Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVAÐ Í HEIMINUM...? VISSIR ÞÚ AÐ FÓLK GEFUR ÖND- UNUM Á TJÖRNINNI AÐ BORÐA? ÞAÐ ER HRÆÐILEGT AÐ JÓLIN SÉU BÚIN EF EINHVER MINNIST Á JÓLIN ÞÁ FER ÉG AÐ GRÁTA UM LEIÐ HAFÐIR ÞÚ ÞAÐ GOTT UM JÓLIN? ÉG VERÐ SVO ÞUNGLYND... MIG VERKJAR Í ALLAN LÍKAMANN... SVO ÞREYTT... AAGH! EF ÞÚ BIÐUR STJÖRNU UM ÓSK ÞÁ RÆTIST HÚN ÉG VERÐ AÐ HÆTTA AÐ TRÚA ÞESSUM TEIKNIMYNDUM ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG ÆTTI HUNDRAÐ MILLJÓNIR EDDI, HVAÐ ER Í MATINN Í KVÖLD? SPAGETTÍ OG FISKI- BOLLUR VIÐ ERUM BÚNIR AÐ VERA OF LENGI Á SJÓNUM HVAÐ KALLAR ÞÚ HÓP AF KJÚKLINGUM? FÖTU EF ÞÚ VILT Í ALVÖRUNNI AÐ KALLI LÆRI AÐ SPILA Á GÍTAR ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ FINNA HANDA HONUM ALVÖRU KENNARA EN MIG LANGAR AÐ KENNA HONUM ÞAÐ ER ERFITT AÐ KENNA SÍNU EIGIN BARNI... ÞETTA Á BARA EFTIR AÐ ENDA MEÐ RIFRILDI ENGAR ÁHYGGJUR, ADDA... ÉG Á EFTIR AÐ VINNA RIFRILDIÐ! ÉG ÆTLA AÐ FINNA KENNARA... ÉG LÆT EKKI MANN EINS OG SIMON KRANDIS BOLA MÉR Í BURTU! ÉG BJÓST EKKI VIÐ ÞVÍ EN ÞESSI FANTUR SEM VINNUR FYRIR HANN GÆTI SKAÐAÐ STARFSEMINA ENN FREKAR... ÞÚ GÆTIR ÞURFT HJÁLP OG HANA FÆR HANN... FRÁ VINI SÍNUM, KÓNGULÓAR- MANNINUM Gríðarleg eigna- upptaka sparifjár framundan AFNÁM verðtrygg- ingar á útlánum bank- anna, og þá auðvitað jafnframt á innláns- reikningum í bönkum og sparisjóðum, mun þýða gríðarlega eigna- upptöku sparifjár eldri borgara og annarra. Fyrir því er áratuga reynsla frá síðustu öld, fyrir tíma verð- tryggingar í banka- kerfinu 1981, en þá töpuðu sparifjáreig- endur 750 milljörðum króna miðað við framfærsluvísitölu á einum ára- tug, þ.e. 1971-1980 (samanber Fjár- málatíðindi Seðlabankans 1982 1. hefti). Jafnframt er boðuð stórhækkun fjármagnstekjuskatts en hann leggst á alla innlánsvexti, jafnt á vexti sem eru lægri en verðbólgan, þ.e. raunverulega neikvæðir, og raunvexti, þ.e. vexti umfram verð- bólgu. Slík skattlagning er ekkert annað en refsiskattur á sparnað og raunveruleg eignaupptaka, og einn- ig notað til að svipta ellilífeyrisþega grunnlífeyrinum frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Enn einu sinni á að hengja bakara fyrir smið. Elli- lífeyrisþegar verða látnir borga lántökufylleríið, látnir greiða millj- arða afskriftir skulda. Afskriftir skulda gufa aldrei upp í loftið. Elli- lífeyrisþegar og aðrir sparifjáreig- endur verða látnir borga lántöku- blindafylleríið – látnir borga lánin sem aðrir tóku. Sparnaður mun stórminnka og síðan hrynja, alveg eins og stefndi í á áttunda áratug síðustu aldar áður en verðtrygging var tekin upp. En á þeim tíma stefndu allir bankar, sparisjóðir og einnig allir lífeyrissjóðir í landinu í allsherjargjaldþrot – raunverulegt þjóðargjaldþrot. Hvar ætlar þá hin langskólagengna, en lántökuóða ís- lenska þjóð að taka lán? Kannski hjá Icesave-reikningseigendum í Englandi og Hollandi? Eldri borgari. Kosningasjónvarp ÉG var svo ánægð með kosninga- sjónvarp frá Suðurlandi. Helgi Seljan og Sigríður Hagalín voru frábærir spyrlar. Ég var hins vegar óánægð með kosningasjónvarp í Reykjavík þeg- ar Þóra svaraði stjórnmálamann- inum með spurningunni: Á bara að fara aftur í stígvélin og slorið? Þjóðin er búin að lifa af á sjónum alla tíð. Mér fannst hún sýna þessu málefni lítils- virðingu. Kristín. Eyðilegging krónunnar YFIRLÝSING frá Seðlabankanum um að það taki tvö ár að losna frá gjaldeyr- ishöftum, sem vænt- anlega er studd af for- sætisráðherra, jafngildir ákveðnum vilja um að eyðileggja íslensku krónuna. Ennþá er hún bara eins og liggjandi maður sem sparkað er í, en slíkt athæfi getur leitt til dauða. Ef alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn ætlar sér ekki að veita okkur aðstoð til að losna við „jöklabréfin“, þá höfum við ekkert með hann að gera, og ef hann ætlast til að fjár- lög verði hallalaus, þá er betra að hann fari. Hvort er hér á ferðinni skilningsleysi eða skemmdarverk gegn íslensku þjóðinni? Halldór I. Elíasson. Hvað með tíu prósentin? ATLI Gíslason, efsti maður á lista VG í Suðurlandskjördæmi, upplýsti á kosningafundi sjónvarpsins á Sel- fossi 20. apríl að Vinstri-grænir vissu um 90% þeirra skilyrða, sem Evrópusambandið myndi setja fram í samningaviðræðum okkar um aðild. Þetta eru merkilegar fréttir, en nú vantar okkur vitn- eskju um 10%. Getum við fengið þau fram nema með aðild- arumsókn? Böðvar Stefánsson, ellilífeyrisþegi, Selfossi. Hvar er búsáhaldabyltingin? HÆSTVIRTUR forsætisráðherra rak ráðuneytisstjóra félags- og tryggingamálaráðuneytis og for- sætisráðuneytis strax er hún tók þar við stjórntaumunum og réð í staðinn vinkonu sína og jásystur. Þegar Obama, forseti Bandaríkj- anna, hafði myndað stjórn sína til- kynnti hann ráðherrunum að þeir væru komnir til að þjóna þjóð sinni en ekki til að hygla sér og sínum. Ráðherra sem hyglar sínum getur ekki flutt slíkan boðskap. Kjósandi.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, kaffi og dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16. Opin smíðastofa kl. 9-16.30. Bingó kl. 13.30 (2. og 4. föstud. í mán.). Bólstaðarhlíð 43 | Kertaskreyting, handavinna, kaffi/dagblöð, hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð. Kl. 13 myndbands- sýning „Dalalíf“. Dalbraut 18-20 | Harmonikka og söng- ur kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.20, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og kl. 13, jóga kl. 10.50 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið, Gullsmára 13 | Jóga kl. 9, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.45, bingó kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Frambjóðendur Framsóknarflokksins heimsækja Jónshús kl. 14.30. Vatns- leikfimi kl. 9.20, gler og leir, síðasti tími, kl. 10. Bútasaumur og ullarþæfing, síð- asti tími, kl. 13. Félagsvist FEBG kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl. 13, frá Garða- bergi kl. 13.15. Bíó í kirkjunni kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband. Kl. 10 prjónakaffi/bragakaffi. Kl. 10.30 staf- ganga. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 leikfimi (frítt) í ÍR-heimilinu v/ Skógarsel, umsj. Júlíus Arnarsson íþróttakennari. Kóræfing fellur niður. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14.15 koma Aðalheiður og Anna Sigga og stjórna fjöldasöng fram að kaffi kl. 15. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Konur spila brids í Setrinu, safn- aðarheimili Háteigskirkju, kl. 13, kaffi. Hraunbær 105 | Baðþjónusta og handa- vinna kl. 9, bingó kl. 14. bókabíllinn kl. 14.45. Hraunsel | Opnað kl. 9, bókmennta- klúbbur kl. 10-12, leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30, tréskurður á Hjallabraut og g- Lækjarsk. kl. 13, brids kl. 13, skrifstofa stjórnar kl. 10-12. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9, postulínsmálning. Lífsorkuleikfimi kl. 9 og 10. Námskeið í myndlist kl. 12.15. Bingó kl. 13.30, spilaðar 6 umferðir, kaffi og meðlæti í hléi. Böðun fyrir há- degi, hársnyrting. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur með Önnu Hermannsdóttur kl. 10, leikfimi með Janick Moisan kl. 11, opið hús, vist og brids kl. 13. Hár- greiðslustofa, s. 862-7097, fótaaðgerða- stofa, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Morgunleikfimi kl. 9.45. Myndlistarnámskeið kl. 9-12, útskurður með Halldóri leiðb. kl. 9-12 og smíða- verkstæði opið, leikfimi með Janick kl. 13. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9-12, spænska kl. 11, sungið v/flygilinn kl. 13.30, dansað í aðalsal kl. 14.30. Hár- greiðsla og fótaaðgerðir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Leirmótun kl. 9, handavinnustofan opin, hár- greiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10 og bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.