Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 32
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 0- ha rp a- C M Y K Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík er fjöl- skyldufyrirtæki sem siglir með ferðamenn út á Skjálfandaflóa í ýmiss konar ferðir. Þekking til nýrra kynslóða „Það er mikil hefð fyrir sjósókn á Skjálfandaflóa í minni fjöl- skyldu sem nær aftur ein 150 ár í beinan karllegg. Hún spannar útgerð og sjósókn for- feðranna frá Flatey, Flateyj- ardal, Náttfaravíkum og Húsa- vík. Menn hafa áunnið sér mikla þekkingu á svæðinu sem miðlað hefur verið á milli kyn- slóða, en auk þess skapar reynslan aukið öryggi. Við bjóð- um hefðbundnar hvalaskoð- unarferðir, sjóstangaveiðiferðir og fuglaskoðunarferðir þar sem lundinn spilar stór hlut- verk. Jafnframt höfum við verið að þróa gönguferðir sem eru kryddaðar með bátsferð og landtöku. Einnig höfum við far- ið í mikið af sérferðum með hópa og jafnvel grillað í sam- vinnu við veitingahúsið Sölku á Húsavík. Það er nánast und- antekning að hvalir sjáist ekki í ferðunum en svo skemmtilega vildi til að í fyrstu formlegu sigl- ingunni hinn fyrsta maí sást hnúfubakur,“ segir Stefán Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Aukinn náttúruáhugi Ferðamannastarfsemi fjöl- skyldunnar hófst árið1982 samhliða því að stunda hefð- bundna fiskiskipaútgerð en ár- ið 2001 var stefnan sett af meira krafti á ferðamannaiðn- aðinn. Stefán segir Íslendinga hafa sótt meira í ferðirnar á allra síðustu árum og hann vonist til að sjá sem flesta á ferðinni í sumar. Sú nýjung ligg- ur fyrir í sumar í samvinnu við Sjóstangaveiðfélag Húsavíkur og fleiri aðila að bjóða fólki að fara í fullan róður með íslensk- um sjómönnum. Verkefnið hef- ur fengið lítilsháttar stuðning vegna nýsköpunar í ferðaþjón- ustu til og verða skipstjórar og eigendur fyrirtækisins þar á heimavelli með sína fiskveiði- þekkingu. Vingjarnlegir risar á Húsavík Algeng sjón á flóanum Sylvía og hnúfubakur og farþegarnir eru allir með myndavélarnar á lofti. Gentle Giants http://www.gentlegiants.is/ default.asp?Id=429 32| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Á Jónsmessuhátíð á Hofsósi koma fjölskyldur saman og skemmta sér en hátíðin er hugs- uð sem barna- og fjölskylduhátíð og margs konar skemmtun í boði. Kjötsúpa, kleinur og gönguferð „Flestir koma á föstudegi og tjalda en þegar búið er að koma sér fyrir er farið í góðan göngutúr um náttúruperlur Hofsóss og endað í kjötsúpu á Höfðaborg. Síðar um kvöldið er síðan slegið upp balli. Laugardagurinn er helgaður börnunum með brúðu- leikhúsi, vatnsrennibraut, ýmiss konar þrautum og leiktækjum auk þess sem teymt er undir þeim á hestbaki. Þennan dag er líka haldið fótboltamót þar sem fólk hóar sig saman í lið. Síðan er grillað ofan í mannskapinn og haldin kvöldskemmtun þar sem valinkunnir listamenn sjá um skemmtiatriðin og svo um kvöld- ið er haldið ball. Á sunnudeg- inum hefur verið farið í útreiðar- túr til kirkju og að lokinni messu boðið upp á kakó og kleinur,“ segir Sigurlaug Vordís Eysteins- dóttir. Hátíðin verður haldin helgina 19.-21. júní og segir Sigurlaug að mikið af brott- fluttum Hofsósingum safnist þar saman með fjölskyldur sínar. Hestbak og leiktæki Nóg verður um að vera fyrir börnin á Jóns- messuhátíð á Hofsós. Fjölskylduhátíð á Hofsósi Á 1.600 m2 getur að líta beinagrindur af 9 tegundum hvala auk margvíslegs fróðleiks um hvali og samskipti manna og hvala. Enginn áhugamaður um hvali ætti að láta safnið framhjá sér fara. Opið alla daga: kl. 09:00 – 19:00 í júní, júlí og ágúst; kl. 10:00 – 17:00 í maí og september. Hafnarstétt 1 – 640 Húsavík – Sími 414 2800 Hvalasafnið á Húsavík Áhugaverður staður fyrir alla fjölskylduna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.