Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 Vinstri græn hafa gert sitt ýtrastatil að setja sig í stellingar stóra, ábyrga stjórnarflokksins. Það gengur ekkert alltof vel.     Kolbrún Halldórsdóttirumhverfisráðherra þrumaði gegn olíuleit og -vinnslu á Dreka- svæðinu í sjónvarpsviðtali, þremur dögum fyrir kosningar.     Tilraunir henn-ar til að klóra yfir ummælin eru fremur ámátleg- ar. Hún vill frem- ur vindmyllur meðfram strönd- inni en olíupalla úti á sjó. Vafa- laust verða myll- urnar feikivinsæl náttúruprýði, ekki síður en virkj- anir og háspennulínur.     Skrifstofa VG sló á puttana á Kol-brúnu, en þá upphófust deilur innan flokksins. Menn á borð við Árna Finnsson hafa stigið fram og sagt að Kolbrún túlki hina sönnu umhverfisstefnu VG.     Steingrímur J. Sigfússon gleymdisér augnablik á fundi á Egils- stöðum og það rann upp fyrir fund- armönnum hvað hann langaði heitt að þjóðnýta stærsta flugfélagið.     Fjármálaráðherrann ber frásögn-ina til baka, en fundarmenn eru vissir um hvað þeir heyrðu. Kaup- höllin er ekki hrifin.     Kannski er sigurvissa VG orðinsvo mikil að öfgarnar, bæði grænar og til vinstri, hrökkva ósjálfrátt út úr ráðherrum síðustu dagana fyrir kosningar.     Það er ekki hægt að segja að VGhafi fellt grímuna. Frekar að hún detti bara af, sama hvað flokk- urinn reynir að halda henni. Steingrímur J. Sigfússon Gríman dettur af Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 súld Lúxemborg 13 léttskýjað Algarve 25 heiðskírt Bolungarvík -2 snjókoma Brussel 15 léttskýjað Madríd 25 heiðskírt Akureyri 6 skýjað Dublin 11 súld Barcelona 21 heiðskírt Egilsstaðir 6 skúrir Glasgow 14 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 6 rigning London 18 heiðskírt Róm 19 léttskýjað Nuuk 2 skýjað París 18 heiðskírt Aþena 15 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 14 léttskýjað Winnipeg 11 alskýjað Ósló 16 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Montreal 10 alskýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Berlín 16 léttskýjað New York 12 alskýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Vín 13 alskýjað Chicago 12 léttskýjað Helsinki 13 heiðskírt Moskva 9 heiðskírt Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 24. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.43 3,7 11.55 0,3 18.02 3,9 5:23 21:30 ÍSAFJÖRÐUR 1.48 0,2 7.39 1,9 14.03 0,0 20.01 2,0 5:15 21:47 SIGLUFJÖRÐUR 3.44 0,1 10.00 1,1 16.05 0,1 22.18 1,2 4:58 21:31 DJÚPIVOGUR 2.58 1,9 9.00 0,4 15.14 2,2 21.29 0,3 4:49 21:02 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Hæg norðlæg átt og dálítil él N- lands, en annars bjart. Vaxandi suðaustanátt með slyddu SV- lands um kvöldið. Vægt frost fyrir norðan, en hiti annars 1 til 5 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Útlit fyrir austlæga átt og dá- litla vætu víða um land, síst þó NA-lands. Hiti 1 til 6 stig. Á miðvikudag Breytileg átt og úrkomulítið. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 8-13 metrar á sekúndu, en 13-18 úti við vesturströnd- ina. Skúrir eða él víða um land, en úrkomulítið suðvestan til. Hiti 0 til 8 stig, svalast norð- vestan til. laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is einfaldlega betri kostur Hammock. Hengistóll. 95 x 105 cm. Verð 4.990,- Notalegt sumar STJÓRN læknaráðs Landspítala telur skynsamlegt að slá fyrirhug- aðri sameiningu á bráðamóttökum spítalans á frest meðan kannað er hversu raunhæfar nýjar tillögur um byggingu spítala eru. Stjórnin segir í ályktun að samein- ing á bráðamóttökum Landspítala á einn stað yrði mikið framfaraskref fyrir starfsemi sjúkrahússins, ef öll önnur bráðastarfsemi sjúkrahússins yrði jafnframt sameinuð á sama stað. Læknar í mörgum sérgreinum hafi sett fram vel rökstuddar at- hugasemdir við hugmyndir um lokun bráðamóttökunnar á Hringbraut. Slíkt gæti í ákveðnum tilvikum stofn- að öryggi sjúklinga í hættu. Þar að auki sé ekki ljóst hvort fyrirhuguð sameining á bráðamóttökunum leiði til raunverulegs rekstrarsparnaðar. Því sé rétt að bíða með sameiningu þar til búið sé að skoða betur nýjar tillögur um nýbyggingu á lóð LSH. Vilja bíða með samein- ingu bráðamóttöku ERIK Skyum-Nielsen bókmennta- fræðingur hlaut í gær, sumardaginn fyrsta, verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta. Verðlaunin voru veitt öðru sinni í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Skyum-Nielsen hefur verið ötull þýðandi íslenskra samtíma- bókmennta og hlotið mikið lof fyrir. Hann hefur meðal annars þýtt skáldverk Einars Más Guðmunds- sonar, Fríðu Á. Sigurðardóttur og Thors Vilhjálmssonar, en verk þeirra allra hafa hafa hlotið bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Nýverið þýddi Erik Skyum-Nielsen verk Auðar Ólafsdóttur, sem hefur verið tilnefnt til sömu verðlauna. Verðlaunin eru veitt þeim ein- staklingi sem hefur unnið verk sem tengjast hugsjónum og störfum Jóns Sigurðssonar. Árið 2009 nemur verðlaunafjárhæðin 2.500 dönskum krónum. Fékk verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta Viðurkenning Erik Skyum-Nielsen bókmenntafræðingur þakkaði við- urkenninguna í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.