Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 28
28 Bjargsig MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Pétur Blöndal Ljósmyndir Ragnar Axelsson Þ etta var sólskinsferð hjá okkur,“ segir Hlöðver Guðnason, nýkominn úr fimm daga eggjatínsluferð til Bjarnareyjar, en sami kjarninn hefur farið slíka ferð 15. maí á hverju ári á þriðja áratug. Fyrstu tveir dagarnir fara í brekkurnar, en þá eru fýlseggin tek- in. Svo er sigið í bjargið eftir svart- fuglseggjum og er mesta hæðin á sigbjarginu 140 metrar í stórsigin. kjarninn,“ segir Hlöðver. „En svo eru alltaf gestir með.“ – Þú lést útvarpsstjórann vinna fyrir kaupinu sínu á síðasta ári? „Já, kaupinu sínu og þularstarf- inu,“ svarar Hlöðver og hlær. „Þá var ég í stórsigi, sem nefnist Jóns- skorusig og tekið er niður að bát úr 120-130 metra hæð. Þegar ég kom niður á sylluna með aðalbælinu um 80 metra niður í bergi, þá var ég bú- inn að taka slöku sem dugði út syll- una, um 15 metra. Ég var að vinna mig inn á sylluna í rólegheitum, hafði sett 60 egg í eina fötu, þá moln- Neðst bíður bátur eftir eggjaföt- unum og sigmanninum, skilar hon- um svo á steðjann aftur og næsta ferð er farin. Heimtur voru ágætar, að sögn Hlöðvers. „Hann var vel orpinn vestan í, þar sem hefur verið sól og skjólgott undanfarna daga, en aðeins byrjaður að stropa. Verr orp- inn austan í, þar hefur verið hífandi rok og lítið skjól síðan í byrjun maí.“ Kjarninn í hópnum er auk Hlöð- vers, Gísli Þorsteinsson, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Loftur Einarsson, Þorvaldur Sæmundsen og Haraldur Geir Hlöðversson. „Það er harð- Frelsi „Í miðju bjargi kemst maður nálægt því að vera eins og fuglinn fljúgandi, allar hreyfingar verða hægar og því fylgir frelsistilfinning,“ segir Haraldur Geir sem hér svífur meðal fugla. „Hlöbbi, er ekki allt í lagi aði fótfestan undan mér og hand- festan gaf sig í leiðinni. „Jæja þá er komið að því að prófa þetta,“ hugs- aði ég. Þar með féll ég út af syllunni og rakst aðeins utan í bergið, hrap- aði 15 metra og var að öðru leyti í frjálsu falli. Ég slasaðist ekki, en þegar ég rankaði við mér, sneri ég öfugur í beltinu, sá að eggjafatan hafði slitnað úr því og bölvaði í tal- stöðina: „Helvítis eggjafatan fór í sjóinn.“ Páll Magnússon var á brún- inni með talstöðina og eggjabandið, en Baldvin undirsetumaður. Í öllum látunum þar rifnuðu staurar upp sem halda að hluta sigmanninum. Undirsetan átti í vandræðum með að halda mér og kalla þurfti á mann- skap til aðstoðar. Páll hélt hinsvegar að ég hefði verið að spranga og misst föturnar í riðinu. Þá heyrði ég þessa yndislega fallegu þularrödd: „Hlöbbi, er ekki í lagi með eggin?“ Þá áttaði ég mig á því, að þeir vissu ekkert hvað gerst hafði, og var ekk- ert að þreyta þá með því. Ég lét hífa mig upp á sylluna, náði í eggin sem eftir voru og seig svo í bátinn. Þegar ég kom upp í skála og sagði hvað gerst hafði, þá heyrðust hvisshljóð –

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.