Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 10

Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Stjórnarflokkarnir hafa átt í basliundanfarnar vikur með að ná saman um ýmis mál.     Á almannavitorði er þó að þeir erusammála um eitt mál.     Það er aðbreyta skuli stjórnkerfi fisk- veiða, fyrna 5% allra aflaheim- ilda ár hvert, kalla inn til rík- isins og endur- úthluta.     Í þessu máli eruflokkarnir sammála nánast orð fyrir orð og prósentu fyrir pró- sentu, eins og sást á samanburði stefnuyfirlýsinga þeirra í Morg- unblaðinu gær.     Stefnunni, sem flokkarnir erusammála um og börðust fyrir í kosningunum, verður hins vegar ekki hrint í framkvæmd þegar í stað.     Það þykir ekki ráðlegt vegna þesshvað staða sjávarútvegsins er alvarleg. Skuldirnar nema þre- földum árstekjum greinarinnar. Án kvótans geta fyrirtækin ekki staðið undir skuldunum.     Það er gott fyrir efnahagslífið aðfallið skuli hafa verið frá fyrningarleiðinni, alltént í bili.     En leiðinlegt fyrir stjórnarflokk-ana að málið, sem þeir voru mest sammála um, skuli hafa verið svona vitlaust. Það þýðir að þeir verða að halda áfram að tala um mál, sem þeir eru ekki sammála um.     Ein spurning vaknar þó. Breyttiststaða sjávarútvegsins mikið eft- ir kosningarnar? Kannski getur sjávarútvegsráðherrann svarað því. Steingrímur J. Sigfússon Samhljóða óráð Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 10 skýjað Lúxemborg 13 skýjað Algarve 25 heiðskírt Bolungarvík 3 rigning Brussel 16 skýjað Madríd 29 léttskýjað Akureyri 4 alskýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 21 heiðskírt Egilsstaðir 3 alskýjað Glasgow 12 skúrir Mallorca 25 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 7 rigning London 20 skýjað Róm 21 léttskýjað Nuuk -3 alskýjað París 16 skýjað Aþena 15 skýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Amsterdam 14 skýjað Winnipeg 18 skýjað Ósló 13 léttskýjað Hamborg 12 léttskýjað Montreal 12 alskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Berlín 14 léttskýjað New York 13 alskýjað Stokkhólmur 9 skýjað Vín 15 skúrir Chicago 19 alskýjað Helsinki 11 skýjað Moskva 17 alskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 7. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5.03 3,5 11.16 0,5 17.30 3,8 23.42 0,4 4:38 22:11 ÍSAFJÖRÐUR 1.09 0,2 6.59 1,9 13.23 0,2 19.34 2,0 4:24 22:36 SIGLUFJÖRÐUR 2.56 0,1 9.22 1,1 15.26 0,2 21.33 1,2 4:06 22:19 DJÚPIVOGUR 2.16 1,9 8.18 0,5 14.41 2,2 20.56 0,5 4:03 21:46 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Allhvöss eða hvöss norðanátt með slyddu eða rigningu, en skýjað með köflum og þurrt að mestu sunnan til á landinu. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunn- anlands. Á laugardag Minnkandi norðvestanátt og snjókoma eða él norðaustan til, en bjartviðri sunnan- og vest- anlands. Fremur kalt áfram. Á sunnudag Suðvestanátt með rigningu á vestanverðu landinu, en skýjað að mestu og þurrt NA- og A- lands. Hvessir V-lands um kvöldið. Hlýnandi veður. Á mánudag og þriðjudag Suðvestlæg átt og fremur milt veður. Vætusamt sunnan- og vestan til á landinu en bjart veður NA-lands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan 10-18 og slydda eða snjókoma með köflum, einkum norðaustan til, en víða bjart- viðri S- og SV-lands. Hiti 0 til 5 stig en 4 til 11 stig sunnan til á landinu. GRÍÐARLEG fjölgun hefur orðið á beiðnum um aðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fyrstu fjóra mánuði ársins er aukningin 317% miðað við sömu mánuði í fyrra. Umsóknir í ár, janúar til apríl, voru 2.206 en voru 701 í fyrra. Í fréttatilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur fram að áhrif kreppunnar séu að koma fram með fullum þunga. Aukningin sé langmest vegna atvinnuleysis. Í mars í fyrra komu fjórar at- vinnulausar konur og einn karl, í ár voru konurnar 27 og karlarnir 136, í apríl í fyrra var engin at- vinnulaus kona og fjórir karlar, en í ár voru kon- urnar 46 og karlarnir 213. Fjölgun er í yngstu aldurshópum og meðalaldur umsækjenda hefur lækkað, var 45,4 en er nú 41,8. Tveir þriðjuhlutar umsækjenda voru áður konur en nú er kynjahlutfallið orðið jafnt. Hjálparstarf kirkjunnar hefur mætt aukinni þörf með því að bæta við félagsráðgjafa í hálft starf. Aðstoðin er fólgin í ráðgjöf, mataraðstoð, að- stoð við að leysa út lyf, fatnaði og sérstaklega er reynt að mæta þörfum barnafjölskyldna. Sífellt fleiri leita til Hjálparstarfsins Í HNOTSKURN »Í janúar í ár voru beiðnir til Hjálp-arstarfs kirkjunnar 400 en 159 árið áð- ur, í febrúar 410 en 139 árið áður, í mars 607 en 220 í fyrra og í apríl 804 en voru 183. »Aðstoðin er m.a. fólgin í ráðgjöf, mat-araðstoð og aðstoð við að leysa út lyf.  Ungt fólk og fólk sem ekki er með vinnu leitar í auknum mæli eftir aðstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.