Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 20
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 1- ha rp a- C M Y K Leiklistarhátíðin ACT ALONE er haldin árlega á Ísafirði yfir sumartímann. ACT ALONE er helguð einleikjum og er með- al fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sér- staka leikhúsformi. Frítt er á hátíðina og gefst fólki þann- ig tækifæri til að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform. Leikur karla, konur og fífl „Ég lít á þessa hátíð þannig að hún eigi að vera kynning á þessu sérstaka leikhús- formi sem einleikurinn er og við reynum að bjóða upp á sem fjölbreyttastar sýningar. Það er allt opið í einleik sem er það skemmtilega við þetta og þannig getur til dæmis bara einn leikari leik- ið allt Titanic-slysið. Sjálfur hef ég verið að leika sögu Gísla Súrssonar þar sem koma ansi margir við sögu og ég leik alla strolluna; karla, konur, fífl og fleiri. Þetta form er án nokkurs vafa eitt erfiðasta form leik- listarinnar og mesta áskorun hvers leikara að fást við ein- leik því hann krefst alveg gíf- urlegs. Þú ert einn á sviðinu og enginn sem mun bjarga þér og þar að auki er þetta mjög gamalt leikhúsform sem er í stöðugri þróun,“ segir Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi hátíð- arinnar, en hugmyndina að henni má rekja til ársins 2004 þegar Elfar Logi fékk fjölda góðra manna til að taka höndum saman og koma slíkri hátíð á fót. Fyrir börn og fullorðna Erlendu sýningarnar í ár verða frá Danmörku og Sví- þjóð en það eru Íslendingar búsettir erlendis sem leika. Af íslensku sýningunum má nefna verkið Umbreyting eftir Bernd Ogrodnik brúðusnilling, en verkið er brúðuleikhús fyr- ir fullorðna sem sýnt hefur verið bæði í Þjóðleikhúsinu og Konunglega leikhúsinu. Barnasýningar hafa einnig verið á hátíðinni og í ár verð- ur meðal annars sýndur leik- urinn Auðun og ísbjörninn. Hátíðin verður haldin dagana 14.-16. ágúst í Edinborgar- húsinu á Ísafirði en lista- menn, fyrirtæki og ein- staklingar hafa stutt verkefnið. Sérstakt leikhúsform kynnt Leikhópur Hér má sjá þá sem fram komu á Act Alone síðastliðið sumar. ACT ALONE www.actalone.net 20| ferðasumar 2009 Morgunblaðið JÚNÍ 4.-7. Patreksfjörður Há- tíðahöld í tengslum við sjó- mannadaginn. 21. Strandir Sumarsól- stöðuganga, gönguferð fyrir alla fjölskylduna í landi Kirkjubóls. 18.-23. Ísafjörður Tónlist- arhátíðin Við Djúpið. 26.-28. Bíldudalur Bíldu- dals grænar, stórhátíð fyrir alla fjölskylduna. JÚLÍ 5. Strandir Furðuleikar á Ströndum. 3.-5. Þingeyri Dýrafjarðar- dagar, hátíð með vík- ingablæ. 10.-11. Ísafjörður Stóra púkamótið, knattspyrnumót fyrir eldri kappa. 18. Drangsnes Bryggju- hátíð á Drangsnesi. ÁGÚST 1. Holt, Önundarfirði Sandkastalakeppni í fjör- unni í Holti í Önundarfirði. 1. Heydalur Skoskir Há- landaleikar, kraftakeppni í Heydal. * Listinn er ekki tæmandi Á Sauðfjársetrinu á Ströndum á Hólmavík getur öll fjölskyldan skemmt sér vel og fjölbreytt dagskrá verður þar í sumar. Sauðfé í sögu þjóðar Setrið er staðsett í félagsheim- ilinu Sævangi við Steingríms- fjörð, aðeins tíu mínútum sunn- an við Hólmavík og þar má sjá fastasýninguna Sauðfé í sögu þjóðar. Sýningin var formlega opnuð árið 2002 og er kjörorð hennar, Langafi þinn var sauð- fjárbóndi, án hans værir þú ekki til og umfjöllunarefnið sauð- fjárbúskapur frá öllum mögu- legum og ómögulegum hliðum. Meðal þess sem þar má fræð- ast um er almenn umfjöllun um sauðkindina, vorverkin, sauð- burð, heyskap, jarðvinnslu, tún- rækt, sauðfjársjúkdóma og sláturtíð svo fátt eitt sé nefnt. Svangir gestir geta síðan feng- ið sér gott í gogginn á kaffistof- unni Kaffi Kind í Sævangi og gætt sér á sérrétti hússins, vöfflu með ís og súkkulaði eða þjóðlegu kaffibrauði eins og kleinum eða vöfflum. Viðburðaríkt sumar Mikið verður um að vera á setr- inu í sumar en það verður opnað þann fyrsta júní og á þjóðhátíð- ardaginn verður þar sérstakt þjóðhátíðarkaffi. Þá verður far- in sumarsólstöðuganga fyrir alla fjölskylduna í landi Kirkju- bóls og lífríki fjörunnar skoðað á fjörudegi. Í byrjun júlí verða haldnir Furðuleikar á Ströndum þar sem meðal annars er keppt í öskri, trjónufótbolta og girð- ingastaurakasti. Sannarlega öðruvísi skemmtun og kannski gott fyrir litla ferðalanga að fá útrás fyrir pirring sinn með því að öskra svolítið. Þá verða dráttarvéladagur og töðugjöld og meistaramót í hrútadómum, bændahátíð og þuklaraball á sínum stað í ágúst. Sauðfé og furðuleikar Furðulegt Trjónufótbolti er frekar óvenjulegur á að líta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.