Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 17
Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is Gildir út apríl 2009 15% afsláttur VOLTAREN 11,6 mg/g Gel, 100 g. 15% afsláttur NICOTINELL tyggjó, Classic og Fruit. ÍS L E N S K A S IA .I S L Y F 45 82 8 04 /0 9 Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | „Mér fannst allt rosalega gaman. Ég er dýrakona og mér finnst svo skemmtilegt að sjá dýrin,“ segir Ingibjörg Ósk Ingv- arsdóttir, nemandi í 4. bekk Borg- arhólsskóla á Húsavík, sem var að koma úr kynningarferð ásamt fé- lögum sínum um Þingeyjarsveit og nágrenni þar sem markmiðið var að sýna húsdýr og umhverfi þeirra. „Við höfum verið að vinna með dýra- fræði í skólanum mínum og núna er ég að skrifa um geitur og þau not sem geta verið af þeim, t.d. geita- mjólkina. Þá er ég búin að vera að vinna með ull í handavinnunni og þar vorum við að kemba og þæfa. Mjög gaman allt saman,“ heldur Ingibjörg Ósk áfram og segir að sér finnist þetta svo frábært. Útinám nýtur vaxandi skilnings Það var Húsdýraskólinn sem stóð fyrir skólaferðalaginu ásamt Borg- arhólsskóla en markmiðið er að vera með útinám sem hentar hinum ýmsu aldurshópum sem vilja fræðast um búskap í sínu héraði og vita meira um bæina og þann bústofn sem þar er. Húsdýraskólinn er í raun sam- starf nokkurra aðila sem áhuga hafa á meira útitengdu námi og hefur sú hugmynd lengi verið í gangi að stofna einn umhverfisskóla sem er samsettur af ýmsum deildum með einni yfirstjórn. Þar má nefna Forn- leifaskólann, Hvalaskólann og Þjóð- garðsskólann auk Húsdýraskólans sem áður hét raunar bara „Þema- vika um landbúnað“. Skilningur á útinámi hefur mikið aukist að undanförnu en hann hefur ekki aukist hjá sveitarfélögum í raun því auðvitað er alltaf erfitt að fjár- magna rútuferðir og marga kostn- aðarliði sem bætast við fyrir utan hinn hefðbundna skólakostnað. Samþætting grunngreina er lykilatriði Húsdýraskólinn leggur mikið upp úr því að hægt sé að samþætta hinar ýmsu grunngreinar í náminu öflugri kennslu um húsdýr og umhverfi. Sérstaklega á þetta við um yngri námsstigin. „Að lesa, reikna og skrifa um sveitina,“ var upphafsorð fyrstu þemavikunnar um landbúnað og þá voru skrifaðar sögur um dýrin, lesin ljóð um skepnurnar, sungið um hænsnin og hestana, reiknuð dæmi um búfjárfjölda og þrautir leystar. Þá var mikið teiknað og klippt og bændabýli sett upp á veggi. Spjall við bændur færir nemendur nær námsefninu Ferðalag 4. bekkjar Borgarhóls- skóla var fræðandi en auðvitað engin tæmandi mynd. Skoðað var fjós á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði þar sem nýlega er búið að setja upp mjaltaþjón, þar var skoðuð ullar- vinnsla, farið í fjárhús og kálfum klappað. Á bænum Rauðá voru skoð- aðar geitur með kiðlinga, stór naut skoðuð og spjallað við bóndann um not af geitum. Á Fosshóli var pylsuveisla í boði Húsdýraskólans en eftir hádegið var ekið að Hestamiðstöðinni Saltvík þar sem bændur buðu upp á fræðslu um hesta og allir fengu að fara á bak. Þar sýndu nemendur reiðskól- ans mismunandi gangtegundir ís- lenska hestsins. „Ég myndi vilja fara í fleiri svona ferðir því það er svo gaman að fara og vera með dýrunum“ segir Ingi- björg Ósk, unga dýrakonan sem kann að meta útinám og það að læra um sitt umhverfi. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hesturinn Vafi í Saltvík fékk nóg að gera, en Eirin Riesto teymdi krakkana. Geit Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir kunni vel að meta kiðlingana. Ullarvinnsla Laufey Skúladóttir, bóndi á Stóru-Tjörnum, sýndi ullarvinnu. Húsdýraskólinn er hugmynd að skemmtilegu útinámi Í HNOTSKURN »Borgarhólsskóli á Húsavíkhefur um langt árabil vilj- að efla fræðslu um heima- byggð og landbúnað í héraði. »Fræðsla um húsdýr og um-hverfi þeirra er víða mun þróaðri á Norðurlöndum en hér á landi. »Fjármagnsskortur er einmesta hindrun útináms í dag í mörgum námsgreinum. Hólmfríður Bjartmarsdóttirsendir hlýjar sumarkveðjur úr Aðaldalnum: Sýnist úti sumar blítt sólin bræðir krapið. Allt er nú sem orðið nýtt einkanlega skapið. Friðrik Steingrímsson hlustaði á fagran fuglasögn fyrsta sumardag: Fönn þó hylji fjalla skarð fögnum ljúfum gesti, sumarið hér gekk í garð með gredduhljóði í þresti. Loks Hreiðar Karlsson: Okkur flytur andvarinn ilm af horfnum ströndum. Vorið fer um vanga minn vinsamlegum höndum. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af sól og sumri ELDRI borg- urum sem var sagt að eldra fólki gengi al- mennt illa á minnisprófum gekk verr í slík- um prófum en öðrum þátttak- endum. Sam- kvæmt nýrri rannsókn háskól- ans í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum leiða áhyggjur af minnisleysi til þess að heilinn hættir að sinna minnisstörfum sínum og fer að sinna áhyggjunum. Þetta getur jafnvel leitt til þess að fólk forðist að stunda minnisþrautir og það verði til þess að heilinn fari úr æfingu og vandinn verði enn meiri en ella. Þá hefur verið sýnt fram á að þótt elliglöp séu í mörgum tilfellum var- anleg séu ýmsar leiðir til að halda heilanum skörpum, allt frá því að halda áfram að mennta sig til þess að bæta mataræðið og stunda reglu- lega hreyfingu. jmv@mbl.is Hugsað um minnisleysi Hugsað Heilinn er áhrifamikill. Lágfargjalda- flugfélagið Ryanair íhugar nú að rukka feita farþega um hærri fargjöld en aðra farþega. Til greina kemur að krefjast auka- greiðslu fyrir hvert kíló umfram 100 kg hjá kon- um og umfram 130 kg hjá körlum. Eða jafnvel að rukka fólk um auka- sæti snerti líkami þess báða arma flugsætisins. Talsmaður flugfélags- ins segir að ef af yrði myndu mörk- in verða svo há að aðeins þeir allra feitustu yrðu rukkaðir. Þ.e. þeir sem gengju á þægindi sessunaut- arins. jmv@mbl.is Feitir borgi hærra gjald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.