Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Sjávarútvegur Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is E rtu búinn að tala við marga?“ Nokkra. „Og er þetta ekki bara copy og paste?“ Nánast. Þessi orðaskipti blaðamanns og Eggerts Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Þórsness hf. í Stykkishólmi, segja sína sögu. Útgerðarmenn á Snæ- fellsnesi eru upp til hópa ekki hrifn- ir af fyrirhugaðri fyrningarleið rík- isstjórnarinnar en áformað er að taka aflaheimildir af fyrirtækjunum í áföngum á tuttugu árum, 5% á ári, en ekki liggur fyrir með hvaða hætti þeim verður endurúthlutað. Við- mælendur Morgunblaðsins lýsa vanþóknun sinni á þessari óvissu og spyrja hvað verði um skuldir fyr- irtækjanna. Verða þær færðar nið- ur með sama hætti og veiðiheimild- irnar? „Ég sé þessa leið ekki ganga upp,“ segir Eggert. „Með minnkandi aflaheimildum dragast tekjurnar smátt og smátt saman. Fyrir okkur þýðir þetta einfaldlega að við munum veiða minna og vinna minna af eigin fiski. Hvað á að koma í staðinn? Það þarf að endurhugsa þetta frá grunni.“ Eggert kveðst hafa spurt frambjóðanda annars ríkisstjórn- arflokkanna sem sótti Hólminn heim fyrir kosningar hvernig hann ætlaði að gera þetta. „Hvernig vilt þú gera þetta?“ mun frambjóðandinn hafa spurt á móti. „Hann sagði stjórnina vera komna með ramma en útfærsluna ætli hún að vinna í samráði við útgerðina,“ segir hann. „Ég sé það ekki ganga upp að heim- ildirnar séu teknar af okkur og við látnir leigja þær aftur til okkar eða þær leigðar einhverjum öðrum. Þá hljóta tekjurnar að minnka og möguleiki okkar til þess að standa skil á okkar lánum minnkar þar af leiðandi líka. Það þarf engan snilling til þess að sjá hvernig þetta endar.“ Eggert spurði frambjóðandann einnig hvers vegna ætti að gera þetta. „Hann svaraði því til að skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar væri á móti þessu kerfi. Sem sagt engar rekstrarlegar ástæður. Mín ráðgjöf er einföld: Hættið við þetta!“ Galin hugmynd Ellert Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Agustson ehf. í Stykkishólmi, tekur í svipaðan streng. „Fyrningarleiðin er galin hugmynd. Verðmæti sjávarútvegs- fyrirtækja myndi hrynja, fyr- irgreiðsla glatast og samskipti við markaðinn versna til muna en fyr- irtækin eru mörg að selja vörurnar sjálf. Óöryggið myndi fljótt segja til sín hjá viðskiptavinum og mörg fyr- irtæki fara á hausinn. Þetta kæmi sér líka afar illa fyrir lánardrottn- ana, bankana, sem sætu eftir með minna veð.“ Að dómi Ellerts yrði fyrningarleiðin þungt högg fyrir lands- byggðina enda er kvótinn langmestur þar. „En sem betur fer Hvers vegna erum Fyrningin sem stjórnvöld hafa boðað á aflaheimildum fellur ekki alls staðar í frjóa jörð. Ekki heldur hugmyndir um strandveiðar. „Verðmæti sjávarútvegs- fyrirtækja myndi hrynja, fyrirgreiðsla glatast,“ segir útgerðarmaður á Snæ- fellsnesi en Morgunblaðið mun á næstu dögum kanna hug aðila í sjávarútvegi vítt og breitt um landið til þessara leiða. Eggert Halldórsson Ellert Kristinsson Viðmælendur Morgunblaðsins á Snæfellsnesi eru upp til hópa þeirrar skoðunar að umræðan um sjávarútvegsmál á Íslandi sé á villigötum. Alhæfingar og rangfærslur séu allsráðandi, út- gerðin liggi undir ámælum og sé sökuð um að arðræna þjóðina. „Það er óþolandi fyrir fólk sem alla tíð hefur unnið með heið- arlegum hætti að sitja undir því að vera kallað svikarar og arð- ræningjar,“ segja feðginin Kristinn Jón Friðþjófsson, Erla Krist- insdóttir og Alexander Fr. Kristinsson, sem reka útgerð og fiskvinnslu í Rifi undir merkjum Sjávariðjunnar hf. Þau segja sína sögu endurspegla sögu flestra fyrirtækja af sama meiði á landinu og réttlætiskennd þeirra er verulega mis- boðið. Þau segja fyrningarleiðina bæta gráu ofan á svart. Hún muni koma harðast niður á fyrirtækjum sem hafi verið að byggja sig upp og kaupa kvóta á síðustu fimm til sex árum. „Við höfum reynsluna, aðstöðuna og þekkinguna. Við kunnum að veiða, vinna og markaðssetja. Samt á að kippa fótunum undan okkur. Og hvað kemur í staðinn? Hvað verður um skuldirnar okkar? Því hefur enginn svarað. Það vill enginn sitja uppi með skuldir sem hann hefur enga möguleika á að borga af,“ segir Erla. Útgerðinni hefur sjaldan verið úthlutað byggðakvóta og þar á bæ hafa menn fengið þau svör að það sé vegna þess að þeir hafi verið svo duglegir að kaupa veiðiheimildir. „Er það ekki öfugsnúið að meðan við seljum ekki kvóta fáum við engan byggðakvóta?“ spyr Alexander. Honum finnst að þar sem veið- ar hafi brugðist, samanber skel og rækju, eigi að bæta það upp með byggðakvóta. Síðan eigi að úthluta til strandveiða. Kristni þykir út af fyrir sig í lagi að leyfa strandveiðar í til- raunaskyni, t.d. í tvö ár, og endurmeta þá stöðuna. „Vel má vera að þetta sé leið til að fá nýtt fólk inn í greinina en hún má ekki verða til þess að menn vinni sér inn veiðirétt. Það verður líka að halda „ryksugunum“ í skefjum,“ segir Kristinn. Ætti útgerðin fyrninguna ekki yfir höfði sér segja feðginin horfur góðar í greininni. Snæfellsnesið sé vel sett hvað miðin varðar, hægt sé að sækja til beggja handa. Þá hafi skerðingin á þorskkvótanum skilað tilsettum árangri og meiri fiskur sé nú í sjónum en um langt árabil – og í betri holdum. „Við erum að uppskera mjög góða árganga. Innistæðan er góð og æskilegt væri að auka við kvótann strax á næsta ári.“ Þau telja markaðshorfur til lengri tíma fínar. Að vísu sé sölu- tregða um þessar mundir sem hægt hafi verið að mæta með lækkun á verði. „Veikt gengi krónunnar hefur mætt því.“ Hvorki svikarar né arðræningjar Morgunblaðið/RAX Fjölskyldufyrirtæki Friðþjófur Snær Alexandersson, Alex- ander Fr. Kristinsson, Erla Kristinsdóttir, Kristinn Jón Frið- þjófsson og Þorbjörg Alexandersdóttir í Sjávariðjunni í Rifi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.