Morgunblaðið - 07.05.2009, Síða 16
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LÖGREGLAN í Afganistan sagði í
gær að um 100 manns, flestir
þeirra óbreyttir borgarar, hefðu
beðið bana í loftárásum Banda-
ríkjahers á uppreisnarmenn úr röð-
um talibana í vesturhluta Afganist-
ans. Loftárásirnar eru meðal
mannskæðustu árása sem gerðar
hafa verið á óvopnaða Afgana frá
því að hernaður Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra hófst í Afg-
anistan fyrir nær átta árum.
Bandaríkjaher og stjórnvöld í
Afganistan hófu rannsókn á árás-
unum, sem voru gerðar í afskekktu
héraði, Farah. „25 til 30 þeirra eru
talibanar, m.a. frá Tétsníu og Pak-
istan, og hinir eru óbreyttir borg-
arar, þeirra á meðal börn, konur og
aldrað fólk,“ sagði talsmaður lög-
reglunnar um fórnarlömb árásanna.
Hillary Clinton, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, sagði
bandarísk stjórnvöld harma mann-
fallið meðal óbreyttra borgara og
leggja mikla áherslu á samstarf við
Afgana til að fyrirbyggja að hern-
aðurinn kostaði saklaust fólk lífið.
Nær 2.200 óbreyttir borgarar biðu
bana í átökunum í Afganistan í
fyrra, um 55% þeirra í árásum tal-
ibana og nær 45% í árásum stjórn-
arhersins, Bandaríkjahers og
NATO. Er það mesta mannfall
meðal óbreyttra borgara á einu ári
frá því að hernaðurinn gegn talib-
önum hófst.
Harma blóðs-
úthellingarnar
Tugir saklausra borgara biðu bana í
loftárásum Bandaríkjahers í Afganistan
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009
TAMÍLAR, sem misst hafa fæturna í átökunum í héruðum sínum á norð-
anverðu Srí Lanka, bíða eftir aðhlynningu á aðalsjúkrahúsinu í borginni
Vavuniya í gær. Her landsins var á vefsíðu uppreisnarmanna Tamíla-
Tígranna sakaður um að hafa um síðastliðna helgi varpað sprengjum á
bráðabirgðasjúkrahús á um fimm ferkílómetra svæði sem skæruliðar
halda enn. 64 hefðu látið lífið. Herinn vísaði ásökunum á bug og sagði að
Tígrarnir hefðu ef til vill sjálfir komið af stað sprengingum við húsið.
Fatlaðir Tamílar bíða
ÍBÚAR í borginni Hetian á sjálfstjórnarsvæði
Uighura í Xinjiang-héraði í vestanverðu Kína
hjóla í sandstormi sem herjaði á svæðinu í gær.
Stormar af þessu tagi eru algengir á þessum
slóðum en þeir eru einnig árvissir í höfuðborg-
inni Peking sem er í norðausturhluta landsins.
Reuters
Hjólað í sandstormi í Hetian-borg
LÍFVÖRÐUR páfa er minnsti her
heims, hann var stofnaður árið
1506 og var það sjálfur Michelang-
elo sem hannaði búningana. Fram
til þessa hafa eingöngu ungir,
ókvæntir og kaþólskir karlar frá
Sviss fengið inngöngu í liðið.
En nýr yfirmaður, Daniel Anrig,
sagði nýlega í sjónvarpsviðtali að
hann gæti hugsað sér breytingar,
að konur fengju „hlutverk af ein-
hverju tagi“ í lífverðinum, að sögn
BBC.
Áður hefur hugmyndinni ávallt
verið drepið á dreif með því að
segja að vistarverur lífvarðarins
væru svo þröngar að það kæmi ekki
til greina að konur fengju inn-
göngu. kjon@mbl.is
Fá konur
inngöngu?
Yfirmaður lífvarðar
páfa íhugar málið
Flottir! Tveir liðsmenn lífvarðar
páfa, óvopnaðir í þetta sinn.
EFRI deild tékk-
neska þingsins
samþykkti í gær
með 54 atkvæð-
um gegn 20
Lissabon-
sáttmála Evrópu-
sambandsins sem
kveður á um ýms-
ar breytingar á
skipulagi og
starfsháttum ESB. Áður hafði neðri
deildin sagt já. Öll aðildarríkin 27
verða að staðfesta sáttmálann.
Vaclav Klaus forseti þarf að und-
irrita samþykktina til að hún taki
gildi en hann er harður andstæð-
ingur aukins samruna. Hann segist
munu taka sér góðan tíma til að
hugsa málið og sama gerir pólskur
starfsbróðir hans, Lech Kaczynski.
Hann segist ætla að bíða eftir nið-
urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Íra í
nóvember. Deilur um lögmæti sátt-
málans tefja einnig fyrir staðfest-
ingu hans í Þýskalandi.
Sáttmáli
samþykktur
Vaclav Klaus
BRESK stjórnvöld ætla að efna til
rannsóknar vegna frétta um að 77
kínversk börn hafi horfið af barna-
heimili nálægt Heathrow-flugvelli í
London síðan 2006. Óttast er að
börnin hafi orðið fórnarlömb man-
sals og endað í vændi eða fíkniefn-
um. Skýrslu rannsóknarlögregl-
unnar um málið var lekið til blaðsins
Guardian.
Í skýrslunni kemur fram að börn-
in hafi í flestum tilfellum komið ein-
sömul til Bretlands með flugi. Lög-
reglan hafi séð um að koma
börnunum fyrir á barnaheimilinu
skammt frá flugvellinum.
kjon@mbl.is
Kínversk
börn seld?
Bretar rannsaka
hvarf 77 barna
BARACK Obama Bandaríkjaforseti ræddi í gærkvöldi við forseta Afgan-
istans og Pakistans og sagði eftir viðræðurnar að þeir hefðu heitið nánu
samstarfi í baráttunni gegn öfgasamtökum sem ógnuðu öllum löndunum
þremur. Ennfremur var rætt um mannskæðar loftárásir Bandaríkjahers í
Afganistan og Obama sagði að Bandaríkjamenn myndu gera allt sem í
þeirra valdi stæði til að fyrirbyggja mannfall meðal óbreyttra borgara.
Leiðtogarnir ræddu einnig þróunarsamvinnu. Asif Ali Zardari, forseti
Pakistans, og Hamid Karzai, forseti Afganistans, undirrituðu viðskipta-
samning sem á að greiða fyrir erlendum fjárfestingum í löndunum.
Lofa nánu samstarfi gegn öfgasamtökum
Reuters
Leiðtogafundur Hamid Karzai (t.v.) og Asif Ali Zardari með Obama.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HERÆFINGAR Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, hófust í gær í
Georgíu, þrátt fyrir hörð mótmæli
Rússa sem segja þær vera „augljósa
ögrun“ við þá, eins og Dímítrí
Medvedev forseti komst að orði. Um
1.000 hermenn frá 18 löndum munu
taka þátt í æfingunum sem fara
fram skammt frá Tblisi, höfuðborg
Georgíu. Rússar höfnuðu boði um að
senda eftirlitsmenn á svæðið.
Rússar ráku í gær úr landi tvo
kanadíska fulltrúa á skrifstofu
NATO í Moskvu og var aðgerðin lið-
ur í diplómatísku stríði þeirra við
NATO sem nýlega rak tvo Rússa frá
aðalstöðvum bandalagsins í Belgíu
vegna njósna.
Stjórnvöld í Georgíu bældu á
þriðjudag niður uppreisn nokkurra
skriðdrekahermanna og sögðu hana
hafa átt að trufla æfingarnar. Full-
yrtu þau að Rússar hefðu stutt upp-
reisnina. Georgíumenn og Rússar
háðu skammvinnt stríð í ágúst í
fyrra er Rússar studdu aðskiln-
aðarsinna í uppreisnarhéruðunum
Abkasíu og S-Ossetíu til sigurs.
Georgíumenn álíta heræfingarnar
merki um að Vesturveldin muni ekki
skilja þá eftir á köldum klaka eftir
ósigurinn í fyrra en Bandaríkin hafa
veitt Georgíu verulega hernaðar-
aðstoð síðustu árin. Þegar er búið að
lofa Georgíumönnum að þeir muni fá
að ganga í NATO en ekki tilgreind
nein tímamörk. Sum Evrópuríki
efast um að rétt sé að hleypa þeim
inn í bandalagið.
Her NATO æfir í Georgíu
Rússar bálreiðir og segja aðgerðina vera „augljósa ögrun“ við sig
Í HNOTSKURN
»Vinsældir forseta Georgíu,Mikhails Saakashvilis,
hafa dvínað mjög síðustu mán-
uði. Hann er sagður hafa kall-
að ósigur yfir þjóðina með því
að reyna að taka uppreisnar-
héruðin með hervaldi í fyrra.
Búast hefði mátt við að Rússar
gripu inn. Sjálfur segir hann
Rússa hafa byrjað átökin.