Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 23

Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Hjólað í vinnuna Eitthvað var í ólagi með hjólið hennar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra en hún Þorbjörg Helga var ekki lengi að koma því í lag. Golli Salvör Kristjana Gissurardóttir | 6. maí Steingrímur og konan undir jökli Það einblína allir á ferða- mannaiðnað sem eitthvað sem bjarga á okkur út úr ógöngum kreppunnar, alla vega eitthvað sem er í blússandi uppgangi. Þannig er staðan ekki bara á Íslandi, ég les grein eftir grein á Netinu þar sem fólk ætlar sjálft að herða sínar sultarólar í sinni heimabyggð og fara að stunda sjálfsþurftarbúskap og gera svo út á alla túristana sem það telur að muni hegða sér eins og túristar fyrri ára hafa gert. En það er heimskreppa og eins og það sé ekki nóg þá æðir plága yf- ir heiminn, plága sem byrjaði sem inflú- ensufaraldur í Mexíkó en enginn veit hversu hættuleg verður. . . . Meira: salvor.blog.is Axel Jóhann Axelsson | 6. maí Norskir seðlabankastjórar Norski seðlabankastjórinn í Noregi lækkaði stýrivexti í morgun niður í 1,5%. Því er spáð af greining- ardeildum bankanna að norski seðlabankastjórinn á Íslandi muni lækka stýri- vexti um 1,5%, þannig að eftir lækkun verði þeir 14%. Núverandi verðbólgustig er 1,4%, þannig að með þessu yrðu raun- vextir seðlabankans 12,6%. Þetta er auð- vitað algert heimsmet, sem enginn hefur áhuga á að slá. . . . Fyrst kreppan er að verða svona djúp í Noregi, væri þá ekki ráð fyrir norska seðlabankastjórann á Íslandi og stjórn- völd, að fara að gera sér grein fyrir því að kreppan á Íslandi hefur þegar náð því stigi, sem sá norski í Noregi óttast? Ef sá skilningur væri fyrir hendi, yrðu íslensku stýrivextirnir lækkaðir niður í 3-4% á morgun. Meira: axelaxelsson.blog.is Í GÆR birtist óvenjulega rætið svar framkvæmdastjóra LÍÚ við gagnrýni Skúla Thoroddsen, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. Skúli hafði gagnrýnt fullyrðingar LÍÚ um að ekki sé tímabært að sækja um aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefnan sé í endurskoðun, að á þeim vettvangi fengjum við aðeins þrjú atkvæði af 345 og að hafið umhverfis Ís- land verði Evrópusambandshaf. Skúli nefnir einnig að útvegurinn hafi notið stórkostlegra styrkja með gengisfell- ingum í 70 ár, þar sem vanda útgerðar hafi verið velt yfir á almenning. Gagnrýni Skúla er mætt með því að hann sé ekki í jafnvægi og því ekki svara verður. Skúli Thoroddsen er lögfræðingur að mennt og hefur starfað hér heima og er- lendis, en hann gegndi meðal annars störfum um árabil hjá Evrópusamband- inu í Lúxemborg og er starfsháttum ESB því vel kunnugur. Raunar fær Að- alsteinn Leifsson svipaða ómálefnalega meðferð hjá upplýsingafulltrúa LÍÚ hér í blaðinu 1. maí. Ég las grein Skúla með athygli og hugsaði sem svo, að fróðlegt yrði að lesa svör útgerðarmanna, en nú fæ ég að vita að hann sé ekki í jafnvægi, hann sé með öðrum orðum geðbilaður. Þegar þessari umræðutækni er beitt hefur hinn geðbilaði yfirleitt talsvert til síns máls. Landssamband íslenskra út- vegsmanna getur ekki lengur notað mál- flutning af þessu tagi, í síðustu kosn- ingum breyttist staða þeirra. Þeir verða að mæta til leiks eins og aðrir, svara gagnrýni málefnalega og slást fyrir sín- um málstað, hætta að fara með ósann- indi, dreifa villandi upplýsingum og ata gagnrýnendur auri. Tíma lyginnar er lokið. Guðmundur Ólafsson Tíma lyginnar er lokið Höfundur er hagfræðingur. NATO var stofnað til þess að tryggja frið í Evrópu á tíma kalda stríðsins. Það hafði tekist – í skjóli bandarískra kjarnavopna – án þess að hleypa af skoti. Í hinum tvískipta heimi kalda stríðsins var NATO holdgerving Atlantshafs- tengslanna – „The Transatlantic Relationship – milli gamla og nýja heimsins. En er nokkuð sjálfgefið að það haldi áfram í gerbreyttri heims- mynd? Ensk/ameríska vikuritið The Economist svarar þessari spurningu í um- fjöllun um afmælisbarnið 60 ára, hinn 28. mars sl.: „NATO gegnir ekki lengur lykilhlutverki sem vettvangur pólitískrar umræðu milli Evrópu og Ameríku. Heimskreppan er í höndum leiðtoga G-20-ríkjanna; fámennur klúbbur sex ríkja reynir að fást við ógnina sem stafar af kjarna- vopnavígbúnaði Írana; Evrópusambandið fæst beint við Rússa í þeim tilgangi að tryggja öruggt framboð orku úr austri; leyniþjónustu- samstarfið gegn hryðjuverkaógninni fer fram í gegnum tvíhliða samstarf helstu þjóðríkja. „Hernaðaraðgerðirnar sjálfar eru orðnar okkar raison d’etre,“ segir háttsettur aðili í innsta hring NATO. „Ég beiti íhlutun, þess vegna er ég til.“ Einu sinni var Henry Kissinger að vand- ræðast með það, hvert hann ætti að hringja, ef hann vildi hafa samband við Evrópu. Eft- irmaður hans, Hillary Clinton, þarf ekki lengur að velkjast í vafa um það. Hún á að hringja í Evrópusambandið. Hvað á NATO þá að gera? Á NATO að vera einhvers konar heimslögregla? Í þjónustu hverra, með leyfi? Það vekur margar spurningar: Hver hefur beðið NATO um að taka að sér að halda uppi lögum og reglu í heim- inum? Heimslögregla – handa hverjum? Sú var tíð að gömlu evrópsku nýlenduveldin töldu sig sjálfskipuð til að gegna því hlutverki. En þar kom að þau fengu sig fullsödd á því van- þakkláta starfi. Evrópa er núna post-colonial í sinni tilveru. Ameríska heimsveldið er hins veg- ar á hápunkti valds síns. Hnignunarskeiðið er rétt að byrja. Er það sjálfgefið að Evrópa vilji ráða sig sem málaliða til þess að vinna skítverkin fyrir ameríska heimsvaldasinna og þiggja fyrir molana, sem hrjóta af borðum húsbændanna? Qui bono? – spurðu Rómverjar forðum. Hverjum í hag? Á diplómatísku dulmáli var einu sinni sagt að NATO hefði verið stofnað til þess að halda Bandaríkjunum inni, Þýskalandi niðri og Sovétríkjunum úti. Þetta er allt saman liðin tíð. Sovétríkin eru úr sögunni. Sameinað Þýska- land er forysturíki Evrópusam- bandsins. Og Bandaríkin eru heimsveldi, sem samkvæmt eigin hern- aðarkenningu hafa sagt sig úr lögum við al- þjóðasamfélagið og þurfa ekki á bandamönnum á halda. Við lok seinni heimsstyrjaldarinnar báru Bandaríkin ægishjálm yfir heiminn í krafti efna- hagslegs og hernaðarlegs styrks. Bandaríska hagkerfið var helmingur heimshagkerfisins. Bandaríkin voru eina kjarnorkuveldið. Þetta er allt fyrir löngu breytt. Evrópa er löngu risin úr rústum. Evrópusambandið er jafnoki Banda- ríkjanna á efnahagssviðinu og atkvæðameira í heimsviðskiptum. Evrópa hefur alla burði til að tryggja sjálf sitt innra og ytra öryggi. Þá vaknar spurningin: Hvers vegna ætti sam- einuð Evrópa að halda áfram að vera áhrifalaus undirverktaki Bandaríkjanna við stríðsrekstur þeirra á fjarlægum slóðum? Samrýmist það þjóðarhagsmunum Evrópusambandsins? Ef ekki, þá á NATO, í sinni núverandi mynd, ekki framtíðina fyrir sér. Evrópa getur ekki verið verkfærakassi, sem Bandaríkjamenn grípa til út úr neyð, þegar þeim þóknast, en án samráðs. Annaðhvort verður að semja upp á nýtt og þá á jafnréttisgrundvelli, með tilliti til gagnkvæmra hagsmuna beggja aðila, eða það er komið að leiðarlokum. Hér hlýtur „kalt hagsmunamat“ að ráða, eins og þegar sjálfstæðismenn lýsa af- stöðu sinni til Evrópusambandsins! Ameríka og Evrópa: Að vaxa í sundur … Á sl. ári kom út athyglisvert safnrit eftir am- eríska og evrópska sérfræðinga á sviði alþjóða- mála, öryggis- og varnarmála og alþjóða- viðskipta undir heitinu: America and Europe in the 21st Century: Growing Apart? Höfundarnir færa fyrir því rök að það sé engan veginn sjálf- gefið að grundvallarhagsmunir amerísks kapít- alisma og evrópska velferðarríkisins (e.The European Social Model) fari saman í framtíð- inni. Hver ætti að vera hinn sameiginlegi óvin- ur, sem viðheldur fóstbræðralaginu? Það er ekki tilviljun að þessar ríkjaheildir taka æ oftar ólíka afstöðu í leit að lausnum á helstu vandamálum samtímans. Það á við t.d. um loftslagsbreytingar af mannavöldum, vernd- un hins náttúrulega umhverfis, vaxandi mis- skiptingu auðs og tekna innan þjóðríkja og á heimsvísu, efnahagsaðstoð og þróunarhjálp, hernaðaruppbyggingu og valdbeitingu í sam- skiptum þjóða. Íraksstríðið afhjúpaði þennan ágreining, sem mun ágerast ef að líkum lætur, að sögn höfunda. Afstaðan til Ísraels, sem er skjólstæðingsríki Bandaríkjanna, og til ofbeld- isverka Ísraela á hernumdu svæðunum í Palest- ínu, er annað dæmi, þar sem þorri Evrópu- manna hefur allt aðra afstöðu en bandarísk stjórnvöld. Þessi grundvallarágreiningur, sem fræði- mennirnir spá að muni fara ört vaxandi, end- urspeglar þá staðreynd að þjóðarhagsmunir ameríska heimsveldisins annars vegar og Evr- ópusambandsins, í sinni post-colonial tilveru, hins vegar, fara æ sjaldnar saman. Spurningin er: Hvenær kemur að því að það sem sundrar vegur þyngra á vogarskálunum en það sem sameinar? Nýr forseti demókrata í Bandaríkj- unum hefur uppi sýnilega tilburði til að snúa við þessu tafli tímans. En eins og Matthías Jóhann- essen skáld rifjaði upp fyrir okkur um daginn að gefnu tilefni í Draumalandinu, þá er ekkert til sem heitir vinátta í alþjóðamálum – bara hags- munir. Og hvað með Ísland? Við erum ekki lengur á amerísku áhrifasvæði. Það er spurningin um að þekkja sinn vitjunartíma. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson »Hvenær ætli Íslendingar manni sig upp í að horfast í augu við þá staðreynd, að við eigum í framtíðinni samleið með öðrum Norðurlandaþjóð- um í svæðisbundnu samstarfi innan Evrópusambandsins? Jón Baldvin Hannibalsson Heimslögregla – í þjónustu hverra? Höf. var utanríkisráðherra Íslands 1988-95. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.