Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 24.05.2009, Qupperneq 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Lítill engill skottast á götunum úti í Eyjum. Ung kona ekki svo löngu síðar, alvarleg, greind og hlý. Þarna er hann kominn aftur, sami engillinn. Brúðkaup. Litli engillinn er að gifta sig. Svo líða örfá ár. Lítill sólargeisli kemur til sögunnar nokkru síðar. En skyndilega er engillinn okkar horfinn. Við sitjum eftir steini lostnar með all- ar minningarnar sem engillinn skildi eftir. Þegar við sátum, spjölluðum og hlógum saman í vetur, hvarflaði það aldrei að okkur vinkonunum sem hitt- umst reglulega frá því við unnum saman á Laugaveginum að það væri síðasta kvöldið okkar saman. En svona kemur tilveran aftan að manni. Nú er þín sárt saknað elsku Svanhvít. Elsku Þröstur og Daney Rós ykkar harmur er stór. Við getum aðeins vottað ykkur okkar dýpstu samúð. Við geymum góðar minningar um vinkonu sem við áttum eftir að gera svo margt með. En svona er víst lífið. Þar ræður annað okkar örlögum. Elsku vinkona, við þökkum þér fyr- ir vináttuna. Það verður að vera huggun í sorginni að einhvers staðar situr kankvís fallegur engill sem mun fylgjast með okkur þar til við hitt- umst á ný. Þínar vinkonur, Katrín Ævarsdóttir og Ingibjörg Hilmarsdóttir. Elsku Svanhvít. Við sitjum hérna saman vinkonurn- ar með tárin í augunum. Við trúum því ekki að þú sért farin. Okkur lang- ar til að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér vorið 1992. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til þín, t.d. í fyrsta partí- inu hjá Gunna og Guðrúnu. Við bjuggumst við að hitta feimna stúlku, en þá birtist þessi flotta skvísa með Þresti sínum. Lifnaði allt við í partí- inu og stuðið magnaðist með hverri mínútu. Einnig minnumst við þess þegar við Sagaklasskonur höfðum dekurdag, sem fólst í því að panta herbergi á Hótel Sögu, mættum þar um hádegi og byrjuðum á að fara í nudd, ljós og jafnvel var tekin ein hvítvín í heita pottinum, þar fórum við á trúnó eða hlógum okkur máttlausar. Síðan var farið upp á herbergi og þá var ýmislegt brallað (spádómar, förð- un, leikir o.m.fl.). Eftir allar uppá- komurnar fórum við niður í Súlnasal og dönsuðum fram á rauða nótt við undirleik hljómsveitarinnar Sagak- lass. Þessir dagar standa okkur í fersku minni, gleðin og vináttan sem ríkti okkar á milli. Nú koma upp í huga okkar ferðalögin til Lúxemborg- ar, ekki var minna gaman þar. Ekki er hægt að telja upp allar þær góðu og yndislegu stundir sem við áttum með þér. Ekki má gleyma gleðistundinni þegar í ljós kom að Svanhvít og Þröst- ur ættu von á barni. Daney Rós fædd- ist 14. maí 1997, algjör gullmoli þessi prinsessa. Elsku Svanhvít, þú munt alltaf eiga stóran sess í hjörtum okkar, við sökn- um þín ótrúlega. Við biðjum góðan Guð að varðveita Þröst og Daney Rós. Þínar Sagaklass-vinkonur, Bryndís, Edda, Guðrún og Sigrún. Kæra vinkona, það er svo óraun- verulegt og skrýtið að sitja hérna og skrifa um þig. Aldrei datt mér í hug að þú gætir horfið frá mér svo snögg- lega og óvænt. Ég verð að segja að ég er ekki enn búin að átta mig á því að Svanhvít Rósa Þráinsdóttir ✝ Svanhvít RósaÞráinsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyjum 6. janúar 1964. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. maí síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 19. maí. þú sért farin. Ég fékk þá blessun að kynnast þér árið 1990 er við störfuðum saman í Sautján. Fljótlega tókst með okkur einstök vinátta sem hefur haldið allar götur síðan. Með ár- unum urðum við svo samrýndar og líkar í háttum að fólk rugl- aði okkur oft saman og héldu margir að við værum systur. Það hefur verið svo einstakt að eiga vin eins og þig, vin sem ég gat verið ég sjálf með, vin sem ég gat setið með án orða eða talað við um allt sem okkur lá á hjarta. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Heimili þitt stóð mér alltaf opið, ekki síst eftir að ég flutti til London og kallaðir þú mig oft villta heimilis- köttinn þegar ég var hjá ykkur. Kæra vinkona, ég vil þakka þér fyrir að opna heimili þitt fyrir mér og leyfa mér að vera eins og einni af fjölskyld- unni. Samvera okkar hefur veitt mér svo ótalmargar minningar sem ég get núna brosað að í gegnum tárin. Nú þegar ég sit hér og skrifa til þín sveimar hugurinn til dæmis til þess tíma er við borðuðum humar í öll mál þó við ættum ekki krónu með gati því þú fékkst hann alltaf sendan úr Eyj- um. Einnig hugsa ég til allra þeirra skipta þegar við vöktum Þröst til að elda spælt egg og brauð handa okkur þegar við komum seint heim. Guð hvað við gátum hlegið. Ég fæ þér aldrei fullþakkað fyrir að vera hjá mér, þú stóðst með mér, hvattir mig til dáða, en hélst þó í tauminn. Þú reistir mig við og styrktir mig. Ég er minnisvarði hugsana þinna og umhyggju. Þakka þér fyrir. (Höf. ókunnur.) Elsku Svanhvít, það var allt ljós og gleði hjá þér og sérstaklega þegar hún Daney Rós fæddist árið 1997. Hún er liturinn og sólin í hjarta ykkar beggja. Orð fá því ekki lýst hvað það var gaman að horfa á ykkur þrjú saman, þið voruð eins og stór sólar- geisli. Síðustu daga hef ég verið að hugsa um allar okkar stundir saman, bæði hér heima og þegar þú komst að heimsækja mig til London. Þessar samverustundir eru mér ómetanleg- ar og mun ég geyma þær í huga mér og hjarta um ókomna tíð. Elsku Svanhvít, þakka þér fyrir að vera bara þú, staðföst í vináttu og óþreytandi í gæsku. Ég gæti hrópað orðin af hæstu tindum svo allur heimurinn heyrði. Ég gæti málað þau þvert yfir himininn svo öll veröldin sæi. Ég gæti steypt þau í brons svo þau yrði öllum áþreifanleg. En hvernig sem ég tjái þakkir mínar, Er engin leið til að lýsa til fulls hve þakklátur ég er. (Stuart McFarlane) Kæra vinkona, við sögðum alltaf að ef eitthvað myndi koma upp á þá myndum við styrkja hvor aðra og styðja. Ég skal lofa því, elsku Svan- hvít mín, að ég mun gera mitt besta til að hlúa að Þresti og Daney Rós. Ég elska þig svo mikið og sakna þín svo sárt. Þín vinkona, Guðbjörg. Kæra vinkona, hvern gat grunað það þegar ég heimsótti ykkur nú í febrúar að það yrði í síðasta sinn sem við hittumst. Ýmislegt var rætt þá, meðal annars um unglingsárin okkar í Eyjum, Þjóðhátíð og litlu prins- essurnar okkar. Þú sagðist ætla að verða duglegri að heimsækja Eyjarn- ar þegar þú værir búin að jafna þig á þessum slappleika sem hrjáði þig. Vinskapur okkar nær aftur til þess tíma sem við vorum saman í nem- endaráði framhaldsskólans í Vest- mannaeyjum. Með tilkomu Önnu og Þrastar styrktist vinskapurinn og þegar Sævör og Daney fæddust átt- um við enn meira sameiginlegt sem við gátum glaðst yfir og talað um. Þau eru ófá skiptin sem við höfum gist hjá ykkur í Víðilundinum þegar við höfum komið til suður og munum við halda því áfram. Við viljum þakka þér fyrir góða vináttu og ómetanleg- ar samverustundir öll þessi ár. Elsku Þröstur og Daney Rós, ykk- ar missir er mikill og vottum við ykk- ur okkar innilegustu samúð. Ykkar vinir Erlendur, Anna og Sævör Dagný. Þó að fornu björgin bresti, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólirnar, aldrei deyr, þótt allt upp þrotni, endurminning þess, sem var. (Grímur Thomsen.) Við sem urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að vera Svanhvíti sam- ferða, kynnast henni sem smástelpu og eiga hana að sem vinkonu í gegn- um súrt og sætt, verðum ævinlega þakklátar fyrir þá gjöf. Æskuárin í Eyjum er oft búið að rifja upp í saumaklúbbnum Ráptuðr- um sem við 10 æskuvinkonurnar stofnuðum hér á höfuðborgarsvæð- inu fyrir margt löngu. Prakkarastrik- in, diskótekin, handboltaæfingarnar og allar minningarnar úr Eyjum. Já, þar var nú ýmislegt brallað. Eftir að við urðum „fullorðnar“, breyttust prakkarastrikin í ferðalög, diskótek- in í kaffihúsarölt, handboltaæfing- arnar í dansæfingar, labbitúra og matarboð. Það er sárt að sjá á eftir elskulegri vinkonu sem var í gegnum öll okkar samveruár iðandi af lífi, krafti, dugn- aði, gleði og hjálpsemi. Svanhvít var einstaklega vinamörg og vinsæl manneskja sem mátti ekkert aumt sjá. Skipulagshæfni og dugnaður voru henni í blóð borin og var hún því gjarnan í forsvari fyrir hverskonar samkomur, nú síðast í haust hjá ár- gangi 1964 í Vestmannaeyjum. Það hvarflaði ekki að okkur þá að þetta yrði okkar síðasta samstarfsverkefni. Við reiknuðum með meiri tíma. Við kveðjum Svanhvíti með þakklæti, virðingu og kærleika. Elsku Þröstur, Daney, Þráinn, Svava og Víðir. Við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Ágústa, Elva Ósk, Guðrún Kristín, Helga Bryndís, Kolbrún, Linda Kristín, Ósk, Rúna og Sigrún.                                                   ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA HANNESDÓTTIR, Gullsmára 10, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 25. maí kl. 13.00. Unnur S. Björnsdóttir, Hannes Björnsson, Hafdís Ólafsdóttir, Kristján Björnsson, Helga Haraldsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Brynjar Guðmundsson, Illugi Örn Björnsson, Fanný M. Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI P. SNORRASON læknir, sem lést á Droplaugarstöðum laugardaginn 16. maí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. maí kl. 13.00. Karólína Jónsdóttir, Snorri P. Snorrason, Helga Þórarinsdóttir, Kristín Snorradóttir, Magnús Eiríkur Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, fósturpabbi, tengdapabbi, afi og langafi, PÉTUR KRISTÓFER GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi, Hraunum í Fljótum, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta dvalarheimilið Hlíð njóta þess. Rósa Pálmadóttir, Guðrún Björk Pétursdóttir, Friðrik Gylfi Traustason, Elísabet Alda Pétursdóttir, Sigurður Björgúlfsson, G. Viðar Pétursson, Anna Kristinsdóttir, Pétur Sigurvin Georgsson, Jónína Halldórsdóttir, Berglind Rós Magnúsdóttir, Ásgrímur Angantýsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ DONALD CHARLES BRANDT, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 12. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 28. maí kl. 15.00. Fyrir hönd barna hans, barnabarna, systur og vina, Bolli Davíðsson, Einar Matthíasson. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn, KRISTJÁN FALUR HLYNSSON, lést af slysförum miðvikudaginn 20. maí. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.00. Hlynur Steinn Kristjánsson, Helga Sigríður Halldórsdóttir, Ragnar Hlynsson, Kristján Sigurðsson, Ingunn Guðbjartsdóttir, Halldór A. Brynjólfsson, Elísabet Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.