Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 46
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-3
2-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
Fiska- og náttúrugripasafn
Vestmannaeyja var opnað árið
1965 en safnið er í alls þremur
sölum. Kristján Egilsson safn-
stjóri segir að hinir lifandi sýn-
ingargripir veki helst lukku en á
safninu eru 12 búr með lifandi
sjávardýrum. „Það eru þessir
helstu nytjafiskar: þorskur,
steinbítur, ýsa, koli, krabbar og
fleira. Við erum með steina-
safn, íslenska skrautsteina og
svo erum við með sal með upp-
stoppuðum fuglum og fiskum.
Eins erum við með skordýra-
safn og eggjasafn. En yfirleitt
eru það lifandi fiskarnir sem
vekja mesta hrifningu.“
Samvinna við Háskólann
Kristján talar um að safnmun-
irnir séu mestmegnis gjafir frá
einstaklingum. „Til dæmis
gáfu hjón hér úr bæ okkur allt
steinasafnið sem telur um
1200 steina. Sjómenn eru líka
afskaplega duglegir að koma
með til okkar og halda lífi í fisk-
um, ef okkur vantar eitthvað.
Svo erum við í samvinnu við
Háskóla Íslands og Nátt-
úrustofu Suðurlands sem er
staðsett hér í Vestmanna-
eyjum. Þannig hefur safnið ver-
ið notað til ýmissa athugana og
rannsókna og núna vinnum við
saman að pysjuverkefni.
Krakkarnir koma með pysjuna
hingað áður en þau sleppa
henni og í samvinnu við háskól-
ann skráum við, mælum og
vigtum allar pysjur sem lenda í
bænum. Þetta hefur verið gert
markvisst frá árinu 2003 og
sjá má að pysjum hefur fækk-
að síðustu ár.“
Óbreytt í gosinu
Eftir að gosið hófst í Vest-
mannaeyjum var Fiska- og nátt-
úrugripasafnið eitt af fáum
húsum sem var ekki tæmt, að
sögn Kristjáns. „Friðrik Jesson
og Magnea Sjöberg voru safn-
verðir og þau fóru ekki frá Eyj-
um. Þau bjuggu um sig og
sváfu í safninu í nokkrar vikur
eftir að gosið hófst, en urðu
síðan að flytja náttstað sinn
annað þegar bera tók á gas-
mengun í húsinu. Nátt-
úrufræðistofnun Íslands bauð
safninu alla aðstoð við flutning
úr bænum ef á þyrfti að halda,
en ákveðið var að flytja safnið
ekki í burtu. Friðrik og Magnea
sáu fram á að ef það ætti að
flytja svona náttúruminjar þá
hefði margt af því eyðilagst og
því var allt óbreytt innandyra í
safninu allan gostímann.“
Fiskar og náttúra Á Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja eru
12 búr með alls kyns lifandi sjávardýrum sem valda mikla lukku.
Lifandi og upp-
stoppaðir fiskar
Fiska- og náttúrugripasafnið er
opið á hverjum degi í sumar
klukkan 11-17.
www.vestmannaeyjar.is/safnahus
46| ferðasumar 2009 Morgunblaðið