Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 mikið úrval af sófum og sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti Húsgögn sumar-tilboð opið í dag FRÁ 13:00 TIL 16:00 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „SLÍK orka er ekki samkeppn- ishæf við hagkvæmustu kosti og því alltaf niðurgreidd kröftuglega með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorkell Helgason, fyrrverandi orkumálastjóri, um hugsanlega vindorkuframleiðslu á Íslandi. Virkjun vindorku er möguleiki sem Kolbrún Halldórsdóttir um- hverfisráðherra teflir fram sem valkosti við olíuvinnslu á Dreka- svæðinu. Í Morgunblaðinu í gær staðfesti hún andstöðu sína við ol- íuleitina og sagði nær að Íslend- ingar reyndu að virkja vindinn á hálendinu og meðfram ströndum landsins. „Kynni ekki að vera að það skapaði miklu fleiri atvinnu- tækifæri í landinu en olíuvinnsla?“ sagði Kolbrún. Flokkur hennar hefur hins vegar brugðist við yf- irlýsingum Kolbrúnar með því að árétta að hann sé ekki mótfallinn olíuleitinni. Vindorka á og við Ísland var kortlögð í tíð Þorkels sem orku- málastjóra, en þá var í samvinnu við Veðurstofuna búinn til vind- atlas, kort af ætlaðri vindorku við landið. Vindorka er síst minni hér en í löndum sem þegar eru byrjuð að nýta hana, t.d. Danmörku, en aðstæður eru aðrar hér. Ólík staða á Íslandi „Græn orka er mjög mikið nið- urgreidd í verði í Evrópu. Við erum í svolítið annarri stöðu hér á landi,“ segir Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri. Á meginlandinu bjóðist ekki aðrir hagkvæmari kostir í grænni orkuframleiðslu og því leggi þarlendir mikið fjármagn í hluti eins og vindmyllur, uppsetn- ingu þeirra og þróun. Hér á landi sé hins vegar jarðvarmi og vatns- föll sem nýtist til orkuframleiðslu með mun meiri hagkvæmni. „Vindorkan keppir ekki í verði við þessar virkjanir sem við höfum verið að byggja, jarðvarma og vatnsorku. Það er ekki raunhæfur möguleiki á meðan sátt er um að virkja jarðvarma eða vatnsafl,“ segir Guðni. Sá tími komi samt á endanum, þegar Íslendingar þurfi að skoða þennan kost. Tæknin kemur frá útlöndum Aðspurður hvaða vinna sé í gangi hjá Orkustofnun í vindorku- málum segir Guðni að stofnunin fylgist með þróuninni erlendis. Í löndum þar sem takmarkaðir möguleikar séu á grænni orku leggi menn mikla fjármuni í þróun hennar. Hin hagkvæma útfærsla vindorkunýtingar muni því koma frá útlöndum þegar þar að kemur. Þegar vindorkunýting er annars vegar þarf líka að huga að ákveðnum vanköntum hennar. Mikil þörf er fyrir varaafl þegar enginn er vindurinn og nýta lönd eins og Danmörk sér iðulega teng- ingar við raforkukerfi annarra landa þegar svo háttar til, flytja inn rafmagn sem keypt er á sameig- inlegum orkuuppboðsmarkaði. Sú orka getur verið framleidd með t.d. kjarnorku eða kolabrennslu. Ísland er hins vegar eyland, í bókstaf- legum skilningi, sem gerir það mál erfiðara viðfangs. Þá má geta þess að of mikill vindstyrkur er ekki síð- ur vandamál fyrir tækni nútímans, en iðulega er slökkt á vindmyllum þegar sterkir vindar geisa. Reuters Rok Þótt vindmyllur þróist ört eru þær ekki samkeppnishæfar við vatnsafl og jarðvarma hvað hagkvæmni varðar, þar sem slíkar orkulindir eru í boði. Vindorka er niðurgreidd  Umhverfisráðherra vill vindorku í stað olíuleitar  Aðrar þjóðir hafa forskot í tækniþróun vindorku  Íslendingar bíða eftir hagkvæmri tækni utan frá „Nei, ég myndi nú ekki taka svo djúpt í árinni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, aðspurð hvort flokkur hennar sé ósáttur við það hvernig Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra fer með málefni olíu- leitarinnar á Drekasvæðinu. „Það komu auðvitað upp umræður um að það hefði mátt gefa þessu meiri tíma við undirbúning málsins. En það var engin prinsippaf- staða gegn málinu, alls ekki,“ segir Katrín. Vinstri- græn hafi gert afstöðu sína ljósa og sett fyrirvara hvað umhverfismál og skattlagningu varðar. Katrín segir ekki heldur mikinn ágreining við Kol- brúnu Halldórsdóttur vegna ummæla hennar. „Hún er að tala sem mál- svari umhverfisins í þessu efni, það er mjög eðlilegt að hún hafi uppi þá fyrirvara sem við gerðum og að hún minni á þá.“ Engin prinsippafstaða á móti Katrín Jakobsdóttir MJÖG slæm færð var víðast hvar á Vestfjörðum í gær og þurftu lög- reglumenn frá Patreksfirði og björgunarsveit frá Barðaströnd að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína. Engum varð meint af en vegna slæms skyggnis þurfti lögreglan að ganga á undan bílunum til að koma þeim yfir Klettshálsinn. Erlendir ferðamenn hringdu á lögreglu um sexleytið síðdegis og lögregla og björgunarsveit unnu svo við það um kvöldið að losa bíla sem höfðu fest sig á hálsinum. Allt að fimm bílar þurftu á aðstoð lögregl- unnar að halda. jmv@mbl.is Ófært fyr- ir vestan Lögregla og björg- unarsveit losuðu bíla ALLS höfðu 2.746 manns skráð sig á lista andstæðinga Evrópusambands- aðildar, osammala.is, í gærkvöldi. Var vefurinn opnaður á mið- vikudagskvöldið, en aðstandendur hans eru ósammála þeim málflutn- ingi að innganga í Evrópusambandið sé leiðin til þess að koma efnahags- málum Íslands aftur í réttan farveg. Í gærkvöldi höfðu 11.297 skráð sig á vef stuðningsmanna ESB aðildar, sammala.is, en sá vefur var opnaður 20. mars. Telja aðstandendur hans hagsmunum þjóðarinnar best borgið innan ESB og með upptöku evru. Fleiri ennþá sammála Morgunblaðið/Ómar Fyrrverandi ráðherra Ragnhildur Helgadóttir styður aðildarumsókn. MARGRÉT Herdís Thoroddsen, viðskipta- fræðingur og fyrrver- andi deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rík- isins, lést 23. apríl sl. Margrét fæddist 19. júní 1917 á Fríkirkju- vegi 3 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru María Kristín, f. Claes- sen, og Sigurður Thor- oddsen, landsverk- fræðingur og yfirkenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík. Margrét var yngst sex systkina en þau voru auk hennar Sigríður, Kristín, Val- garð, Jónas og Gunnar. Þau eru öll látin. Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937 og cand. phil.-prófi frá Háskóla Íslands ári síðar. Hún starfaði á Bæjarskrifstofum Reykjavíkurborg- ar þar til hún hélt til New York árið 1941 og var þar til ársins 1944. Margrét giftist 1945 Einari Egils- syni, síðar innkaupastjóra hjá Raf- magnsveitum ríkisins. Margrét starfaði sem heimavinnandi húsmóð- ir í 23 ár og í fjögur ár var hún fulltrúi hjá Heilsu- verndarstöð Reykjavík- ur. Hún braut að vissu leyti blað í sögu HÍ með því að fara í viðskipta- fræðinám 57 ára gömul og lauk þaðan námi sem cand. oceon. Hún vann í bókhaldsdeild TR en síðar sem deildarstjóri í upplýsingadeild, lét af því starfi í lok árs 1987 en vann áfram í hluta- starfi hjá stofnuninni í fjögur ár. Hún stundaði nám við lagadeild HÍ veturinn 1992-93, þá 75 ára að aldri. Margrét var um tíma í stjórn Fé- lags eldri borgara og auk þess vara- formaður Landssambandsins. Margrét og Einar fluttu með þrjú ung börn til Mexíkó árið 1950 þar sem Einar tók við starfi forstjóra Canada Dry-verksmiðju. Þar fædd- ist þeim fjórða barnið. Þau fluttu aft- ur heim til Íslands 1954 en þau eign- uðust alls fimm börn. Einar lést 28. mars 1999. Öll börn- in lifa foreldra sína. Barnabörnin eru 18, barnabarnabörnin 17 og fyrsta barnabarnabarnabarnið er væntan- legt í heiminn í sumar. Margrét Thoroddsen Andlát MIKIÐ var að gera hjá lögreglu að- faranótt sumardagsins fyrsta og var talsvert um ölvun og óspektir í mið- borginni. Að sögn lögreglu á höf- uðborgarsvæðinu var tilkynnt um alls átta líkamsárásir þá nóttina og átta manns gistu fangageymslur lög- reglu. Einn maður var fluttur á slysa- deild um nóttina eftir að hafa verið skorinn í andliti með skrúfjárni í Austurbænum. Þá barst tilkynning frá skemmtistaðnum Nasa um að maður hefði verið barinn með flösku og blæddi mikið úr honum. Á Kaffi Zimsen réðust síðan tveir menn á annan og var hann með bæði mar og rispur eftir árásina. Fjöldi umferðaróhappa var einnig tilkynntur lögreglu vegna hálkunnar sem myndaðist í höfuðborginni und- ir morgunsárið. Átta líkamsárásir í vetrarlok MAÐUR var stunginn með hnífi í lærið við verslun Krón- unnar í Jafnaseli í Breiðholti í gær. Árásarmað- urinn flúði á brott á bíl, en var stoppaður stuttu síðar af lögreglu, sem lokaði götum í nágrenninu, og færður í yf- irheyrslu. Hinn maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem nú er gert að sárum hans, en hann er ekki í lífs- hættu að sögn lögreglunnar. Ekki er vitað með vissu hvernig árásina bar að eða um hvað mennirnir deildu, en fórnarlambið þekkti árás- armanninn, sem hefur áður komið við sögu lögreglu. una@mbl.is Stakk mann í lærið ÚRVAL-Útsýn hefur ákveðið að bjóða upp á beint flug frá Akureyri til Faro í Portúgal vikulega í sumar. Þetta þýðir að nú geta norðlenskar og austfirskar fjölskyldur flogið beint í fríið á Algarve-ströndina og í sólina. Ferðaskrifstofan ætlar einnig í sam- starfi við portúgalska söluaðila að bjóða ferðir frá Portúgals til Akureyr- ar og nágrennis. Ferðaskrifstofa hef- ur ekki áður boðið upp á reglulegt flug frá Akureyri til Portúgals. Beint flug frá Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.