Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.04.2009, Blaðsíða 43
Menning 43FÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 2009 BRESKA hljómsveitin Oasis mun ekki gefa út aðra plötu fyrr en í fyrsta lagi árið 2014. Ástæðan mun vera sú að Noel Gallagher er kominn með ógeð á bróður sínum Liam. Í viðtali við tónlistartíma- ritið Q sagði Noel að hann vildi í það minnsta komast í fimm ára frí frá bróður sínum vegna þess að honum finnst hann ekki taka hljómsveitina nógu alvarlega. „Það eru enn tvö lög ókláruð sem áttu að fara á síðustu plötu vegna þess að Liam ákvað allt í einu að gifta sig. Það pirrar mig óendanlega mikið. Við vorum búnir að taka upp 50 manna kór og allt. Ef hann tekur þetta ekki alvarlega þá er það bara þannig en þá vil ég ekki vita af hon- um meir. Næst þegar við förum í hljóð- verið verðum við fimm árum eldri,“ sagði Noel sem bætti því svo við að samband hans við bróður sinn væri svo slæmt að Liam hefði ekki einu sinni hitt 10 ára frænda sinn. „Það hljómar fárán- lega en er dagsatt og þið mynduð trúa mér ef þið þekktuð hann. Þið mynduð ekki einu sinni hleypa honum inn fyrir hússins dyr ef hann kæmi fram við ykkur eins og hann kemur fram við mig og mína fjölskyldu. Hann er dónalegur, hrokafullur og latur. Hann er reiðasti mað- ur sem ég þekki. Ef veröldin væri súpa héldi hann á gaffli.“ Fimm ára bið í næstu Oasis-plötu Oasis-bræður Hafa lengi eldað grátt silfur saman. DEILUR spunnust suður í Ástralíu í vikunni þegar þessi stúlka, fyr- irsætan Stephanie Naumoska, komst í úrslit fegurðarsamkeppni í Sydney sem kennd er við Ungfrú al- heim. Naumoska er hávaxin, 180 cm á hæð, en ekki nema 49 kíló, langt undir meðalþyngd. Læknar og næringarfræðingar kvörtuðu undan því að hún væri ekkert nema „skinn og bein“ og hættulega van- nærð. Reuters Sögð hættu- lega vannærð ÞRIÐJU Grasrótartónleikar Reykjavík Grapevine og gogoyoko verða haldnir í kvöld í Nýlendu- vöruverzlun Hemma og Valda að Laugavegi 21. Fram koma 701, Mag- noose og Mikael Lind, en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera sóló- raftónlistarmenn og vinna í Bókabúð Máls og Menningar. Mikael Lind er 28 ára Svíi sem hefur verið búsettur á Íslandi síðan 2006. Hann gaf út plötuna Alltihop fyrir stuttu en á henni má finna mel- ódíska raftónlist með snefil klass- ískra áhrifa. 701 er hliðarsjálf Jóhanns F. Jó- hannssonar, 27 ára gamals Ísfirð- ings sem gaf út sína fjórðu plötu á dögunum, Dońt Push The Rocks In My Face. Magnoose er 26 ára listamaður, útskrifaður í myndlist, sem hann starfar að samhliða tónlist. Hann skipar helming dúettsins Mr. Silla og Mongoose en í kvöld spreytir hann sig einn á hávaðakenndri raf- tónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Morgunblaðið/Kristinn Kemur einn fram Mikael Lind er einn flytjendanna í kvöld. Raftónlist- armenn koma fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.