Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 ✝ Guðmunda Guð-mundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 19. apríl 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Kr. Guðnason frá Súg- andafirði, f. 1897, d. 1973, og Elín Magn- úsdóttir frá Ísafirði, f. 1889, d. 1970. Systkini Guðmundu voru Kristín, f. 1915, d. 1975, mað- ur hennar var Kristján Bjarni Magnússon, f. 1913, d. 1981, Guðni, f. 1922, d. 1989, Jóhann Magnús, f. 1924, d. 2006, kona hans er Björg Sigurðardóttir, f. 1930, Þorvarður Stefán, f. 1925, d. 2007, kona hans var Svanhildur Sigurjónsdóttir, f. 1918, d. 2002, Guðrún Guðríður, f. 1927, maður hennar var Skúli Jónasson, f. 1925, d. 2007, Kristrún, f. 1928, maður hennar er Högni Þórð- arson, f. 1924, Fanney Guðmunds- dóttir, f. 1931, d. 1998, maður hennar var Friðjón Guðmundsson, f. 1934, d. 2000. Jakobína Jó- hanna, f. 1933, og Kristjana Helga, f. 1937, maður hennar var Bjarni Sigurðsson, f. 1928, d. 1981. Hinn 15. ágúst 1969 giftist Guð- munda Lárusi Friðrikssyni, vél- stjóra, f. 18. febrúar 1932, d. 22. nóvember 1988. Son- ur þeirra er Víðir Lárusson, f. 1970, stýrimaður, giftur Áslaugu Trausta- dóttur, snyrtifræð- ingi, f. 1972. Börn þeirra eru Rebekka, f. 1994, Kara, f. 1998, og Lárus, f. 2001. Fyrir átti Guð- munda þau Helgu Stefánsdóttur, f. 1952, fótaaðgerð- arfræðing, gift Júl- íus Roy Arinbjarnarsyni, f. 1948, verslunarmanni, og soninn Guðna Pétursson, f. 1959, sjómann, kvæntur Nanet Orangan, f. 1964, húsmóður. Dætur Helgu og Júlíusar eru Sigríður Elín, f. 1970, í sambúð með Jóhannesi B. Þórarinssyni, börn þeirra eru Bríet, Júlíus og Telma. Díana, f. 1973, gift Páli Ei- ríkssyni, börn þeirra eru Theodór, Þórhildur Helga og Arnar Daði. Ólöf, f. 1976, í sambúð með Tóm- asi Philip Rúnarssyni, dóttir þeirra er Emma. Börn Guðna og Nanetar eru Guðmundur Kristján, f. 1992, Kristinn Godfrey, f. 1995, og Kar- en Glóey, f. 2002. Fyrir átti Guðni dótturina Tinnu Dögg, f. 1992. Útför Guðmundu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 24. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. Elskuleg amma mín, Guðmunda Guðmundsdóttir, betur þekkt sem amma Munda af þeim sem hana þekktu, kvaddi þennan heim annan í páskum síðastliðinn. Mig langar að minnast hennar í fáeinum orð- um. Fyrstu minningarnar bera mig heim til ömmu og afa í Eyjahraunið þar sem við systur, Víðir og fleiri ungmenni lékum í garðinum, en á góðum sumardegi fengum við að hlaupa léttklædd í gegnum vatns- bununa sem vökvaði garðinn og var þetta hin mesta skemmtun. Að leik loknum biðu síðan kræsingarnar sem amma hafði töfrað fram úr eld- húsinu, kleinurnar eru mér sér- staklega minnisstæðar að ónefnd- um rabbabaranum sem við fengum að drekkja í sykri. Úr barnæsku yfir í fullorðinsárin þegar ég eign- aðist frumburðinn, annan í páskum á síðasta ári, og amma sitt sjöunda barnabarnabarn. Amma kom og leit Emmu augum þann sama dag og vafalaust heillaði daman lang- ömmu sína. Hún færði henni hekl- aðan barnakjól eða öllu heldur dúk- kukjól sem Emma passaði því miður ekki í þótt smá væri. En amma heimtaði ljósmynd af kjóln- um og ungviðinu svo að úr varð skemmtileg mynd þar sem Emma liggur í sófanum með kjólinn lagð- an á sig. Ef amma færði ættingjum föt að gjöf var eins gott að máta flíkina að henni viðstaddri en ef það var ekki hægt þá mátti augljóslega finna lausn á því. Amma hafði stórt hjarta og sinnti sínum eftir fremsta megni. Oft var manni skemmt yfir sögum hennar sem hún kunni ógrynni af en ekki síður hafði maður oft gaman af hennar eigin uppátækjum. Hennar er minnst með söknuði. Ólöf Júlíusdóttir. Til elsku Mundu ömmu. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness) Þín Díana. Munda móðursystir hefur nú kvatt okkur og heldur er tilveran fátæklegri fyrir vikið hjá frænd- garðinum. Frá því við kynntumst fyrst þessari eldhressu, ósérhlífnu og gestrisnu konu var alltaf mikil tilhlökkun að hitta hana aftur. Við höfðum matarást á Mundu, enda beinlínis tróð hún í okkur veislumat og hnallþórum við öll tækifæri. Væri ekkert sérstakt tilefni, þá bjó hún það bara til. Hún var aðsóps- mikil og lá ekki á skoðunum sínum. Í minningunni er hlátur, gamansög- ur og allt á fullu í kringum Mundu. Hún mátti þó taka á honum stóra sínum oftar en einu sinni í lífinu, en var ekki mikið að flíka því við okk- ur. Móðurfjölskylda okkar hefur verið dugleg að hittast og kætast saman um langt árabil. Þar mætti Munda alltaf hressust, hvernig svo sem áraði hjá henni og hélt uppi stuðinu. Hún fylgdist vel með stór- fjölskyldunni og var sérlegur tengi- liður okkar um allt súrt og sætt sem hana henti. Hún var líka manna fyrst mætt til stuðnings og uppörvunar, eða til að samgleðjast, þar sem tilefni var til, oftast með góðgæti meðferðis. Það er huggun harmi gegn, að Helga dóttir hennar heldur merki hennar á lofti, enda um margt lík móður sinni að elsku- legheitum. Að leiðarlokum þökkum við Mundu fyrir samfylgdina og ljúfar minningar. Við systkinin, Hörður, Þórður, Kristín og Guðmundur Kristján sendum Helgu, Guðna, Víði og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Hörður Högnason. Nú er hún Munda frænka fallin frá, hefði orðið áttræð þann 19. apríl sl. Munda átti sinn stað í mínu hjarta og okkar bræðra allra. Það voru sterk tengsl á milli móður minnar heitinnar og Mundu systur hennar, tengsl sem styrktust með árunum. Við heimsóttum hana tíð- um til Þorlákshafnar, dvöldum gjarnan nokkra daga í senn og borðuðum kræsingar. Munda var einstök atorkukona, hamhleypa til allra verka. Ég man atvik úr æsku, við bræður ungir grallarar, allir með sítt liðað hár niður á axlir. Foreldrarnir fóru af bæ, stoltir af sínum hærðu hetjum. Munda pass- aði. Við fullvissir um afslappandi tíma og náðuga vist. En fljótlega var okkur kippt niður á jörðina aft- ur. Mætt var Munda í líki „Soffíu frænku“, fussum svei! Að sjá lubb- ann á ykkur drengir! Móðir ykkar hefur sennilega farið í miklum flýti. Nú var pottur settur á hausinn svo klippt, ekkert flókið. Við bræður hlógum eins og við ættum lífið að leysa eftir hárskurðinn, en móður okkar var ekki skemmt þegar hún kom heim úr fríinu. Áður en hún fékk Mundu fullþakkað fyrir pöss- unina, voru látin falla kröftug orð sem ekki voru öll jafn falleg. Allt féll þetta þó í ljúfa löð skömmu síð- ar. Við hjónin hittum Mundu af og til seinni árin. Fyrir nokkrum árum heimsóttum við hana ásamt þýskri vinkonu okkar, vorum á leið til Vestmannaeyja. Ætluðum rétt að koma við. Munda klófesti okkur í kaffi, því næst byrjaði skarkalinn í eldhúsinu, allt var í gangi í einu: hrærivélin, þeytarinn, kökukeflið á lofti. Svo beitti hún fyrir sig orða- vali svipuðu móður minnar … og helv. druslan. Síðan kom þetta á færibandi fram: rjómaterta, mar- engsterta, pönnukökur með rjóma, kleinur, vöfflur, og slatti af smá- kökum. Ég stalst einhverju sinni til að líta inn í búrið hjá henni, virða fyrir mér hús allsnægtanna, sá hins vegar ekkert nema haframjöl og nokkra lauka. Við fórum til Eyja pakksödd með nesti fyrir næstu þrjá daga. Sú þýska hélt hún hefði misheyrt eitthvað og hefði lent á sætu sveitakaffihúsi í útjaðri borg- arinnar. Munda var öðlingur, hörð, ákveð- in, vinnusöm en lundin stríð. Hún virkaði eins og náttúruöflin fyrir vestan, stormasöm á köflum, en svo lygndi. Þá beið hennar blíði faðmur sem var alltumlykjandi. Hún var ákaflega góðum gáfum gædd, minnið óbrigðult og sögufróð með eindæmum. Hafði gaman af að segja frá, gæddi sögur sínar sér- stöku lífi, litaði þær og kryddaði eftir sínu næma innsæi. Sérstaka ræktarsemi sýndi hún móður okkar fársjúkri, vék ekki frá henni svo vikum skipti. Vafði hana kærleik og hlýju og stundaði af stakri elju. Fyrir það verðum við bræður ævinlega þakklátir. Stóð sem klettur hvað sem á dundi og varð föður okkar mikil hjálparhella. Þessi nærvera hennar var mömmu mikils virði. Nú er hún öll, sól hennar hnigin til austursins eilífa. Eftir sitja syrgjendur og sjá á bak stórbrotinni manneskju sem við elskuðum öll. Mestur er þó missir barna hennar og barnabarna. Allt verður svo endanlegt þegar dauð- inn kallar. Far í friði, Munda mín, blessuð sé þín minning. Magnús Örn Friðjónsson. Ég fékk sting í hjartað þegar ég heyrði að Munda frænka væri dáin. Mér var hugsað til hennar nokkr- um vikum áður. Þá rifjaði ég upp Guðmunda Guðmundsdóttir ✝ Hreinn Þórhalls-son fæddist 6. maí 1927 á Húsavík, hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga miðvikudaginn 15. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þórhalls Björnssonar frá Ljósavatni og Jennýj- ar Karítasar Björns- dóttur frá Þverá í Vesturhópi í Húna- vatnssýslu. Hreinn bjó á Ljósavatni allt sitt líf en síðustu ár ævi sinnar var Dvalarheimilið Hvammur á Húsa- vík hans dvalarstaður. Systkini hans voru Björn, Álfheiður, Þórunn Kristín og Guðný og eru þau öll lát- in. Hreinn kvæntist Önnu Sigríði Jónsdóttur frá Naustum við Ak- ureyri, f. 4. október 1936, d. 8. ágúst 2006. Eignuðust þau fjögur börn. Elst er Karítas Þórný Hreinsdóttir, f. 27. júní 1964, gift Hans Pétri Diðriks- syni frá Helgavatni í Þverárhlíð, þau eiga tvær dætur, Guðfinnu og Katrínu. Sæunn Björg Hreinsdóttir, f. 16. ágúst 1967, gift Bjarna Guðmunds- syni frá Reykjavík og saman eiga þau þrjú börn, Benedikt Natanael, Þórunni Sigríði og Arnfríði Þórlaugu. Krist- ín María Hreinsdóttir, f. 21. mars 1969. Jón Björn Hreinsson, f. 20. ágúst 1975. Útförin fer fram frá Þorgeirs- kirkju við Ljósavatn föstudaginn 24. apríl kl. 14.00. Þú ert farinn inn í vorið pabbi minn. Vorið var þinn tími, þessi tími þegar náttúran er að vakna, enda varstu mikill náttúruunnandi. Vorið var þér tími framkvæmda og gleði en þú varst mjög athafnasamur maður alla tíð. Jafnvel eftir að á Hvamm var komið varstu iðinn við að sauma motturnar þínar og púð- ana, en það var dæmi um það hvað þú varst tilbúinn til að tileinka þér nýja hluti. Er ég lít til baka kemur margt upp í hugann. Efst í huga mér er gjafmildi þín, þú hafðir meira gam- an af því að gefa en þiggja og þess fengu margir að njóta sem voru þér samferða á lífsleið þinni, ungir sem aldnir. Klassísk tónlist, ljóð og lest- ur voru þín dægrastytting, sérstak- lega síðustu árin. Þú varst stórbrot- inn persónuleiki og yfirleitt engin lognmolla í kringum þig, mikill áhugamaður um framfarir og upp- byggingu, þó svo ekki fylgdi alltaf hugur hönd. Mynd mín af þér er þegar þú varst í blóma lífsins, áður en veikindin tóku völdin, en þá breyttist svo margt. Það er skrítið að geta ekki lengur heimsótt þig á Hvamm, þar var þitt heimili síðustu árin en þar naustu hlýju og umhyggju. Þú kenndir mér svo margt, en það sem ég lærði mest og best af samfylgdinni við þig og það að ganga í gegnum erfið veikindi með þér er að veraldlegir hlutir eru einskis nýtir ef heilsa manns brestur. Og eins og lífið kall- ar okkur áfram hérna megin köll- uðu klukkurnar þig yfir eftir stutt- an lokasprett. Far í friði pabbi minn. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (Vald. Briem) Sæunn Björg. Ég vil byrja þessa grein á fallegu ljóði eftir Davíð Stefánsson sem heitir Blómasaga. Um engi og tún og ásinn heima ég aftur reika, sezt í brekkuna silkimjúka og sóleyjarbleika. Milt var sunnan við moldarbarðið og melinn gráa. Þar fagna mér ennþá fífillinn guli og fjólan bláa. Engan leit ég mót ljósi himins ljúfar brosa en dúnurt fríða, sem dagsins bíður í döggvuðum mosa. Hverju sem ár og ókomnir dagar að mér víkja, er ekkert betra en eiga vini sem aldrei svíkja. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Hreinn bóndi á Ljósavatni var eftirminnilegur maður og á margan hátt óvenjulegur. Það má segja að hann væri engum líkur. Hreinn var ljóshærður, bláeygur og skarpleit- ur. Horfði beint í augu manns og sagði sína meiningu eins og honum einum var lagið. Honum var stund- um þungt niðri fyrir, en oftar var hann glettinn og á stundum stríð- inn. Hann hafði gaman af að gefa Þórhalli bónda mínum í nefið af því að hann vissi að ég hafði skömm á því, en gaman af stríðninni. Þegar við Þórhallur fluttum í Landamótssel kom Hreinn fljótlega og bauð okkur velkomin heim í sveitina og sýndi okkur velvild og umhyggju á sinn hátt.. Mörg atvik þar að lútandi koma upp í hugann nú þegar ég sest niður og minnist hans. Hreinn hafði margt til brunns að bera enda átti hann til þeirra að telja. Hann var maður fram- kvæmda, stórhuga og athugull, en á stundum var kappið honum ofviða á seinni árum. Allt handverk lék í höndum hans, smíðar á tré og járn, nýsmíðar og viðgerðir. Margir leit- uðu til Hreins og ekki stóð á hjálp- semi hans og greiðasemi. Hann var gestrisinn og var gaman að koma í Ljósavatn þar sem mikill myndar- skapur var í öllum veitingum. Iðu- lega buðu þau hjón öllum kirkju- gestum í kaffi og þar var veitt aðstaða í kring um kirkjulegar at- hafnir. Stuttu eftir að við komum í Landamótssel og fórum að búa um okkur þar á efri hæðinni kom Hreinn að máli við mig um að það væri ómögulegt að hafa svalirnar án handriðs, þetta væri stórhættu- legt ekki síst þar sem krakkar væru. Ekki leið langur tími þar til Hreinn mætti á traktornum sínum, hvítum David Brown, það voru hans vélar, eldsnemma um morgun, áður en nokkur var vaknaður í Seli, með grind á svalirnar á uppmoksturs- tækjunum. Hafði hann laumast til að mæla fyrir handriðinu og var þarna kominn með þessa fínu grind sem auðvitað smellpassaði á sval- irnar. Hann var ekki lengi að koma grindinni fyrir og nokkrum dögum síðar kom hann með handriðið og smellti ofan á. Þessi smíði hefur ekki haggast síðan og mun ekki gera um ókomin ár. Hann var al- gjörlega ófáanlegur til að taka borgun fyrir. Svona var Hreinn. Þegar kom að því að byggja nýja kirkju á Ljósavatni, Þorgeirskirkju sem reist var í tilefni af 1000 ára af- mæli kristnitöku á Íslandi í minn- ingu Þorgeirs Ljósvetningagoða, þá stóð Hreinn fyrir því að gefa land undir kirkjuna og víst var að ef heilsan hefði leyft þá hefði hann lagt byggingunni lið eins og honum einum var lagið. Hreinn átti sér marga stóra drauma um hinar ýmsu fram- kvæmdir á Ljósavatni og víðar. Veikindi sem ágerðust síðustu ár komu í veg fyrir að hann gæti fram- fylgt þeim. Sumir þessir draumar voru of stórir fyrir okkar litla sam- Hreinn Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.