Morgunblaðið - 07.05.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 07.05.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 ÍBÚAR í Arahólum 2 í Breiðholti hafa tekið að sér að snyrta nær- umhverfi sitt í kjölfar áskorunar Reykjavíkurborgar til íbúa um að taka höndum saman við hana við að hreinsa til. Guðrún Jónsdóttir, íbúi í Ara- hólum segist vilja með þessu framtaki stuðla að því að um- gengni sé góð og snyrtimennska og virðing fyrir umhverfinu í heiðri höfð. Hreinsa til í sjálfboðavinnu Á morgun standa Verkfræðinga- félagið, Tæknifræðingafélagið og Stéttarfélag verkfræðinga fyrir ráðstefnu um framsækin fyrirtæki í tæknigreinum. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Nýsköpun í verki“ og verður hún haldin í Öskju, Sturlu- götu 7, kl. 8:30-12:00. Markmiðið er að draga fram nýjungar í verk- fræði. Tæknigreinar VALGERÐUR Grímsdóttir hjúkr- unarfræðingur heldur til Íraks í dag á vegum Rauða kross Íslands til að starfa fyrir Alþjóða Rauða krossinn. Valgerður mun vinna við sjúkrahúsið í borginni Najaf, eink- um við þjálfun innlendra heilbrigð- isstarfsmanna og eflingu bráða- þjónustu í borginni. Valgerður til Íraks BORGARAHREYFINGIN hefur sent beiðni til Orkustofnunar um að raforkuverð til álbræðslu verði gert opinbert. Auk þess hefur hreyfingin sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA þar sem kvartað er yfir því að raforkunot- endur á Íslandi skuli ekki njóta sanngirni og og gagnsæi við sam- anburð á raforkuverði líkt og kveð- ið er á um í tilskipun frá ESB. Sök- um leyndarinnar sé illmögulegt að fjalla um rétt neytenda eins og kveðið er á um í tilskipuninni. Kvarta yfir leynd á raforkuverði FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is AÐSÓKN að skíðasvæðum landsins í vetur sló öll fyrri met. Heildaraðsókn í vetur var 241 þúsund gestir. Gamla metið var frá í fyrra, 170 þúsund gestir. Aukningin er um 42%. Nokkrar skýringar eru taldar vera á stóraukinni aðsókn. Snjóalög voru sérlega hagstæð sem og veðurfar en einnig er staða efnahagsmála í land- inu talin hafa haft augljós áhrif. Tals- vert minna var um að fólk færi í skíðaferðir til annarra landa, eins og fram hefur komið í fréttum. Þess í stað fór fólk í skíðaferðir innanlands. Þannig var umtalsvert aukin aðsókn að öllum skíðasvæðum á landinu. Skíðaveturinn hófst snemma að þessu sinni. Dalvíkingar riðu á vaðið en þar hófst vertíðin 25. október sl. Flest skíðasvæðin á Norðurlandi fylgdu fljótlega í kjölfarið. Skíðavæði í öðrum landshlutum voru komin í fullan rekstur um miðjan desember. Síðustu skíðasvæðunum var lokað 3. maí en það voru Hlíðarfjall ofan Ak- ureyrar og skíðasvæðin á Siglufirði og Seyðisfirði. Að meðaltali voru skíðasvæðin opin í 75 daga í vetur. Aðsóknin í febrúar var sérstaklega góð enda eru vetrarfrí orðin fastur liður í starfi flestra grunnskóla. „Greinilegt er að margir lögðu land undir fót og heimsóttu skíða- svæði víðs vegar um landsbyggðina. Skíðaiðkun er orðin stór þáttur í vetrarferðaþjónustu á landsbyggð- inni. Sífellt fleiri heimsækja skíða- svæðin á landsbyggðinni á sama tíma og öll aðsóknarmet eru slegin á skíðasvæðum höfuðborgarsvæð- isins,“ segir í frétt frá Samtökum skíðasvæða á Íslandi. Mjög góð sala á skíða- og bretta- búnaði í skíðavöruverslunum lands- ins hélst í hendur við þessa stór- auknu aðsókn á skíðasvæðin. Einnig var áberandi gríðarleg spurn eftir notuðum búnaði og voru dæmi um að söluaðilar hefðu langa biðlista eftir slíku, segir í fréttinni. Guðmundur Karl Jónsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð- arfjalli á Akureyri og formaður Sam- taka skíðasvæða á Íslandi, segir að mikil gleði ríki hjá starfsmönnum skíðasvæðanna yfir því hvernig til tókst í vetur. Guðmundur segir að snjóalög í vetur hafi verið þau jöfn- ustu í háa herrans tíð á öllum svæð- um og það hafi haft gríðarlega mikið að segja. Hann segir að stærsti markhóp- urinn sé fyrir sunnan og þegar góður snjór sé þar og snjói í byggð verði gríðarleg vakning. „Við þekkjum þetta frá útlöndum. Ef til dæmis snjóar í München í Þýskalandi aukast bókanir stórlega í Ölpunum. Það sama má segja um Denver í Colorado. Ef snjóar þar stóreykst aðsóknin að skíðasvæðunum,“ segir Guðmundur. Hið sama gerist hér á landi þegar byrjar að snjóa. Menn komist í vetr- argírinn og fari að huga að skíð- unum. Kreppan hafi svo greinilega haft áhrif og hún í bland við góðan og stöðugan vetur hafi skilað þessari miklu aðsókn. Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri skíðasvæðanna á höfuðborg- arsvæðinu, segir að veturinn hafi slegið öll met þrátt fyrir að opið hafi verið í færri daga en í fyrra. Í vetur voru gestir í Bláfjöllum og Skálafelli tæplega 87 þúsund, samanborið við um 60 þúsund gesti í fyrravetur. Op- ið var í Bláfjöllum í 56 daga sam- anborið við 67 daga í fyrra. Opið var í Skálafelli í 30 daga, samanborið við 52 daga í fyrra. Þetta sýni að hver dagur hafi verið mun betur nýttur en í fyrra. „Við fengum fjögurra vikna samfelldan tíma í janúar og fram í febrúar þar sem opið var hvern ein- asta dag. Aðsóknin á hverjum degi var eins og hún er venjulega um páska,“ segir Magnús. Hann segir að góð aðsókn í vetur eigi sér nokkrar skýringar. Mikill snjór hafi verið í fyrravetur, sem hafi valdið því að margir drógu skíðin fram úr geymslunum. Snjóað hafi í byggð í desember og þá hafi fólk drifið sig af stað aftur og góð sala verið á vetrarkortum. Loks segir Magnús að hann hafi verið sérlega heppinn með starfsfólk í vetur. Margir reyndir starfsmenn hafi unn- ið á skíðasvæðunum og allt gengið nánast hnökralaust. Enda hafi gestir lýst yfir mikilli ánægju með þjón- ustuna. Aðsókn í vetur sló öll met Morgunblaðið/Árni Sæberg Skíðamenn Jöfn og góð aðsókn var í Bláfjöllum í allan vetur.  Gestir á skíðasvæðum landsins í vetur voru 241 þúsund talsins, sem er um 42% aukning frá í fyrra  Æ fleiri sækja skíðasvæði á landsbyggðinni á sama tíma og öll met voru slegin á höfuðborgarsvæðinu Aðsóknartölur Bláfjöll 84.599 Hlíðarfjall 66.750 Ísafjörður 22.000 m bl 11 10 02 6 www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Gönguferðir fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur, alla daga vikunnar 11. – 15. maÍ. Léttar, skemmtilegar gönguferðir, góð hreyfing og góður félagsskapur. Allar gönguferðir hefjast klukkan 16.00 Fyrsta gönguferðin er frá Perlunni og er gengið um Öskjuhlíð. Dagskrá barnavagnavikunnar má sjá á heimasíðu FÍ www.fi.is Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Ferðafélag Íslands skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Barnavagnavika FÍ 11.–15. maí

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.