Morgunblaðið - 07.05.2009, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Sókn talibana íAfganistanog Pakistan
er alvarlegt mál. Í
Afganistan ráða
stjórnvöld ekki neitt við neitt
og verkefnið, sem átti að vera
prófsteinn á Atlantshafs-
bandalagið, gæti hæglega farið
út um þúfur.
Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, ætlar að bregð-
ast við vandanum með því að
senda fleiri hermenn til lands-
ins og líkir demókratinn David
Obey, formaður fjárlaganefnd-
ar þingsins, áætlunum hans við
stefnu Richards Nixons í Víet-
nam árið 1969. Í það minnsta er
engin trygging fyrir því að fyr-
irætlanir Obama muni hafa til-
ætluð áhrif, ekki síst vegna
þess að Hamid Karzai, forseti
Afganistans, er veikur fyrir.
Ekki er staða Asifs Alis Zar-
daris, forseta Pakistans, sterk-
ari. Harðlínuíslamistar halda
áfram að sækja og eru farnir að
nálgast höfuðborg landsins. Því
hefur jafnvel verið spáð að
landið muni hrynja innan sex
mánaða að óbreyttu. Hernum
hefur lítið orðið ágengt og er
ekki að furða. Íslamistar eiga
bæði ítök og samúð í hernum og
leyniþjónustunni. Þeir unnu
með talibanastjórninni í Afgan-
istan á sínum tíma, enda átti
hreyfing þeirra rætur í afg-
önskum flóttamannabúðum í
Pakistan. Þess ut-
an er herinn tregur
til átaka við eigin
landsmenn.
Stjórn Zardaris
þykir standa það höllum fæti að
komnar eru fram áhyggjur af
því að kjarnorkuvopn landsins,
sem eru afrakstur vígbún-
aðarkapphlaups Pakistana og
Indverja, falli í hendur ísl-
ömskum harðlínumönnum.
Þótt íslamistar og talibanar
eigi samúð innan hersins tekur
yfirstjórn hans kjarnorku-
öryggi alvarlega. Þess utan er
herinn sú stofnun í Pakistan,
sem býr yfir mestum stöð-
ugleika. Það er hins vegar eng-
in trygging fyrir því að öfga-
menn komist ekki yfir
kjarnorkuvopn með einhverjum
hætti.
Afvopnun væri æskilegasti
kosturinn, en Pakistanar
myndu aldrei fallast á að losa
sig við kjarnorkuvopn sín nema
Indverjar gerðu slíkt hið sama
og ólíklegt verður að teljast að
hægt sé að fá ríkin til að semja
um það.
Obama ræddi í gær við bæði
Karzai og Zardari í Wash-
ington. Hann hvatti þá til að
blása til sóknar gegn talibönum
og íslamistum. Þessi öfl verða
hins vegar ekki brotin á bak
aftur með hervaldi einu saman
á meðan stjórnvöld njóta hvorki
hylli né trausts almennings.
Stjórnin í Pakistan
stendur höllum fæti }Kjarnavopn í reiðileysi?
Kristinn H.Gunnarsson,
fyrrverandi alþing-
ismaður, skrifaði
grein í Morg-
unblaðið í gær og
velti fyrir sér af hverju lítið
hefði verið fjallað í fjölmiðlum
um styrki stórfyrirtækja til
stjórnmálaflokka og einstakra
stjórnmálamanna eftir kosning-
arnar. „Misstu fjölmiðlar áhug-
ann eða misstu heimildarmenn
fjölmiðlanna áhugann þegar
kosningarnar voru afstaðnar?“
spyr Kristinn.
Hann bendir á að margt sé
óupplýst varðandi fjármál flokk-
anna. Fæstir þeirra hafi gert
fullnægjandi grein fyrir styrkj-
um, sem þeir fengu á árunum
2006 og 2007. Upplýsingar vanti
um sum framlög yfir 300.000
krónum, um styrki til einstakra
félaga eða kjördæmissambanda,
hvort kostnaður hafi verið færð-
ur í sérstökum félögum utan
flokkanna og þau safnað styrkj-
um, og hversu mikið flokkarnir
skuldi, hverjum þeir skuldi og
hvaða tryggingar séu fyrir
skuldunum. Þá hafi margir
frambjóðendur, sem háðu dýra
kosningabaráttu vegna próf-
kjörs á þessum tíma, ekki lagt
spilin á borðið.
Allt er þetta rétt hjá Kristni.
Hann segir að ekki gangi að
málið sofni. „Það verður að ljúka
því verki sem hafið var og fjöl-
miðlarnir geta ekki hlaupist frá
því. Þeir hófu leik-
inn og gerðu vel
með því og þeir
verða líka að hafa
þrek til að ljúka
honum.“
Kristinn H. Gunnarsson hefur
rétt fyrir sér í því, að fjölmiðlar
hófu leikinn með birtingu upp-
lýsinga um styrki til flokka og
frambjóðenda. En leiknum verð-
ur ekki lokið nema flokkarnir
taki þátt í því. Fjölmiðlar geta
áfram birt upplýsingar, sem
þeir komast yfir og eru óhjá-
kvæmilega brotakenndar, en
grein verður ekki gerð fyrir
málinu í heild nema flokkarnir
fallist á að opna fjármál sín og
frambjóðenda sinna.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra skrifaði öðrum
flokksformönnum bréf rétt fyrir
kosningar og lagði til að Rík-
isendurskoðun færi yfir fjármál
flokkanna, samtaka á þeirra
vegum og frambjóðenda í próf-
kjörum árin áður en núverandi
lög um fjármál flokkanna tóku
gildi.
Nú verður að gera ráð fyrir að
þessu máli verði fylgt eftir. Það
er meðal annars hlutverk fjöl-
miðla að fylgjast með því hvort
það verði gert. Morgunblaðið
mun að minnsta kosti ekki láta
sitt eftir liggja í því.
Það er nauðsynleg hreinsun
fyrir stjórnmálalífið á Íslandi að
þessar upplýsingar liggi allar
fyrir.
Málið upplýsist ekki
í heild nema flokk-
arnir opni bókhaldið}
Styrkjamálið er vakandi
Þ
að er sárt að sjá daglega fréttir fjöl-
miðla af vonleysi og uppgjöf þeirra
sem harðast verða úti í kreppunni.
Það er sárt að sjá, að það er venju-
legt fólk, almenningur, sem í raun
er að borga fyrir fjárglæfra ofurlaunamanna.
Vonin um að þeir sem ábyrgð bera á ástand-
inu verði látnir axla hana að fullu verður æ
veikari, og augljóst er að athyglin beinist ekki
lengur að þeim og þeirra gjörðum. Ég óttast að
senn verði farið að tala um kreppuna eins og
hverjar aðrar náttúruhamfarir sem dundu yfir
án þess að nokkur hefði fengið rönd við reist.
Þannig var það nefnilega ekki, – kreppan var
smíðuð af mönnum og fyrir það smíðaverk er
sárasaklaus bakarinn hengdur að gömlum en
vondum sið. Tæpast hefur nokkur óskað sér
þessa óréttlætis, og merkilegt nokk, það heyr-
ast heldur ekki háværar raddir um hefnd. Sanngirni er
það sem almenningur biður um.
Því er sennilega þannig farið með fleiri en mig, að velta
því fyrir sér hvernig hægt sé að finna fé til að lina ástand-
ið. Það hlýtur til dæmis að vera eðlileg spurning hvort
réttlætanlegt sé að ríkið greiði kostnað trúfélags. Við lest-
ur fjárlaga þessa árs má sjá að ef frá er dreginn kostnaður
við starfsemi kirkjugarða, tæpur einn milljarður, greiðir
ríkið, það er almenningur, 4,5 milljarða til kirkjunnar.
Þjóðkirkjan fær 1,5 milljarða, Kirkjumálasjóður fær 292
milljónir og Kristnisjóður 94 milljónir. Þá nema sókn-
argjöld 2,2 milljörðum auk þess sem Jöfnunarsjóður
sókna fær 379 milljónir. Þessar upphæðir eru á
reikningi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, en
auk þess úthluta önnur ráðuneyti einnig fé til
kirkjutengdra verkefna, biblíuþýðinga, við-
halds stafkirkju í Vestmannaeyjum og ritunar
biskupasögu.
Það er eðlilegt að þeir sem standa utan trú-
félaga eða tilheyra öðrum trúfélögum en þjóð-
kirkjunni líti þessa fjármuni girndaraugum,
ekki bara þegar að kreppir í samfélaginu, held-
ur alltaf. Þegar ástandið er jafn slæmt og það
er í dag, kann hins vegar að fara svo að girnd-
araugun fari að líta á milljarðana 4,5 sem
hreinan og kláran blóðpening. Umræða um að-
skilnað ríkis og kirkju er þörf. Það getur ekki
verið í takt við tímann að ríkið standi straum af
kostnaði við rekstur trúfélags. Eins hlýtur það
að vera hagur þess að í því séu þeir sem trúa í
raun og veru, en ekki af gömlum vana af því að þeim var
ómálga óvitum skipað þar á bekk.
Þjóðkirkjan er ekki óumdeild. Það hlýtur að vera
ástæða fyrir því að biskup sá sig knúinn til að biðja börn
og konur sem brotið hefur verið á af hálfu kirkjunnar
þjóna fyrirgefningar. Um fyrirgefninguna á hver við sjálf-
an sig, en á þjóðin að greiða laun þessara kirkjunnar
þjóna? Þá hefur afstaða kirkjunnar til samkynhneigðra og
hjónabands verið henni til vansæmdar.
Í mínum huga þarf enga sérstaka ástæðu til aðskilnaðar
ríkis og kirkju, en í árferðinu nú er ein ástæða þó alltént
augljós, 4,5 milljarðar. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Höfum við efni á þjóðkirkju?
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
V
egagerðin hefur boðið út
allmargar nýfram-
kvæmdir undanfarið og
hafa margir verktakar
boðið í flest verkin.
Áhugi og upphæð tilboða er til
marks um stöðuna á þessum mark-
aði. Vegagerðin ráðgerði að bjóða út
verkefni fyrir um sex milljarða
króna á þessu ári. Þar sem frávik
eru svo langt undir áætlun í mörg-
um tilvikum, um 1.650 milljónir á
sex nýbyggingum, má ætla að ráðist
verði í fleiri framkvæmdir en reikn-
að var með.
Búið er að ákveða hluta þeirra
verkefna sem boðin verða út á
næstunni og er listinn birtur á
heimasíðunni www.vegagerdin.is/
framkvæmdir. Kafli á Suðurlands-
vegi frá Lögbergsbrekku að Litlu
kaffistofunni er í undirbúningi en er
ekki enn kominn á listann. Það er sá
hluti Suðurlandsvegarins sem
lengst er kominn í undirbúningi.
Vegagerðin hefur á síðustu vikum
samið um nýframkvæmdir við þrjá
verktaka. Tilboð hafa verið opnuð í
þrjár aðrar nýbyggingar en ekki
verið gengið frá samningum. Þá
hefur Vegagerðin boðið út allmörg
viðhaldsverkefni undanfarið. Þar
sem efniskostnaður er mikill, t.d.
vegna malbiks og brúargerðar, eru
þau tilboð oftar nær áætlun og í ein-
hverjum tilvikum hærri, sem hefur
ekki verið reyndin þegar um ný-
byggingar er að ræða. Í stórum
jarðvinnuverkefnum er stór hluti
kostnaðar fólginn í vélavinnu og
mannalaunum.
Tilboð í nýbyggingar
oft um 60% af áætlun
Samið var við Þjótanda, sem var
lægstbjóðandi í Rangárvallaveg.
Fyrirtækið bauð tæplega 49 millj-
ónir í verkið eða sem nam 61,9% af
78,3 milljóna króna áætlun Vega-
gerðarinnar. Alls buðu 33 fyrirtæki
í verkið, sem á að vera lokið í haust.
Um framkvæmdir á Vestfjarða-
vegi frá Þverá að Þingmannaá var
samið við Ingileif Jónsson ehf. sem
átti næstlægsta tilboð upp á 385
milljónir eða 66,3% af 580 milljóna
kostnaðaráætlun. Nítján fyrirtæki
buðu í verkið.
Samið var við KNH um gerð
Norðausturvegar, frá Bunguflóa að
Vopnafirði, og hluta Hofsárdals-
vegar. Fyrirtækið átti fjórða lægsta
tilboð í verkið. KNH bauð 856 millj-
ónir króna eða 59,4% af 1.440 millj-
óna króna áætluðum verktakakostn-
aði. Þrettán fyrirtæki buðu í verkið.
Fyrir nokkru voru opnuð tilboð í
Álftanesveg og Raufarhafnarveg en
ekki hefur verið samið við verktaka.
Loftorka bauð lægst í Álftanes-
veg, 561 milljón, sem er um 68% af
825 milljóna áætlun. Nítján fyr-
irtæki buðu í verkið.
Klæðning bauð lægst í Raufar-
hafnarveg en féll frá tilboði sínu.
KNH á Ísafirði bauð næstlægst, 267
milljónir króna eða um 60% af 447
milljóna króna áætlun.
Á þriðjudag voru opnuð tilboð í
Bræðratunguveg og gerð nýrrar
Hvítárbrúar. Ræktunarsamband
Flóa og Skeiða bauð tæplega 629
milljónir í verkið eða 67,3% af 934
milljóna áætlun Vegagerðarinnar.
Verkið var auglýst á Evrópska
efnahagssvæðinu en einungis ís-
lensk fyrirtækið buðu í verkið, 23
talsins.
Frávik frá áætlunum
um 1.650 milljónir kr.
Morgunblaðið/RAX
Góður gangur Vinna við Suðurstrandarveg hefur gengið vel og er verktak-
inn, KNH frá Ísafirði, langt á undan áætlun. Hugsanlega verður kaflinn frá
Krýsuvíkurvegi til Grindavíkur boðinn út síðar á árinu.
Alls munar um 1.650 milljónum
króna á verkáætlun Vegagerð-
arinnar og lægstu tilboðum eða
þeim tilboðum sem tekið hefur
verið í sex nýframkvæmdir Vega-
gerðarinnar á síðustu vikum.
Miklu munar á áætlun Vegagerð-
arinnar annars vegar og hins vegar
lægstu tilboðum eða tilboðum þeirra
sem samið var við um tiltekin verk.
584 milljóna frávik
Vopnafjarðarvegur
195 milljóna frávik
Vestfjarðavegur
30 milljóna frávik
Rangárvallavegur
180 milljóna frávik
Raufarhafnarvegur
355,5 milljóna frávik
Álftanesvegur
305 milljóna frávik
Bræðratunguvegur
1.650 milljóna frávik
Sex nýframkvæmdir
Mikill munur