Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 28
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-1
7-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
Kórastefna við Mývatn verður haldin fyrstu
helgina í júní en aðalverkefni hennar verður
Messa í As dúr eftir Franz Schubert fyrir
blandaðan kór, einsöngvarakvartett og
hljómsveit. Verkið verður flutt af um 180
manna kór þátttakenda en einnig kemur
fram kvennakór sem í verða um 100 konur.
Fjórraddað í afmælum
„Hugmyndina má rekja til þess að í
Þingeyjarsýslu hefur ætíð verið mikil söng-
hefð. Ég er ættuð úr Mývatnssveit og upp-
alin við það að fólk syngi saman í fjórum
röddum þegar haldin voru merkisafmæli
eða veislur. Kórastefnan er haldin í sam-
starfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
og kórafólk er mjög ánægt með að koma
og syngja þekkt verk í stórum kór við undir-
leik sinfóníuhljómsveitar. Á kórastefnuna
koma aðallega heilir kórar en líka fasta-
gestir, til dæmis söngvarar sem búa á
Norðurlandi og hafa sungið í góðum kórum
og jafnvel erlendis. Kórarnir syngja saman
en einnig syngur hver og einn kór líka sér á
öðrum tónleikum Kórastefnu,“ segir Mar-
grét Bóasdóttir, listrænn stjórnandi.
Aðsóknarmet í fyrra
Í ár eru tvö verkefni tekin fyrir á kórastefn-
unni og rúmlega 100 konur í fjórum kórum
koma saman og mynda kór sem syngur
þýska og franska kvennakóratónlist undir
stjórn þýsks prófessors í kórstjórn sem
einnig stýrir kammerkór Tónlistarháskól-
ans í Bremen. Margrét segir gaman að fá
ný áhrif með slíku fólki. Meðal kóranna
fimm sem mynda blandaðan kór eru bæði
smærri kórar og stærri, þeirra á meðal fyrr-
nefndur Kammerkór. Síðastliðin ár hafa
mörg þekkt verk verið flutt á Kórastefnu;
óratoríurnar Messías, Sköpunin og Sálu-
messa Mozarts en fyrir tveimur árum var
frumflutt Mass of the Children eftir John
Rutter. Margrét segir aðsókn á kórastefn-
una hafa verið í sívaxandi mæli og í fyrra
var aðsóknarmet þegar Carmina Burana
var flutt af tæplega 300 þátttakendum.
Sönghefð Á Kórastefnu í Mývatnssveit gefst kórum tækifæri á að syngja saman og heyra hvor í öðrum.
Schubert ómar í Mývatnssveit
Kórastefna í Mývatnssveit
http://www.korastefna.is/
28| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Eins manns rusl er annars gull er
slagorð nytjamarkaðar sem
haldinn verður á Hvammstanga
á laugardögum í sumar, en fyrsti
markaðsdagurinn verður 20.
júní. Þetta er í þriðja sinn sem
markaðurinn er haldinn en hópur
kvenna í bænum ákvað að taka
sig saman og safna fyrir góðu
málefni á þennan hátt.
Til styrktar góðu málefni
Á markaðinum hefur mátt finna
allt milli himins og jarðar, meðal
annars sófasett, borðstofuborð
og aðra húsmuni og er fólk hvatt
til að koma með muni sem það
er hætt að nota. Ágóði af mark-
aðinum í fyrra var notaður til að
kaupa vatnsvél fyrir grunnskól-
ann og sundlaugina og myrkra-
tjöld í tölvukennslustofu grunn-
skólans. Þannig er leitast við að
styrkja gott málefni á staðnum
en markaðurinn er haldinn í
gamla gærukjallaranum í slátur-
húsinu niðri við höfnina. Mark-
aðurinn hefur fengið góðar við-
tökur ferðamanna jafnt sem
heimamanna en hann verður op-
inn alla laugardaga frá og með
20. júní til 8. ágúst frá kl. 11.00
- 16.00 og einnig við opnun ung-
listahátíðarinnar Eldur í Húna-
þingi, miðvikudaginn 22. júlí kl.
20.00 - 22.00.
Nytjamarkaður Á markaðnum er safnað fyrir góðu málefni.
Rusl verður að gulli