Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Við hlustum! Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem stað-bundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Fæst án lyfseðils 15% afsláttur af Voltaren Gel 100g Verkjastillandi og bólgu- eyðandi í túpu! Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg – meira fyrir áskrifendur Glæsilegt sérblað fylgir með Morgunblaðinu 6. júní Garðablað Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Meðal efnis verður : • Skipulag garða • Garðblóm og plöntur • Sólpallar og verandir • Hellur og steina • Styttur og fleira í garðinn • Garðhúsgögn • Heitir pottar • Útiarnar • Hitalampar • Útigrill • Matjurtarækt • Kryddrækt • Góð ráð við garðvinnu • Ásamt fullt af spennandi efni Garðablaðið verður með góðum upplýsingum um garðinn, pallinn, heita potta, sumarblómin, sumarhúsgögn og grill. Garðablaðið verður stílað inn á allt sem viðkemur því að hafa garðinn og nánasta umhverfið okkar sem fallegast í allt sumar. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569-1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 14.00, þriðjudaginn 2. júní. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona frá kr. 54.900 Heimsferðir bjóða frábær sértilboð á flugi til Barcelona 12. og 26. júní og gistingu í viku á tveimur af okkar vinsælustu hótelum í borginni, Hotel Catalonia Aragon *** og Hotel Catalonia Atenas ****. Gríptu þetta frá- bæra tækifæri og njóttu þín í borginni sem býður frábært mannlíf og fjöl- breytni í menningu, afþreyingu að ógleymdu fjörugu strandlífi og enda- lausu úrvali veitingastaða og verslana. M bl 11 12 76 3Verð kr. 114.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon *** í 7 nætur með morgunmat. Aukagjald fyrir einbýli kr. 39.000. Aukalega m.v. gistingu á Hotel Catalonia Atenas **** kr. 5.000. Aukagjald fyrir einbýli kr. 42.000 Verð kr. 54.900 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 12. og 26. júní. Ath. aðeins örfá sæti á þessu sértilboði. 12. og 26. júní Frábær sértilboð á flugi og gistingu!SMÁM saman er ís-lenskum almenningi að verða ljóst í hvaða stöðu þjóðarbúið er komið. Hér ríkir efn- hagshrun, banka- kreppa, hrun fyr- irtækja, víðtækt atvinnuleysi og nánast stjórnleysi. Minni- hlutastjórnin var vissu- lega öll af vilja gerð. En þegar kjörnir fulltrúar þingsins settu flokkspólitík ofar þjóðarhag, þá fékk hún litlu áorkað. Sú tiltrú, sem almenningur hafði til þingsins, varð að engu. Síðan undruðust stjórnmálamenn áhugaleysi kjós- enda á konsingaundirbúningi. Flokkarnir sýndu kjósendum ekki þá virðingu að gefa til kynna, hvern- ig þeir hygðust leiða þjóðina úr ógöngunum. Skattahækkanir VG munu engu skila í þessu árferði nema minnkandi veltu. Fitusog sjálfstæðismanna er nauðsynlegt, eftir góðærið, en leysir ekki þennan gríðarlega vanda. Samfylkingin stefnir ákveðið til aðildar að Evr- ópusambandinu en til þess hefur flokkurinn ekki nægan þingstyrk einn og sér. Nú reynir á að þing- menn allra flokka forgangsraði rétt og setji hag lands og þjóðar ofar öllu öðru. Um leið gætu þeir jafnvel end- urunnið traust almennings til Al- þingis. Allir eru sammála um að koma þurfi hjólum atvinnulífsins og við- skiptalífsins í gang aftur. En með hvaða ráðum á það að gerast? Ör- myntin íslensk króna er búin að vera, lánstraust okkar erlendis er ekkert og umheimurinn hefur kom- ist að leyndarmálinu, að stjórnendur íslenskra fjármála voru vanhæfir. Við verðum að horfast í augu við stöðuna og viðurkenna að eina færa leiðin til þess að ná stöðugleika og endurvinna traust er að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Alþjóðavæðing nútímans gerir það að verkum að við erum ekkert eyland lengur og höf- um ekki stjórn á öllum okkar málum hvort sem við erum utan eða innan ríkjasambands. Við sveiflumst upp og niður með við- skiptalöndunum. Strax og aðild- arumsókn að ESB hef- ur verið lögð fram og umheimurinn sér að stjórnvöld hafa mark- að sér ábyrga stefnu til framtíðar þá mun það hafa áhrif til aukins stöðugleika og lánstraust okkar erlendis mun vaxa. Það er undirstaða þess að við getum komið undir okkur fótunum. Einnig er sú hætta yfirvofandi að fyr- irtækin sem eftir lifa sjái sig knúin til að flýja land vegna gjaldeyris- kreppunnar og óstöðugleikans og hvað er þá eftir? Unga menntaða fólkið, sem öll okkar framtíð byggist á, hefur ekki aðra kosti en að flytja til útlanda. En það mun ekki snúa aftur til heima- landsins, nema hér verði breyting á. Þegar fólk hefur kynnst örygginu sem fylgir stöðugleika í efnahags- málum er það tilbúið að fórna ýmsu fyrir það. Búseta í útlöndum er allt önnur í nútímavæddum samfélögum en hún var fyrir nokkrum áratugum. Nú les maður Moggann og hlustar á RÚV á netinu auk þess sem flugfar- miðar og símtöl kosta mun minna en áður. Alltof margir neikvæðir sleggju- dómar falla þegar rætt er um aðild að ESB. Verið sé að afsala fullveld- inu og sjálfsákvörðunarrétti. Nú hef ég búið lengi í tveimur Evrópusam- bandslöndum, þar af sl. fimm ár í Kaupmannahöfn og hef lagt mig eft- ir að fylgjst vel með. Ekki hef ég orðið vör við annað en að Danir ráði því sem þeir vilja ráða í sínum mál- um. Nú hafa bæði þessi lönd, Dan- mörk og Svíþjóð, í hyggju að sækja um aðild að evru og telja að þannig sé þeirra efnahagsmálum betur borgið. Er nokkur sem efast um sjálfstæði ofangreindra landa? Höfum einnig í huga þá staðreynd að Ísland hefur í gegnum tíðina hagnast mjög á þeim alþjóða- samböndum sem við eigum aðild að og notið ómældrar velvildar stóru þjóðanna. Íslendingar vilja vera í nánum samskiptum við nágrannaþjóðirnar og umheiminn. Við viljum ekki hverfa aftur til búskapar og lifn- aðarhátta fyrri alda með einangrun og fátækt. Þetta hljómar fjar- stæðukennt en er staðan í hnot- skurn. Verum þess minnug að lokasvarið er í höndum þjóðarinnar í þjóð- aratkvæðagreiðslu, sem er hæfasti og eðlilegasti aðilinn til þeirrar ákvörðunar. Nú sem aldrei fyrr verðum við að horfa lengra en til líðandi stundar. Ætlum við að missa „mjólk- urkýrnar“ þ.e. fyrirtækin og þá um leið atvinnutækifærin úr landi og ætlum við að fórna unga fólkinu okk- ar sem framtíð landsins byggist á? Á hvaða leið erum við? - Aðgerðir stjórnvalda af- drifaríkari en nokkru sinni Eftir Sigrúnu Gísladóttur »Unga menntaða fólkið, sem öll okkar framtíð byggist á, hefur ekki aðra kosti en að flytja til útlanda og mun ekki snúa aftur til heimalandsins nema hér verði gerðar breytingar. Sigrún Gísladóttir Höfundur er fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi. , ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.