Morgunblaðið - 30.03.2009, Side 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
TÖLVUNJÓSNAKERFI sem
stjórnað var frá Kína braut sér leið
inn í leyniskjöl á tölvum jafnt í einka-
eigu og eigu yfirvalda í 103 löndum
að sögn kanadískra netsérfræðinga.
Njósnakerfið, sem rannsakendur
hafa nefnt GhostNet, réðst á 1.295
vélar, m.a. í eigu NATO, utanríkis-
ráðuneyta, sendiráða, banka og
fréttastofa um allan heim. Þá ruddi
það sér einnig leið inn í tölvur sem
notaðar voru af Dalai Lama, andleg-
um leiðtoga Tíbeta og útlægra Tíb-
eta.
Ekki liggja sannanir fyrir um að
kínversk yfirvöld standi að baki
njósnakerfinu og hafa yfirvöld í Pek-
ing neitað aðild.
Skýrsla sérfræðinganna um
njósnakerfið birtist í kjölfar 10 mán-
aða rannsóknar á vegum Inform-
ation Warfare Monitor-stofnunar-
innar (IWM), sem hafin var að beiðni
Dalai Lama. jmv@mbl.is
Njósnarar
á netinu
Tölvuþrjótar brutust
inn í þúsundir tölva
Reuters
Njósnir Tölvuþrjótar brutust inn í
hundruð tölva um víða veröld.
VOLKER Kraft og eiginkona hans Christa hafa skreytt
garðinn sinn í austurhluta Þýskalands með lituðum eggj-
um fyrir hverja páska síðastliðin 40 ár.
Eggjunum á greinum trjánna hefur farið sífjölgandi í
gegnum tíðina og eru nú orðin 9.200 talsins sem verður
að teljast harla gott. Það þarf elju og þolinmæði við að
koma svo mörgum eggjum upp svo vel sé og byrjuðu hjón-
in því tímanlega til að ná að ljúka verkinu fyrir páska. Mál-
uð hænuegg eru í stóru hlutverki í hátíðleika páskanna
víða um heim ekki síður en súkkulaðieggin gómsætu.
AP
Eggjaæði fyrir hverja páska
ÞÚSUNDUM eitraðra karta var
slátrað í Queensland í Ástralíu við
hátíðlega athöfn í gær. Hundruð eft-
irvæntingarfullra Ástrala frá fimm
sveitarfélögum söfnuðust saman til
að slátra körtunum.
Stór hluti jarðneskra leifa dýr-
anna verður nýttur í áburð handa
bændum sem hafa liðið fyrir ódæð-
isverk kartanna svo árum skiptir, en
þær stærstu verða stoppaðar upp.
Körturnar voru fluttar til Ástralíu
og var ætlað að drepa bjöllur sem
höfðu gert bændum lífið leitt. Dýrin
fjölguðu sér hins vegar gríðarlega
og skipta nú milljónum en hvert
kvendýr getur framleitt 20.000 egg.
Dýrin geta orðið allt að 20 sm
löng og auk þess að vera eitruð
breiða þau út salmónellu og ráðast á
önnur dýr, jafnvel fugla.
Dýraverndarsamtök lýstu yfir
ánægju með framkvæmd slátrunar-
innar, en dýrin voru annaðhvort
fryst eða kæfð í plastpoka með
koltvísýringi. jmv@mbl.is
Í stríð gegn
eiturkörtum
AP
Grunlaus Sumar körturnar voru
vigtaðar fyrir slátrun.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
BARACK Obama heldur á morgun í fyrstu opinberu
heimsókn sína til Evrópu frá því hann tók við embætti
forseta Bandaríkjanna fyrir 70 dögum. Þrátt fyrir vin-
sældir Obama í Evrópu þykir líklegt að hann muni eiga
í erfiðleikum með að sannfæra leiðtoga álfunnar um
ágæti áætlana sinna. Forsetinn hefur tilkynnt breytta
stefnu í málefnum Afganistans auk þess sem hann mun
hvetja leiðtoga Evrópu til að sameinast um lausnir á al-
þjóðlegu efnahagskreppunni.
Endurreisir stöðu Bandaríkjanna í heiminum
Talsmenn Hvíta hússins segja ferðina vera leið til að
takast á við þann vanda sem Obama „fékk í arf“ frá
Bush-stjórninni. „Við teljum [ferðina] tvímælalaust
verða grundvallandi þátt í verkefni forsetans að end-
urreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, og þá sér-
staklega í Evrópu,“ segir Denis
McDonough, einn ráðgjafa Obama í
viðtali við The Washington Post.
Sérfræðingar í slíkum ferðum
Bandaríkjaforseta segja Obama enn
búa yfir þeim stjörnukrafti sem hann
sýndi þegar hann fór um Evrópu
meðan á kosningabaráttunni stóð í
sumar. Þá hélt Obama m.a. ræðu fyr-
ir framan 200.000 manns í Berlín.
„Það er ennþá svo að evrópskir
leiðtogar vilja láta sjá sig með Obama, helst í faðm-
lögum við hann brosandi, því hann er svo vinsæll í Evr-
ópu,“ segir Reginald Dale, sérfræðingur í alþjóðasam-
skiptum.
Gagnrýnendur Obama hafa sagt að ungur aldur hans
og reynsluleysi muni reynast honum fjötur um fót þeg-
ar hann mæti leiðtogum heims og það verður því eitt af
verkum hans á ferðalaginu að kveða niður þann orðróm.
Obama leggur í Evrópuferð
Átta daga ferð Obama um Evrópu er talin liður í að endurreisa stöðu Bandaríkj-
anna í heiminum og vinna á þeim vanda sem forsetinn erfði frá forvera sínum
Í HNOTSKURN
»Obama leggur í átta dagaferð til Evrópu á morgun
og mun m.a. sækja G20-
fundinn í London á miðviku-
dag.
»Þá hyggst Obama einnighitta leiðtoga NATO þar
sem aðalumræðuefnið verður
aðgerðir bandalagsins í Afg-
anistan.
»Obama mun hitta ýmsaþjóðarleiðtoga, þ. á m. for-
seta Kína og Rússlands.
Barack Obama
Sveitarstjórn-
arkosningar
voru haldnar í
Tyrklandi í
skugga ofbeldis í
gær. Að minnsta
kosti sex manns
létu lífið í átök-
um tengdum
kosningunum og
allt að hundrað
manns særðust.
Stjórnarflokkur Tayyips Erdog-
ans, AK, hafði fengið flest atkvæði
þegar tveir þriðju hlutar höfðu ver-
ið taldir. Flokkurinn hefur verið
gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi í
efnahagskreppunni. Talið er að
stjórnin snúi sér nú að viðræðum
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Kosið í skugga
ofbeldis í
Tyrklandi
Tayyip Erdogan