Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 25
✝ Ingibjörg Björns-dóttir ljósmóðir fæddist í Hrísey 18. febrúar 1917. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 17. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Rósa Bene- diktsdóttir og Björn Helgason. Systkini Ingibjargar sam- mæðra voru Guð- laugur, Stefanía og Stefán Traustabörn, öll eru þau látin, al- systir Ingibjargar var Pálína sem einnig er látin. Ingibjörg fer 15 vikna í fóstur til Margrétar Sæ- mundsdóttur og Björns Bjart- marssonar og elst þar upp hjá þeim ásamt fóstursystkinum sín- um, Karli, Unni, Axel, Bjartmar og Þórlaugu, þau eru öll látin. Ingibjörg fór í Húsmæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði 1938 til 1939, vann í Hannyrðaverslun Ragnheiðar O. Björnsson í fjögur ár. Eftir það lá leið hennar í hannyrðaskóla í Svíþjóð og hún útskrifast þaðan sem handavinnu- kennari. Draumur Ingibjargar var alltaf að vinna við hjúkrun en hún ákveður að fara í Ljósmæðra- skóla Íslands og útskrifast þaðan 30. september 1951 og vinnur síð- an við ljósmóð- urstörf í Hrísey og á Dalvík næstu tvö árin. Frá 1. janúar 1955 vinnur hún sem yfirljósmóðir á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri sem þá var nýbyggt og til 14. júní 1957 er hún fer í fram- haldsnám til Sví- þjóðar og Skot- lands. 1. janúar 1958 kemur hún aft- ur til starfa á FSA og vinnur þar sem yfirljósmóðir til 23. ágúst 1983 er hún lætur af störfum þar. Fer að vinna við mæðravernd á Heilsugæslustöð- inni á Akureyri 1. janúar 1985 og til fyrri hluta ársins 1990 við af- leysingar. Ingibjörg var heið- ursfélagi í Ljósmæðrafélagi Ís- lands og einnig í Ferðafélagi Akureyrar, starfaði með Zonta- konum á Akureyri og með kven- félaginu Hlíf, hún var alla tíð mjög virk í því sem hún tók sér fyrir hendur og hafði mikla unun af ferðalögum innanlands sem og utan. Útför Ingibjargar Björnsdóttur fer fram frá Glerárkirkju í dag, föstudaginn 24. apríl og hefst at- höfnin kl. 13:30. Það veit hver sál, að sumar fer í hönd, en samt er þögn og kyrrð um mó og dranga, og hvorki brotnar bára upp við strönd né bærist strá í grænum hlíðarvanga. (Davíð Stefánsson.) Við andlát Ingibjargar Björns- dóttur, fóstursystur móður minnar kemur upp í hugann þetta erindi í kvæði Davíðs Stefánssonar „Vor- nótt“. En einmitt þetta kvæði hafði verið lesið fyrir hana í banalegu hennar. Á þessum tímamótum er mér ljúft að minnast Ingibjargar sem tengdist fjölskyldu minni 15 vikna gömul er hún var tekinn í fóstur af ömmu minni Margréti Sæ- mundsdóttur sem bjó í Þorvaldsdal í Eyjafirði, vegna erfiðra fjöl- skylduaðstæðna. Hjá ömmu minni og hennar fjölskyldu dvaldist Ingi- björg fram á unglingsár. Með Ingi- björgu og fósturheimilinu mynduð- ust órofa tengsl og minntist hún ætíð fóstru sinnar og fóstursystkina með mikilli hlýju. Ingibjörg fór snemma að vinna fyrir sér eins og títt var í þá daga. Dvaldi hún á heimilum á Akureyri í vist eins og hún lýsir svo vel í fróð- legri og skemmtilegri grein í dag- blaðinu „Degi“ árið 1987. Launin voru fæði, húsnæði og 15 krónur á mánuði. Síðan lá leiðin í húsmæðra- skóla á Laugalandi II í Eyjafirði. Til þess að safna fyrir skólagjöldum vann Ingibjörg í tvo vetur á Krist- neshæli sem þá var berklahæli. Það var þá sem áhugi hennar á hjúkr- unarnámi kviknaði. Hjúkrun varð þó ekki hennar ævistarf heldur höguðu atvikin því þannig til að ljósmóðurnámið varð fyrir valinu. Farsælt ævistarf sem hófst í Hrísey og lauk á Akureyri þar sem hún gegndi stöðu ljósmóður og síðan yf- irljósmóður um áratuga skeið. Á yngri árum starfaði Ingibjörg um skeið í hannyrðaverslun Ragn- heiðar O. Björnsson á Akureyri, þar mun hún hafa notið sín vel enda með næmt auga fyrir fallegu hand- verki hvers konar, litum og formi. Þessi eiginleiki hennar endurspegl- aði ætíð síðan fallegt og smekklegt heimili hennar. Þangað var ávallt gott að koma. Það koma ýmsar minningar upp í hugann um liðnar samverustundir. Ég minnist áranna 1949-1950 er við vorum samtíða í Uppsölum í Sví- þjóð og ferðuðumst um á reiðhjól- um, meðal annars um Dalina og víð- ar. Var gott að eiga með henni samleið þar og reyndist hún mér ráðholl í hvívetna enda þó nokkur aldursmunur á okkur. Eitt af mörg- um áhugamálum Ingibjargar voru ferðalög, bæði innanlands og utan á meðan heilsan leyfði. Sérstaka ánægju hafði hún af að ferðast um landið sitt vítt og breitt. Síðustu æviárin dvaldist Ingi- björg á dvalarheimilinu Hlíð. Þar leið henni vel í fallegu og hlýlegu umhverfi. Hún naut líka stuðnings og umhyggju nöfnu sinnar Aðal- heiðar Ingibjargar Mikaelsdóttur og systurdóttur Rósu Bjargar Andrésdóttur. Á kveðjustund verður mér hugs- að til Ingibjargar og við Gunnlaug- ur þökkum henni vináttu og hlýju alla tíð. Hjördís Á. Briem. Nú er forystubrýnið okkar fallið frá, að því hlaut að koma eins og öðru óhjákvæmilegu sem lífinu fylgir. Ingibjörg varð yfirljósmóðir á F- deild FSA skömmu eftir að deildin tók til starfa og var það til starfs- loka 1984. Þar kynntumst við henni fyrir nálega hálfri öld, er við réð- umst hver af annarri til vinnu þar. Starfsvettvangur ljósmæðra var þá allt annar en nú er, svo ólíkur að vart er því trúað í dag þegar sagt er frá. Ingibjörg bjó í litlu herbergi inni á deildinni og var alltaf til taks ef við á vaktinni þurftum á aðstoð að halda sem var býsna oft, því aldrei var nema ein ljósa á vakt. Þá var nú ekki verið að tefja tímann á því að hafa fataskipti og munum við allar eftir svörtum morgunsloppi sem hún brá gjarnan yfir sig. Ingibjörg var komin yfir fertugt á þessum tíma og fannst sumum okkar hún vera orðin gömul, en eft- ir þetta virtist hún ekkert eldast fyrr enn nú 2-3 síðustu árin. Ingibjörg var mjög fær ljósmóðir og fylgdist vel með nýjungum á þessum tíma. Stundum fannst manni hún hrjúf í framkomu, en ef einhver átti erfitt, hvort sem það var sængurkona eða starfsfélagi, þá fékk viðkomandi alla hennar um- hyggju og alúð. Hlaut hún þakklæti mæðra í ríkum mæli og enn í dag heyrum við frásagnir þeirra þakk- látu kvenna sem hún annaðist. Ingibjörg var ævinlega til í allt og með afbrigðum félagslynd. Hún var ein af stofnendum Norður- landsdeildar LMFÍ og vann mikið að félagsmálum ljósmæðra. Hún ferðaðist mikið um landið, voru þær nokkrar vinkonur í hóp og voru gjarnan nefndar fjallafálurnar ef svo bar undir. Ekki var heldur slegið hendi á móti einni og einni utanlandsferð. Naut hún þess mjög að rifja upp ýmislegt úr þeim ferð- um. Ingibjörg var ein af þeim konum sem klæddust vel og manni fannst alltaf vera fínar og vel til fara. Sama var um íbúðina hennar, hún var bæði notaleg og smekkleg og þangað var gott að koma. Ingibjörg hætti að vinna 1984, eftir það hafði hún svo mikið að gera að oft var bara erfitt að ná í hana í síma. Lét hún þau orð falla um áttrætt að hún skildi ekkert í því hvernig hún hefði haft tíma til að vinna fulla vinnu hér áður fyrr. Það er ekki slæmt að eldast ef fólk hefur jafn gaman af lífinu og Ingi- björg hafði og ekki ónýtt að eiga 20- 25 ár eftir í góðum gír við starfslok. Trú okkar er sú að vinir í varpa hafi beðið Ingibjargar í öðrum heimi, Guðmundur Karl og Inga, Bjarni Rafnar og Bergljót, Petra og fleiri og einhvern tíma hittumst við öll á ný – á nýjum vinnustað. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þín verður gott að minnast. Gömlu brýnin sem eftir eru, Freydís, Heba, Inga, Svana, Margrét, Guðríður og Nína. Kveðja frá Zontaklúbbi Akureyrar. Ingibjörg Björnsdóttir ljósmóðir lést á Dvalarheimilinu Hlíð þann 17. apríl síðastliðinn. Hún var ára- tugum saman félagi í Zontaklúbbi Akureyrar og við Zontakonur minnumst hennar með hlýhug, virð- ingu og þakklæti. Ingibjörg fæddist í Hrísey 1917 og þótti vænt um eyjuna. Seinna fór hún sem fararstjóri með Zontasyst- ur í eftirminnilega ferð á bernsku- slóðirnar, og hafði frá mörgu að segja. Ingibjörg var menntuð ljós- móðir frá Ljósmæðraskóla Íslands, og aflaði sér framhaldsmenntunar í Svíþjóð og Skotlandi. Hún var yf- irljósmóðir á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri frá 1955 til starfs- loka og tók virkan þátt í starfi Ljósmæðrafélags Íslands, meðal annars var hún fyrsti formaður Norðurlandsdeildar LMFÍ. Ingibjörg var mjög virk á mörg- um sviðum, félagslynd og traust, og gott að vinna með henni. Hún var glaðlynd og hvetjandi. Það sýnir vel hvernig hún lagði sitt af mörkum til að finna lausnir, að þegar Zonta- klúbburinn réðst í að kaupa hús- eignina Aðalstræti 54, sem nú ber nafnið Zontahús, þá fundu þær leið til að fjármagna kaupin, hún og Hólmfríður Jónsdóttir mennta- skólakennari. Framlag þeirra verð- ur seint fullþakkað. Þá var Ingi- björg gjaldkeri klúbbsins, en alls sat hún í stjórn Zontaklúbbs Ak- ureyrar fimm tímabil, þar af var hún formaður 1971-1972. Ingibjörg var virk í alþjóðlegu starfi Zonta og fór nokkrar ferðir á alþjóðleg þing. Þá reyndist hún sérlega skemmti- legur ferðafélagi, og snjöll að finna áhugaverða staði til að skoða. Hún þótti einnig ómissandi í ferðanefnd Zontaklúbbsins. Ingibjörg var lengi virkur félagi í Ferðafélagi Akureyr- ar, en ferðalög og ljósmyndun voru meðal áhugamála hennar. Zonta- klúbburinn naut góðs af ljósmynd- arahæfileikum hennar, en segja má að hún hafi verið hirðljósmyndari klúbbsins um skeið, og tók jafnvel kvikmyndir við sérstök tilefni. Það er margs að minnast, sakna og þakka. Þótt Ingibjörg hafi ekki haft þrek til að taka virkan þátt í klúbbstarfinu síðustu árin, fylgdist hún þó af áhuga með fréttum af starfi okkar, og alltaf var jafn nota- legt að hitta hana, þótt heilsa henn- ar væri farin að bila. Um leið og við kveðjum okkar góða félaga, vottum við aðstand- endum hennar einlæga samúð. Fyrir hönd Zontaklúbbs Akureyrar, Margrét Pétursdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Stefanía Ármannsdóttir. Ingibjörg BjörnsdóttirFyrsta dag byltingarinnar varmikið mannfall og margir særðir. Þegar hlé varð á bardögum fór Þor- kell með mér ferð eftir ferð til að flytja særða á sjúkrahúsið okkar. Hann vissi að mínir innfæddu að- stoðarmenn gátu þetta vel en hann vissi líka að mér væri styrkur af samfylgd hans. Ég stóð frammi fyrir því eftir nokkra daga að starfsfólk spítalans var að hætta því það þorði ekki til vinnu vegna óöryggis á göt- um úti. Þorkell setti þá upp strætó- kerfi með þeim fáu bílum okkar sem ekki var búið að ræna. Hann sótti starfsfólkið heim að dyrum og skil- aði því öruggu heim eftir vinnu. Ég hef aldrei heyrt Þorkel segja að eitthvað sé ekki hægt og hann fór í ferðir og tók á málum sem aðrir veigruðu sér við af ótta. Það varð jú einhver að fara og sannar hetjur gera það sem gera þarf. Enda lenti hann oft í lífshættu, var tekinn höndum og ógnað. Sierra Leone áttum við saman og var tími okkar þar oft umræðuefnið þegar við hittumst. Þannig unnum við úr reynslu okkar úr þessu ljóta stríði með blandi af undrun, reiði og þakklæti. Spaugið var ekki langt undan enda skemmtilegra að líta á skoplegu og gleðilegu hliðarnar sem vissulega voru líka fjölmargar. Ég kveð með söknuði vin og hetju í þakklæti yfir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samstarfs hans og vinskapar. Megi blessun fylgja minningu hans. Ég votta fjölskyldu hans sam- úð mína og veit að Þorkell hjálpar þeim að finna frið, kærleik og þakk- læti í sorg þeirra. Hildur Magnúsdóttir. Elsku Þorkell okkar, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og að hafa notið allra góðu stund- anna með þér. Láttu ljós þitt skína, um litla gluggan þinn, þá mun birta og hlýja verma huga þinn. Hugur þinn er sterkur, höndin hlý og góð, hann gefur þreyttum sálum þrek og hug- arró. Við geymum minningu þína í hjörtum okkar. Guð veri með þér. Erna Petersen og Sigurbjörn Þorbergsson. Látinn er góður vinur og sam- starfsfélagi, Þorkell Diego Þorkels- son, eða Diego eins og hann var allt- af kallaður innan Rauða krossins. Ég kynntist Diego árið 1995 þegar ég starfaði í Norð-austur-Bosníu fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins. Ég hafði verið þar í stuttan tíma þegar ég fékk þær fréttir að annar sendi- fulltrúi frá Íslandi væri væntanlegur til starfa. Ég þekkti ekki Diego en heyrði margt jákvætt sagt um manninn meðal starfsmanna Rauða krossins á svæðinu, enda hafði hann starfað þar áður, greinilega við góð- an orðstír. Ég var fljót að átta mig á hvers vegna þegar ég kynntist Diego. Hann var síðhærður töffari, hress, húmoristi og sjarmur og var ákaflega vinsæll meðal starfsmanna og þeirra sem nutu aðstoðar okkar. Hann hafði það sem þurfti til að sinna starfinu vel, gott skipulagsvit, yfirvegun og einstaka samstarfs- hæfni. Starfið var ekki alltaf auðvelt eða einfalt og stundum þurfi að leysa flókin mál á sem bestan máta og öllum til geðs. Þegar á brattann var að sækja leitaði ég oftar en einu sinni ráða hjá Diego, og kom ég aldrei að tómum kofunum þar, hann var útsjónarsamur og hafði ráð und- ir rifi hverju enda lífsreyndur og hafði fengist við eitt og annað um ævina. Það átti ákaflega vel við Diego að vera sendifulltrúi hjá Rauða kross- inum og ég held að þar hafi hann fundið sinn óskastarfsvettvang og sinnti starfinu ávallt með sóma. Nokkrum mánuðum áður en við kynntumst hafði Diego greinst með mein í höfði sem nú hefur lagt hann. Hann tók veikindunum með ró og lét þau ekki hafa áhrif á starfið lengi vel, hélt ótrauður áfram oft við erf- iðar og krefjandi aðstæður í mis- munandi löndum. Það var alltaf mannbætandi að hitta Diego, fara í bíltúr og spjalla, auðvitað var oftast rætt um Rauða krossinn og störf okkar á vettvangi, bæði á alvarlegum og léttum nótum og stundum voru öll heimsins vanda- mál leyst yfir kaffibolla á kaffihús- um Reykjavíkur og nágrennis. Ég sakna þess strax að fá ekki aftur tækifæri til að spjalla við góð- an vin. Ég hef því miður ekki tök á að fylgja Diego þar sem ég er við störf í sunnanverðri Afríku. Mig langar að nota tækifærið og votta aðstandend- um Diegos mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Þorkels Diego Þorkelssonar. Hólmfríður Garðarsdóttir. „Diego darling, is it you?“ heyrð- ist í gegnum skruðninginn í talstöð- inni í sterkbyggðum jeppanum sem var á leið inn í Bosníu. Þetta var í ágúst 1995, skömmu eftir fjölda- morðin hræðilegu í Srebrenica. Þor- kell Diego Þorkelsson, sendifulltrúi Rauða kross Íslands í gömlu Júgó- slavíu, var að aka með mig, þá fréttamann Stöðvar tvö, inn á stríðs- svæðið. Stúlkan sem fagnaði Þorkeli svona innilega var starfsmaður Al- þjóða Rauða krossins í Bihac í Bosn- íu. Þar höfðu hún og kollegar hennar verið í herkví og ekki hitt Þorkel í nokkurn tíma. Enda urðu fagnaðar- fundir. Í þessu tilviki sem oftar kom ber- lega fram hversu miklum vinsældum Þorkell átti að fagna meðal sam- starfsmanna. Á næstu árum varð ég ósjaldan var við að það birti yfir andlitum fólks sem hafði unnið með honum þegar nafn hans bar á góma. Þorkell fór upphaflega sem bíl- stjóri á vegum Rauða krossins til Króatíu í nóvember 1992, þegar Júgóslavíustríðin stóðu sem hæst. Hans starf var að aka tröllvöxnum flutningabílum um átakasvæðin. Innan tíðar var Þorkeli treyst fyrir stjórn bílalestanna. Þá reyndi á for- ystuhæfileika, útsjónarsemi og trú- verðugleika, sem Þorkell hafði í rík- um mæli. Starf hans á vegum Rauða kross- ins víða um heim var langt frá því að vera hættulaust. Í byrjun árs 1994 lenti hann í miðri stjórnarbyltingu í Afríkuríkinu Líberíu. Skömmu eftir þjóðarmorðin í Rúanda síðar sama ár var hann beðinn um að taka að sér dreifingu hjálpargagna og skrá- setningu íbúa þar. Hurð skall nærri hælum í Síerra Leóne 1997, þegar uppreisnarmenn stöðvuðu bíl hans, köstuðu honum í jörðina og hótuðu honum öllu illu. En Þorkell hafði átt góð samskipti við liðsforingja vígamannanna og komst við illan leik burt úr miklum háska. Það var ekki fyrir tilviljun að Þor- kell Diego væri beðinn að stjórna hjálparstarfi á átakasvæðum. Þar sem aðstæður voru viðsjárverðar og verkefnin flókin, þar var vitað að „Diego“ – eins og hann var ávallt kallaður – væri réttur maður á rétt- um stað. Þorkell hafði þann eiginleika að geta talað í vinsemd við hvern sem var. Glaðværð og fordómaleysi opn- aði honum margar dyr. Þegar á reyndi var hann yfirvegaður og ráðagóður, jafnvel þó að í kringum hann væri uppnám og spenna. Hjálparstarfsmenn geta átt erfitt með að deila erfiðri reynslu með öðrum. Eftir að heilsu Þorkels fór verulega að hraka skipti það hann án efa miklu máli að kollegar hans úr Rauðakrossstarfinu heimsóttu hann reglulega allt þar til yfir lauk. Hann hresstist ævinlega þegar hjúkrunarfræðingarnir og sendifull- trúarnir Hólmfríður Garðarsdóttir og Hildur Magnúsdóttir komu í heimsókn. Við Þorkell hittumst síðast skömmu fyrir jól. Þá var af honum dregið, líkamlega, en hann hafði augljósa ánægju af að ræða nýjustu vendingar í starfsemi Rauða kross- ins, sem hann unni svo mjög. Með fráfalli Þorkels Diego höfum við, sem höfum unnið að alþjóðastarfi Rauða krossins, misst traustan fé- laga og góðan vin. Blessuð sé minn- ing hans. Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Elsku nafna mín! Innilegar þakkir fyrir okkar góðu stundir. Guð geymi þig. Þín Inga. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.