á batavegi og var útskrifuð af gjörgæsludeild Landspítalans í gærmorgun. Hún er enn á spítalanum en líðan hennar er eftir atvikum góð. Því er ljóst að giftusamleg björgun tókst við erfiðar aðstæður á Skarðsheiðinni. Um hundrað og tuttugu manns tóku þátt í aðgerðinni og komu jepp- ar, vélsleðar, snjóbílar og þyrla Landhelgisgæslunnar að góðum not- um. Björgunin tók hins vegar langan tíma. Slysið varð rétt um klukkan tvö eftir hádegið, fyrstu björgunar- sveitarmenn komu á staðinn um kvöldmatarleytið og konan hafði ver- ið flutt á brott um klukkan tíu um kvöldið. Strax hringt á neyðarlínuna Af þessum sökum skiptu viðbrögð leiðsögumannsins, Jóns Gauta Jóns- sonar, og hins göngufólksins miklu um hvernig til tókst. Að sögn Jóns Gauta datt konan og hlaut höfuð- högg þegar tólf manna hópurinn var á niðurleið. Þá hafði Jón Gauti afráð- ið að fara ekki á tindinn, heldur snúa við. Konan missti meðvitund undir eins og endasentist allt að 200 metra niður brekkuna. „Ég sleppti takinu og henti mér á eftir henni. Þarna var brött fönn og ég rann vel. Á end- anum gat ég hlaupið niður fyrir hana og stoppað hana. Þar sá ég að blóð var í vitum hennar og engin merki um líf. Ég hringdi þá strax í Neyð- arlínuna og reyndi að klæða hana í þau föt sem ég var með,“ segir hann. Eftir nokkrar mínútur þegar Jóni Gauta barst liðsauki sýndi konan merki meðvitundar og augljóst var að öll hreyfing var henni mjög sárs- aukafull. Það var því ekki um annað að ræða en að bíða og halda á henni hita með öllum ráðum. Því næst hófust allir í hópnum handa við að hlúa að konunni. Bak- pokar voru lagðir undir hana og þrír lögðust þétt upp við hana til að halda á henni hita. Grafið, borðað og hlýjað „Á meðan grófu hinir betra snjó- hús inn í hlíðina. Fljótlega höfðum við vaktaskipti, þeim sem grófu varð fljótt heitt og þá lögðust þeir hjá henni en hinir fóru að grafa. Svona gekk þetta næsta látlaust í þrjá klukkutíma. Við héldum einfaldlega áfram að borða og halda á okkur hita svo við gætum haldið á henni hita.“ Jón Gauti segir að göngufólkið hafi staðið sig stórkostlega, allir hafi haldið ró sinni og unnið sem einn maður. „Mér skilst að líkamshiti hennar hafi verið 36 gráður þegar hún kom inn á spítala svo ljóst má vera að hópnum tókst vel að halda á henni hita í þetta langan tíma við jafnerfiðar aðstæður.“ Gönguhópurinn sem Jón Gauti var með þennan dag nefnist Toppfarar og segir hann fólkið í hópnum mjög reynslumikið fjallafólk sem lagt hafi að baki mörg hæstu fjöll landsins. Jón Gauti segir veður hafa verið betra en hann bjóst við en alltaf hafi verið ljóst að snúa þyrfti við ef veður versnaði eða aðstæður krefðust þess. Erfið og flókin björgun  Göngufólk á Skessuhorni kostaði öllu til að halda hita á slasaðri konu úr hópnum  Leiðsögumaðurinn henti sér niður hlíðina til að stöðva konuna áður en verr færi Ljósmynd/Bára Ketilsdóttir www.toppfarar.is Björgun Viðmælendur segja það velta á reynslu og búnaði göngufólks hvort ganga á Skessuhorn er skynsamleg við aðstæður eins og voru á laugardag. Í HNOTSKURN »Skessuhorn er nokkuð fjöl-farinn tindur enda einn besti útsýnisstaður á Vest- urlandi. Ásýndar er það ekki árennilegt enda hömrum girt á flestar hliðar. »Suðvestan í horninu erhins vegar leið sem göngu- fólk nýtir sér til uppgöngu, áð- ur en gengið er út á hornið of- an klettanna. »Aðstæður voru engu aðsíður mjög erfiðar enda mikill vindur og úrkoma auk þess sem skyggja tók áður en björgunin var yfirstaðin. Í TILEFNI af því að í dag eru 60 ár liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafs- bandalagið efna Samtök hernaðar- andstæðinga (SHA) til útifundar á Austurvelli kl. 17.00 í dag. Þar verður haldið á lofti kröfunni um að Ísland standi utan hern- aðarbandalaga. Ármann Jakobsson íslenskufræðingur og María S. Gunnarsdóttir flytja stutt ávörp. Fundarstjóri verður Stefán Pálsson, formaður SHA. Útifundur á Austurvelli HÁTT í 50 milljónir króna söfn- uðust í landssöfnun Hjartaheilla í beinni útsendingu á Stöð 2 sl. laugardagskvöld. Söfnunarútsend- ingin stóð yfir í þrjár klukku- stundir og komu þar fram val- inkunnir listamenn og skemmtikraftar á borð við Pál Óskar, Bogomil Font og Millj- ónamæringana, Pétur Jóhann og Jón Gnarr. Söfnunarféð rennur óskipt til hjartasjúkdómadeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss, nánar til- tekið til nýs hjartaþræðingartækis sem skipta mun sköpum í þeirri viðleitni að stytta biðlista eftir hjartaaðgerðum hér á landi, segir m.a. í tilkynningu. „Það kom greinilega í ljós í söfnunarútsendingunni að hjartað og heilsan eru þjóðinni mjög hug- leikin því að þrátt fyrir krappan efnahag þjóðarinnar lögðust menn á eitt um að láta af hendi rakna fé til söfnunarinnar, allt frá börnum sem gáfu vasapeninga sína, vegna hjartveikra foreldra eða ömmu og afa, til fyrirtækja sem gáfu stærri upphæðir og skoruðu um leið á fyrirtæki í sama geira að gera slíkt hið sama.“ Hátt í 50 milljónir söfnuðust SÉRSTAKT átak gegn ölvunar- akstri er hafið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Það er unnið í samvinnu við embætti ríkislög- reglustjóra. Átakið stendur í tæpar fjórar vikur og mega ökumenn bú- ast við að vera stöðvaðir víðsvegar í umdæminu. Að sögn lögreglunnar verður skipulagt eftirlit á ýmsum tímum sólarhringsins og á mismunandi stöðum. Markmiðið er að vekja at- hygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri. Átak gegn ölvunarakstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.