Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Er þetta bannað? www.andriki.is Má ráðherra í ríkisstjórn Íslands banna umfjöllun um sjálfan sig? Í KJÖLFAR bankahrunsins und- anfarna mánuði hefur ríkt mjög einkennilegt ástand á Íslandi. Miklar ásakanir á hendur útrásarvík- ingum og stjórnvöld- um hafa komið fram. Engin sátt ríkir í samfélaginu og algjört vantraust í garð alls sem er viðskiptalegs eða pólitísks eðlis. Undirritaður á aldraða móður sem flutti til Íslands eftir seinni heimsstyrjöld en hún ólst upp í Þýskalandi á millistríðsárunum. Hún líkir ástandinu á Íslandi nú við Þýskaland þess tíma. Vantrúin á þjóðfélagið, vantraust manna á meðal, leit að sökudólgum. Í huga þess fólks sem upplifað hefur stríðstíma og kreppuna miklu virðist núverandi ástand hér harla gott í efnalegu tilliti en hug- arástandið heldur slæmt. Eitt af því sem fór verst í móður mína af atburðunum í janúar var umsátrið í kringum Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Fréttir af þess- um atburðum vöktu upp hrikalegar og erfiðar minningar. Þetta reyndi svo mikið á hana að hún fékk vægt hjartaáfall. Þýskir stjórnmálamenn nýttu sér ástand millistríðsáranna. Móðir mín sér margar hliðstæður við það ástand og það sem nú er að gerast á Íslandi. Sú mikla óánægja og reiði sem ríkti í þjóðfélaginu í Þýskalandi gerði fólk móttækilegt fyrir alls- konar lygum og sögu- sögnum. Það var mjög auðvelt að fá fólk með sér ef menn beittu óprúttnum aðferðum. Henni finnst sorglegt að sjá svipaða hluti vera að gerast á Ís- landi. Íslendingar ættu að vera betur upplýstir um hörmulegar afleið- ingar múgsefjunar sem byggist á blekkingu og tortryggni en að þeir leyfi ástandinu að þróast á þennan veg. Ég trúi því ekki að það sé svona samfélag sem við viljum hafa í nán- ustu framtíð. Samfélag sem bygg- ist á heift, hatri og niðurrifi á og óvirðingu fyrir fólki og stofnunum samfélagsins. Vondir tímar rifjast upp Eftir Benedikt Hjartarson » Þýsk móðir mín líkir ástandinu á Íslandi nú við Þýskaland milli- stríðsáranna. Vantrúin á þjóðfélagið, vantraust manna á meðal, leit að sökudólgum. Höfundur er bakari. Benedikt Hjartarson HUNDRUÐ starfa munu hverfa úr landi á næstu miss- erum. Ástæðan er hvorki íslenska krónan né tímabundin gjaldeyr- ishöft. Sjálfur veit ég dæmi um fyrirtæki sem flutt hefur sex vel- launuð stjórnunarstörf til útlanda nú þegar. Þjónustustörfin fylgja í kjölfarið. Alþingi hefur sem sé skapað mikinn hvata til flutnings á atvinnustarfsemi til útlanda með setningu laga nú í apríl um breytingu á lögum um tekjuskatt. Ísland getur ekki af hug- sjónaástæðum leyft sér að vera með miklu strangari skattalög- gjöf en gengur og gerist annars staðar í Evrópu; bíðum eftir að stórþjóðirnar breyti hjá sér og fylgjum í kjölfarið. Ekki hefur Obama gert tillögu um afnám skattfríðinda „er- lendra“ félaga í Delaware. Hann og Brown virðast helst gera til- lögur um að Sviss breyti sínum háttum. Þúsundir manna hafa af flutt búsetu sína frá Norð- urlöndum til Bretlands vegna skatta. Fjölmargir Íslendingar og reyndar útlendingar líka sem uppfylla skilyrði til skattlagn- ingar annars staðar hafa kosið að greiða skatta sína á Íslandi. Ég hvet nýja vinstristjórn sem við tekur eftir kosningar til að sýna raunsæi og hrekja ekki góða skattgreiðendur, fólk og fyr- irtæki, úr landi. – Nóg er nú samt. Einar S. Hálfdánarson Hundruð starfa hverfa úr landi Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. GRÁTKVÍGA gömlu gildanna á Mogganum, Agnes Bragadóttir, skrifar í sjálfsvorkunn- arhæðni og hræðslu- áróðurstón um tillögur okkar og segir að við séum lýðræðinu allt að því hættuleg. Hún reynir þannig að nýta mátt sinn sem lesinn penni til að úthúða pólitískum and- stæðingum núverandi stjórn- skipulags. Þráinn Bertelsson hefur verið grýttur og nagaður fyrir það sem at- vinnupólitíkusarnir kalla sjálfvirkar töfralausnir um ekki neitt. Þar erum við að tala um aðgerðir til bjargar heimilum landsins og þannig samfélaginu. Nú er kannski tími til kominn að maður reyni að rökstyðja fræðilega þær tillögur sem við, Borgarahreyf- ingin, stöndum fyrir. Getur verið að við séum svona vit- laus að við sjáum ekki að þessar til- lögur okkar skila engu eða gæti hugs- anlega verið að hinir gamalgrónu og hræddu andstæðingar okkar séu svo vitlausir að þeir sjái ekki hve þröngt þeir skilgreina kassann? Ef við lítum á hinar köldu og fræði- legu staðreyndir þá grundvallast hag- kerfi ríkja á þeirri framleiðslu sem hagkerfið stundar. Hin helga mæli- eining þessarar framleiðslu er svo kölluð verg landsframleiðsla, skamm- stöfuð VLF eða GDP ef menn vilja slá um sig í ESB. Vöxtur á þessari vergu landsfram- leiðslu er síðan kallaður hagvöxtur sem er annað orð sem atvinnu- pólitíkusar nota mikið til að slá um sig. Hin verga landsframleiðsla er sett saman úr nokkrum hlutum og er lík- lega einfaldast að skilgreina hana sem heildareftirspurn samfélagsins. Heildareftirspurnin (HE) er síðan samsett úr mörgum þáttum en í ein- faldri mynd má segja að hún grund- vallist af einkaneyslu (E), fjárfest- ingu (F), samneyslu (S) og nettó útflutningi (Ú-I). Heildareftirspurn er því skilgreind sem eftirfarandi jafna. HE = E + F + S + (Ú-I) Á því sjáum við að ef við minnkum einhvern þeirra þátta sem standa aft- an við jafnaðarmerkið þá minnkar HE, sem er heildar eftirspurnin. Að sama skapi eykst þessi heildar eft- irspurn séu einhverjir þeirra þátta hækkaðir sem standa aftan við jafn- aðarmerkið. Og nú spyrja menn hvert ég sé eiginlega að fara! Jú, sko. Ég ætla að sanna það með stærð- fræðilegri einföldun að með því að leiðrétta skuldir heimilanna þá aukist verg landsfram- leiðsla. Og hvernig þá? – spyrja lesendur. Og aftur segi ég, – Jú, sko! Með leiðrétt- ingu á skuldum heimilanna þá lækkar greiðslubyrði heimilanna og að sama skapi aukast ráðstöfunartekjur þeirra. Þessar ráðstöfunartekjur er í heimi hagfræðinnar aðeins hægt að nota með tvennum hætti. Annars vegar í neyslu, E, og hins vegar í fjárfestingu, F. Auknar ráðstöfunartekjur leiða því að öðru óbreyttu til hækkunar á ann- aðhvort einkaneyslunni, fjárfesting- unni eða hvoru tveggja. Við það hækka einn til tveir liðir aftan við jafnaðarmerkið á; HE = E + F + S + (Ú-I). Aukin einkaneysla leiðir til hærri skatttekna ríkissjóða, þar sem við borgum jú virðisaukaskatt af flestu því sem við kaupum og aukin fjárfest- ing ætti að öðru jöfnu að leiða til frek- ari atvinnuuppbyggingar og nýsköp- unar. Aukin atvinnuuppbygging og ný- sköpun hjálpar síðan til við að end- urreisa atvinnulífið og minnka þar með atvinnuleysi. Og þar með fer boltinn að rúlla í rétta átt. Einfalt, ekki satt? Hin leiðin. Það er leið Samfylk- ingar og co.; að halda óbreyttum höf- uðstól á lánum heimilanna og þar af leiðandi óbreyttum afborgunum. Ofan á það á að lækka launin og hækka skattana. Sem að öðru jöfnu leiðir til umtalsverðrar lækkunar á ráðstöfunartekjum heimilanna ofan á þá lækkun sem þegar hefur orðið. Þessi lækkun hefur neikvæð áhrif á þættina aftan við jafnaðarmerkið á HE = E + F + S + (Ú-I). Þar með lækkar HE, sem er jú heildareftirspurnin, eða það sem oft- ast er kallað VLF, eða verg lands- framleiðsla. Minnkandi neysla leiðir til minnk- andi skattstofna og þar af leiðandi lækka skatttekjur ríkissjóða og þarf því skattprósenta að hækka umtals- vert áður en hækkunin leiðir til auk- inna tekna fyrir ríkið. Það þarf því verulega skattahækkun til þess að hafa áhrif á samneysluna (S) og hækka þannig VLF í gegnum hið op- inbera. Að auki dregst fjárfesting saman og þar með hverfur einn aðalhvatinn bak við endurreisn atvinnulífsins og fækkar þar með þeim fáu leiðum sem okkur eru færar til að draga úr at- vinnuleysi og vinna okkur út úr kreppunni. Við verðum að taka tillit til þess að hér er ekki litið til allra þátta, svo sem innflutnings vegna aukinnar neyslu erlendra gæða. En hér eru sett fram fræðileg rök í einföldu máli. Rök sem sýna fram á að þeir fjármunir sem fara í leiðréttingu á skuldum heim- ilanna eru fjármunir sem hvergi þarf að taka. Þessir fjármunir hafa þegar verið afskrifaðir í lánasöfnum bank- anna og þessir fjármunir skila sér til samfélagsins þar sem verg lands- framleiðsla eykst vegna aukinna ráð- stöfunartekna heimilanna í landinu. Hugsum út fyrir kassann. Látum ekki grátkvígur gamalla gilda villa okkur sýn. Kjósum fólk sem þorir. Kjósum fólk sem veit að núverandi ástand er ekki eðlilegt. Kjósum Borg- arahreyfinguna. XO – þjóðin á þing. Við vitum hvað þarf að gera og erum óhrædd við að gera það. Agnes Bragadóttir – Grátkvíga gamalla gilda Eftir Guðmund Andra Skúlason »Hún reynir þannig að nýta mátt sinn sem lesinn penni til að úthúða pólitískum and- stæðingum núverandi stjórnskipulags. Höfundur er í framboði fyrir Borg- arahreyfinguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.