Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Ævar Dungal Löggiltur fasteignasali Sölustjóri Sími 440 6016 GSM 897 6060 dungal@domus.is Landnámsjörðin Höskuldsstaðir í Breiðdal, 917 hektarar Á einstaklega fallegu bæjarstæði er um 135 m2 einbýlishús ásamt 33 m2 hlaða, sem er notuð sem geymsla. Auk þess á hólnum við bæinn vandað sumarhús 40 m2 (heilsárs) með stórum sólpalli. Góð heimatún. Glæsileg fjallasýn. Fallegur garður, há tré, limgerði. Vandað hesthús, 16 eins hesta stíur + stóðhestastía, vélgengur kjall- ari. Við hesthúsið er stórt gerði og við það tvö stór beitarhólf til daglegra útiveru hrossa. Hlaða notuð sem reiðskemma. Skjólhús fyrir útiganginn og öflugur skjól- veggur, stór beitarhólf og lækur. Reiðgerði 20 x 40 m. Tvö hringgerði. „Höskuld- staðaafréttur“ ca 2-300 hektarar grösugt svæði í fjallendi. Skógrækt ca 30 hektarar. Hreindýraarður, laxveiðiarður. Fallegar reiðleiðir. Mjög gott GSM-samband. Ásett verð 56 milljónir. Kaupvangi 3A, Egilsstöðum, sími 440 6016 og 897 6060 Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Íbúðarhúsnæði óskast til leigu Íbúð í Skuggahverfi óskast til leigu (101 Skuggi) 120–140 fm íbúð, gjarnan með húsgögnum, óskast til leigu nú þeg- ar. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 eða Hilmar Þór Hafsteinsson í síma 824-9098. Par- eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast til leigu Traustur aðili óskar eftir u.þ.b. 200 fm íbúðarhúsnæði til leigu á fram- angreindu svæði nú þegar. Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 eða Hilmar Þór Hafsteinsson í síma 824-9098. Einbýlishús í Vesturbæ eða Þingholtunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 250-350 fm einbýlishúsi í vesturborg- inni eða þingholtunum. Staðgreiðsla í boði fyrir rétta eign. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali í síma 861 8514. TRAUST FASTEIGNASALA Sími: 464 9955 Til sölu Sjafnarnes 2 og Ægisnes 3 Akureyri Iðnaðar og athafna lóðirnar við Sjafnarnes 2 og Ægisnes 3 eru til sölu. Um er að ræða samliggjandi lóðir sem eru samtals 51.929,6 fm og skiptist þannig að Sjafnarnes 2 er 27.323,1 fm. að stærð og Ægisnes 3 er 24.606,5 fm. að stærð. Á lóðinni Sjafnarnes 2 er 344,7 fm. lagerhúsnæði og 43 fm. skrifstofuhúsnæði. Tilboð óskast í eignirnar og er tilboðsfrestur til mánudagsins 1.6. 2009 kl. 16:00. Fasteignasalan BYGGÐ Strandgötu 29 600 Akureyri SÍMI: 464 9955  FAX: 464 9901  STRANDGATA 29  OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 9-12 & 13-17 Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Maltakur 7 - nýjar íbúðir í Garðabaæ Stórglæsilegar og vel hannaðar 2ja-3ja herb. íbúðir á frábærum stað á Arnarneshæðinni. Í íbúðunum eru stór og björt rými. Svefnherbergi eru með innbyggðum fataherbergjum og mörg með sérbaðher- bergjum. Sannkallaðar hjónasvítur. Góð herbergi og rúmgóðar stofur með sambyggðu eldhúsi á móti suðri. OPIÐ HÚS SUNNUDAG FRÁ KL. 13:00–15:00 OP IÐ HÚ S ÞAÐ ER alltaf sárt að heyra gáfað fólk þrátta, einkum þegar það er næstum sam- mála um allt. Þetta næstum því er sá herslumunur sem þarf til að íslensku miðju- eða segjum heldur jafnaðarflokkarnir þrír geti sameinast í eina breiðfylkingu ásamt Samfylkingunni. Nú er lag til að mynda langstærsta flokk Íslands, flokk sem sameinar hugsjónir Íslendinga í eina fylkingu. Bæði Borgarahreyfingin og Lýðræð- ishreyfingin geta hjálpað þessari Samfylkingu að fínpússa agnúana í íslenska stjórnkerfinu og um leið Ís- lendingum til að taka lýðræðisleg vinnubrögð fram yfir flokkaerjur og spillingu í valdatafli misviturra stjórnmálamanna. Þangað til þurfum við hins vegar að sameinast um grundvallarviðhorf til stjórnmálanna, sameinast um þau markmið sem flestir eru sammála um að Ísland þurfi að setja sér til að reisa efnahag- inn úr rústum rangrar og skamm- sýnnar peningastefnu og því miður alltof oft kolvitlausrar fjárfesting- arstefnu. Nú þarf að laga grunninn og sameinast um að styrkja und- irstöðurnar, landið, náttúruna, hreina ímynd Íslands, forvarnir gegn sjúkdómum og vímuefnum, menn- ingu, listir, hugvit og vísindi, mennt- un og handverk, landbúnað og sjáv- arútveg. Og umfram allt þurfum við að gefa landsmönnum von með raun- hæfum en róttækum aðgerðum í pen- ingamálum. Hagfræðinga og peningasérfræð- inga greinir á um margt en allir eru þeir nú sam- mála um nauðsyn þess að Íslands fari af stað í aðildarviðræður við ESB um inngöngu í hið hugsjónaríka og metn- aðarfulla bandalag ríkja í Evrópu sem eiga ým- islegt sameiginlegt þrátt fyrir allt. Rann- sóknir hafa sýnt að meira að segja þeir sem óttast mest slíkan sam- runa hér á landi hafa einmitt mest út úr honum fjárhagslega. Finnar hafa nú áttað sig á því að þeir græða mikla meira á því að vera innan ESB en utan. Bændur, (a.m.k. flestir bændur) fá að jafnaði meiri styrki við það að vera innan ESB og unnt er að markaðssetja vörur þeirra og ann- arra sjálfbærra aðilja í Evrópu með mun árangursríkari hætti en áður. Sjávarpláss sem áður urðu útundan eygja líka von í ESB vegna nýrra laga sem taka tillit til sérstöðu þeirra. Íslendingar munu þannig rjúfa einangrun sína með marg- víslegum hætti ef þeir ganga í ESB. Þeir munu losa sig við kolónýta krónu og styrkja efnahagslífið með sterkum gjaldmiðli en síðast en ekki síst munu Íslendingar bæta til muna samkeppnisstöðu sína hér sem er- lendis. Útrásin mun ekki verða dauðadæmd fyrirfram eins og svo oft áður vegna sveiflukenndrar og óá- reiðanlegrar gengisstefnu og glæp- samlega hárra vaxta. Okkur Íslendingum hættir til að gleyma því að efnahagsástandið var fjarri því að vera glæsilegt áður en útrásin hófst og mörg fyrirtæki römbuðu á barmi gjaldþrots, þó skuldir þeirra hafi ekki verið eins há- ar og nú. Hins vegar voru mögu- leikar þeirra mjög takmarkaðir og í raun fyrirfram dauðadæmdir vegna slæmra efnahagslegra skilyrða. Út- rásin hefði aldrei getað mistekist jafnhrikalega ef ekki hefði verið til falið krabbamein í rótum íslensks efnahagslífs fyrir útrásina. Og þetta krabbamein má rekja beint og óbeint til óstjórnar afturhaldsaflanna í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k síðustu 20 árin. Hyggilegast er að við Íslend- ingar útkljáum ólík sjónarmið varð- andi aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst og þegar útkoman er klár sameinumst um að byggja upp nýtt Ísland. Mikilvægt er að fulltrúar jafn- aðarmannaflokkanna brjóti odd af oflæti sínu og sameinist um helstu stefnumál sín og fylgi þeirri nið- urstöðu sem almenningur hefur markað í Evrópumálinu. Út úr þeirri stefnumörkun gæti orðið til nýr jafn- aðarmannaflokkur eða ný Samfylk- ing á Íslandi, þar sem framsókn- armenn og vinstri grænir ganga inn í eina stóra breiðfylkingu, hvort held- ur hún kallar sig Samfylkingu ell- egar gengur undir öðru heiti. Al- menningur á rétt á samstöðu sigurvegara síðustu kosninga! Jafnaðarmannaflokkarnir þrír sameinist í eina breiðfylkingu Eftir Benedikt S. Lafleur »Útrásin hefði aldrei getað mistekist jafnhrikalega ef ekki hefði verið til falið krabbamein í rótum íslensks efnahagslífs fyrir útrásina. Benedikt S. Lafleur Höfundur er listamaður, talnaspekingur og útgefandi. ÞAÐ ERU merki- legir kappar sem sitja í stjórn lífeyrissjóðsins Gildis. Það er sent út bréf til allra sem eiga réttindi í sjóðnum. Bréfið er dagsett 15. maí 2009 og sjóðs- félagar minntir á að frá og með 1. júní verði réttindi þeirra skert um 10% og harmar sjóð- urinn þessar skerðingar í sama bréfi. En jafnframt er sagt frá því að lífeyr- issjóðurinn Gildi hafi verið valinn besti lífeyrissjóðurinn 2005, 2006, 2007 og 2008 af tímarit- inu IPE (sem er fag- tímarit um lífeyrismál). Ef lífeyrissjóðurinn hef- ur staðið sig svona vel, hvers vegna þarf hann þá að skerða rétt sjóðs- félaga þetta mikið? Í sama bréfi er sjóðs- félögum bent á það að réttindi voru hækkuð 7% 1. janúar 2006 og 10% 1. janúar 2007. En ekki er getið um tugprósenta skerðingu sem varð 1. desember 2007 og var mér tjáð af starfsfólki sjóðsins að það væri annað mál, óskylt þessu. Þetta er mjög einkennilegt því 1. desember 2007 og svo núna 1. júní 2009 er mér bent á það í bréfinu frá sjóðnum að kanna hvort ég eigi ekki rétt á hækk- un á móti frá Tryggingastofnun rík- isins. Með þessari skerðingu nú 1. júní, eru skerðingar frá sjóðnum u.þ.b. 30 þús. á mánuði á einu og hálfu ári, eða samtals 360 þús. ári, og koma engar hækkanir frá Trygg- ingastofnun á móti. Það er sama með stjórn lífeyris- sjóðsins Gildis og útrásarvíkingana (þotuliðið): að leita til ríkisins, það er okkar þegar búið er að klúðra hlut- unum. Er þetta sanngjarnt, að stjórn sjóðsins hrósi sér í sama bréfi og harmi líka að það þurfi að skerða líf- eyrisgreiðslur? Ekki eru laun stjórn- armanna lækkuð eða skert. Ekki má gleyma því að sjóðurinn var valinn besti sjóðurinn 2005-2008. Ef sjóðurinn hefur staðið sig svona vel, hvernig getur hann þá tapað tug- um milljarða? Þetta er óskiljanlegt og með ólík- indum að stjórn sjóðsins skuli láta svona bréf frá sér fara. Þetta segir mér að stjórn lífeyris- sjóðsins Gildis sé ekki hæf í sínu hlut- verki og beri að segja af sér nú þegar. Það er krafa mín og margra annarra sjóðsfélaga að það verði boðað til auka-aðalfundar, ársfundar og kosin ný stjórn sem er hæf í sínu hlutverki. Jafnframt er það krafa að þeir sem hafa verið við völd í sjóðnum axli ábyrgð. Stjórn lífeyrissjóðsins Gildis segi af sér strax Eftir Þóri Karl Jónasson »Er þetta sanngjarnt, að stjórn sjóðsins hrósi sér í sama bréfi og harmi líka að það þurfi að skerða lífeyris- greiðslur? Þórir Karl Jónasson Höfundur er fv. formaður Sjálfsbjargar og sjóðsfélagi í lífeyrissjóðnum Gildi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.