Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 12
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -7 -h ar pa - C M Y K Árið 2005 var Hótel Hamar opnað en það hefur notið tölu- verðra vinsælda, ekki síst vegna þess að við hótelið er 18 holu golfvöllur. Unnur Halldórs- dóttir, eigandi Hótels Hamars, segir að auðvelt sé að finna hótelið því það sé fjóra kíló- metra frá Borgarnesi og nærri kókdósinni stóru sem margir kannast við. „Hótelið er í nýrri byggingu á einni hæð. Það sem kemur mörgum á óvart sem hingað koma er hvað hér er frá- bært útsýni. Margir bruna beint norður og eru með hugann þar eða bruna beint suður og líta ekki til hliðar inn í Skorradal- inn, inn á Skarðsheiðina og yfir vatnið. Það er synd því hér er svo dýrlegt útsýni.“ Stutt frá bænum Unnur segir að golfvöllurinn sé nánast við gluggann á hótelinu og gestir geti því dregið golf- settið beint að palli við her- bergið. „Það er vaxandi þróun að Íslendingar komi í litlum eða stórum hópum, spili golf, borði góða máltíð og gisti svo á hót- elinu um nóttina. Ég held að það komi til því aðstaðan er góð, völlurinn er mjög skemmti- legur og vel hirtur og útsýnið er fallegt. Svo er þetta aðgengi- legt því við erum ekki það langt frá bænum. Það er því hægt að koma seinnipartinn og spila golf og gista án þess að eyða of miklum tíma í að keyra. Svo erum við með heita potta hér fyrir utan og á veturna er voða vinsælt að horfa á norðurljósin í pottunum.“ Drápa frá staðarskáldinu Á hótelinu eru 30 herbergi sem eru öll á einni hæð þannig að hægt er að ganga út úr hverju herbergi og út á pall. „Önnur sérstaða okkar er sú að hægt er að panta drápu hjá staðar- skáldinu,“ segir Unnur. „Ef menn eru hérna vegna afmælis eða út af einhverju tilefni þá er samin drápa um þá og flutt við borðið, sem hefur komið ýms- um á óvart. Við á Vesturlandi höldum að það sé rétt að huga að þeirri þróun að kynna landið ekki alltaf á þann hátt að allir þurfi að fara hringinn. Útlend- ingar virðast halda að það sé eina leiðin til að sjá landið al- mennilega en við viljum líka kynna aðra möguleika. Það er líka gott að taka minna svæði í einu og njóta þess almenni- lega.“ Hótel Hamar Hótelið er á jarðhæð og við hvert herbergi er lítill pallur sem kemur sér vel vilji menn draga golfsettið beint að herberginu. Golfvöllur við gluggann Hótel Hamar www.icelandairhotels.com 12| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk Fæst í apótekum • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.