Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 32
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-2
0-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
Hvalaskoðunarfyrirtækið
Gentle Giants á Húsavík er fjöl-
skyldufyrirtæki sem siglir með
ferðamenn út á Skjálfandaflóa
í ýmiss konar ferðir.
Þekking til nýrra kynslóða
„Það er mikil hefð fyrir sjósókn
á Skjálfandaflóa í minni fjöl-
skyldu sem nær aftur ein 150
ár í beinan karllegg. Hún
spannar útgerð og sjósókn for-
feðranna frá Flatey, Flateyj-
ardal, Náttfaravíkum og Húsa-
vík. Menn hafa áunnið sér
mikla þekkingu á svæðinu sem
miðlað hefur verið á milli kyn-
slóða, en auk þess skapar
reynslan aukið öryggi. Við bjóð-
um hefðbundnar hvalaskoð-
unarferðir, sjóstangaveiðiferðir
og fuglaskoðunarferðir þar
sem lundinn spilar stór hlut-
verk. Jafnframt höfum við verið
að þróa gönguferðir sem eru
kryddaðar með bátsferð og
landtöku. Einnig höfum við far-
ið í mikið af sérferðum með
hópa og jafnvel grillað í sam-
vinnu við veitingahúsið Sölku á
Húsavík. Það er nánast und-
antekning að hvalir sjáist ekki í
ferðunum en svo skemmtilega
vildi til að í fyrstu formlegu sigl-
ingunni hinn fyrsta maí sást
hnúfubakur,“ segir Stefán Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins.
Aukinn náttúruáhugi
Ferðamannastarfsemi fjöl-
skyldunnar hófst árið1982
samhliða því að stunda hefð-
bundna fiskiskipaútgerð en ár-
ið 2001 var stefnan sett af
meira krafti á ferðamannaiðn-
aðinn. Stefán segir Íslendinga
hafa sótt meira í ferðirnar á
allra síðustu árum og hann
vonist til að sjá sem flesta á
ferðinni í sumar. Sú nýjung ligg-
ur fyrir í sumar í samvinnu við
Sjóstangaveiðfélag Húsavíkur
og fleiri aðila að bjóða fólki að
fara í fullan róður með íslensk-
um sjómönnum. Verkefnið hef-
ur fengið lítilsháttar stuðning
vegna nýsköpunar í ferðaþjón-
ustu til og verða skipstjórar og
eigendur fyrirtækisins þar á
heimavelli með sína fiskveiði-
þekkingu.
Vingjarnlegir risar á Húsavík
Algeng sjón á flóanum Sylvía og hnúfubakur og farþegarnir eru allir með myndavélarnar á lofti.
Gentle Giants
http://www.gentlegiants.is/
default.asp?Id=429
32| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Á Jónsmessuhátíð á Hofsósi
koma fjölskyldur saman og
skemmta sér en hátíðin er hugs-
uð sem barna- og fjölskylduhátíð
og margs konar skemmtun í
boði.
Kjötsúpa, kleinur
og gönguferð
„Flestir koma á föstudegi og
tjalda en þegar búið er að koma
sér fyrir er farið í góðan göngutúr
um náttúruperlur Hofsóss og
endað í kjötsúpu á Höfðaborg.
Síðar um kvöldið er síðan slegið
upp balli. Laugardagurinn er
helgaður börnunum með brúðu-
leikhúsi, vatnsrennibraut, ýmiss
konar þrautum og leiktækjum
auk þess sem teymt er undir
þeim á hestbaki. Þennan dag er
líka haldið fótboltamót þar sem
fólk hóar sig saman í lið. Síðan
er grillað ofan í mannskapinn og
haldin kvöldskemmtun þar sem
valinkunnir listamenn sjá um
skemmtiatriðin og svo um kvöld-
ið er haldið ball. Á sunnudeg-
inum hefur verið farið í útreiðar-
túr til kirkju og að lokinni messu
boðið upp á kakó og kleinur,“
segir Sigurlaug Vordís Eysteins-
dóttir. Hátíðin verður haldin
helgina 19.-21. júní og segir
Sigurlaug að mikið af brott-
fluttum Hofsósingum safnist þar
saman með fjölskyldur sínar.
Hestbak og leiktæki Nóg verður
um að vera fyrir börnin á Jóns-
messuhátíð á Hofsós.
Fjölskylduhátíð
á Hofsósi
Á 1.600 m2 getur að líta beinagrindur af
9 tegundum hvala auk margvíslegs
fróðleiks um hvali og samskipti manna
og hvala. Enginn áhugamaður um hvali
ætti að láta safnið framhjá sér fara.
Opið alla daga:
kl. 09:00 – 19:00 í júní, júlí og ágúst;
kl. 10:00 – 17:00 í maí og september.
Hafnarstétt 1 – 640 Húsavík – Sími 414 2800
Hvalasafnið á Húsavík
Áhugaverður staður fyrir alla fjölskylduna