Morgunblaðið - 30.03.2009, Page 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. MARS 2009
✝ Auður BryndísGuðmundsdóttir
fæddist í Keflavík 30.
nóvember 1988. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja
23. mars sl. For-
eldrar hennar eru
Róberta Bára Mal-
oney, f. 9. ágúst
1963, maki Viðar
Ólafsson, f. 31. ágúst
1966, og Guðmundur
Óskarsson, f. 4. sept-
ember 1960, maki
Hrafnhildur Svav-
arsdóttir, f. 9. maí 1963. Foreldrar
Róbertu eru Sveindís Rósa Hans-
dóttir, f. 18. mars 1942, og Char-
les Joseph Maloney Jr., f. 19. októ-
ber 1943. Foreldrar Viðars eru
Guðlaug Fríða Bárðardóttir, f. 12.
janúar 1943, og Ólafur Þorgils
Guðmundsson, f. 24. júlí 1939.
Foreldrar Guðmundar eru Kristín
Dagbjört Þórðardóttir, f. 18. júlí
1931, og Óskar Frank Guðmunds-
son, f. 21. desember 1921. For-
eldrar Hrafnhildar eru Sóldís
Björnsdóttir, f. 22.
júní 1944, og Svavar
Geir Tjörvason, f. 22.
maí 1942. Systkini
Auðar Bryndísar eru:
Óskar Frank Guð-
mundsson, f. 10. nóv-
ember 1982, sam-
mæðra er Aníta Eva
Viðarsdóttir, f. 26.
febrúar 1994, sam-
feðra eru Aron Geir
Guðmundsson, f. 24.
júní 1995, og Tinna
Björk Guðmunds-
dóttir, f. 4. október
1998.
Auður Bryndís bjó í Keflavík og
var nemandi í Heiðarskóla þar
sem hún kláraði grunnskóla. Hún
hóf síðan nám í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja en varð frá að hverfa
vegna veikinda sina. Auður Bryn-
dís var í hlutastarfi um tíma hjá
Bókasafni Reykjanesbæjar þegar
heilsan leyfði.
Útför Auðar Bryndísar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 30.
mars, kl. 14.
Elsku hjartans engillinn minn, þú
ert hetjan mín.
Ef ég væri fugl
og gæti flogið
myndi ég fljúga
til þín og taka
þig með mér til tunglsins.
Missirinn er sár.
Ef ég ætti eina ósk,
myndi ég óska mér
þig aftur til mín,
svo þú gætir lifað
lífinu eins og þú
hefðir kosið.
Ef þú finnur þig
knúna að koma
aftur til mín.
Birstu mér í draumi
og segðu mér
að þér líði vel.
(Vjofn.)
Ég dáist að hugrekki þínu og já-
kvæðni þrátt fyrir mörg bakslög.
Söknuðurinn er mikill. Guð geymi
þig þar til við hittumst á ný.
Mamma.
Í dag kveð ég fósturdóttur mína.
Mín fyrstu kynni af Auði voru þegar
hún var að verða fjögurra ára, og
þegar maður hugsar til baka hrann-
ast upp minningarnar sem fjölskyld-
an á um hana sem ég þakka fyrir. Öll
ferðalög sem við áttum saman eru
ógleymanleg. Minnisstæðar eru
ferðirnar í rússibönunum þegar hinir
í fjölskyldunni þorðu ekki. Hún var
alla tíð róleg manneskja, sem kom
henni til góða í veikindum hennar,
sem stóðu í rúm fimm ár. Það er erf-
itt að átta sig á því hvað fer um huga
svo ungrar stelpu sem greinist með
svona sjúkdóm. Það besta sem við
hin getum gert er að hlúa hvert að
öðru og takast á við þau vandamál
sem upp koma. Þú varst ótrúlega
sterk, ég var stoltur að eiga þig sem
dóttur.
Engan mann hendir neitt það sem
honum er ekki áskapað að þola.
Auður, ég veit að þú ert komin á
betri stað og hittir þar nána ættingja
sem taka vel á móti þér. Þú varst
einn sterkasti hlekkurinn í keðjunni
hjá okkur, hetja varst þú sem er sárt
saknað, sé þig seinna.
Viðar.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Björn Halldórsson)
Auður var alltaf svo yndisleg syst-
ir og gullfalleg, bæði að innan sem
utan. Hún var rosalega ákveðin og
stóð alltaf á sínu.
Við eigum margar góðar minning-
ar um systur okkar, eins og í utan-
landsferðum t.d. gerðist margt
skemmtilegt.
Við elskum systur okkar og eigum
eftir að stórsakna hennar. Ávallt
munum við minnast þess hve mikil
hetja hún var, barátta hennar, sem
stóð yfir í rúmlega fimm ár, er alveg
ógleymanleg.
En nú er baráttunni lokið og við
erum fullviss um að góður hópur tek-
ur vel á móti henni.
Hvíldu í friði elsku Auður, þú lifir í
hjarta okkar.
Aníta Eva og Óskar.
Elsku Auður mín.
Orð fá ekki lýst sorginni þegar
ung og falleg stúlka eins og þú kveð-
ur þetta líf langt um aldur fram.
Þú varst sönn hetja í baráttu þinni
við þennan illvíga sjúkdóm. Þetta
ljóð lýsir tilfinningum mínum á þess-
ari stundu.
Ég kveð þig elsku Auður mín með
þessu ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Bobby, Viðar, Óskar og
Aníta, þið voruð ekki minni hetjur en
hún Auður okkar.
Guð geymi ykkur öll.
Amma Sveindís.
Elsku Auður Bryndís mín.
Ég man þegar þú fæddist og hvað
þú varst lítil og falleg. Þegar þú varst
skírð og ég heyrði nafnið þitt, ég
ákvað þá að ég átti smá í þér. Þú
varst alltaf skuggi minn þegar þú
varst lítil og ég var svo ástfangin af
þér með fallegu brúnu augu þín og
spékoppana.
Elsku ástin mín, ég er varla farin
að trúa að þú sért farin frá okkur og
mikið er það sárt. Ég mun ávallt
sakna þín og í hvert skipti sem ég lit í
brún augu dóttur minnar mun ég sjá
brúnu augun þín.
Megi Guð geyma þig, elsku yndið
mitt. Ég elska þig.
Þín frænka
Karlotta Bryndís.
Það er margt sem leitar á hugann
á stundu sem þessari. Minningar um
þig hrannast upp. Þú lítil 4 ára hnáta
með brúnu stóru augun þín sem voru
fljót að bræða mann. Það fór nú ekki
mikið fyrir þér, einstaklega rólegt og
gott barn. Mikill dundari og tókst
þér tíma í það sem þú varst að gera.
Þú orðin stóra systir og stóra frænka
og passaðir vel upp á að þau Aníta
Eva og Óli Elí færu sér ekki að voða,
eða væru að rífast um hlutina.
Barnapían okkar sem var viljug að
passa og svo þegar Rúnar Bárður
fæddist löngu síðar komu vinkonurn-
ar með, fyrirmyndarunglingar hugs-
aði maður með sér. Svo kom áfallið,
þú 15 ára og greindist með æxli í
heilanum, þú tókst á þessu með
stakri ró. Eftirbatinn gekk ótrúlega
vel og með von og trú hélt maður að
þetta væri yfirstaðið. Síður en svo,
ávallt voru einhver vonbrigði, æxlið
stækkaði, önnur aðgerð, lyfjagjafir
og geislar. Mikið að takast á við á
unga aldri, ekki varstu að bera til-
finningar þínar á torg, tókst á þessu
á þinn hátt. En þetta hafði mikil áhrif
á þig, þú byrjaðir í menntaskóla en
heilsan ekki eins og áður. Skert
starfsgeta, þrekið ekki eins og hjá
ungu fólki. Var það þess vegna sem
þú vildir lifa hratt á tímabili, prufa
hluti sem gerðu þér ekki gott. Þá sá
maður hvað þú áttir sterka og skiln-
ingsríka móður sem reyndi að forða
þér og vernda frá þessum aðstæðum
og allir gömlu vinirnir sem reyndu að
snúa þér á rétta braut. En svo varst
það þú sem ákvaðst að snúa við
blaðinu og gamla góða þú komst aft-
ur.
Það er ekki hægt að ímynda sér
hvað miklar raunir voru á þig lagðar
og fjölskyldu þína, en mikinn stuðn-
ing fékkstu frá þeim sem standa þér
næst og aldrei gáfust þið upp, bar-
áttan hélt áfram nánast fram á síð-
asta dag. Það er sárt að kveðja unga
stúlku sem á allt lífið framundan en
svona getur lífið verði óréttlátt en við
eigum allar minningarnar um þig,
elsku Auður Bryndís, sem við geym-
um ávallt í hjarta okkar.
Ég votta Bobbie, Viðari, Óskari,
Anítu Evu og öðrum aðstandendum
samúð mína og megi Guð styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Sveina.
Elsku Auður mín. Ég trúi ekki að
það sé komið að þessu. Þetta er svo
ótrúlega sorglegt að svona skuli geta
gerst. Maður trúir því aldrei að mað-
ur þurfi að kveðja svona náinn vin og
ættingja svona snemma í lífinu. En
þegar ég lít til baka, á allar minning-
arnar sem ég á um þig, er ekki annað
hægt en að finna fyrir gleði.
Ég man eftir þeim stundum sem
við lékum okkur þegar við vorum litl-
ar. Þú varst alltaf uppáhaldsfrænka
mín og sérstaklega þegar við urðum
eldri. Ég taldi þig alltaf meira en
bara frænku mína, þú varst vinkona
mín. Þegar við sátum úti í garðinum
heima hjá þér, á teppi á grasinu, með
fullt af dóti í kringum okkur í logni
og sól og lífið snerist ekki um annað
en bara að leika sér. Þegar við kom-
umst unglingsárin og vandamálin
sem fylgdu því hófust, og sérstak-
lega strákamálin, þá var alltaf best
að kom til þín og fá ráð. Þú vissir allt-
af hvernig átti að kljást við þessa
stráka. Aðalráðið var að láta engan
strák ráða yfir þér og alltaf að vera
þú sjálf. Strákar koma og fara en vin-
konur verða alltaf til staðar.
Ég man hvað mér fannst þú alltaf
svo töff, hvernig þú komst fram,
hvernig þú klæddir þig og tónlistin
sem þú hlustaðir á. Þú kynntir mig
fyrir Guns ’N Roses, hljómsveit
þinni, og Alice Cooper. Og þar með
hófst rokkaratímabilið. Alltaf þegar
ég hlusta á þá hugsa ég um þig. Í
fyrstu vikunni minni í FS kynntir þú
mig fyrir „fólkinu á borðinu“ og var
ég þar þekkt sem „frænka Auðar og
Freydísar“. Smátt og smátt urðu
vinir þínir mínir vinir.
Það var sorgardagur þegar þú
veiktist. Ég hélt að heimurinn væri
að farast. En þegar ég heimsótti þig
heima hjá þér eftir að þú komst af
sjúkrahúsinu fann ég fyrir létti. Mér
fannst ótrúlegt hversu róleg þú varst
yfir þessu. Þetta yrði bara tekið og
þá yrði allt í lagi, óþarfi að hafa of
miklar áhyggjur. Ég horfði á þig með
svo miklum aðdáunaraugum og þar
með varst þú hetjan mín. Það komu
erfiðir tímar eftir þetta, en aldrei
léstu þetta buga þig, þú varst bjart-
sýn og hélst áfram með lífið. Það er
sannarlega hægt að segja að þú hafir
lifað.
Það er erfitt að ímynda sér lífið án
þín. Við erum sterkur vinkvennahóp-
ur, ég, þú, Freydís, Tinna, Snæfríður
og Auður Indíana, og við höldum allt-
af að við verðum alltaf saman. Þú
verður ávallt með okkur í anda. Þeg-
ar við förum út að borða munt þú
alltaf sitja hjá okkur, þegar við för-
um í bíó fylgir þú með og þegar við
höldum partí verður þú í gleðinni
með okkur.
Þú færðir okkur hlýju og ánægju.
Brosið og augun lýstu upp herberg-
in. Þessum ótrúlega stóru og fallegu
augum getur enginn gleymt. Hlátur-
inn þinn fékk alla í kringum þig til að
hlæja. Það þótti öllum vænt um þig.
Þú varst hún Auður Bryndís, ljósið
okkar, krúttið. Ég er ekki tilbúin að
kveðja þig, enginn er það. En ég vil
halda að þú sért núna á betri stað og
að þér hafi aldrei liðið betur. Það
mun síðan koma sú stund að við verð-
um allar aftur saman.
Heiðrún
Þórðardóttir.
Elsku stelpan okkar, nú er baráttu
þinni lokið við illvígan sjúkdóm, þú
barðist eins og hetja og varst alltaf
jafn róleg og yfirveguð. Þegar þú
komst inn í okkar fjölskyldu varstu
fjögurra ára, fyrstu kynnin voru þeg-
Auður Bryndís
Guðmundsdóttir
Lífið manns hratt fram hleyp-
ur … og nútíminn er trunta. Það má
segja að hvorttveggja sé orð að
sönnu. Þótt maður hafi ekki haft
nokkra löngun til að taka þátt í því
lífsgæðakapphlaupi sem þjóðin hef-
ur verið í gegnum árin, þá hefur
maður sogast ósjálfrátt inn í það. Og
nú höfum við siglt í strand. Liðinn
er tími, sem hefur böðlast áfram af
þvílíkum hraða, og framundan er
Sveinn Þorbjörn
Gíslason
✝ Sveinn ÞorbjörnGíslason fæddist á
Frostastöðum í
Skagafirði 10. júní
1921. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 18.
mars sl.
Sveinn var jarð-
sunginn frá Sauð-
árkrókskirkju 28.
mars.
Jarðsett var á
Flugumýri.
endurreisn. Ósjaldan
hef ég hugsað heim í
sveitina og til skyld-
menna minna sem
maður hefur alls ekki
getað heimsótt eða
ræktað samband sitt
við. Af hverju ekki?
Hraðferð, ekki tími?
En maður yljar sér
við minningar og
hlakkar til í hvert
skipti sem maður get-
ur farið og heimsótt
fólkið sitt.
Gamli-Sveinn
hringdi í mig á Þorláksmessu. Ég
var staddur á kaffihúsi á Akranesi
þar sem kórinn minn var að fara að
syngja. „Sæll vinur, þetta er Gamli-
Sveinn.“ Hann var að þakka fyrir
jólakortið sem fjölskyldan sendi
honum. Við áttum ánægjulegt spjall.
Ég lofaði að líta inn hjá honum næst
þegar ég kæmi í Skagafjörðinn.
Hann var klökkur í lok símtalsins og
ég held að við höfum fundið það báð-
ir að þetta væri okkar síðasta sam-
tal. Sjálfur kvaddi ég klökkur. Það
hefur varla liðið sá dagur að ég hafi
ekki hugsað til hans síðan. Ég veit
að hann hugsaði til mín og minnar
fjölskyldu og vildi fylgjast með.
Genginn er fjórði bróðirinn úr
stórum systkinahópi frá Eyhildar-
holti. Gamli-Sveinn, en svo kallaði
hann sjálfan sig, var skemmtilegur
og góður maður. Ég á margar góðar
minningar um hann og hans góðu
konu, Lillu. Minningar sem ég ætla
að geyma í hjarta mínu. Nú hafa þau
sameinast á ný. Ég og mín fjöl-
skylda kveðjum frænda minn með
þessu fallega ljóði sem flutt var við
útför Kolbeins, bróður Sveins.
Á kveðjustund er þungt um tungutak
og tilfinning vill ráða hugans gerðum,
því kærum vini er sárt að sjá á bak
og sættir bjóða Drottins vilja og
gerðum.
En Guðs er líka gleði og ævintýr
og góð hver stund er minningarnar
geyma.
Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr
á ferð um ljóssins stig og þagnar
heima.
(Sigurður Hansen)
Guð geymi Svein Gíslason og
styrki fjölskyldu hans í sorginni.
Sveinn Arnar Sæmundsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
– smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn
skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum,
www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu
og vísað í greinar á vefnum.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd-
armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt
að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minn-
ingargreina vita.
Minningargreinar