Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 35
Umræðan 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 3 79 3 5 Mallorca Ótrúlegt sértilboð 24. júní í 2 vikur Allt innifalið Kr. 109.900 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi með öllu inniföldu í 2 vikur, 24. júní. Verð m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi kr. 119.900. Kr. 139.900 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu í 2 vikur, 24. júní. Aukagjald fyrir einbýli kr. 35.000. Glæsileg aðstaða • Allt innifalið • Loftkæling • Svalir/verönd • Mini-golf • Glæsilegur garður • 4 sundlaugar • Nuddpottur • Sauna • Leiktækjaherbergi • Borðtennis • Barnaklúbbur (4-12 ára) • Barnaleiksvæði • Tennisvöllur • 4 veitingastaðir • 4 barir • Skemmtidagskrá • Íþróttaaðstaða ... og fleira og fleira – með öllu inniföldu 109.990frá kr. Ath. Fleiri tilboð til Mallorca á www.heimsferdir.is Mjög takmarkað magn í boði á þessu verði! Frábær gisting - bókaðu strax Hotel Palma Bay Club – allt innifalið Hótelið stendur aðeins um 350 metra frá frábærri Arenal ströndinni og aðeins 150 metra frá fjölda verslana og bara. Hótelið býður góðan aðbúnað í fríinu í fallegu umhverfi. Í GEGNUM ár- hundruðin og jafnvel þúsundin hefur grun- lausum þegnum hinna mismunandi þjóð- félaga verið talin trú um að þrældómur í þágu hins opinbera sé réttlátur. Konungar Maya lofuðu rigningu gegn vægu gjaldi, prestar kirkjunnar ei- lífu lífi, svörtum íbúum Vesturheims var talin trú um að þeir væru eign hvítu herranna og nú á að telja okk- ur, Íslendingum, trú um að okkur beri að greiða tíund (eða níutíund) til fjármagnseigenda alla ævi og á þeim tíma ekki eignast neitt í því sem við erum að greiða af. Með því að framlengja lánin með þeim hætti sem boðað er erum við einungis að hneppa stóran hluta al- mennings í áratuga þrælahald en ekki að koma með neinar lausnir. Það fylgir því ábyrgð að lána og þeg- ar banki lánar á lánþeginn heimt- ingu á því að hann sé að eiga sam- skipti við sérfræðinga en ekki viðvaninga. Hinn almenni launamað- ur á ekki að þurfa að vera sérfræð- ingur í lánaumsýslu frekar en flug- farþegi, flugmaður. Þegar síðan kemur í ljós að lánið sem þú tókst er orðið óviðráðanlegt er ábyrgðin sér- fræðinganna en ekki okkar almenn- ings. Við skulum ekki láta telja okk- ur trú um að sölumenn lánanna séu ekki ábyrgir frekar enn sölumenn annarrar gallaðrar vöru. Var ekki skírskotað til ábyrgðar sem réttlæt- ingar fyrir háum launum banka- stjóra, hér höfum við hana. Kæri skuldari, þegar lánardrottinn (athygl- isverð orðasamsetning) þinn segir þér að nú skuli hann hjálpa þér og gera þér kleift að borga af láninu þínu út yfir gröf og dauða ert þú í raun að hjálpa hon- um að eignast þegn. Þér er enginn greiði gerður með því að fá að strita til æviloka fyrir engu. Við sem skuldum erum að láta hafa okk- ur að fíflum. Þegar ég geng inn í Landsbankann, minn lánar-drottin, líður mér eins og ég get trúað að Maya hafi liðið þegar hann gekk inn í hofið mikla til að kvarta yfir regn- leysi og fékk svarið, þeir sem borga ekki nóg fá ekki rigningu. Við getum ekki byggt upp banka- kerfið með þessum hætti. Verum menn til að taka alvöru ákvörðun. Látum ekki sogast inn í debet og kredit hugsunarhátt fjármálageir- ans, það er ekkert debet við að missa heimilið sitt. Tökum t.d. frek- ar lífeyrissjóðina og þjóðnýtum þá. Setjum eignasafn þeirra inn í banka (einn banka) og byggjum þannig grunninn. Við höfum áður tæmt þá og getum eins byggt þá aftur upp. Setjum hlutina í sögulegt samhengi, þeir sem eru nú um 67 ára kannast margir við hvernig lánin sem þeir tóku á sína fyrstu íbúð hurfu á nokkrum árum í verðbólgunni þar sem lánin voru með föstum vöxtum. Það er búið að breyta hinum fjár- hagslegu forsendum okkar litla þjóðfélags svo mikið, á innan við ári, að við getum ekki kennt almennu fólki um og sagt þú áttir að vita bet- ur. Við getum ekki tekið af almenn- ingi heimili og vinnustaði. Hættum að tala um að fella niður skuldir. Það er ekki verið að fella neinar skuldir niður heldur leiðrétta það bull sem búið er að ganga á. Við megum ekki alltaf hugsa, einhver gæti grætt á þessu. Við erum öll búin að tapa nema nokkur löðurmenni sem þora ekki einu sinni að nota sín réttu nöfn. Athugaðu það, þú sem einn átt skuldlausa íbúð í 20 íbúða blokk að þegar hin ýmsu fjármálafyrirtæki eru búin að yfirtaka allar hinar 19 og fyrri eigendur hafa hrökklast til Noregs hver á að slá garðinn? Hver á að gera við rúðuna í útihurðinni? Nýju eigendur íbúðanna 19 geta með engu móti leigt þær, það vantar fólkið og þeir sjá sér engan hag í fegrun og viðhaldi. Hver á að gera við gluggann í 3b þegar lekur niður í 2b? Við gætum séð fyrir okkur framtíð hálfkláraðra húsa og við- haldslausa blokka með gluggatjöld flakksandi út um brotnar rúður. Kæru samlandar, fyllumst ekki þrælsótta, sættum okkur ekki við að borga skuldir sem við stofnuðum ekki til. Þrælaskipið Ísland Eftir Jón Þórarinsson »Með því að fram- lengja lánin með þeim hætti sem boðað er erum við einungis að hneppa stóran hluta almennings í áratuga þrælahald en ekki að koma með neinar lausnir. Jón Þórarinsson Höfundur er flugmaður og bóndi. LÍFIÐ gerist í núinu. En allt of oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að hraða okkur fram hjá mik- ilvægum augnablik- um og eyða dýr- mætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um for- tíðina. Við erum alltaf að og gefum okkur lítinn tíma til að koma kyrrð á hugann. Við berum ekki virðingu fyrir núinu vegna þess að „apahug- urinn okkar“ – eins og búddistar kalla hann – stekkur um eins og ap- ar sem sveifla sér á milli trjáa. Til að ná betri tökum á hugsunum okk- ar og lífi er mikilvægt að finna jafn- vægi, komast undan strauminum, og kyrra hugann – einblína einfald- lega á það að vera hér og nú. Við erum ekki það sem við hugsum Gjörhygli eða árvekni (e. mind- fullness) er ástand þar sem við höf- um athygli í núinu á opinn og virk- an hátt. Þegar við erum árvökul áttum við okkur á því að við erum ekki hugsanir okkar heldur lifum þær frá augnabliki til augnabliks, án þess að taka afstöðu eða dæma þær. Í stað þess að láta lífið líða hjá án þess að lifa því vöknum við til meðvitundar og upplifum það á virkan hátt. Hér fyrir neðan eru sex góð ráð til að þjálfa gjörhygli: 1. Ef þú vilt bæta frammistöð- una, hættu þá að hugsa um hana. Það þekkja eflaust allir þá til- finningu að líða ekki vel í ákveðnum aðstæðum, t.d. á dans- gólfinu. Hreyfingarnar virðast klaufalegar og maður vill sleppa sér, en nær því ekki. Ef hugsunin er of mikið um það sem verið er að gera, verður frammistaðan lakari og kvíðinn eykst. Kúnstin er að ein- blína minna á innri samræður og meira á líðandi stund. Það kemur líka í veg fyrir að við hugsum um of. 2. Ef þú vilt forðast áhyggjur, einblíndu þá á núið. Við erum oft það upptekin af framtíðinni að við gleymum að upp- lifa hvað þá heldur njóta þess sem er að gerast hér og nú. Við drekk- um kaffi og hugsum: „Þetta kaffi er ekki eins gott og kaffið í síðustu viku.“ Við heimsækjum fallegan stað og hugsum: „Mig langar að koma hingað aftur einhvern tímann seinna.“ Mikilvægt er að láta vel fara um sig í því sem maður er að gera á núlíðandi stundu, t.d. í heita pottinum, í fjallgöngu eða þegar hlustað er á tónlist. 3. Ef þú vilt bæta samskiptin við aðra, taktu þá núið inn. Gjörhygli hefur mögnuð áhrif á samskiptin við aðra. Hún virkar sem bólusetning gegn ofbeldis- fullum viðbrögðum. Með því að ein- blína á núið endurræsum við hug- ann þannig að við getum brugðist við af íhygli í stað þess að bregðast við á sjálfvirkan hátt. Í stað þess að ráðast á einhvern í reiðikasti, láta undan af ótta eða tapa sér í ein- hverri þrá sem líður hjá fáum við tækifæri til að segja við okkur sjálf: „Þetta er tilfinningin sem ég er að upplifa. Hvernig ætti ég að bregðast við?“ Gjörhygli gerir okk- ur betur í stakk búin til að stjórna eigin hegðun. 4. Ef þú vilt gera sem mest úr tímanum, gleymdu þér þá. Kannski er heilsteyptasta leiðin til að lifa í núinu það sem sálfræð- ingar kalla hugflæði (e. flow). Hug- flæði er þegar við erum það altekin af einhverju að við sogumst inn í það og gleymum öllu og öllum í kringum okkur. Það er eins og við stöndum utan við okkur. Við velt- um ekki fyrir okkur hugsanlegum mistök- um og upplifum al- gjöra stjórn á aðgerð- um okkar. Tímaupplifunin breyt- ist og tíminn virðist fljúga. Það er eins og meðvitundin falli sam- an við það sem fengist er við. 5. Ef eitthvað angrar þig, takstu þá á við það. Við upplifum öll erfiðleika í líf- inu, hvort sem um er að ræða skilnað, börn sem yfirgefa hreiðrið eða kvíða sem yfirbugar okkur þegar við þurfum að halda mik- ilvæga ræðu. Slíkir atburðir – ef við leyfum þeim það – geta dregið athyglina frá ánægju lífsins. Það eru náttúrleg viðbrögð hugans þegar hann stendur andspænis sársauka að reyna að forðast hann með því að streitast á móti þessum óþægilegu tilfinningum. Að streit- ast á móti magnar hins vegar að- eins upp sársaukann. Betra er að horfast í augu við tilfinningar sínar og vera opinn fyrir því hvernig hlutirnir eru án þess að reyna að breyta þeim. 6. Vittu að þú veist ekki. Þú hefur líklega lent í því að keyra á hraðbraut og muna ekki síðustu 15 mínúturnar. Hugs- anlega misstirðu jafnvel af afleggj- ara á leiðinni. Þessi augnablik þeg- ar við erum á sjálfstýringunni eru það sem Ellen Langer við Harvard háskólann kallar fjarhygli (e. mindlessness). Við verðum fjar- hugul, að sögn Langer, vegna þess að um leið og við þekkjum eitthvað hættum við að veita því athygli. Við förum í gegnum umferð- arteppuna á morgnana í ákveðinni þoku af því að við höfum farið sömu leið hundrað sinnum áður. Ef við erum árvökul tökum við eft- ir því að næstum því allt er nýtt hverju sinni – skugginn á bygging- unum, landslagið, veðrið, jafnvel tilfinningar sem við upplifum á leiðinni. Ekki gera bara eitthvað, sittu kyrr. Gjörhygli er að veita því sem er að gerast hér og nú athygli. Hugs- aðu um þig sem eilíft, þögult vitni, og taktu eftir augnablikinu. Hvað heyrirðu? Hvað sérðu? Hvaða lykt finnurðu? Það skiptir ekki máli hvernig tilfinningin er – þægileg eða óþægileg, slæm eða góð – þú skoðar hana einfaldlega af því að þetta snýst um núið. Listin að lifa í núinu Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Allt of oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að eyða dýrmætum sekúndum lífsins í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.@ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.