Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 114. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Stjórnarflokkarnir stærstir  Ríkisstjórnarflokkarnir tveir eru enn stærstir með 56,4% fylgi og fengju samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup 37 þingmenn. »4 Engin yfirtaka á Icelandair  Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra neitar því að hafa sagt að íslenska ríkið væri mögulega að taka yfir Icelandair. Forstjóri Kaup- hallarinnar hefur óskað skýringar á ummælunum. »2 Óskiljanlegt vaxtastig  Háir stýrivextir Seðlabankans leiða til þess að fjármagnskostnaður fyrirtækja er svimandi hár. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest fjárfestingarfélags, segir vaxtastigið óskiljanlega hátt. »14 Eflast uppreisnarmenn?  Mesta mannfall í marga mánuði varð í tveimur sjálfsmorðsárásum sem gerðar voru í Írak í gær. Óttast er að uppreisnarmenn eflist nú þeg- ar bandarískt herlið undirbýr brott- flutning sinn frá landinu. »15 Vindur í stað olíu  Framkvæmdastjórn ESB leggur til stóraukna valddreifingu og breytt ákvarðanatökuferli í „grænbók“, skýrslu um sjávarútvegsstefnu sam- bandsins. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Gríman dettur af Forystugrein: Efnahagsmyndin Pistill: Kosningaauglýsingar Ljósvaki: Forréttindi lýðræðisins UMRÆÐAN» Vondir tímar rifjast upp Hundruð starfa hverfa úr landi Sögulegt tækifæri Er þetta í lagi? Meiri rýrnun á bílum með stórar … Volkswagen að fara fram úr Toyota Nýir bílar ódýrari en notaðir Missti stjórnina talandi í farsíma BÍLAR » Heitast 8°C | Kaldast 0°C  Norðan 8-13 m/s, en 13-18 úti við vestur- ströndina. Skúrir eða él víða, úrkomulítið SV til. Svalast norðvestan til. »10 Píanóið er líka leik- myndin: lækur, fugl- ar, reiðhestur. Og ástin. Snillingurinn Dalton Baldwin er mættur. »35 TÓNLIST» Með stórt litaspjald TÓNLIST» Lesendur segja hana þá kynþokkafyllstu. »40 Hélt ekki að Ísland væri svo stórt að það þyrfti að rífast um stærð bókaforlaga. Dóttir Laxness fagnar. »35 BÆKUR» Loksins, loksins! AÐALSMAÐUR» Rammpólitískur og æfði sig við spegil. »36 KVIKMYNDIR» Tribeca-hátíð sett með klassískum Allen. »39 Menning VEÐUR» 1. Hommi inn við beinið 2. Tilhæfulaust að ríkið taki … yfir 3. Hótanir ráðherra ekki við hæfi 4. Valdís Ýr valin ungfrú Vesturland »MEST LESIÐ Á mbl.is Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KRISTBJÖRG Lilja Jakobsdóttir greip í tómt í gær er hún fór ásamt manni sínum til ræðismannsins í Ár- ósum til að taka þátt í alþingiskosn- ingum. Kjörseðlarnir voru búnir. Þeir höfðu klárast um hádegi. Áður hafði verið sagt að hægt yrði að greiða atkvæði til fjögur á sumar- daginn fyrsta, vildi fólk vera öruggt um að atkvæðin næðu heim til Ís- lands. „Mér finnst alveg ótrúlegt að þetta hafi getað gerst. Ég hélt að maður gæti verið öruggur um að fá kjörseð- il,“ segir Kristbjörg Lilja sem hitti fleiri vonsvikna landa sína hjá ræð- ismanninum. „Þar var okkur bent á að næsti kjörstaður væri í Horsens, en við höfðum ekki tækifæri til að ná þangað fyrir lokun.“ Þær skýringar voru gefnar á kjörseðlaskortinum að ekki hefði verið búist við að svo margir myndu kjósa því þátttaka væri venjulega mun minni. Kristrún Lilja telur ekkert einkennilegt við að fleiri kjósi nú. „Að sjálfsögðu vill maður kjósa, af því að núna skiptir það virkilega máli.“ Margir kjósa í Kaupmannahöfn Svavar Gestsson, sendiherra Ís- lands í Danmörku, hafði ekki fengið fregnirnar frá Árósum er haft var samband við hann. Svavar sagði kosningaþátttöku í Kaupmannahöfn nú þó mun meiri en undanfarin ár. Þannig hefðu yfir 800 manns komið og kosið í sendiráðinu nú, en venju- lega kysu ekki fleiri en 200. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að vissulega virtist meira um að Íslendingar erlendis kysu nú en áður. Kosningaþátttaka ætti hins vegar ekki að stranda á kjörseðlaskorti og verið væri að vinna í því að koma fleiri kjörseðlum til Árósa í kvöld. Allt kapp yrði síðan lagt á að atkvæðin næðu heim aftur fyrir lokun kjörstaða á laugardags- kvöld. Það ætti að vera hægt takist að koma kjörseðlunum í þær vélar sem fljúga til Íslands í síðasta lagi á laugardagsmorgun. Kjörseðlarnir búnir í Árósum Fleiri seðlar sendir og reynt að koma þeim til Íslands fyrir lokun kjörstaða Kosningar Ekki náðu allir Íslending- ar í Árósum sem vildu að kjósa í gær. Í HNOTSKURN »Þeir Íslendingar sem kjósaerlendis bera sjálfir ábyrgð á því að atkvæði þeirra skili sér í tæka tíð til viðkom- andi kjörstjórnar á Íslandi. »Meira virðist um að Íslend-ingar erlendis taki þátt í alþingiskosningum nú en ver- ið hefur undanfarin ár. » Utankjörfundaratkvæða-greiðsla erlendis fyrir kosningarnar á laugardag hófst 16. mars síðastliðinn. VALUR og Haukar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik karla. Haukar áttu aldrei í vandræðum með að leggja Fram að velli í þriðja leiknum í undan- úrslitum N1-deildarinnar. Lokatölur 30:21 en mestur var munurinn 11 mörk. Það var meiri spenna í leik Vals og HK þar sem Valur hafði betur, 29:25. „Núna fáum við sterkt lið Vals í úrslitum, mitt gamla félag. Fáum hér skemmtilegan KFUM-slag þar sem andi séra Friðriks Friðriks- sonar mun svífa yfir vötnum,“ sagði Einar Örn Jónsson, leik- maður Hauka, í gær en hann var áður leikmaður Vals. Úrslitin hefjast á mánudag á heimavelli Hauka í Hafnarfirði en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. | Íþróttir Valur og Haukar keppa um meistaratitilinn Einar Örn Jónsson „ALLSKYNS verur og furðudýr lifna við í lóninu,“ lofaði danshöfund- urinn Erna Ómarsdóttir fyrir sýn- ingu Íslenska dansflokksins í Bláa lóninu að kvöldi síðasta vetrardags. Það voru orð að sönnu, því þegar sýningargestir höfðu komið sér fyrir úti í lóninu í baðfötum hófst mikið sjónarspil. Um lónið sveimuðu furðuverur með kísilhöfuð, á bakk- anum birtist einhver risaskepna og síðan dönsuðu í vatninu og við vatns- borðið verur sem virtust koma úr djúpum hraunsins við Svartsengi. Höfundar verksins, dansararnir Erna og Damien Jalet og myndlist- arkonan Gabríela Friðriksdóttir, sóttu innblástur verksins, sem nefn- ist Transaquania - Out of the Blue, í uppruna Bláa lónsins. Í síðari hluta sýningarinnar barst leikurinn inn í salarkynni við lónið og kunnu gestir, sem voru fjölmargir, vel að meta lit- ríkt sjónarspilið. | 41 Furðuverur birtust úr djúpum vatnsins Morgunblaðið/Ómar Eins og furðufiskar Dansararnir undu upp á sig, fettu sig og brettu. Íslenski dansflokkurinn í Bláa lóninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.