Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 eru þingmenn innan stjórnarliðsins sem skynja mikilvægi þessa máls fyrir landsbyggðina og ég treysti þeim til að koma því til leiðar að fallið verði frá þessum hugmyndum. Þær hafa verið settar fram í fljótfærni.“ Spurður um framtíðarhorfur segir Ellert sóknarfæri fyrir hendi í Hólminum. Að því gefnu að menn verði látnir í friði. „Það hafa margar byggðir reynt að ná vopnum sínum og vera með samfellu í veiði og vinnslu. Við höfum einbeitt okkur að saltfiskvinnslu sem hefur gengið ágætlega. Vel hefur gengið að selja saltfiskinn á markaði erlendis, m.a. á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Keppni um kvótann er á undanhaldi. Menn reyna frekar að gera gott úr því sem þeir hafa.“ Popúlismi hjá stjórnvöldum Sigurður Sigurbergsson, fram- kvæmdastjóri Soffaníasar Cecils- sonar hf. í Grundarfirði, velur líka orðið „galin“ til að lýsa afstöðu sinni til fyrningarleiðarinnar. „Ég sé engan mun á því að innkalla afla- heimildir útgerðarinnar og að inn- kalla til dæmis laxveiðiheimildir bænda. Það tekur engu tali að menn séu farnir að ræða þessa leið í al- vöru. Mér sýnist þetta vera hálf- gerður popúlismi hjá stjórnvöld- um.“ Sigurður rifjar upp að útgerð- armenn hafi orðið mjög óánægðir þegar kvótakerfinu var komið á fót á sínum tíma. „Svokallaður „gjafakvóti“ hefur lengi verið milli tannanna á fólki. En „gjöfin“ fólst í skerðingu í raun og veru. Útgerðarmenn sem höfðu haft óheftan aðgang að miðunum þurftu skyndilega að binda báta sína við bryggju hluta úr árinu. Það skildu þeir ekki. Nú er ver- ið að búa til eitt kerfið enn og eins og sagan segir okkur verður ekki komist hjá fórnarkostnaði. Fiskunum fjölgar ekkert í sjón- um. Enn og aftur á að refsa þeim sem eru ennþá inni í greininni en ekki þeim sem farnir eru út úr henni. Það vill stundum gleymast að verðmætin eru ekki síst fólgin í tryggingunni fyrir því að við getum veitt fisk og afhent á réttum tíma. Þeirri tryggingu vilja menn nú kasta fyrir róða. Að ekki sé talað um tengslanet fyrirtækja í greininni. Úti um allan heim. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í vandræðum með að selja okkar afurðir.“ Búið að sannfæra almenning Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf. í Grundarfirði, segir hugmyndir stjórnvalda um fyrningu aflaheimilda skiljanlegar í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um sjáv- arútvegsmál á liðnum misserum og umræðunnar í þjóðfélaginu. „Það er búið að sannfæra almenning í þessu landi um að útgerðin sé illa rekin og væri þetta almennilega gert þyrfti ekki einu sinni að rukka tekjuskatt. Hvað þá meira.“ Guðmundur Smári veit ekki hvað veldur en fullyrðir að sjávarútveg- urinn hafi tapað baráttunni um að kynna greinina fyrir almenningi. „Allt hefur verið reynt, við fengum meðal annars til liðs við okkur manninn sem gerði Ólaf Ragnar Grímsson að forseta en allt kom fyrir ekki. Við áttum við ofurefli að etja.“ Þar á hann ekki síst við fjölmiðla. Þeim væri þó nær að líta í eigin barm. „Í mínum huga varð hrunið á liðnu hausti mest í fjölmiðlum. Þið kallið ykkur fjórða valdið en stóðuð ykkur lang- verst af öllum í upplýsingasamfélaginu.“ Þrátt fyrir þetta mótlæti segir Guðmundur Smári ófært að alþingismenn skuli kaupa köttinn í sekknum. „Það býr engin starfsemi á Íslandi við meiri upplýs- ingaskyldu en sjávarútvegurinn. Það liggja allar upplýsingar fyrir. Fyrir vikið eru það vonbrigði að þingmenn séu ekki betur upplýstir en raun ber vitni.“ Hann hefur eigi að síður ekki gefið upp alla von. „Ríkisstjórnin er klofin í þessu máli. Vinstri græn- ir skilja landsbyggðina og þegar allt kemur til alls er þetta slagur landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Ég bind vonir við að vinstri grænir sjái að sér og stöðvi þessi áform. Að öðrum kosti verður vinna tekin af sextíu manns hjá þessu fyr- irtæki í einn mánuð næsta haust,“ segir Guðmundur Smári en hjá Guðmundi Runólfssyni hf. er rekin útgerð, fiskvinnsla og netagerð. Að drukkna í feninu Fyrningarleiðin leggst ekki að- eins illa í stærri útgerðarmenn á Snæfellsnesi. Þeim smærri þykir einnig lítið til hennar koma. „Þetta kemur sér illa fyrir mig. Óvissan er mikil og ekki búið að upplýsa mann um hvað bíður hand- an við hornið. Þurfum við að borga fyrir heimildirnar sem verða teknar af okkur ef við endurheimtum þær á annað borð? Ég skil ekki tilgang- inn með þessu og óttast að menn séu að stökkva út í fen sem þeir munu drukkna í,“ segir Sigurður Páll Jónsson sem gerir út línubát frá Stykkishólmi. Hann er með þrjá menn í vinnu. „Eigum við ekki að kasta þessum hugmyndum á ís og klóra okkur betur í höfðinu? Eru ekki erfiðleikarnir í þjóðfélaginu nógu miklir fyrir?“ spyr Sigurður Páll. við ekki látin í friði? Morgunblaðið/RAX Guðmundur Smári Guðmundsson Sigurður Páll Jónsson Sigurður Sigurbergsson Útvegsbændurnir Víðir Þór Herbertsson í Gröf í Breiðuvík og Pétur Pétursson á Arnarstapa hafa gert út netabáta í um tvo áratugi í kvótakerfinu. Þeim líst afleitlega á fyrningarleiðina. „Við höfum starfað eftir lögum og reglum í kerfinu og nú á að refsa okkur fyrir það,“ segja þeir. Þeir segja útlitið hreint ekki bjart. „Kvótinn er veðsettur og allt í gengislánum. Það segir sig því sjálft að allar kollsteypur eru vondar, ekki síst við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu. Menn mega heldur ekki gleyma því að þorskkvótinn hefur verið skorinn töluvert niður frá árinu 1990 og allan þann kvóta sem við eigum í dag höfum við keypt,“ segir Víðir og Pétur bætir við að 33% skerðingin fyrir tveimur árum hafi reynst mönnum mjög þung. „Það var pólitísk ákvörðun sem ekki átti rétt á sér.“ Pétur segir útgerðina hafa gengið ágætlega undanfarin ár en eftir bankahrunið hafi syrt í álinn. „Menn eru að borga meira í vexti núna en samanlagt af vöxtum og höfuðstól áður. Þar fyrir utan hefur verð á fiski lækkað um einhver 30%. Það segir sig sjálft að róðurinn er þungur. Ætli menn að fara þessa fyrningar- leið hljóta þeir að taka skuldir útgerðarinnar með í dæmið.“ Víðir vill sjá gengisvísitöluna færða niður. Að öðrum kosti sé hætt við því að hver einasta króna útgerðarinnar fari í „þá hít“ næstu árin. Framsal á aflaheimildum var tekið upp snemma á síðasta ára- tug og hefur löngum verið umdeilt. „Framsalið kom til vegna þess að fiskiskipaflotinn var of stór – eða heimildirnar of litlar,“ segir Pétur. Víðir segir ef til vill mega deila um hvort framsalið sé rétta aðferðin en það hafi eigi að síður skilað hagræðingu í greininni. „Við höfum séð um ákveðna hliðrun í kerfinu. Sjálfum þótti mér betra að kaupa kvóta en leigja. Það var meiri framtíðarsýn fólg- in í því. Fyrir vikið þurfti ég að veðsetja mig og það er skuldin sem hvílir á þessu núna.“ Pétur tekur undir þetta. „Það er eins með kvóta og húsnæði. Maður vill frekar kaupa en leigja.“ Þeir segja sína báta af þeirri stærð sem lendi milli steins og sleggju í kerfinu. „Byggðakvótinn hefur haft í för með sér skerð- ingu fyrir okkur.Við eigum ekki rétt á honum vegna þess að við höfum verið að kaupa heimildir. Hefðum við hins vegar verið að selja heimildir ættum við rétt á byggðakvóta. Er það ekki öf- ugsnúið?“ spyr Pétur. Frumvarp um strandveiði mun hleypa þeim sem farnir voru út úr greininni inn aftur. Víðir og Pétur eru mátulega hrifnir af því. „Þessa dagana er verið að moka moldina frá bátum um allt land – og reka maðkinn út. Nú mæta menn sem búnir voru að selja kvótann en eiga bátana ennþá galvaskir til leiks í boði Stein- gríms J. og ætla að bjarga öllu. Ef til vill finnst einhverjum það sanngjarnt. Ekki mér,“ segir Pétur. Þeir Víðir fullyrða að niðurskurðurinn á þorskkvótanum hafi skilað árangri. Stofnarnir séu farnir að vaxa á ný – og það hratt. „Aðgerðin hefur heppnast. Það er því synd að sjúklingnum skuli vera að blæða út,“ segir Víðir og Pétur bætir við að hæglega megi úthluta 200 þúsund tonna þorskkvóta næstu þrjú árin. „Potturinn er alltof lítill eins og er. Áratuga reynsla segir það.“ Pétur og Víðir hafa ekki gefið upp alla von um að hætt verði við fyrningarleiðina. „Það er búið að ná inn fullt af atkvæðum út á þetta. Nú standa menn frammi fyrir veruleikanum. Hvað gerist þá? Það er hópur í þjóðfélaginu, m.a. á Alþingi, sem hefur óbeit á stéttinni og álítur að allt sem við eigum sé stolið og illa fengið. Það er ótrúlegt viðhorf,“ segir Pétur. Svo er það kvótakóngurinn sem leigir allar sínar heimildir út en flatmagar sjálfur á vindsæng á Kanarí með seðlabúnt í ann- arri og Piña colada í hinni. „Já, hann er alræmdur,“ segja Pétur og Víðir hlæjandi. „Það þarf að fara að hafa uppi á þeim manni. Sú leit gæti þó átt eftir að dragast á langinn. Trúa menn því raunverulega að þetta virki svona?“ Aðgerðin heppnaðist en sjúklingnum blæðir út Morgunblaðið/RAX Útvegsbændur Víðir Þór Herbertsson og Pétur Pétursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.