Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 ✝ Þorkell DiegoÞorkelsson fædd- ist í Reykjavík 28. júní 1947. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi ann- an páskadag 13. apríl 2009. Foreldrar hans voru: Þorkell Hjálm- arsson Diego, f. 31. maí 1916 í Bolung- arvík, uppalinn á Steinhólum við Kleppsveg, d. 1968 og Jóna Sveinsdóttir, f. 9. maí 1916 á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, uppalin á Heiði við Kleppsveg, d. 1987. Systkini Þorkels eru Sveinn, f. 1937, d. 1995, Dóra Diego, f. 1941, Hjálmar Diego, f. 1943 og Jón f. 1952. Þor- kell kvæntist 1966 Ástríði Ingi- marsdóttur frá Suðureyri við Súg- andfjörð, f. 1947. Börn þeirra eru: Dóra Björg Diego, f. 1966, hennar börn eru Þorkell Diego Jónsson, f. 1992, Bryndís Diego Jónsdóttir, 1994 og Stella Karen Kristjáns- dóttir, f. 2001. Elmar Þór Diego, f. 1973, maki Erna Karen Sig- urbjörnsdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru Róbert Aron Diego, f. 1996 og Eiður Máni Diego, f. 2003. Dóttir Ernu Karenar er Sólrún Lilja Diego, f. 1991. Börn Ástríðar og fósturbörn Þorkels eru: Guðrún Ásta Guðjóns- dóttir, f. 1963, maki Jóhannes Jónsson. Hennar börn eru: Jó- hanna Jakobsdóttir, f. 1980, Daníel Viðarsson, f. 1989, Ásta Kolbrún Jóhannesdóttir, f. 1996 og Jón Andri Jóhannesson, f. 2000 og Sigurþór Yngvi Ómarsson, f. 1964, sambýliskona Hanna María Hjálm- týsdóttir. Dóttir þeirra er Eva María Sigurþórsdóttir, f. 2001. Ástríður og Þorkell skildu árið 1983. Sambýliskona Þorkels var Halldóra Björk Ragnarsdóttir. Dóttir hennar og ætt- leidd dóttir Þorkels er Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir, f. 1981. Þorkell og Halldóra skildu 1990. Þorkell kvæntist 2003 Sladjönu Vukovic frá Serbíu, f. 1980. Þau skildu árið 2008. Þorkell bjó og starfaði á Suðureyri við Súgandafjörð frá 1964 til 1982, þar vann hann fyrst við fiskvinnslu, seinna rak hann verslun og bensínafgreiðslu og sinnti auk þess ýmsum fé- lagsstörfum, starfaði m.a. með Rauða kross-deildinni á staðnum. Um 1982 fluttu þau til Reykjavík- ur, þar sem hann starfaði m.a. við ýmis verslunarstörf. Árið 1992 bauðst honum að fara til Júgó- slavíu sem vöruflutningabílstjóri á vegum RKÍ. Þegar ráðningartíma hans lauk, bauðst honum starf leiðangursstjóra flutningabíla ICRC í Bosníu, Króatíu og Serbíu. Í allt starfaði Þorkell í rúm níu ár á vegum RKÍ og ICRC í hinum ýmsu löndum. Útför Þorkels verður gerð frá Laugarneskirkju föstudaginn 24. apríl kl. 13. Elsku pabbi minn, þá er komið að leiðarlokum hjá þér og það allt of snemma. Fyrstu minningar mínar um þig eru að vestan, þú með mig á háhesti á leið niður skarðið fyrir of- an veginn út í dal á Suðureyri. Minn- ingar hellast yfir mig þegar ég hugsa til baka, hvort sem það var fyrir vestan eða í Maríubakkanum þar sem við urðum miklir vinir. Miðað við allt það sem þú hefur gert í gegnum tíðina er þá nokkur furða að litlum snáða eins og mér hafi fundist auðvelt að finna sér fyr- irmynd og hetju í þér? Í Maríubakk- anum döfnuðum við vinirnir virki- lega vel og þroskuðumst úr því að vera einungis faðir og sonur, í bestu vini. Ævintýraþráin blossaði upp í þér þegar þú fórst að vinna fyrir Rauða krossinn og þú fannst þitt rétta hlut- verk enda sinntir þú því í 10 ár og eignaðist góða vini. Það var mikið áfall fyrir alla þegar þú veiktist en samt hélstu áfram að vinna og þú lést þessi válegu tíðindi ekki mikið á þig fá. Þú stóðst af þér storminn, en svo kom að því að þú þurftir að láta í minni pokann og það var ekki þinn stíll. Þar kom að því að dæmið snérist við og nú varst það þú sem þurftir á mér að halda. Ég var mjög glaður að geta hugsað um þig og hjálpað. Við eigum frábæra fjöl- skyldu og mikið af frábærum vinum sem hafa staðið með þér og okkur í þessum raunum. Ég er og hef alltaf verið pabbastrákur og meira að segja sagði mamma það líka. Síðustu mánuðir voru mjög erfiðir og ég veit að það gerðist á endanum, það sem þú varst hræddastur við. Ég veit að Jóna amma og Balli frændi tóku vel á mót þér á himnum. Þú hefur ekki bara verið pabbi minn heldur líka minn besti vinur. Ég mun sakna þín og minnast í hjarta mínu með bros á vör því þannig vil ég minnast þín. Elsku pabbi minn, ég hef og mun alltaf elska þig, þinn, Elmar. Elsku bróðir og mágur, okkur langar til að þakka þér fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir hér heima og erlendis. Þú kynntir okkur fyrir Adríahafsströnd Króatíu og löndunum í kring og frábærri fjölskyldu og vinum sem við höfum heimsótt reglulega síðan. Þú sagðir okkur ævintýralegar sögur af ferð- um þínum víðs vegar um heiminn. Þar áður varst þú stóri bróðir sem borin var ótrúleg virðing fyrir og varst litla bróður mikil fyrirmynd, öll bréfin sem við skrifuðumst á þeg- ar ég var enn í skóla en þú orðinn ráðsettur fjölskyldumaður. Og eftir að þú varst fluttur alkom- inn heim, allar útilegurnar sem við fórum í saman að ekki sé nú talað um áramótin, allt fram á það síðasta. Alltaf jafn fjörugur og skemmtileg- ur og sást spaugilegu hliðarnar á líf- inu og tilverunni. Elsku Dóra, Elmar, Guðrún Ásta, Sigurþór, og fjölskyldur. Okkar inni- legustu kveðjur til ykkar, munum góðu stundirnar og látum minning- arnar um góðan vin lifa með okkur áfram. Do videnja, brat i surjak, Jón Þorkelsson og Linda Ágústsdóttir Elsku tengdapabbi. Það verður fátt um orð þegar maður kveður slíkt heljarmenni sem þig. Það verður allt einhvern veginn svo lítið og ómerkilegt. Ég er viss um að góður Guð kallaði þig til sín svona ungan til að sinna verkefni sem hann treysti engum öðrum fyrir nema þér. Þegar ég kynntist þér árið 1994 varstu svo fullur af krafti, ungur og sprækur á fullri ferð um heiminn að sinna hjálparstarfi á vegum Rauða kross Íslands, því starfi sem þú naust þín svo vel í og sinntir af slíkri kostgæfni. Það var svo gaman þegar þú komst heim í frí og sagðir okkur frá þínum helstu hættuförum. Sól- rún okkar sat og hlustaði með að- dáun á afa sinn sem hljómaði eins og Indiana Jones, svo mikil voru æv- intýrin. En auðvitað var þetta mikill harmleikur. Þarna fékk þinn innri maður að njóta sín. Góðmennskan og þín sterka réttlætiskennd ríkti á þessum svæðum undir þinni stjórn. Það hefði enginn farið betur með þetta en þú gerðir. Eftir um 10 ára starf fyrir RKÍ í hinum mörgu stríðshrjáðu löndum lá leið þín heim, veikindin sögðu til sín. Þrátt fyrir þau léstu ekkert stoppa þig, þú áttir hér heima mörg góð ár og hélst áfram að lifa lífinu lifandi. Þú ferðaðist og þeyttist um á fjórhjólinu og reyndir eftir bestu getu að gera það sem kætti þig. Mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem ég hef átt með þér og þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góður við okkur og börnin okkar. Þau minnast þín sem sinnar hetju sem alltaf tók léttleikann fram yfir allt. Ég geymi minningu um ferðirnar okkar með þér vestur og ferðina til Króatíu síðastliðið sumar þegar við Elmar og strákarnir okkar heim- sóttum þig. Þið Elmar á fullu við húsið að reyna að drífa „vinnumenn- ina“ eins og við kölluðum þá áfram á meðan ég og strákarnir okkar Elm- ars, Róbert og Eiður Máni, spók- uðum okkur á ströndinni. Ég gæti auðvitað talið endalaust upp af góð- um stundum með þér en það ætla ég ekki að gera hér. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig með miklum söknuði og geymi minningu þína innst í mínu hjarta og hugsa til þín með bros á vör. Þín tengdadóttir, Erna Karen. Elsku afi, þú varst alltaf mjög góður og skemmtilegur. Ég man þegar ég fékk að prófa fjórhjólið þitt sem þú varst alltaf á. Þú varst alltaf svo fjörugur og fyndinn, þú varst besti afi í heimi. Ég sakna þín, þinn afastrákur, 12 ára, Róbert Aron Diego. Við Þorkell frændi vorum nánir á bernskuárunum og aðeins eitt ár skildi okkur að í aldri. Heimili Jónu móðursystur minnar og Þorkels eldra á Heiði við Kleppsveg var mitt annað heimili um árabil. Það vantaði ekki rými til athafna fyrir unga drengi við Kleppsveginn á þeim ár- um. Hverfið var að miklu leyti óbyggt og leiksvæðið náði frá Laug- arnesi inn að Vatnagörðum, fjörur og tún. Í þessu umhverfi sköpuðum við okkar ævintýraheim og spunnum okkar eigin sögur sem ugglaust áttu rætur í ævintýrabókmenntum þess tíma. Dvölin hjá frændfólkinu á Heiði verður mér ógleymanleg. Einn vordag fyrir sex árum heim- sótti Þorkell okkur Stínu í Fljóts- hlíðina, í húsið sem við köllum Heiði. Af hæversku og hógværð lýsti hann fyrir okkur því sem á daga hans hafði drifið síðustu árin við hjálp- arstörf á vegum Alþjóða Rauða krossins í Afríku og löndum fyrri Júgóslavíu. Sú saga var að hluta sögð með grein Stínu í sunnudags- blaði Morgunblaðsins 27. apríl 2003 en hún bar heitið „Í lífshættu við líknarstörf“. Saga Þorkels frá þess- um árum er ævintýri líkust og hann upplifði í störfum sínum bæði hræði- lega atburði og skemmtilega sem fá- ir hafa átt kost á. Aldrei kom frænd- unum til hugar að ævintýrasögurnar sem þeir spunnu á Heiði við Klepps- veg ættu eftir að blikna í saman- burði við upplifun annars þeirra síð- ar í lífinu. Við þökkum fyrir þá samfylgd og kynni sem við höfum haft af Þorkeli Diegó og sendum börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldu allri samúðarkveðjur. Stefán Pétur og Kristín (Stína). Kær vinur minn, Þorkell Diego, kvaddi á páskum eftir hetjulega bar- áttu. Kela, eins og hann var alltaf kallaður, hef ég verið svo heppinn að geta kallað vin minn frá því 1984 þegar ég, þá óharðnað ungmenni, hóf störf í Nesco, Laugavegi 10 þar sem Keli starfaði. Eftir að Keli hætti hjá Nesco stofnaði hann Gufuklúbb karla, fyrst í Brautarholti og síðar í Dugguvogi, og varð það mjög vin- sæll viðkomustaður manna þar sem leitað var slökunar og skemmtunar. Keli naut sín þar einstaklega vel enda leitun að þægilegri nærveru gestgjafa og gæti ég trúað að menn hafi sparað sér annars mjög þarfar heimsóknir til sálfræðings þar sem Keli var einkar viðræðugóður, hjálp- samur og hvers manns hugljúfi. Þetta var þó ekki næg útrás fyrir at- hafnasemi og þörf Kela til að láta gott af sér leiða og þegar honum bauðst að fara utan á vegum Rauða krossins til hjálparstarfa var ekkert sem gat stöðvað hann. Keli tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru í stríðshrjáðum löndum og unni sér ekki hvíldar fyrr en veikindi fóru að draga af honum þrótt og getu til starfans. Keli var ákaflega stoltur af börn- unum sínum og barnabörnum og tal- aði oft um þau við mig. Vont var þó að geta ekki leikið við barnabörnin af sama krafti og eðlislægri gleði í bland við stríðni eins og hann hefði viljað eftir að hann kom heim með hamlandi sjúkdóminn. Ég efast þó ekki um að afabörnin séu stolt af afa sínum og hafi fundist mikið til um hann eins og strákunum mínum sem voru ákaflega stoltir af vinskap við Kela og spurðu gjarnan hvort hann væri kominn heim úr stríðinu eða hvort hann væri ekki væntanlegur. Keli var einstakur vinur og hvort sem það var á ferðalögum eða heima hjá honum, þá hafði hann sérstakt lag á að láta manni líða vel, hann var ekki kröfuharður eða tilætlunarsam- ur og hef ég ekki hitt jafningja hans hvað það varðar. Allan þann tíma sem hann barðist við meinið, sem stöðugt gerði honum lífið erfiðara, skyldi hann alltaf geta látið umræð- ur okkar snúast um annað og var hann þá helst að leita leiða til að gera mér lífið léttbærara. Ef hann sá að ég var þreytulegur þá krafðist hann þess að eftirláta mér hæginda- stólinn sinn svo ég gæti slakað á. Aldrei gleymdi hann þegar við kvöddumst að bæta við: „Kysstu konuna frá mér.“ Missir barna hans og afabarna er mikill og sendi ég og fjölskylda mín þeim okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig systk- inum hans, fjölskyldu þeirra og öðr- um ættingjum. Ég kveð að lokum minn kæra vin með þessum línum E. Ben.: Þeir áttu þig að vin, sem veröldin brást, – þá varstu mestur, þegar harm þú sást. Helgi Magnús Hermannsson. Þorkell er hetjan mín. Hann var stríðshetja í óhefðbundinni merk- ingu því hann framkvæmdi mörg af- rek mannúðar og friðar mitt í hvirf- ilbyljum stríðsátaka og haturs. Okkar leiðir lágu fyrst saman í starfi fyrir Rauða krossinn (RK) í Júgó- slavíu 1992 en við kynntumst ekki fyrr en í Sierra Leone 1997. Þar stýrðum við hvort okkar sviði; hann dreifingu hjálpargagna og flutning- um og ég heilbrigðisaðstoð. Hann hafði fallega friðsama út- geislun og lausnamiðað viðhorf og mikla mýkt og innsæi í samskiptum sem gerði hann að góðum samninga- manni og reyndi oft á þann eigin- leika. Fyrir utan hve hugrakkur hann var. Þegar við komum var landið í end- urreisn en morgun einn í maí vökn- uðum við við sprengjudrunur sem reyndust vera upphafið að blóðugri byltingu. Í hönd fór skelfilegur tími og erfiðasta starf sem við höfum unnið. Þar upplifði ég skýrt hinn mikla mátt þess hluta RK sem vinn- ur á átakasvæðum og Þorkell vann fyrir í mörgum löndum. Máttinn til að lina þjáningar fólks á átakasvæð- um, mátt sem er mögulegur vegna grunnreglna RK um hlutleysi, mannúð og sjálfstæði. Í slíkri vinnu blómstraði Þorkell. Það var Þorkell sem læddist um götur Freetown fyrstu klukkustund- ir byltingarinnar til að komast í bækistöðvarnar til að láta vita af okkur í Genf, ná í vegabréfin og fela peninga þá sem við höfðum til hjálp- arstarfsins. Það var Þorkell sem varði okkur og hjálpargögnin end- urtekið fyrir dópuðum vopnuðum ræningjum. Þorkell tók að sér svona störf, hann var bara þannig maður. Hann sinnti störfum sínum með ró, ábyrgð og hugrekki. Þorkell Diego Þorkelsson ✝ Jóna Margrét Sig-urðardóttir fædd- ist í Fagurhóli, Sand- gerði, 22.febrúar 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. apríl 2009. Foreldrar Mar- grétar voru Sigurður Einarsson, verkstjóri, f. 8.11. 1878 í Tjarn- arkoti, Miðneshr., d. 26.2. 1963 og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, saumakona, f. 27.9. 1889 á Seljalandi í Fljótshverfi, V-Skaft., d. 17.10. 1980. Margrét var fjórða í röðinni af tíu urðardóttir, f. 28.9. 1925. Maki var Kjartan Þórðarson. Þórdís Sigurð- ardóttir, f. 4.6. 1927. Maki var Ei- ríkur Þórðarson. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, f. 10.1. 1929. Maki er Haraldur Sigurðsson. Hulda Sig- urðardóttir, f. 26.11. 1930, d. 17.8.1977. Maki var Eiður Árnason. Margrét giftist Andrési Óskari Guðnasyni þann 2.11. 1946. Andrés var fæddur 9.9. 1920. Hann lést 30.6. 1986. Börn þeirra eru: Sig- urdór Rafn Andrésson, f. 29.8. 1948. Sigurður Gunnar Andrésson, f. 18.7. 1955, kvæntur Guðnýju Arn- ardóttur. Sigurður á fimm dætur, eina fósturdóttir og 8 barnabörn. Andrés Guðni Andrésson, f. 21.6. 1957, kvæntur Jenný Magn- úsdóttur. Þau eiga þrjá syni. Mar- grét ólst upp í Sandgerði en fluttist í Mosfellssveit 1947 og bjó þar til ársins 2004 en þá fluttist hún á hjúkrunarheimilið Eir. Jarðarför Jónu Margrétar fór fram frá Fossvogskirkju 21. apríl sl. systkinum sem eru: Einar Guðjón Sig- urðsson, f. 13.8. 1913, d. 24.2. 1922. Sigríður María Sigurðardóttir, f. 25.11. 1915. Maki var Þórarinn Alex- andersson. Svava Kristín Sigurð- ardóttir f. 16.2. 1919, d. 6.3. 1999. Maki var Henrik Jóhannesson. Einarína Jóna Sigurð- ardóttir, f. 27.2. 1923. Maki var Húnbogi Þorleifsson. Margrét Sigurveig Sigurðardóttir, f. 31.7. 1924, d. 11.2. 2008. Maki var Sig- urður Þórðarson. Jóna María Sig- Elsku Maggý, fáein kveðjuorð til þín, kæra systir. Ég hugsa með þakklæti um þann tíma sem við átt- um saman. Þú varst fjórða í röð okk- ar tíu systkina frá Fagurhóli í Sand- gerði en þar ólumst við upp. Í minningunni var þar alltaf gott veð- ur og sól. Árin liðu, þú fórst ung að vinna eins og allflestir gerðu á þess- um tímum. Þú varst sjálfstæð og harðdugleg, ævinlega var gott að leita til þín. Alltaf var gott að koma til ykkar Andrésar þar sem þið bjugguð að Gili í Mosfellssveit með strákana ykkar þrjá, en Andrés dó langt fyrir aldur fram árið 1986. Þú hafðir gaman af að ferðast um landið og þitt uppáhaldsfjall var Herðubreið sem þú málaðir svo sjálf á striga, svo fátt eitt sé nefnt. Þú hvarfst inn í heim Alzheimers fyrir nokkrum árum. Kallið er komið, þú hefur öðlast hvíld. Innilegar samúðarkveðjur til þinna nánustu ættingja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín systir, Einarína (Ninna) og fjölskylda. Jóna Margrét Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.