Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ARNFRÍÐUR KRISTRÚN SVEINSDÓTTIR, Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð laugardaginn 18. apríl. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju miðviku- daginn 29. apríl kl. 15.00. Sigurlaug Stefánsdóttir, Jóhannes Hjaltested, Sveinn Viðar Stefánsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Heiða Sólrún Stefánsdóttir, Jón Sigfússon, Guðmundur Stefánsson, Unnur Jóhannsdóttir, Guðný S. Stefánsdóttir, Hörður S. Hrafndal, barnabörn og barnabarnabörn. erfitt með að koma í heimsókn á Skjól fyrst eftir andlát mömmu þá mátti pabbi ekki heyra á annað minnst en að fara þangað reglulega til þess að heimsækja Helgu, sína kæru systur. Taugin var sterk og hún slitnaði ekki þótt hann væri kominn á tíræðisaldur og þau bæði farin að láta á sjá. Þetta fallega og sanna systkinasamband getur kennt okkur margt og sannar- lega verið til eftirbreytni. Frelsarinn okkar Jesús Kristur sagði: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trú- ið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað. Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. Veginn þangað sem ég fer þekkið þér. Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ég lifi og þér munuð lifa.“ Ég kveð Helgu Sigurbjörnsdóttur, kæra föðursystur mína, með þakklæti og virðingu. Sigurbjörn Þorkelsson. Helga frænka var yngst sjö eldri barna Sigurbjörns Þorkelssonar, kaupmanns, sem kenndur var við verslun sína Vísi. Hún var líka hin síð- asta úr hópnum til þess að kveðja þessa jarðvist. Það er athyglisvert, að öll lifðu systkinin lengi og flest dóu á svipuðum aldri og Helga. Þetta var ekki heilsuhraustur hópur en lífsglað- ur og lifandi sönnun þess, að fleira ræður örlögum okkar en sjúkdómar og annað mótlæti. Helga fór ekki varhluta af and- streymi, en hún varð fyrir þyngra áfalli en flestir þurfa að þola. Hún missti eiginmann sinn í sjóinn rétt rúmlega tvítug og tveggja barna móðir. Þorvaldur Friðfinnsson var glæsilegur hæfileikamaður, listhneigt náttúrubarn, sem var Helgu harm- dauði mikill. Hún jafnaði sig aldrei á þeim missi og lifði fyrir syni sína og aðra ættingja upp frá því. Þess feng- um við bræðurnir að njóta. Þegar Helga kom frá Bíldudal hóf hún sambýli við bróður sinn Þorkel á Hrefnugötunni. Þá bjuggu foreldrar okkar bræðra í sama húsi og hélst sú skipan allt frá 1941 þar til Þorkell kvæntist 1963. Þá höfðum við búið í Sigtúni 29 í þrettán ár. Helga var okkur sem önnur móðir og lagði jafn- an gott til uppeldis okkar og tók þátt í því svikalaust að bjarga því sem bjargað varð. Hvort sem það var eðl- islægt lunderni hennar eða lífsreynsl- an, þá átti hún jafnan auðveldara með að standa á meiningu sinni gagnvart okkur en mamma og skipti hvorki skapi né skoðun, þegar mikið lá við. Hún var hæg í lund, yfirlætislítil og umhyggjusöm, kröfuhörð til sjálfrar sín og reglusöm og hélt heimili með miklum myndarbrag þrátt fyrir er- ilsöm störf til framfærslu sinnar og sonanna. Eins og mamma naut Helga sín einna best í sumarbústað þeirra systkina á Kiðafelli. Þar báru ávöxt vinnusemi hennar, þolinmæði og seigla við skógræktina í landi Brekku. Þar er svo vindasamt að þess er sér- staklega getið í jarðabók Eggerts og Bjarna; landið að mestu melur með gróðurflákum. Þurfti úthald árum saman til að gefast ekki upp. Ef vel viðraði var Helga jafnan fyrst á fótum og komin út að hlúa að nýgræðingi og öðru ungviði. Sér þess nú stað svo um munar og minnir okkur einlægt á þann draum Sigurbjörns afa, að margir afkomenda hans myndu eiga unaðsstundir á Kiðafelli. Helga móðursystir var fríð kona og glæsileg; hún var dekkri yfirlitum en systkini hennar eldri og hafði þannig nokkra sérstöðu í hópnum. Hún líkt- ist yngri systkinum sínum samfeðra að ýmsu leyti og hafði áreiðanlega til að bera dálítið af þeirri listhneigð, sem þau voru svo ríkulega búin. Helga var friðsöm og orðvör, föst fyrir en dró sig fremur í hlé en að lenda í stælum. Faðmur hennar var hlýr og skjólgóður. Það var gæfa okk- ar bræðranna að eignast þessa móð- ursystur, þó örlögin hefðu mátt haga því á annan hátt, hvernig það bar til, að hún fékk svo mikilvæga þýðingu fyrir okkur. Ólafur, Arnór og Sigurbjörn Sveinssynir. ✝ Margrét Odds-dóttir fæddist í Hlíð í Kollafirði, Strandasýslu, 7. jan- úar 1928. Hún lést á Sjúkrahúsi Akureyr- ar 11. apríl sl. Margrét var átt- unda barn hjónanna Sigríðar Jónsdóttur, f. 25. apríl 1889, d. 13. október 1958, og Odds Lýðssonar hreppstjóra, f. 7. nóv- ember 1884, d. 28. október 1936. Sigríð- ur var frá Tröllatungu í Stein- grímsfirði en móðurætt hennar kemur frá Þorskafirði og föð- urættin frá Laugabóli við Ísafjörð. Oddur var aftur á móti af kunnri Strandaætt, Ennisættinni frá Skriðnesenni. Börn þeirra hjóna urðu alls tíu, fimm dætur og fimm synir. Yngsta dóttirin, Elín, fædd 1930, er nú ein eftirlifandi þessara systkina. 1934 flytur Oddur með fjölskyld- una búferlum úr Strandasýslunni og sest að á Glerá, skammt ofan við Akureyri. Margrét, sem er sex ára er þetta gerist, er því alin þar upp með móður sinni til 18 ára aldurs að hún fer að heiman. Hún nam í Barnaskóla Glerárþorps fram að fermingu en fór síðan í Gagnfræða- skóla Akureyrar og varð gagnfræðingur þaðan. Hún starfaði á myndastofunni Poly- foto þar til hún fór í Húsmæðraskóla Ak- ureyrar. Að því loknu vann hún eitt sumar á Laugarvatni en kom heim og fór að starfa ásamt systrum sínum, Ragnheiði og Elínu, á Hótel KEA. Á þessum árum kynnist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Jóni E. Aspar, loftskeytamanni og síðar skrif- stofustjóra Útgerðarfélags Ak- ureyringa í yfir 30 ár. Hann er fæddur Akureyringur en foreldrar hans koma bæði úr Strandasýslu. Margrét og Jón hófu búskap 1950 og giftu sig 19. maí 1951. Þau byggðu sér einbýlishúsið Ásveg 31 og hafa búið þar síðan 1956. Þau eignuðust tvö kjörbörn, Sig- ríði Oddnýju, f. 10. október 1960, og Halldór, f. 5. júní 1966. Sigríður Oddný er gift Skúla Magnússyni, f. 12. maí 1959, og eiga þau tvö börn, Margréti, hennar sambýlismaður er Bragi Thoroddsen, og Magnús Ágúst, dóttir hans er Emelía Valey. Útför Margrétar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, föstudaginn 24. apríl, og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku amma, í dag er komið að kveðjustundinni. Við munum ætíð minnast þín sem veittir okkur svo mikið öryggi í gegnum árin, alltaf reiðubúin að styðja okkur og styrkja, hvetjandi okkur til að rækta það betra innra með okkur, allra gleðistundanna í eldhúshorn- inu í Ásveginum. Elsku amma, við þökkum þér samfylgdina og biðjum Guð að varð- veita þig alla tíð. Margrét og Magnús. Nú er tíma Margétar Oddsdóttur lokið í þessu jarðlífi. Fari einhver héðan á betri stað er hún þar á með- al. Við sem viljum minnast hennar hér eru mágkona hennar, bræðra- börn og makar. Margrét, eða Magga frænka eins og hún var jafnan kölluð, var kona með gullhjarta sem bar mikla um- hyggju fyrir öllum sínum. Hún var grandvör og hreinskiptin og ekkert að skafa af hlutunum. Magga var glaðvær og glettin og átti oft hnytt- in tilsvör. Við munum hvellan hlát- ur hennar sem var einkennandi fyr- ir hana og stóra systkinahópinn hennar. Heimili Möggu var á vissan hátt miðdepill ættingja hennar og það var fastur liður að koma við í kaffi hjá þeim heiðurshjónum Margréti og Jóni Aspar. Þau voru einstak- lega skemmtileg, samheldin og gestrisin hjón og unun var að heim- sækja þau á fallegt heimili þeirra. Mikið var skrafað og skeggrætt í eldhúskróknum og alltaf tókst Möggu að töfra fram veisluborð þótt innlitið væri óvænt. Það var spjallað um ferðalög, veiðimennsku og hagi fjölskyldunnar, bæði í gamni og alvöru. Margrét og Jón eignuðust tvö börn; dótturina Sigríði sem hefur verið foreldrum sínum stoð og stytta og soninn Halldór sem er fjölfatlaður. Þau Magga og Jón önn- uðust Halldór af einstakri natni og umhyggjusemi alla tíð. Við vottum Jóni, Halldóri, Sigríði og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Við munum sakna Möggu frænku og minnast hennar með mikilli hlýju. Blessuð sé minning Mar- grétar Oddsdóttur. María, Sigríður, Nicholas, Torfi, Alma, Gylfi og Hulda. Frá því við munum eftir okkur hefur Akureyri átt sérstakan stað í tilveru okkar. Þar áttu heima flest- öll móðursystkini okkar og þar bjó Magga frænka. Hún var næst mömmu í aldri af 10 systkinum og með þeim var sérstakur systra- strengur. Hún fæddist í Stranda- sýslu og fluttist sem barn með allri fjölskyldunni að Glerá fyrir ofan Akureyri. Þar sleit hún barnsskón- um og á Akureyri óx hún upp sem ung stúlka. Hún giftist Jóni H. Asp- ar og saman byggðu þau sér heimili á Ásveginum þar sem þau hafa síð- an alltaf búið. Þar hefur verið fastur punktur í tilveru okkar, staður þar sem umhyggju og kærleik er að finna í öllum hornum. Minningar um sumarfrí norður til frændfólks- ins eru margar og oft var dvalið hjá Möggu og Jóni. Magga tók alltaf á móti okkur brosandi með útbreidd- an faðminn. Hún hafði einstakt lag á að tala við okkur börnin eins og vitibornar verur, spurði okkur um skoðanir okkar og líðan. Gestrisni og góðvild var henni í blóð borin. Henni var annt um að við börnin nærðumst vel og ef henni fannst uppá vanta þá tók hún fram vítam- ínið. Sumar okkar voru ekki alltaf jafn hrifnar af því og því er Ásveg- urinn vítamínbættasta hús sem við þekkjum, þar sem töflurnar voru faldar á ýmsum stöðum. Möggu og Jóni auðnaðist að eignast tvö börn, fyrst Sigríði Oddnýju (Sjoddý) og seinna Halldór. Halldór er fjölfatl- aður og varð að lífsstarfi frænku okkar, betri og kærleiksríkari for- eldra er vart hægt að hugsa sér. Nú er Magga frænka búin að kveðja þennan heim og hennar er sárt saknað of okkur systrum. Við þökkum fyrir að hafa átt hana að og munum minnast hláturs hennar og gæsku meðan við lifum. Elsku Jón, Halldór, Sjoddý og fjölskylda, okkar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Sólrún, Hauður, Þóra Sjöfn, Anna Margrét og fjölskyldur. Margrét Oddsdóttir Margrét Helgadóttir eða Magga Helga eins og hún var alltaf kölluð var ein sú fórnfúsasta kona sem við þekktum. Hún kom víða við á sinni ævi og ávallt tilbúin að veita aðstoð sína ef hún átti möguleika á því. Magga fæddist í Þingvallasveit og var uppalin þar. Leiðir fjölskyldu minnar og Möggu lágu saman þegar Magga kom norður í Fljót að Reykj- arhóli á Bökkum til að aðstoða við heimilið sökum veikinda ömmu minnar. Hún reyndist heimilinu vel. Upp frá þessu myndaðist vinátta sem varði ævilangt. Þegar svo amma og afi fluttust til Reykjavíkur, á Bergþórugötuna, urðu heimsóknir Möggu tíðari og vinatengslin styrktust. Ekki lá Magga á liði sínu, því hún varð ömmu til mikillar aðstoðar þegar langamma mín lá banaleguna og flutti Magga þá heim til ömmu á Bergþórugötuna og gerði lang- ömmu minni kleift að þurfa ekki að eyða síðustu mánuðum sínum á sjúkrastofnun heldur vera heima. Þarna lýsum við Möggu einna best, fórnfýsi hennar voru lítil takmörk sett, ef það var þörf þá var Magga til staðar. Vinátta hennar var traust og brást aldrei. Möggu var mjög hugleikið gott íslenskt málfar og missti hún nánast aldrei af þætt- inum „Orð skulu standa“ í ríkisút- varpinu. Hún leiðrétti okkur iðulega ef við töluðum ekki rétt mál. Og það var henni algerlega hulið hvernig og af hverju fólk notaði slettur inn í þessa fallegu tungu sem íslenskan Margrét Helgadóttir ✝ Margrét Helga-dóttir fæddist á Fellsenda í Þingvalla- sveit 8. febrúar 1915. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands 14. apríl síðastliðinn. Margrét var ógift og barnlaus. Útför Margrétar mun fara fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, föstu- daginn 24. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. er. Það var ekki hægt að setjast niður stutta stund án þess að fá vísubrot. Magga var hafsjór af vísum og kvæðum og átti til vís- ur um nánast hvaða kringumstæður sem upp komu. Jafnvel í banalegunni fór hún með vísu og fékk kaffisopa. Sterkt kaffi og vísur, það fannst henni góð blanda. Núna síðustu ár átti Magga heimili að Blesastöðum á Skeiðum og þar leið henni mjög vel. Elsku Hildur og starfsfólk, takk fyrir yndislega um- hugsun um hana Möggu okkar. Ekki nóg með að þið væruð henni alltaf góð heldur keyrðuð þið henni reglulega til okkar ömmu í Hafn- arfjörðinn, þar sem þær vinkonurn- ar dvöldu saman í oft tvær vikur í einu á heimili ömmu og nutu fé- lagsskapar hvor af annarri. Þetta voru yndislegar stundir, perlur sem aldrei gleymast. Möggu Helga er sárt saknað af okkur öllum og verð- ur minnst af allri fjölskyldunni sem einstakrar, góðhjartaðrar konu sem var hluti af okkar fjölskyldu. En við skulum hafa það hugfast að Magga elskaði Drottin Jesú af öllu hjarta og talaði oft um það síðustu ár að hún stefndi heim til Drottins. Nú ert þú komin heim til Drott- ins, elsku Magga okkar. Við erum Guði svo innilega þakklát fyrir ynd- isleg kynni og trausta vináttu. Hitt- umst aftur heima hjá Drottni. Jóhanna og Guðmundur, Viktor Örn, Jökull Freyr og Axel Rúnar Guðmundssynir. Margrét Helgadóttir hét hún, en við kölluðum hana Möggu Helgu. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir. Síðustu dagarnir sem þú lifðir á spítalanum og við áttum með þér ásamt tryggðarvinunum þínum, eru dagar sem við gleymum ekki. Við hjónin og börnin erum þér afar þakklát fyrir þá hjálp sem þú gafst okkur fyrir næstum því 19 árum. Við auglýstum í Hvítasunnukirkj- unni Filadelfíu eftir hjálp til að gæta drengsins okkar sem var þá næstum 2ja ára og dætra sem voru nokkru eldri og einnig til að sjá um heimilið þar sem húsmóðirin var á spítala með fjórða barnið okkar, dreng sem var fæddur langt fyrir tíman. Þá varst það þú, Magga Helga, sem svaraðir, þá 75 ára gömul. Þetta voru fyrstu kynnin sem við höfðum af þér, þó höfðum við séð þig á sam- komum og á mótum hjá hvítasunnu- kirkjunni. Þú komst austur í sveit, hugsaðir um heimilið okkar, pass- aðir börnin og eldaðir. Við erum þér afar þakklát fyrir það. Það sem þú hafðir nú gaman af að búa til vísur og fara með vísur, þá fannst hús- bóndanum mjög gaman að hlusta og einnig að botna. Sparsöm varst þú á matinn og nýttir allt sem var til, bjóst til klatta úr afgöngum eins og sósum og hafragrautnum. Árin hafa liðið hratt eftir að þú varst hjá okkur. Við hefðum mátt sinna þér betur, en þú varst samt alltaf í huga okkar og hjarta. Börnin sem eru nú orðin stór töluðu oft um þig. Við fórum til þín og vistmann- anna á Blesastöðum þar sem þú átt- ir heima og héldum samkomu á síð- asta ári. Það var yndislegt að koma til þín, ég man hvað þú hélst fast í höndina á mér meðan samkoman stóð yfir en það var svo yndislegt. Þú varst svo dugleg að koma á Kvennamót einu sinni á ári og við munum sakna þín næstu helgi. Eins og áður sagði þá fengum við að njóta þess að hjálpa þér örlítið síð- ustu dagana. Ég mun alltaf muna þegar ég bauð þér kaffi sem þér fannst nú vera óþarfi að hafa fyrir. Líka þegar þú varst að tala um að það væri nú tími til að fara í garm- ana, eða þegar þú baðst um að bleyta trantinn. Við munum ekki gleyma stóra brosinu þegar þú viss- ir að við vorum hjá þér. Það var gott að geta beðið með þér og lesið Guðs orð sem þér var svo kært. Elsku Magga Helga, þú þráðir lengi að fá að komast heim til Drottins ef það var hans vilji, eins og þú sagðir allt- af, og nú ert þú komin heim til hans. Það er svo gott að vita að einn dag, ef Guð lofar, þá fáum við að sjá þig aftur hjá honum. Þú, Magga mín, varst alltaf svo fús og við vitum að þú komst við hjá mörgum heimilum með hjálpfúsri hendi. Þú varst enginn bruðlari og lifðir mjög einföldu lífi en þú áttir svo innilegt samband með frelsaran- um þínum. Þú talaði oft við okkur um gamla tímann, um Fellsendabæ- inn sem þú ólst upp á. Við viljum enn og aftur þakka fyr- ir okkur, elsku Magga Helga. Megi Guð hugga og styrkja þá sem sakna þín og syrgja. Christina, Gylfi og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.