Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 samtali við Morg- unblaðið. Í lok árs 2008 var eiginfjárhlut- fall Sparisjóðs Keflavíkur 7,06 prósent sem er undir lágmarks- hlutfalli sem fjár- málafyrirtæki þurfa að upp- fylla. Lágmarkið er átta prósent. Sjóðurinn tapaði rúmlega 17 milljörðum í fyrra. Á grundvelli neyðarlaganna hef- ur íslenska ríkið ákveðið að styðja sjóðinn, eins og flesta sparisjóði í landinu, með fjárframlagi. Gert er ráð fyrir því að eiginfjárhlutfall sjóðsins verði 13,83 prósent. Geirmundur segir að ríkið muni vafalítið setja ströng skilyrði í tengslum við þá aðstoð sem það ákvað að veita sparisjóðakerfinu í landinu. „Við erum tilbúnir að draga saman seglin til þess að fá aðstoð frá ríkinu í þessum óvenju- legu aðstæðum sem skapast hafa á fjármálamörkuðum. Það hefur valdið mér miklum vonbrigðum hvað aðgerðirnar sem hófust með neyðarlögunum hafa tekið langan tíma,“ sagði Geirmundur. Hann segir að launagreiðslur til æðstu stjórnenda sparisjóða muni vafalítið lækka mikið vegna að- stoðar ríkisins við þá. „Samkvæmt ársreikningi okkar í fyrra námu laun til mín um tveimur milljónum á mánuði. Það eru laun sem passa ekki því umhverfi sem nú hefur skapast og það gefur augaleið að ís- lenska ríkið getur ekki verið að borga svo há laun í sparisjóðum víða um landið.“ magnush@mbl.is GEIRMUNDUR Kristinsson, sem verið hefur sparisjóðsstjóri í Kefla- vík um árabil, hefur ákveðið að hætta að stýra sjóðnum. Hann tilkynnti ákvörðun sína á aðalfundi sjóðsins sl. miðvikudag. Geirmundur hefur starfað hjá sjóðnum í 44 ár. Hann segir að breytingar séu nú að eiga sér stað á starfsumhverfi sparisjóða og við þau tímamót sé eðlilegt að end- urmeta stöðuna. „Ég hef verið starfandi hjá sjóðnum í 44 ár og þekki því vel til þess góða starfs sem unnið hefur verið í sjóðnum. Mér fannst eðlilegt að skoða mína stöðu í ljósi þess að ríkið er að koma að þessu með afgerandi hætti og því ákvað ég að hætta á þessum tímapunkti,“ sagði Geirmundur í Hættur eftir 44 ár hjá sjóðnum Geirmundur Kristinsson segir eðlilegt að nýir menn taki við stjórnartaumunum Geirmundur Kristinsson Í HNOTSKURN » Afkoma Sparisjóðsins íKeflavík var neikvæð um 19 milljarða í fyrra fyrir skatta. Hagnaður upp á 2,2 milljarða var hins vegar nið- urstaðan fyrir árið 2007. » Útlán jukust um 22 millj-arða hjá sjóðnum á árinu 2008 miðað við árið 2007. ÞETTA HELST ... ● Seðlabanki Evrópu í Lúxemborg ber sjálfur áhættu af útlánum til fjármála- fyrirtækja. Ekki er ljóst hve miklu bank- inn tapar vegna lána til dótturfélags Landsbankans í Lúxemborg. Talið er að heildarlánin til Landsbankans hafi num- ið 2,2 milljörðum evra. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að Seðlabanki Evrópu sæti uppi með hundrað milljarða króna í íslensk- um skuldabréfum. Þau voru hluti af veðum fyrir lánum. bjorgvin@mbl.is Evrópski seðlabankinn lánaði 2,2 milljarða evra Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is MIÐAÐ við það að vaxtakjör myndu batna um þrjú prósentustig, við inn- göngu í Evrópusambandið og evra tekin upp sem gjaldmiðill, yrði ávinn- ingur fyrir heimili og fyrirtæki í land- inu 228 milljarðar króna vegna lækk- unar vaxtagjalda. Þetta kemur fram í útreikningum sem Þórður Magnússon, stjórnarfor- maður Eyris Invest fjárfestingar- félags, sendi forsvarsmönnum Sam- taka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins (SA) eftir aðalfund SA á miðvikudag. Á fundinum lýstu stjórnendur fyrirtækja yfir miklum áhyggjum af háu vaxtastigi en stýri- vextir Seðlabanka Íslands eru nú 15,5 prósent. Á skömmum tíma hafa þeir lækkað lítillega. Farið úr 18 pró- sentum niður í það sem þeir standa í nú. Þórður segir vaxtastigið vera „óskiljanlega hátt“ og það geti ekkert annað verið, en að Seðlabanki Íslands skilji ekki hversu alvarleg vandamál skapast af þessu háa vaxtastigi, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Ekkert réttlæti svo háa vexti og það gefi augaleið að fyrirtæki og heimili þoli ekki vaxtastigið. Þór Sigfússon, formaður stjórnar Samtaka atvinnulífsins, segir for- svarsmenn fyrirtækja vera reiða, en jafnframt „hálfskelkaða“ vegna þess hve háir vextirnir eru í því árferði sem nú ríkir. „Vextirnir eru alltof há- ir, það gefur augaleið. Það er lítil sem engin eftirspurn í hagkerfinu, verð- bólgan á undanhaldi og stíf gjaldeyr- ishöft til þess að verja gjaldmiðilinn frekara falli. Það réttlætir ekkert þessa háu vexti. Það sem nú er orðið mjög alvarlegt er að þau fyrirtæki sem hafa staðið traustum fótum, þrátt fyrir hremmingarnar í vor, eru að lenda í vandræðum í raun vegna þessa fráleita vaxtastigs. Vilhjálmur Egilsson [framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins innsk. blm.] og við sem höfum verið í forsvari fyrir Sam- tök atvinnulífsins höfum margbent á hversu alvarleg vandamál skapast af þeim háu vöxtum sem hér hafa verið. Menn hefðu mátt hlusta betur, og ættu auðvitað að gera enn. Þetta gengur ekki,“ sagði Þór í samtali við Morgunblaðið í gær. Í útreikningunum sem Þórður lét taka saman kemur fram að vaxta- ávinningur heimila yrði um 60 millj- arðar miðað við fyrrnefndar vaxta- forsendur. Hjá hinu opinbera myndi ávinningurinn vera 33 milljarðar og hjá fyrirtækjum 135 milljarðar miðað við vaxtaberandi skuldir í lok árs 2008. Þá kemur fram að vaxtaávinning- urinn nemur töluvert hærri fjárhæð- um en sem nemur heildartekjum Ís- lands af útflutningi á fiski og áli, miðað við tölur fyrir árið 2008. 228 milljarða vaxtalækkun  Vaxtastig sagt „óskiljanlega hátt“  Stjórnendur fyrirtækja reiðir  !"!#  $  % ,   ()*+** ,*-./* (*01 *2)   $  $ 3- 45**6 7 ! 0*8     &"!$   '()* ,     + 205*09:; < =/ ---)/; + 205*0-)/;/*=* =/5 7;46+ !.-- 7/1+ /*==;>0= + 205*0 ?-7-*6=-)/; /  (-  0 1 /,  " 23 4.  23  0  5+67+8592292:; 7    < 0  5 ,  0  $ 3- @ 45* =     (.   0 4    $ 3- @ 45* = 80  !   & = !  . 0 ! ,  & 5 > 0 . 4  " 7   ! > 0 . !-  1 23 !.   0 !     0 0 0 ?1  >  "1  ! @,  % ,  @ Morgunblaðið/Ómar Þungt farg Háir stýrivextir Seðlabankans leiða til þess að fjármagnskostnaður fyrirtækja er svimandi hár. ● Nauðsynlegt var talið að sækja um heimild til greiðslustöðvunar Straums fjárfestingabanka, einkum til að freista þess að koma nýrri skipan á fjár- mál félagsins og til að tryggja jafnræði kröfuhafa í samræmi við íslensk lög og tilskipanir ESB. Þetta kemur fram í auglýsingu frá bankanum í Morgunblaðinu í gær. Heimildir Morgunblaðsins herma að ein leið sem kröfuhafar eru að skoða sé að halda starfsemi bankans áfram þó umfang starfseminnar dragist saman. Tekið er fram í tilkynningunni að Straumur muni halda starfsleyfi sínu á tímabilinu. Ráðstöfun eigna bankans al- mennt er óheimil á meðan nema vegna endurskipulagningar eða dag- legrar starfsemi. Greiðslustöðvunin rennur út 11. júní nk. bjorgvin@mbl.is Straumur áfram með starfsleyfi til 11. júní VIÐSKIPTI með hlutabréf de- CODE Genetics, móðurfélags Ís- lenskrar erfða- greiningar, marg- földuðust á bandaríska Nas- daq-markaðnum í gær. Veltan nam 14,5 milljónum dollara. Meðalvelta með bréf de- CODE sl. ár hefur verið 151 þúsund dollarar á dag. Lokagengi bréfanna var 0,43 doll- arar á hlut og hafði farið hæst í 0,57 dollara yfir daginn. Hækkunin frá deginum áður var 167% eða 0,27 sent. Lægst hefur gengi deCODE farið í 0,13 dollara sl. ár. Ástæðan fyrir þessum mikla áhuga fjárfesta í gær var tilkynning sem greindi frá samstarfi deCODE og félagsins Celera Corporation. Kári Stefánsson, forstjóri de- CODE, segir samkomulag félaganna fela í sér heimild Celera til að selja ákveðin próf m.a. til að meta áhættu á hjartaáfalli. Um sé að ræða þrjár tegundir af prófum. „Þeir borga okkur ákveðna fjár- hæð fyrirfram og svo fáum við hlut- deild í tekjum af sölu prófsins. Það má líta á þetta sem aukna markaðs- setningu á þeim prófum sem við höf- um sett saman,“ segir Kári. Hluti af áætlunum deCODE „Þetta er ofboðslegt erfitt árferði í þessari iðngrein. Ég lít á þetta sem hvalreka fyrir okkur. Þetta er hluti af því plani sem við höfum unnið eft- ir, að framselja til annarra heimild til að selja prófin og þessi samningur kemur sér vel núna. Það er ljóst að markaðurinn metur þetta mikils,“ segir Kári Stefánsson. bjorgv- in@mbl.is Hlutabréf deCODE taka kipp Mikil velta í gær í kjölfar nýs samnings Kári Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.