Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. irnar koma niður á öllum þáttum starfseminnar og hafa sumir starfs- mannanna verið lengi hjá fyrirtæk- inu. „Maður er alveg miður sín að vera að segja upp svo mörgu hæfu fólki.“ Spurður hvort búast megi við frekari niðurskurði segir hann ekk- ert vitað í þeim efnum. „Undanfarn- ir mánuðir hafa sýnt manni að það þýðir ekki að reyna að spá því hvað gerist næst og það á líklega hvergi betur við en í fjármálabransanum.“ annaei@mbl.is Upplýsingatæknifyrirtækið Teris hefur sagt upp tæpum fjórðungi starfsfólks. Alls starfaði 141 hjá fyr- irtækinu og hefur 34 nú verið sagt upp störfum. Að sögn forstjórans, Sæmundar Sæmundssonar, eru uppsagnirnar beintengdar fjármálahruninu. „Við erum fyrirtæki sem sinnir eingöngu upplýsingatækniþjónustu fyrir fjár- málafyrirtæki.“ Meðal viðskiptavina Teris séu t.d. allir sparisjóðir á land- inu, sem og fjölmörg önnur fjármála- fyrirtæki, sem nú dragi saman seglin. Þegar Spron og Sparisjóðabank- inn voru komnir undir skilanefnd og Kaupþing hafði yfirtekið Sparisjóð Mýrasýslu, hafi fyrirtækið ekki átt annan kost þrátt fyrir aðhaldsað- gerðir undanfarna mánuði, en Teris sagði upp 15 manns í haust. Ekkert annað í stöðunni „Þetta kemur mjög harkalega nið- ur á rekstri eins og okkar og því miður var ekkert annað í stöðunni en að grípa til svo róttækra að- gerða,“ segir Sæmundur. Uppsagn- 34 sagt upp hjá Teris  Ekki annar kostur í stöðunni eftir yfirtöku sparisjóðanna  Kemur niður á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KOSNINGAR eru handan við horn- ið og skoðanakannanir því farnar að gefa nokkuð raunsæja mynd af væntanlegu kjörfylgi flokka. Stærð- arröð þeirra er óbreytt, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup, fyrir Morgunblaðið og Rúv. Stjórnarflokkarnir eru stærstir með samanlagt 56,4% fylgi en Sjálfstæð- isflokkur er í þriðja sæti og stendur nánast í stað frá síðustu könnun. Stjórnarflokkarnir fengju sam- kvæmt þessu 37 þingmenn, eða fimm fleiri en þarf til að mynda meirihluta. Samfylkingin missir einn þingmann yfir til Vinstri grænna frá síðustu könnun. Stuðningur við rík- isstjórnina er hins vegar minni en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna. 53,9% aðspurðra styðja stjórnina, en í heildina hafa vinsældir hennar stöðugt dalað frá því hún tók við. Í febrúar hafði hún tæplega 65% stuðning. 8% ætla að skila auðu Sjálfstæðisflokkur fengi fimmtán þingmenn, Framsóknarflokkurinn sjö og Borgarahreyfingin fjóra, eins og í síðustu könnun. Samfylkingin og Borgarahreyfingin sækja mest fylgi á höfuðborgarsvæðið, en aðrir flokkar eru sterkari á landsbyggð- inni, sérstaklega Framsóknarflokk- urinn, sem hefur 16,7% stuðning þar en 9,2% í borginni. Átta prósent aðspurðra ætla að skila auðu, flestir undir þrítugu og ívið fleiri konur en karlar. Könnunin var net- og símakönnun sem gerð var dagana 20.-22. apríl. Heildarúrtak var 2.380 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,1%. Stjórnin heldur enn  Ríkisstjórnarflokkarnir tveir enn stærstir með 56,4% fylgi  Þingstyrkur flokka frá síðustu könnun festir sig í sessi                                        ! "  # $! "    %   $         & $     %        & $        &               ! "  ! %##' %' #&'    ' $$'        #                "  ! ()*  + , # '            ' ! " # ' " " ' $ # % ' &  ' '      '%  "  " "   % '   -  % . %  %. $  $.   . # .  ,  )      # "%  %  " %'  % " "%  % ## #' #% % "  # #     %   Könnunin bendir til að svokallað kynjabil sé að lokast. Frá því snemma á 9. áratugnum hafa konur frekar kosið til vinstri og karlar til hægri hér á landi, líkt og í flestum vestrænum ríkjum. Mældist kynjabilið 7,2% í síðustu kosningum, sem telst mjög breitt bil. „Það er nánast ekkert kynjabil nema hjá VG, þar sem 7,6% fleiri konur ætla að kjósa flokkinn en karlar,“ segir Einar Mar Þórð- arson stjórnmálafræðingur. Fari kosningarnar eins og könnunin spáir yrði þetta kynjabil hins vegar aðeins 2,7%, svipað og á öðrum Norðurlöndum, að sögn Einars Mars. Nú ber svo við að um 29% beggja kynja ætla að kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut atkvæði 45% karla 2007 en mælist nú með 24,8% hjá þeim. Samfylkingin fékk þá 23% stuðning karla. Í þeim kosn- ingum var gríðarlegt kynjabil á fylgi Samfylkingarinnar en svo virðist sem konur séu nú að yfirgefa flokkinn í einhverjum mæli og færa sig yfir til Vinstri grænna. En hið mikla fylgi meðal karla hefur greinilega hrunið af Sjálfstæðisflokknum. „Þá má velta því fyrir sér að þeir geirar sem farið hafa verst út úr efnahagshruninu eru frekar miklir karlageirar. Fyrst má nefna bankana sjálfa sem voru náttúrulega karlavígi og svo er það auðvit- að byggingageirinn,“ segir Einar Mar. Verið geti að karlar úr þessum greinum vilji refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir hrunið. Kynjabilið er að lokast Einar Mar Þórðarson Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, segir annað hrun vera handan við hornið ef ekkert verði að gert. Skýrsla endurskoðunarfyrirtækis- ins Oliver Wyman, þar sem farið er yfir verðmat Deloitte á eignum gömlu og nýju bankanna, sýni að staðan sé miklu verri en stjórnvöld tala um. Kerfishrun sé einfaldlega handan við hornið. „Stjórnvöld halda sannleikanum leyndum fyrir almenningi,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Staðan verri en sagt er? Hann birti á vefsvæði sínu á eyjan.is upplýsingar sem unnar voru upp úr minnisblaði, þar sem niðurstöður úr skýrslu Oliver Wyman voru reifaðar. Sigmundur Davíð segir á vefsíðu sinni að stað- an sé mun verri en talað hefur ver- ið um til þessa. Stjórnvöld hafi ætlað í upphafi að færa 6.000 milljarða úr gömlu bönkunum og gert ráð fyrir inn- heimtu upp á 3.000 milljarða. Sig- mundur Davíð segir endurmat á stöðu mála sýna að staðan sé verri. „Vegna endurmats og þess hversu hratt hefur fjarað undan atvinnu- lífinu undanfarnar vikur og mán- uði var ákveðið að 2.000 milljarðar til viðbótar af milljörðunum 6.000 væru ónýt lán. Þau lán fara því aftur í gamla bankann og eftir standa í nýju bönkunum 4.000 milljarðar að nafnverði. En þeir 4.000 milljarðar verða þó aftur af- skrifaðir um helming. Þannig að í raun er aðeins gert ráð fyrir að í gegnum nýju bankana innheimtist 2.000 milljarðar af upphaflegum 14.400 milljörðum. Þessar tölur fela í sér að gert sé ráð fyrir al- gjöru hruni íslensks efnahagslífs,“ segir Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Misskilningur Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að þær upplýsingar sem Sigmundur Davíð hafi komið fram með séu á misskilningi byggðar. „Ég hef ekki séð þetta tiltekna minnisblað og veit því ekki hvort misskilningurinn er höfundarins eða hvort hann er til- kominn annars staðar frá. Það er hins vegar rétt að það er verið að ganga frá mati á eignum sem fóru á milli gömlu og nýju bankanna, og skuldbindingunum líka. En það hefur ekkert komið fram sem segir að tjónið sé þúsundum milljarða meira en menn sáu fram á síðast- liðið haust.“ Gylfi segir vinnu við mat á eign- um vera á lokastigum. „Það verður gengið frá endanlegu uppgjöri á næstu vikum. Síðan eiga kröfuhaf- ar eftir að fá að skoða gögn og koma sínum sjónarmiðum á fram- færi, og síðan á eftir að semja um hugsanlega aðkomu kröfuhafanna að eignarhaldi á nýju bönkunum. En ég hef ekki séð nein skjöl eða tölur sem gera ráð fyrir því að tjónið sé miklu meira en reiknað var með í haust,“ sagði Gylfi. „Afleit“ lánasöfn Hann segir alveg ljóst að lána- söfn gömlu bankanna hafi verið „afleit“, eins og matið hafi leitt í ljós, en ekki sé endanlega ljóst hvernig útlánasöfnin verði í nýju bönkunum þegar efnahagsreikn- ingar hafa verið formlega stofnaðir og þeim hefur verið lagt til eigið fé frá ríkinu. Þá sé fyrirsjáanlegt að ríkið þurfi ekki að leggja bönk- unum til eins mikið eigið fé og reiknað var með í upphafi, sem var 385 milljarðar króna. „Ef til kem- ur aðkoma kröfuhafa að eign í bönkunum, sem eru nú töluverðar líkur á, þá myndi eiginfjárfram- lagið minnka. Þannig að þessi mál hafa ekki verið til lykta leidd enn og því ótímabært að tjá sig um hvernig lokaniðurstaðan verður.“ Telur allsherjar- hrun vera hand- an við hornið Misskilningur segir viðskiptaráðherra Í HNOTSKURN » Sigmundur Davíð Gunn-laugsson segir að inn- heimtir verði um 2.000 millj- arðar en áður hafði verið talað um 3.000 milljarða. » Gylfi Magnússon segir töl-urnar sem Sigmundur Davíð byggir mál sitt á vera á misskilningi byggðar. Auk þess sé ekki ljóst enn hvernig staða mála er í raun. » Gylfi segir töluverðar lík-ur vera á því að kröfuhaf- ar komi að einhverjum nýju bankanna sem eigendur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Gylfi Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.