Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
J
ohn Demjanjuk situr nú í fangelsi í Münc-
hen og bíður þess að yfir honum hefjist
réttarhöld vegna glæpa, sem hann er
sakaður um að hafa framið í útrýming-
arbúðunum í Sobibor í Póllandi í heims-
styrjöldinni síðari.
Demjanjuk var framseldur frá Bandaríkjunum
fyrir tæplega hálfum mánuði. Þetta er ekki í fyrsta
sinn, sem sótt er að Demjanjuk. Hann var fram-
seldur frá Bandaríkjunum til Ísraels fyrir 23 árum.
Honum var gefið að sök að hafa starfað í Treblinka-
fangabúðunum og hlotið viðurnefnið Ívan grimmi.
Þar var hann dæmdur til dauða, en ný gögn komu
fram í málinu til vitnis um að hann væri ekki Ívan
grimmi og hæstiréttur Ísraels hnekkti dauðadóm-
inum. Demjanjuk var látin laus og fór aftur til
Bandaríkjanna. Hann var hins vegar ekki sloppinn.
Undanfarna mánuði hafa þýsk yfirvöld reynt að fá
hann framseldan og nú hafa þau fengið sitt fram.
Enn er ekki víst að Demjanjuk teljist nógu heilsu-
hraustur til að réttarhöld geti farið fram, en fari
svo er ekki ólíklegt að það verði síðustu stríðs-
glæparéttarhöldin í Þýskalandi vegna heimsstyrj-
aldarinnar síðari.
Demjanjuk fæddist í Úkraínu árið 1920 og var
skírður Ívan. Þegar hann var tvítugur var hann
kvaddur í rauða herinn. Vorið 1942 var hann tekinn
til fanga og um sumarið gaf hann kost á sér til
starfa á vegum SS-sveita nasista. Hann hlaut þjálf-
un í Trawnik-fangabúðunum eins og um fimm þús-
und menn, sem hjálpuðu nasistum við þjóð-
armorðið á gyðingum og kallaðir voru trawnikar.
Eftir þjálfunina varð hann vaktmaður á vegum SS-
sveitanna. Hann starfaði í tveimur alræmdustu
gereyðingarbúðum nasista, Majdanek og Sobibor í
Póllandi. Þegar stríðinu lauk starfaði hann í fanga-
búðunum í Flossenbürg í Þýskalandi.
Demjanjuk var skráður í hóp þeirra fjölmörgu,
sem voru á vergangi í stríðslok, og starfaði fyrir
Bandaríkjamenn í ýmsum flóttamannabúðum í
Suður-Þýsklandi til 1951. Árið 1952 siglir hann til
Bandaríkjanna ásamt konu og barni og kveðst hafa
verið stríðsfangi í stríðinu. Sex árum síðar verður
hann bandarískur ríkisborgari og tekur sér nafnið
John.
Árið 1977 hefur bandaríska dómsmálaráðu-
neytið hins vegar málaferli gegn Demjanjuk fyrir
að hafa veitt rangar upplýsingar þegar hann varð
ríkisborgari og 1981 missir hann ríkisborgararétt-
inn.
„Reyndur og skilvirkur vaktmaður“
Sagt er að Demjanjuk hafi aðeins kinkað kolli
þegar handtökuskipunin á hendur honum var lesin
upp fyrir hann. Honum er gefið að sök að hafa átt
þátt í að myrða að minnsta kosti 29 þúsund gyðinga
í Sobibor. Í fangabúðunum voru 250 þúsund manns
tekin af lífi á einu og hálfu ári. Ef réttarhöldin fara
fram er búist við að þau hefjist seinni hluta sumars.
Vitni munu verða leidd fyrir réttinn, en þau munu
ekki geta borið kennsl á hann. Sönnunargögnin
munu liggja í skjölunum. Til dæmis mun Ignat Da-
niltschenko, trawniki, sem nú er látinn, tvisvar hafa
borið því vitni að Demjanjuk hafi verið „reyndur og
skilvirkur vaktmaður“ sem hafi rekið gyðinga í
gasklefana, það hafi verið hans daglega vinna.
Demjanjuk neitar þessu og kveðst hvorki hafa
verið í Sobibor né sent gyðinga í gasklefa.
Thomas Blatt var fangi í Sobibor þegar Demj-
anjuk er gefið að sök að hafa verið þar vörður.
Hann er nú 82 ára að aldri. Blatt kveðst ekki muna
eftir Demjanjuk í Sobibor, en bætir við að hann
muni heldur ekki eftir andlitum foreldra sinna, sem
voru myrt í búðunum ásamt yngri bróður hans.
Blatt var í hópi nokkurra fanga, sem sluppu úr
Sobibor í uppreisn, sem átti sér stað þar í október
1943.
Dagblaðið The New York Times hafði eftir Blatt
að réttarhöldin sjálf væru mikilvægari en að refsa
Demjanjuk. „Mér er sama þótt honum verði sleppt,
vitnisburður hans skiptir mig máli,“ sagði Blatt,
sem býr í Kaliforníu og hefur skrifað tvær bækur
um reynslu sína. „Margir segja nú að helförin hafi
aldrei átt sér stað.“
Þýsk stjórnvöld segja að það væri gott ef réttað
yrði í máli Demanjuks. „Fórnarlömb helfararinnar
eiga það inni hjá okkur,“ sagði Frank-Walter
Steinmeier, varakanslari Þýskalands.
Í stríðsglæparéttarhöldunum í Nürnberg þurftu
þeir, sem lögðu á ráðin um helförina, að svara til
saka. John Demjanjuk er gefið að sök að hafa verið
lítið tannhjól í drápsvél nasista. Helförin hefði hins
vegar aldrei átt sér stað hefði enginn tekið að sér
störf á borð við þau, sem Demjanjuk er sakaður um
að hafa gegnt.
Tannhjól í drápsvélinni
John Demjanjuk er gefið að sök að hafa átt þátt í morði 29.000 gyðinga í Sobibor
Hann bíður nú ákvörðunar um hvort hann hafi heilsu til að þola réttarhöld
Hinn ákærði John Demjanjuk
var fluttur frá Bandaríkj-
unum til Þýskalands fyrir
tæpum hálfum mánuði í sér-
útbúinni flugvél. Hann er 89
ára og sagður heilsuveill.
Reuters
Hvernig stendur á því að fólk
hlýðir skipunum um að fremja
voðaverk? Hvers vegna hlýddu
starfsmenn í fangabúðum á borð
við Sobibor fyrirskipunum um að
senda gyðinga í gasklefa?
Bandaríski fræðimaðurinn
Stanley Milgram gerði árið 1961 til-
raun þar sem þátttakendum var
gefið að skilja að þeir væru í hlut-
verki kennara, sem ættu að leggja
próf fyrir nemanda í næsta her-
bergi. Ef svar nemandans var rangt
átti þátttakandinn í tilrauninni að
gefa honum raflost. Tilrauninni
stjórnaði maður í hvítum sloppi og
hikaði þátttakandinn fyrirskipaði
stjórnandinn honum að halda
áfram. Tveir þriðju þátttakendanna
hlýddu skipunum stjórnandans þótt
„nemandinn“ væri farinn að öskra
og gilti einu þótt styrkur raflostsins
væri aukinn þar til ætla mætti að líf
„nemandans“ væri í hættu.
Hlýðnin við yfirvaldið
Sagnfræðingurinn Raul Hilberg
hefur varið ævinni í að skrásetja
helförina og unnið einstakt verk.
Hann skrifar að þýsk yfirvöld
hafi beitt lævísum aðferðum til að
gera stjórnir erlendra ríkja með-
sekar í fjöldamorðunum á gyð-
ingum, til dæmis með kurteislegum
fyrirspurnum um það hvað ætti að
gera við gyðinga í viðkomandi
landi, flytja þá í burtu, eða leyfa
þeim að vera. Slík fyrirspurn barst
króatískum stjórnvöldum, sem
kváðust geta fallist á að þeir yrðu
fluttir burt.
Í júlí 1942 fyrirskipuðu króatísk
stjórnvöldum öllum gyðingum að
láta skrá sig. Innan við tveimur vik-
um síðar lagði fyrsta sérlest þýsku
ríkislestanna af stað með 1200 gyð-
inga frá Sagreb til Auschwitz.
Fyrsta skrefið var skráning. Síð-
an var gyðingum bannað að vinna
og eigur þeirra gerðar upptækar.
Loks voru þeir handteknir og send-
ir í gereyðingarbúðir. Þetta gerðist
jafnt í Austur- sem Vestur-Evrópu.
„Með því að fallast á dauða eins
einasta fórnarlambs er hindruninni
rutt úr vegi,“ segir Hilberg. Þar
með er meðsektin, sem öllu skiptir,
orðin til. „Sá sem myrðir eina ein-
ustu manneskju er ekki minni
morðingi en sá sem myrðir mörg
þúsund manns.“
Skrefið stigið yfir
siðferðisþröskuldinn
John Demjanjuk á yfir höfði sér
réttarhöld fyrir aðild að stríðs-
glæpum nasista á hendur gyð-
ingum. Demjanjuk er hins vegar
ekki Þjóðverji að uppruna, heldur
Úkraínumaður. Talið er að um 200
þúsund manns, sem ekki voru
Þjóðverjar, hafi tekið þátt í fjölda-
morðum á gyðingum eða jafn-
margir og þeir Austurríkismenn og
Þjóðverjar, sem áttu beinan þátt í
helförinni. Mál Demjanjuks beinir
athyglinni að þessum mönnum.
Í grein í þýska vikuritinu Der
Spiegel í liðinni viku er fjallað um
hina „evrópsku aðstoðarmenn Hit-
lers í gyðingamorðunum“: „Með
hinum ákærða beinist athygli
heimsins í fyrsta skipti að þeim
mönnum, sem hingað til hefur
eins furðulegt og það er lítill
gaumur verið gefinn, úkraínskum
lögreglumönnum, lettneskum að-
stoðarlögregluþjónum, rúm-
enskum hermönnum og ungversk-
um járnbrautarstarfsmönnum.
Einnig pólskum bændum, hol-
lenskum embættismönnum,
frönskum borgarstjórum, norskum
ráðherrum og ítölskum hermönn-
um – allir tóku þeir þátt í erki-
glæpnum – helförinni.“
Í greininni er ítrekað tekið fram
að Þjóðverjar hafi átt upptökin að
helförinni og án þeirra hefði hún
aldrei átt sér stað. Hins vegar sé
ekki hægt að beina spurningunni
um það hvernig þetta gat gerst
eingöngu að Þjóðverjum, heldur
hinum seku í öllum löndum.
Spurningarnar eru margar.
Hvers vegna myrtu Rúmenar 200
til 400 þúsund gyðinga „af eigin
hvötum“, svo notuð séu orð sagn-
fræðingsins Armins Heinens.
Hvers vegna létu dauðasveitir í
þýsku umboði til skarar skríða í
Lettlandi, Litháen, Hvíta-
Rússlandi og Úkraínu? Hvers
vegna áttu þýskar sveitir milli Var-
sjár og Minsk svona auðvelt með
að æsa fólk til ofsókna á hendur
gyðingum? Sex milljónir gyðinga
létu lífið í helförinni. Án hjálpar
annarra en Þjóðverja hefði um-
fangið aldrei orðið svona mikið.
Þýski sagnfræðingurinn Götz
Aly hefur varpað fram þeirri
spurningu hvort hin svokallaða
lokalausn, helförin, hafi verið
„evrópskt verkefni, sem ekki verði
aðeins skýrt með sérstökum for-
sendum þýskrar sögu“? Aly veltir
fyrir sér hvort helförin sé ekki að-
eins lágpunktur þýskrar heldur
einnig evrópskrar sögu.
Lágpunktur evrópskrar sögu?
Einstakt tækifæri
fyrir 14 ára unglinga
CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfir 1.000
þátttakendur út um allan heim.
Við erum með laus pláss fyrir eina stelpu og tvo stráka í unglinga-
skipti til Klagenfurt í Austurríki. Unglingaskiptin standa yfir í fjórar
vikur, tvær vikur í hvoru landi og dvelja krakkarnir inn á heimilum
jafnaldra sinna. Krakkarnir byrja að hittast fljótlega til að undirbúa
unglingaskiptin og skipuleggja dagskránna.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins
www.cisv.org<http://www.cisv.org>, www.cisv.is<http://www.cisv.is>,
á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 861 1122 (Ásta).