Morgunblaðið - 07.05.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.05.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 MIKIL gleði ríkti á skólalóð Laugarnesskóla í hádeginu í gær þegar fjöldi barna þusti út til að dansa undir handleiðslu Níelsar Hafsteinssonar dans- kennara. Níels hefur kennt dans í þrjátíu ár en í vetur kenndi hann 407 nemendum skólans sporið. Hann segir engan vafa leika á því að dansinn hafi góð áhrif á nemendur og sá sem kunni ekki að dansa verði alltaf ut- angátta og til hliðar í þjóðfélaginu. tka@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Dansað á skólalóðinni „ÞAÐ er frekar aukning en hitt,“ sagði Sigurður Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, en nýtt happdrættisár er að hefjast. Hann sagði að velta happdrættisins hefði vaxið stöð- ugt undanfarin fjögur ár. Í fyrra var aukningin um 8% og útlit fyrir jafnmikinn vöxt á þessu ári. Sig- urður sagði það eðlilegt að einhverjir segðu upp miðum á happdrætt- isárinu. Uppsagnir á því happdrætt- isári sem nú er að líða hefðu þó ekki verið meiri en búast mátti við, þrátt fyrir kreppu og samdrátt. Happdrætti DAS hefur starfað í Færeyjum allt frá árinu 1995. Sig- urður sagði að „Happadráttur DAS“, eins og happdrættið heitir þar, hefði fengið mjög góðar við- tökur. Álíka margir viðskiptavinir væru í Færeyjum og á Íslandi miðað við höfðatölu. Sigurður sagði að þeg- ar happdrættið hefði verið búið að starfa í Færeyjum í tíu ár hefði það gefið dvalarheimili aldraðra í Þórs- höfn lítinn fólksflutningabíl sem þakklætisvott fyrir góðar viðtökur. Sigurður taldi það hafa hjálpað happdrættinu að ná fótfestu í Fær- eyjum að margir Færeyingar hefðu búið hér á landi. Einnig hefði Happ- drætti DAS komið til Færeyja þegar sjálfstæðisumræðan stóð sem hæst. Í stað þess að taka þátt í danska lott- óinu hefðu Færeyingar snúið sér að DAS. Lítið væri um happdrætti í Færeyjum og vinningar DAS stórir í samanburði við vinninga annarra. Miðaverð og vinningsupphæðir mið- uðust við færeyskar krónur. Fær- eyingar ættu einnig möguleika á að vinna stórvinninga sem eru í boði hér, eins og bíla o.fl. gudni@mbl.is Veltan eykst ár frá ári Happdrætti DAS er einnig í Færeyjum Sigurður Sigurðsson GJALDÞROT, nauðungarsölur og nauðasamningar eru mál sem rekin eru fyrir opnum tjöldum. Nauðasamningar vegna greiðslu- aðlögunar eru engin undantekning og nöfn þeirra sem í hlut eiga verða þess vegna birt í Lögbirtingablaðinu, að sögn Eddu Andradóttur héraðs- dómslögmanns sem skipuð hefur verið umsjónarmaður með nauða- samningsumleitunum vegna samn- ingsskulda. Nafnbirting vegna umsóknar um greiðsluaðlögun þykir ýmsum harka- leg aðgerð. Edda bendir á að nauða- samningarnir vegna greiðsluaðlög- unar séu viðbótarkafli við lögin um gjaldþrotaskipti. „Meðferð máls samkvæmt þeim lögum er ekki háð nafnleynd. Nafnbirtingin í Lögbirt- ingablaðinu er innköllun til þeirra kröfuhafa sem telja sig eiga kröfu á hendur viðkomandi einstaklingi.“ Vildi sérlög Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, telur aðspurður óvíst að neyt- endur hafi gert ráð fyrir opinberri nafnbirtingu. „Eitt af því sem ég fann að þessum annars ágætu lögum var að þau skyldu vera svolítið gjald- þrota- og kröfuhafamiðuð. Ég vildi hafa þetta sérlög. En eftir á að hyggja er kannski erfitt að komast hjá svona innköllun.“ Það sem gerir nauðasamnings- umleitanir vegna greiðsluaðlögunar ólíkar hinum er að kröfuhafarnir eru þvingaðir til að hlíta niðurstöðu dóm- stóls og umsjónarmanns um hvort staðfesta eigi greiðsluáætlun skuld- ara, að sögn Eddu. „Undir venjuleg- um kringumstæðum þarf fólk sem leitar nauðasamninga að fá samþykki tiltekins meirihluta kröfuhafa fyrir því að samningarnir gangi í gegn. Þannig er það ekki í þessu tilfelli.“ Að sögn Eddu er ákaflega mik- ilvægt að vanda vel gerð umsókn- arinnar og fylgigagna. ,,Hún leggur grunninn að því hvort héraðsdómari staðfestir og veitir þessa heimild. Það er hægt að leita til Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna og fá ókeypis aðstoð en einnig til lög- manna. Margir hafa þegar fengið skýrslu frá ráðgjafarstofunni um stöðu sinna mála. Það er ágætis grundvöllur fyrir svona beiðni.“ ingibjorg@mbl.is Aðlögun fyrir opnum tjöldum  Nöfn umsækjenda um nauðasamn- inga vegna greiðsluaðlögunar verða birt Lög Samningar vegna greiðsluað- lögunar fela í sér nafnbirtingu. „ÞETTA bréf virðist því miður vanhugsað. Allir vita að Icelandair heldur uppi öflugu flugi milli Íslands og annarra landa og er eina fyrirtækið sem skap- ar íslenskum flugmönnum atvinnutækifæri á því sviði,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, inntur eftir viðbrögðum við ásökunum Félags íslenskra atvinnu- flugmanna um að Icelandair Group sniðgangi íslenska flugmenn. Í bréfi frá stjórn FÍA, sem birtist á síðu 24 í Morgunblaðinu í dag, er því haldið fram að Icelandair Group „manni flugverkefni sín erlendis með flugmönnum sem ráðnir eru sem verktakar í gegnum áhafnaleigur í skattaskjólum“. Guðjón þverneitar þessum ásök- unum FÍA, Ísland sé hluti af Evr- ópska efnahagssvæðinu og hér gildi því sömu lög og regl- ur um frjálsa atvinnustarfsemi og annars staðar, sem þýði að ekki sé hægt að víkja erlendum flugmönnum úr starfi til að hleypa þeim íslensku að. Fagnar aðkomu Félagsdóms ef af verður „Það er einfaldlega fráleitt að þótt móðurfyrirtæki Icelandair, Icelandair Group, hafi keypt erlent flugfélag fyrir tveimur árum, geti íslenskir flugmenn í FÍA haft þar forgang í störf. Þar eru fyrir aðrir flugmenn í fullum rétti. Þessi krafa stjórnar FÍA um forgang íslenskra flugmanna í störf úti í heimi gengur ekki upp.“ Guðjón segir ásakanirnar í garð Icelandair Group ósanngjarnar í ljósi þess að ekkert annað flugfélag á Ís- landi leggi sig jafnmikið fram um að hafa íslenska flug- menn í vinnu. „Engir íslenskir flugmenn Icelandair hafa misst vinnu vegna leiguflugsverkefna erlendis og félagið hefur svo sannarlega leitað atvinnutækifæra úti í heimi fyrir íslenska flugmenn eftir bestu getu.“ Hann vonast til þess að Félagsdómur skeri nú endanlega úr um málið. „Stjórnarmenn í FÍA hafa um árabil hótað því að fara með ágreining um þennan meinta forgangsrétt í kjara- samningi fyrir Félagsdóm, eins og gert er í þessu bréfi. Jafnlengi hefur Icelandair hvatt stjórn FÍA til þess. Það hefur hún ekki viljað gera þegar á reynir.“ una@mbl.is Fráleitt að flugmönn- um hér sé mismunað Guðjón Arngrímsson Hverjir fá greiðsluaðlögun? Edda Andradóttir lögmaður segir greiðsluaðlögun vera til aðstoðar þeim sem eru í raunverulegum vanda, eins og hún orðar það. „Það er ekki nóg að fólk eigi meira af skuldum en eignum. Það þarf að liggja fyrir að næstu þrjú til fimm ár- in geti viðkomandi ekki staðið við af- borganir eins og þær eru í dag. Það er ekki nóg að um sé að ræða tíma- bundinn vanda nákvæmlega núna.“ Hvert á að senda beiðnina? Til héraðsdómstóls. S&S „ÞAÐ er komin leiðindakergja í hópinn vegna þess hvernig staðið er að þessum leiguflugsverk- efnum. Við erum í rauninni að kalla eftir stefnubreytingu,“ seg- ir Jóhannes Bjarni Guðmunds- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Félagið hyggst stefna Ice- landair fyrir félagsdóm vegna meintra brota á kjarasamningum. Því er haldið fram að Icelandair líti framhjá stórum hópi atvinnulausra, íslenskra flugmanna og ráði í staðinn sem gerviverk- taka erlenda flugmenn í gegnum áhafnaleigu í skattaskjóli. Að sögn atvinnuflugmanna er þetta gríðarlegt hagsmunamál sem brýnt sé að bæta úr, ekki síst í því ástandi sem nú blasir við að um 60 íslenskir flugmenn þiggja atvinnuleysisbætur frá ríkinu. Þolinmæði flugmanna á þrotum Flugmenn saka Icelandair Group um brot á kjarasamningum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.