Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is V ið getum ekki gengið út frá því að kosningadagurinn verði friðsamlegur, það munu verða gerðar tilraunir til að trufla kosningarnar eða starfsemina í aðdraganda þeirra. Við höfum þó verið að þróa áætlanir til að tryggja öryggi á kjördag,“ segir Jim Dutton, aðstoðaryfirmaður ISAF fjöl- þjóðaöryggissveitanna í Afganistan, í samtali við Morgunblaðið. Afganar standa nú í fyrsta sinn sjálfir að framkvæmd lýðræðislegra kosninga í landinu en forsetakosningar verða haldnar hinn 20. ágúst næstkomandi og sveitarstjórnarkosningar nokkru síðar. Kosningarnar eru Afgönum því mik- ilvægar og fjölmiðlar landsins eru þegar fullir af umfjöllunum um framvindu mála. Hátíðleiki í aðdragandanum Blaðamaður Morgunblaðsins heim- sótti höfuðstöðvar óháðu landkjörstjórn- arinnar í Kabúl í síðustu viku. Kjör- stjórnin er til húsa á kirfilega afgirtu svæði og hennar gæta vígalegir vopnaðir verðir. Fjöldi stórra bragga hýsir viða- mikla starfsemina. Í gagnadeildinni leggur hópur vel til hafðra karla og örfárra kvenna lokahönd á undirbúninginn. Skráningarseðlar kjósenda sem sendir höfðu verið úr öllum kjördæmum eru skann- aðir og upplýsingum safnað í miðlægan gagna- grunn. Seðlarnir verða svo sendir kjós- endum á ný og nýtast sem skilríki á kjördag. Það var með miklu stolti sem yf- irmaður gagnadeildarinnar fræddi evrópska blaðamannahópinn um starfsemina og sýndi glæsilegan tækjakost. Stóran loft- kældan sal fullan af tölvum og tækjum sem stungu í stúf við fátæklegt umhverf- ið utan kjörstjórnarmúranna. Hátíðleiki var í loftinu og greinilegt að fólkið í saln- um var að vinna mikilvægt starf. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna leggur til 225 milljónir Bandaríkjadoll- ara vegna kosninganna en enn mun vanta töluvert upp á til að endar nái saman. Kjörgögn með ösnum Afganski herinn mun veita aðstoð við að koma kjörgögnum til og frá ein- angruðustu kjörstöðunum á kjördag. „Við munum samt þurfa á ösnunum að halda,“ sagði Noor Mohammad Noor, talsmaður landkjörstjórnarinnar en líkt og í forsetakosningunum 2004 verða asnar nýttir við að flytja kjör- gögn til einangruðustu þorpanna. Landkjörstjórnin hefur 90 daga til að fræða kjósendur um af hverju fólk ætti að kjósa og hvernig það eigi að bera sig að. Vegna strjál- býlis og erfiðra samgangna er úti- lokað að hægt verði að ná til allra íbúa 38.000 þorpa landsins en segj- ast verður að frumlegum aðferðum sé beitt. Til að koma skilaboðum sínum á fram- færi notar landkjörstjórnin helst fjöl- miðla og almenna borgara en þar sem ólæsi er mikið í Afganistan er lögð áhersla á að nota myndræna og munn- lega fræðslu. Framleidd hefur verið 30 þátta sápu- ópera fyrir útvarp sem send verður út daglega fram að kosningum. Þar verður skilaboðum og fræðslu vegna fram- kvæmdar kosninganna blandað saman á aðgengilegan hátt við daglegt líf að- alpersónanna. Þá hefur sjónvarpsmynd verið framleidd auk þess sem Unicef hef- ur sett upp vinnusmiðjur til að hvetja konur til kosningaþátttöku. Mikilvægt að vel takist til Rúmlega 1.500 almennir borgarar frá öllu Afganistan hófu fræðslustarf í hér- uðum sínum síðastliðinn fimmtudag og munu verða á ferðinni fram að kosn- ingum. Þeir höfðu verið þjálfaðir af landskjörstjórninni og ferðast nú um með stór flettispjöld, safna fólki saman úr þorpum og fræða það um framgang á kjördag og mikilvægi hvers atkvæðis. En rétt eins og kosningarnar eru Afg- önum mikilvægar þá er ekki síður mik- ilvægt fyrir NATO og ISAF-fjölþjóða- öryggissveitirnar að vel takist til. „Þetta er mikilvægt ár og mikilvægt að kosn- ingarnar takist vel. Annars mun alþjóða- samfélagið efast um árangur okkar á liðnum átta árum,“ segir David Hook, aðstoðaryfirmaður ISAF sveitanna í suðurhluta Afganistans. Morgunblaðið/Jóhanna María Asnar þjóna lýðræðinu  Afganar sjá nú í fyrsta sinn alfarið um forsetakosningarnar sem haldnar verða í sumar  Undirbúningurinn er viðamikill en strjálbýli, slæmir vegir og ólæsi setja strik í reikninginn Kjósendur? Mikil áhersla er lögð á það í aðdraganda forsetakosninganna í Afganistan að atkvæði kvenna séu jafn mikilvæg og atkvæði karla. Skráning Mynd og fingrafar auðkenna kjósendur. Afganska lögreglan mun sinna ör-yggisgæslu á kjörstöðum en henni til stuðnings verður afganski herinn. Komi til alvarlegra átaka eða árása verða sveitir NATO í viðbragðs- stöðu og grípa inn í. Yfirlýsingar hafa borist úr röðum talibana um að ráðist verði á kjós- endur á kjördag og eru starfsmenn landkjörstjórnarinnar einnig taldir sérlegt skotmark þeirra. Mestur vandinn er í suðurhluta landsins þar sem ítök talibana eru hvað mest en talið er að um 10 um- dæmi séu í höndum „óvinarins“ og því verði ekki hægt að ná til þeirra af öryggisástæðum. Reynsluleysi er talið eitt af helstu vandamálum hvað öryggi varðar þar sem þetta er í fyrsta sinn sem fram- kvæmdin er alfarið í höndum afg- anskra yfirvalda. Fyrst var stefnt að því að halda kosningarnar nokkru fyrr en þeim var seinkað til 20. ágúst m.a. til að efla öryggisgæsluna. Alls hafa 44 boðið sig fram tilembættis forseta og þeirra á meðal eru tvær konur. Frambjóð- endur verða að leggja fram sem nem- ur 1.000 Bandaríkjadölum til lands- kjörstjórnarinnar og skila inn 10.000 undirskriftum stuðningsmanna. Þá mega frambjóðendur hvorki vera undir fertugu né vera á sakaskrá. Síðasttalda atriðið þykir þó litlu skila þar sem dómstólar og réttar- kerfi landsins hefur verið í lamasessi svo áratugum skiptir. Forsetinn, Hamid Karzai, hefur gefið kost á sér á ný en auk sitjandi varaforseta hefur hann valið sér Mo- hammad Fahim, stríðsherra og leið- toga Tadsjika í landinu, sem með- frambjóðanda. Það val þykir sterkur leikur hjá Karzai og talið að það muni skila honum atkvæðum frá breiðum hópi þjóðarinnar. Staðreyndir Frozan Fana ogShahla Atta eru konurnar tvær sem bjóða sig fram til for- seta í ár. Í for- setakosning- unum árið 2004 bauð aðeins ein kona fram, Mas- souda Jalal, en hún varð síðar kvennamálaráðherra landsins. Kvenframbjóðendurnir tveir eru lítt þekktir, Frozan Fana er læknir en Shahla Atta er þingkona. Shahla segist örugg með sigur þar sem fólkið hafi þegar kosið hana sem fulltrúa á þing. Hvorug þeirra er þó talin líkleg til að ná miklu fylgi. Frozan Fana Dugguvogi 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.