Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 7 8 1 3 2 9 8 6 1 4 4 3 9 5 3 9 2 1 9 1 5 2 7 3 4 5 2 1 9 1 2 8 4 2 8 4 7 5 3 7 3 4 8 9 5 2 7 8 6 8 5 9 3 6 2 1 1 5 7 3 2 1 9 3 8 2 7 4 6 4 5 8 7 3 1 2 9 2 3 1 4 9 5 7 6 8 9 7 8 6 1 2 5 4 3 1 8 6 2 4 7 9 3 5 5 2 7 9 3 1 4 8 6 3 9 4 5 6 8 2 1 7 4 5 3 7 2 6 8 9 1 8 6 2 1 5 9 3 7 4 7 1 9 3 8 4 6 5 2 1 2 7 8 4 6 3 9 5 9 5 6 3 1 2 8 4 7 4 8 3 7 5 9 1 6 2 2 1 5 9 6 8 7 3 4 7 3 9 5 2 4 6 8 1 8 6 4 1 7 3 5 2 9 5 4 8 2 3 7 9 1 6 3 7 2 6 9 1 4 5 8 6 9 1 4 8 5 2 7 3 2 5 9 3 8 1 4 6 7 8 3 7 6 4 5 1 2 9 1 6 4 9 7 2 5 8 3 7 1 3 2 5 6 8 9 4 4 9 8 1 3 7 2 5 6 6 2 5 8 9 4 3 7 1 9 7 1 4 2 8 6 3 5 3 8 6 5 1 9 7 4 2 5 4 2 7 6 3 9 1 8 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 24. apríl, 114. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Nú þegar kosningar bresta ástendur upp á Víkverja að kom- ast að niðurstöðu um það, hvað hann ætlar að kjósa. Og það verður að segj- ast einsog er að í fyrsta skipti vefst málið fyrir Víkverja. Fjórflokkurinn freistar beinlínis ekki, þrír þeirra sem vita upp á sig skömmina, hvorki biðj- ast afsökunar né sýna nokkra iðran, hvað þá að þeir biðji um annað tæki- færi af auðmýkt. Það er bara einsog ekkert hafi gerzt. Þótt VG geti sagzt saklaust er það ekki af því að þá hafi skort viljann til vondra verka, heldur voru þeir ekki í aðstöðu til þeirra. Það sýndi sig, að ekki vantaði þá viljann, þegar græðgin hljóp með alþing- ismenn í gönur í eftirlaunahneyksl- inu. Borgarahreyfingin sem er af- sprengi búsáhaldabyltingarinnar, sem Víkverji var mjög svag fyrir, hef- ur átt erfitt með að finna pólitískt platform og líka verður að segjast einsog er að talsmennirnir hafa verið mistækir. En Borgarahreyfingin virðist nú hafa náð einhverjum vopn- um, þótt seint sé, og stefnir í fjóra þingmenn. Þeir munu hinsvegar duga skammt og endast illa, ef hópurinn stækkar ekki á lokasprettinum. x x x Víkverji gerði fyrir nokkru að um-talsefni bensínlykil frá Atlants- olíu sem virkaði ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Skýringin lá í tæknilegum mistökum, þegar lykill- inn var útbúinn. Annar lykill frá Atl- antsolíu virkar einsog bezt verður á kosið. x x x Víkverja finnst satt að segja illþol-andi, hversu mjög orð eru teygð og toguð til þess að þau slái meira um sig í textanum. Stórsöngvari og ofur- fyrirsæta eru nú algengari en hitt og á dögunum rak Víkverji augun í aug- lýsingu þar sem sagði að tiltekin vara hefði gjörselzt upp. x x x Svo var það maðurinn sem varspurður hvað hann hefði kosið um æfina: Ég hef mest kosið hina og þessa nema suma aldrei. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 rotn- unarskán, 4 víðar, 7 verkfærin, 8 varkár, 9 andi, 11 sefar, 13 lesta, 14 skeldýr, 15 gaffal, 17 strá, 20 bókstafur, 22 andstaða, 23 bumba, 24 hafna, 25 fugls. Lóðrétt | 1 dálæti, 2 geyja, 3 beitu, 4 vitleysa, 5 fótaþurrka, 6 rás, 10 spilið, 12 vindur, 13 hátt- ur, 15 hluti fuglsmaga, 16 hrotti, 18 illkvittin, 19 stólpi, 20 halda heit, 21 hvasst fjallsnef. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 harkalegt, 8 umbót, 9 detta, 10 und, 11 tíðum, 13 anaði, 15 stagl, 18 ömmur, 21 álf, 22 undin, 23 urðar, 24 harðjaxls. Lóðrétt: 2 amboð, 3 kætum, 4 lydda, 5 gutla, 6 autt, 7 gati, 12 ung, 14 nam, 15 saur, 16 aldna, 17 lánið, 18 öf- uga, 19 miðil, 20 rýrt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rge2 0-0 6. Rg3 h5 7. Be2 Rbd7 8. Bg5 c5 9. d5 Rh7 10. Be3 Re5 11. h3 e6 12. Dd2 exd5 13. exd5 f5 14. Rf1 He8 15. f4 Rf7 16. Bd3 a6 17. 0-0-0 b5 18. cxb5 axb5 19. Bxb5 Bd7 20. Bc4 Rf6 21. Rg3 h4 22. Rge2 Re4 23. Dd3 Db6 24. Hhe1 Heb8 25. Dc2 Db4 26. Db3 Da5 27. Dc2 Hb4 28. Bd3 Rxc3 29. Rxc3 Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsinu. Franski stór- meistarinn Sebastien Maze (2.579) hafði svart gegn þýska kollega sínum Sebastian Siebrecht (2.440). 29. … Hxb2! og hvítur gafst upp enda fátt til varnar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Forþvingun. Norður ♠ÁKD1065 ♥K85 ♦93 ♣KD Vestur Austur ♠8 ♠743 ♥G10 ♥D942 ♦ÁDG10742 ♦86 ♣942 ♣G1073 Suður ♠G92 ♥Á763 ♦K5 ♣Á865 Suður spilar 6G. „Einhvern veginn lentum við í sex gröndum,“ nefnir David Bird nýja bók sína um þennan sjaldgæfa samning. Þetta er 200 síðna rit, sambland af þrautum og sögulegum fróðleik. Þraut- irnar eru erfiðar, en lærdómsríkar. Hér hefur vestur vakið á 3♦ og spilar svo út ♥G. Tólfti slagurinn færst með þvingun á austur í hjarta og laufi. Ekki er hægt að leiðrétta talninguna með því að gefa slag snemma, þannig að þvingunin verð- ur að vera „without the count“, eða það sem Þórður heitinn Sigfússon nefndi „forþvingun“. Sagnhafi tekur á ♥K, leggur niður laufhjón og spilar spöð- unum til enda. Síðasti spaðinn þvingar austur: tíglum sínum hefur hann þegar hent, en hann verður að fara niður á tvö hjörtu til að geta valdað laufið. Sagnhafi hendir þá ♣8 og spilar ♥Á og hjarta. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Fólk er voða mikið að gagnrýna þig þessa dagana. Nokkrum í heiminum finnst þó allt sem þú gerir æðislegt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fólk er vingjarnlegt í þinn garð um þessar mundir. Mundu að allir eiga sinn rétt. Hvaða nýjungar leggur þú til? (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Átök vegna stjórnmála, trú- mála eða heimspeki gætu hæglega komið upp í dag. Augnablikseinvera nærir sálina og hvílir andann. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Farðu varlega í námunda við foreldra þína, kennara og yfirmenn, sem gætu sprungið af bræði af minnsta tilefni. En vertu opinn og varastu alla þröngsýni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það kemur aldri ekkert við en við erum alltaf börn foreldra okkar. Viðr- aðu góðar tillögur við yfirmann þinn. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það eru alls konar hlutir sem skjóta upp kollinum og setja allar áætl- anir úr skorðum. Dagurinn í dag ein- kennist af tilfinningaflækjum og er ekki heppilegur til málamiðlana. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er ástæðulaust að fá sekt- arkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Láttu einföld vandamál ekki verða að fjallháum hindrunum heldur leystu þau bara með bros á vör. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þótt hlutirnir freisti skaltu skoða vandlega hvort þú hafir einhverja þörf fyrir þá. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt menn sameinist um að vinna að ákveðnum málum er alltaf hætta á að valdabarátta fylgi í kjölfarið. Láttu það þó ekkert á þig fá því það er þín tilfinning sem skiptir mestu máli. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér vegnar vel ef þú vinnur undirbúningsvinnnuna þína. Miklar til- finningar eru í samskiptum þínum við aðra. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fjölskylduskuldbindingar koma í veg fyrir að þú getir gert eitt- hvað. Reyndu að yfirvinna óttann í sjálfum þér. Kannski geta sérfræðingar ráðið gátuna seinna meir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér á eftir að líða vel bæði í vinnunni og heima í dag. Ekki láta hóf- semi þína verða til þess að þú hafnir góðu tilboði. Stjörnuspá 24. apríl 1914 Dauðadómur var kveðinn upp í síðasta sinn á Íslandi. Kona var dæmd til lífláts en dómn- um var síðar breytt í ævilanga fangelsisvist. 24. apríl 1970 Níutíu námsmenn ruddust inn í skrifstofur mennta- málaráðuneytisins við Hverf- isgötu í Reykjavík til að lýsa stuðningi við kröfur náms- manna erlendis. Ungmennin settust í ganga og voru flest borin út af lögreglu. 24. apríl 1977 Tékkneski stórmeistarinn Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi þeg- ar hann tefldi á rúmum sólar- hring við 550 manns. Hann vann 92% skákanna. 24. apríl 1982 Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet á móti í Sjónvarp- inu, lyfti 362,5 kg í rétt- stöðulyftu og samanlagt 940 kg. Orð hans að afrekinu loknu urðu fleyg: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.“ 24. apríl 1994 Magnús Scheving vann til silf- urverðlauna í heimsmeist- arakeppni í þolfimi í Japan með 9,12 stig en sigurveg- arinn hlaut 9,16 stig. „Frábær frammistaða,“ sagði Morg- unblaðið. 24. apríl 1996 Feðgarnir Arnór Guðjohnsen, 34 ára, og Eiður Smári Guð- johnsen, 17 ára, léku báðir í landsleik í knattspyrnu í Tall- inn í Eistlandi, en það hafði ekki gerst áður í sögu knatt- spyrnunnar. Arnór var að leika sinn 65. landsleik. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … ÍSLANDSMEISTARAR FH í knattspyrnu karla mæta Val í átta liða úrslitum deildabikarsins í kvöld. Fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson, stefnir á að fagna 25 ára afmælisdegi sínum með sigri í leiknum, en draumurinn er háleitari, þ.e. sigur og mark frá afmælisbarninu. Að öðru leyti er afmælisdagurinn hefðbundinn hjá Davíð. Framundan eru skil BA-ritgerðar í við- skiptafræði og munu því skrif eiga hug hans allan í dag. Hann getur þó ekki kvartað yfir inniveru í dag, enda kom hann til landsins í gær eftir átta daga æfingaferð á Portúgal með FH-liðinu. Öll vinnan sem átti að fara í ritgerðina í ferðinni varð einnig að litlu sem engu í 25 stiga hita og sólskini. Fari svo sem stefnt er að með ritgerðina – að hún verði kláruð fyrir 11. maí nk. – útskrifast Davíð í vor. Hann hefur því í hyggju að slá saman veislum tveimur og gera úr heljarinnar partí. Fyrir utan ritgerðarskrif eru æfingar á fullu hjá FH þessa daganna enda stutt í að Íslandsmótið hefjist. Að vanda stefnir liðið á Íslands- meistaratitilinn en jafnframt að ná langþráðri tvennu og landa bik- armeistaratitli einnig. Fagna þá allir góðir menn. andri@mbl.is Davíð Þór Viðarsson knattspyrnukappi 25 ára Fagnar með sigri (og marki) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.